Alþýðublaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 11
30. da^ur HmuiiiiiiiiiiisnimiimiSHHiitiiiiRiiniiimsnimmB* kallaði hann. „Hvar er pró- fessorinn?“ „Hann hélt áfram,“ svaraði Davíð rólegur. „Við urðum eftir til að tala við yður.“ „Þér eri^ð ekki dr. Reich- mann,“ kallaði Rudolph. Svo leit hann við og starði á Ger- hardt. „Og hver andskotinn eruð þér eiginlega? Mér finnst ég kannast við yður.“ „Hvernig vitið þér, að ég er ekki dr. Reichmann?" spurði Davíð stuttlega. „Vegna þess að Herr Kom- mandanten hringdi fyrir skammri stund frá Berlín. Hann hafði ekki náð £ dr. Reichmann. Hann varð ösku- reiður, þegar hann heyrði, að þið væruð farinn frá höllinni og mér var skipað að elta ykk- ur og handsama. Fleygið byss- unum og komið inn í bílinn. Við eltum sjúkrabílinn. Þann- ig komið þið í veg fyrir blóðs- úthellingar. Ég stjórna hér og hef mínar fyrirskipanir frá Herr Kommandanten.“ „Við fleygjum ekki byssun- um frá okkur og þér eltið ekki sjúkrabílinn,“ svaraði Davíð hörkulega. „Ef þér viljið koma í veg fyrir blóðsúthellingar skuluð þér snúa aftur til hall- arinnar.“ „Og láta prófessorinn kom- ast til 'Vestur-Ber3ínar?“ Hald ið þér, að ég geri það?“ hvæsti Rudolph. „Það verður að minnsta kos.ti svo,“ svaraði Davíð ró- lega. „Hugsið um öryggi yðar sjálfs.“ „Hver andskotinn eruð þér, eiginlega?“ spurði Rudoíph. „Troðist inn í höllina og þyk- ist vera dr. Reichmann og hvaða maður er með yður?“ „Þér talið við frægan mann sem er þekktur sem „Riddar- ínn“ ,svaraði Gerhardt. „Og ég heiti Gerhardt Hellmann“, Rudolph starði á hann. „Ert þú Gerhardt Hellmann?11 „Yðar þjónn, Herr Mann- heim. Viljið þér kannske vera svo elskulegur að fara inn í bílinn og aka aftur til hall- arinnar? Nú skipa ég fyrir?“ „Já, mér fannst ég þekkja þig“, svaraði Rudolph hlæj- andi. „Og það er mér mikill heiður að hitta þessa frægu söguhetju, sem ég hélt eigin- lega að væri uppspuni einn“. Hann hneigði sig hæðnislega fyrir Davíð. „Herr Kommand- anten gleðst áreiðanlega mik- ið yfir að ég hef handsamað Riddarann! Allur austurhluti Þýzkalands eltist við yður. Það verður mikill viðburður þegar þér eruð teknir af lífi!“ Linda veinaði, hún hafði ekki lengur stjórn á sér. „En hví er Fráulein Red- fern hér?“ hélt Rudolph á- fram. „Hví er hún ekki hjá föður sínum? En það verður ekki erfitt fyrir okkur að fá föður yðar til að snúa til baka, Fráulein, þegar við höfum yð- ur. Og við þörfnumst hans!“ „Skrattinn þinn!“ urraði Gerhardt. „Kannske verður prófessor Redfern handsam- aður, en ekki af þér, Rudolph Mannheim!“ „Og hví ekki, ef mér leyfist að spyrja?“ Málrómur hans var hæðnislegur. „Af því að þér lifið ekki svo lengi“, sagði Gerhardt. Og áður en hinn gæti svarað, lyfti hann byssunni og skaut í andlit hans. Ekki bara einu sinni en tvisvar — þrisvar sinnum. „Þetta er fyrir það, sem þú gerðir Önnu, Rudolph Mannheim. Hún drekkti sér í gær. Hún átti von á barni með þér“. Hann hélt áfram að skjóta úr byssunni. Davíð gekk til hans. „Ertu brjálaður, Gerhardt? Maður- inn er dauður“. „En það eru hinir ekki“, æpti Gerhardt. „Þeir eru all- ir svikarar“. Hann gekk til bílsins með byssuna á lofti. En verðirnir hættu ekki á meira. Þeir snéru bílnum við og hann þaut yf ir veginn í átt- ina að höllinni. Þau stóðu þrjú og horfðu á eftir honum og svo litu þau á dána manninn. Það var ekki falleg sjón og Linda faldi and- litið við öxl Davíðs. „Davíð, Davíð,“ snöggti hún. „Hvern- ig eigum við að fara að?“ Davíð ýtti henni blíðlega frá sér. Hann talaði við Ger- hardt. „Þú áttir ekki að skjóta hann. Það braut í bága við skipanir mínar. En ég skil hvers vegna þú gerðir það. Veslings Anna, var það rétt, sem þú sagðir? Það vissi ég ekki“. „Ég elskaði hana — ég elsk- aði hana meira en nokkuð annað“, stamaði Gerhardt. „En djöfullinn sá ama tók hana frá mér og hún drekkti sér, þegar hann sagðist ekkert eiga í barninu, sem hún gekk með“. „Ég skil“, rödd Davíðs var mild. „Það var kannske nauð- synlegt að drepa hann örygg- is okkar vegna, en því er ekki þar með lokið. Brátt senda þeir annan bíl; við höfum í mesta lagi nokkrar mínútur til að ákveða hvað gera skal“. „Ég skal vera hér og verja ykkur. Líf mitt er mér einsk- is virði. Það voru tvö vitni að því að ég skaut Rudolph Mannheim“. „Nei, ég skal sjá um Lindu“, sagði Davíð. „Flýðu sjálfur, Gerhardt. Þú þekkir fjöllin betur en nokkur annar. Þú kemst áreiðanlega til vestur- hlutans“. „En þér og Fráulein —,“ sagði Gerhardt. ekki sjúkrabílnum og flytji prófessorinn til hallarinnar. Hvað sem skeður, verðum við að bjarga prófessor Redfern. Og þú ert brennimerktur. Bjargaðu þér og flýðu, það er það bezta, sem þú getur gert“. „Guð fylgi yður, Herr Rit- ter“, rödd hans var þrungin „Við verðum að vera hér og sjá svo um, að þeir nái virðingu og aðdáun. „Við Aust ur-Þjóðverjar skuldum yður svo mikið“. Hann hneigði sig djúpt og hvarf til fjalla. 19. Linda og Davíð stóðu kyrr og litu hvort á annað. „Hvert förum við nú?“ spurði Linda róleg og full trúnaðartrausts. Davíð hló stuttlega. „Það er kannske brjálæðislegt, en ég hugsa að bezt sé að við förum í gamla timburkofann. Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leiti okkar þar, því kofinn er á lóð hallarinnar. Ég held að engan gruni gamla veiðimann inn og ég get haldið áfram að leika hann en þú felur þig fyrir innan. Þá vinnum við að minnsta kosti nokkra tíma til að leggja nýjar áætlanir“. „Nokkra tíma saman!“ end- urtók hann og brosti til henn- ar. Hann tók um hendur henn ar og þrýsti þær. Hvorugt þeirra leit á dauða manninn á veginum. Svo leiddust þau inn í skóginn. í meira en klukkutíma gengu þau hratt í áttina að skógarkofanum. „Það er ekki beint skemmti legt að vera hér“, sagði hann, þegar þau voru komin þang- að og búin að opna dyrnar. Rúm, borð og tveir kollar voru öll húsgögnin. „En ég þarf ekki meira“, hélt Davíð áfram. „Láttu sem þú sért heima hjá þér, Linda!“ Hún brosti þegar hún gekk inn. „Ég á heima þar sem þú ert, Davíð! En ég hef hvorki greiðu né tannbursta með- .....Sparió yóur hlaup á milli margm verslana! OÓkUOöl ÁÖÍIUM mm1. (si$) - Austuxstiseti S.G.T. FÉLAGSVISI og DANS Hin góðkunnu skemmtikvöld ihefjast á ný í G.T.- húsinu í kvöld kl. 9. Góð verðlaun. Vinsæl skemmtun. Aðgöngumiðar frá ld. 8. Sími 13355. Orðesending m P. K B. Box 6 Copenhagei „Bremsurnar hjá sér eru farnar að slitna, góði“. Mikil brögð hafa vérið að því að mjög ófullkomnar og iafnvel algerlega óhæfar teikningar hafa borizt með lánbeiðnum til Húsnæðismálastofnunar ríkisins. í samræmi við kröfur tímans um bætta húsagerð, hefur húsnæðismálastjór.n ákveðið, að eftir n.k. ára- mót verðl íbúðarlán aðeins veitt þeim, sem byggja eftir teikningum arkitekta, verkfræðinga eða iðnfræð inga, enda hafi bygging eigi hafizt fyrir þann tíma. Rétt til að gera teikningar að húsum þeim, er stofn- unin lánar út á, hafi einnig þeir menn ófaglærðir, er undanfarið hafa gert húsateikningar, enda hljóti þeir viðurkenningu húsnæðismálastofnunarinnar. Hm sókn um slíka viðurkenningu leggi þeir minnst 2 sýn is-horn af teikningum, -er hlotið hafa samþykki við- komandi -bygginganefnda fyrir 1. ágúst 1959. Húsnæðismálastofnun ríkisins. HINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar saindeildir eru lokaðar á mánudögum. ★ MYNDLISTARSÝNING Al- freðs Flóka er opin í Boga- sal Þjóðminiasafnsins dag- lega frá klukkan 1 til 10 * llibmmM •***♦*' $ Fiugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og K.- m.h. kl. 08.00 í dag. Væntanleg aftur til Rvk kl. 40 í kvöld. — Gullíaxi fer til Oslo, K.m.h. og Hamborgar kl. 10 í fyrramálið. — Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Egilsstaða, Fagurhólsmýr ar, Flateyrar, Hólmavíkur, — Hornafjarðar, ísafjarðar, — Kirkjubæjarklausturs, Vest- m.eyja (2 ferðir) og Þingeyr- ar. — Á rnorgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Blönduóss, Egilsstaða, —- Húsavíkur, ísafjarðar, Sauð- árkróks, Skógasands og Vest- mannaeyja (2 ferðir). MSHHill Loftleiðir h.f.: Saga er væntanleg frá Lon- don og Glasgow kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. —• Leiguflugvélin er væntanleg frá Hamborg, Kmh. og Gauta borg kl. 21 í dag. Fer til New York kl. 22.30. Hekla er vænt anleg frá New York kl. 10.15 í fyrarmálið. Fer til Amster- dam og Luxemburg kl. 11.45. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Aust- fjörðum á suður- leið. Esja fer frá Rvk á morgun austur um land í hringferð. Herðubreið er í Rvk. Skjaldbreið kom til Rvk í gær frá Breiðafjarðarhöfn- um. Þyrill er á Faxaílóa. — Skaftfellingur fer frá Rvk í dag til Vestmannaeyja. Val- þór er væntanlegur til Rvk í kvöld frá Austfjörðum. SkipadeUd S.Í.S.: Hvassafell er í Oscarshamn Arnarfell fór frá Haugesund 22. þ. m. áleiðis til Faxaflóa- hafna. Jökulfell er í New York. Dísarfell er væntanlegt 27. þ. m. til Fáskrúðsfjarðar. Litlafel er í Rvk. Helgafell lestar síld á Norðurlandshöfn. um. Hamrafell kemur til Rvk í kvöld. Húsmæðrafélag Reykjavíkur. Saumanámskeiðið byrjar núna á mánudaginn 28. þ. m. kl. 8 í Borgartúni 7. — Aðrar upplýsingar í síma 118.10. Blaðinu hefur borizt 9. tbl. 60. árg. Æskunnar. Er blað- ið fjölbreytt að vanda og líklegt til að falla vel í geð yngstu lesendunum. Birt er ritgerð Gerðar Steinþórs- dóttir, er hlaut 2. verðl. í ritgerðasamkeppnl Æskunn. ar og Ferðaskrifstofu rfkis- ins, grein um landhelgis- málið, framhaldssagan, —< myndasögur og fleira og fl. Alþýðublaðið — 25. seþt. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.