Alþýðublaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 5
Fregn til Alþýðublaðsins. SANDGERÐI f gær. Lokið hefur verið við leng- ingu aðalbáíabryggjunnar í Sandgerði á þessu sumri. Hefur ^rysgjan nú verið lengd um tæpa 40 metra og er þessi nýi hluti 2,5 metrum breiðari en það sem fyrir var. Er það gert til þess að þær stóru bifreiðar, LONDON, 30. sept. (REUTER). Croydon-flugvelli, einum elzta og sögulegasta flugvelli heims, sem nú er orðinn umluktur í- búðarhverfum vegna stækkun- ar Lundúna, var lokað í dag eftir þriggja ára baráttu við að halda honum opnum. Croydon-flugvöllur var ein af vöggum flugsins, en hefur nú orðið að greiða fyrir framfar- irnar á sviði flugmála, því að nú eru brautirnar orðnar of stuttar, svo að engar stórar flugvélar geta lent þar. Síðasta vélin,sem notaði flug völlinn, var fjögurra hreyfla vél af Heron-gerð, er flaug tii Amsterdam méð 10 farþega. — Nú er hugmyndin að nota flug- völlinn undir byggingar. sem nú eru aðallega notaðar, eigi auðveldara með að athafna sig við afgreiðslu bátanna og að eðlileg umferð um bryggj- una truflist sem minnst. Þá hef ur einnig verið steyptur skjól- veggur ofan á allan útkant bryggjunnar. Vinna við framkvæmd þessa hófst um miðjan júní s.l. og hafa 15 til 20 menn haft þar stöðuga vinnu síðan. Verkstjóri var Bergsveinn Breiðfjörð og kafari Grímur Guttormsson, en Magnús Konráðsson verkfræð- ingur hefur yfirumsjón með byggingu Sandgerðishafnar f.h. Vtamálaskrifstofunnar. Kostn- aður við byggingu þessa er ekki fyllilega uppgerður ennþá, en mun verða allt að 1,7 millj. kr. Vegna hættu á skemmdum af völdum veðra, sem oft eru snörþ hér á háustin, var ekki lagt í að halda verkinu lengra áfram að þessu sinni, en ákveð- ið er að hefja áframhald strax á næsta vori, og á höfnin í því skyni tilbúið eitt steinker, 12tú X 12Vé meter. 'Var það steypt í Kópavogi og verður geymt þar í vetur. — Ól. Vilhj. KAUPM-HÖFN 29. sept. (Reut- er). Albert Schweitzer, hiíin 84 ára heimspekingur, tónlistar- maður og trúboðslæknir, veitti í dag viðtöku hinum 100,000 kr. dönsku Sonning verðlaunum fyrir fórnarstarf hans í Afríku. BÆJAR- og sveitastjórnai:-- kosnin-garnar fóru fram í Nor- egi í fyrradag. Úrslit eru ekki að fullu kunn, en augljóst er að VöruskiptajöW- urinn Öhagsfæður um 245,6 millj. ÞAÐ sem af er þessu ári er vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 245,6 milljónir. Á sama tíma í fyrra nam vöru- skiptahallinn 224,9 milljónum. Útflutt var alls í ágúst sl. fyr- ir 82,9 millj. (í fyrra 98 millj.). Útflutt alls jan.—ágúst 1959 fyrir 677,3 millj. (í fyrra 628,2 millj.). Innflutt alls í ágúst fyrir 98,7 millj. (í fyrra 88,4 millj.). Inn- flutt alls jan.—ágúst 1959 fyr- ir 922,8 millj. (í fyrra 853,2 millj.). Vöruskiptajöfnuðurinn í ág- úst þetta árið var óhagstæður um 15,7 millj. (á sama tíma í fyrra hagstæður um 9,7 millj.). Það sem af er árinu er hann nú óhagstæður að því er nemur 245,6 millj. (á sama tíma í fyrra nam vöruskiptahallinn 224,9 millj.). kommúnistar hafa stórtapað fylgi, en Alþýðuflokkurinn og hægri menn unnið á. Vinstri flokkurinn hefur einnig unnið nokkuð á. Aðrir flokkar standa í stað. í Osló vann Alþýðuflokkur- inn þrjú sæti, en kommúnistar töpuðu tveimur af fimm. Kom- múnistar töpuðu einnig tveim- ur sætum í Bergen. Hlutfallstölur flokkanna eru þessar, í svigum tölurnar við kosningarnar síðustu. Alþýðufl. 44,4% (44,0). Kom- múnistar 4,0% (6,4). Hægri 19,4% (17,5). Miðflokkur 7,8% (7,0). Kristilegi flokkurinn 7,4% (7,4). Vinstri 8,9% (7,9). Sleppt er ýmsum smáflokkum. xA í ðllum kjðrdæmum. i Utankjörstaðaatkvæða- I greiðsla er hafin. Kjósénd : um Alþýðuflokksins skal j bent á það, að listi Alþýðu j flokksins er A-listi í öll- • um kjördæmum. I WWiWWVWWWWWVW Margt er bölið ACCRA 65 ára gamall bóndi í Ghana, sem á- kærður er fyrir a ð hafa reynt að fremja sjálfs- morð, kveðst hafa ætlað að gera það vegna þess að hann ætti 7 konur og 30 börn. „Ég var svo ruglað- ur, að ég vildi deyja,“ sagði hann. Hann tók eit- ur ,en ein kona hans fann hann í tíma. vvwwwwwwwwww í GÆR voru Arndísi Björns- dóttur leikkonu veitt leiklistar- verðláun úr minningarsjóði Soffíu Guðlaugsdóttur leik- konu. Verðlaunin eru ekstytta, sem nefn der Skálholtssveinn- inn. Formaður sjóðsnefndar, Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri, afhenti Arndísi verðlaun in fyrir frábært starf í þágu leiklistarinnar og leik hennar nú síðast í leikriti Þjóðleikhúss ins á sl. vetri, Húmar liægt að kvöldi. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á heimili leik- konunnar í gær. í fyria átti Arndís Björnsdóttir 40 ára leik afmæli, en afmælið var hátíð- legt haldið í ár og „afmælisleik ur“ hennar var í Húmar hægt að kvöldi. Ræða á ný um endurgreiðslsi láns- og leigu- sendinga. WASHINGTON, 30. sept. (NTB AFP). Eina efnahagsmálið, sem samkomulag náðist um í við- ræðum Eisenhowers og Krú- stjovs 1 Camp David, var að hefja að nýju samningaviðræð- ur um uppgjöf vegna láns- og leigusendinga Bandaríkjanna til Rússa í síðasta stríði, sagði Dillon, vara-utanríkisráðherra, í dag á blaðamannafundi. Kvað hann samkomulag um þetta at- riði mundu bæta viðhorfið mik- ið og styðja tilraunir til að fjar- lægja hindranir fyrir frjálsri og friðsamlegri verzlun land- anna, sagði Dillon. 21. IÐNÞING íslendinga vair sett í Tjarnarcafé í Reykjavík miðvikudaginn 30. september 1959 kl. 2 e. h. af forseta Lands sambands iðnaðarmanna, Björg vin Frederiksen. Ávarpaði hann forsætisráð- herra, Emil Jónsson, og aðra gesti og fulltrúa og bauð þing- heim velkominn til starfs. Minntist hann síðan Guömund- ar H. Þorlákssonar, skrifstofu- stjóra Landssambands iðnaðar- manna, er lézt í ágúst 1958. Þá ræddi forseti starfsemi samvinnunefnda, sem hann hafðj kynnt sér erlendis. Lýsti hann verksviði þessara nefnda og taldi þær hinar athyglisverð ustu. Þá ræddi hann um iðn- lánasjóð og taldi æskilegt að framlag ríkisins yrði þrefaldað eða yrði ca. 5000.000.00. Þá fagn aði forseti því, aðmú skulu vera hafnar framkvæmdir við bygg- ingu iðnaðarbankahúss í Rvík. Þá ræddi forseti nokkuð sölu- skatt og útflutningssjóðsgjald og um það misrétti, sem þessi skattheimta leiddi af sér. Þá ræddi hann um framhalds- fræðslu við iðnskólann fyrir verðandi meistara. Síðan ræddi hann um reglur um útboð og tilboð og um. nauðsyn um bætt fyrirkomulag í þeim efnum. FORSÆTISRÁÐHERRA ÁVARPAR ÞINGIÐ Að lokum ræddi forseti um ýms félagsmál. Þá fór fram FIH efnir III miinælur-' hljómleika IIINIR árlegu miðnætur- hljómleikar Félags íslenzkra hljómlistarmanna eru í Aust- urbæjarbíói í kvöld kl. 11,30. Þessir skemmtikraftar koma fram á hljómleikunum: KK- sextettinn, sem ráðið hefur til sín Óðin Valdimarsson, er nú kemur í fyrsta skipti fram með K.K. opinberlega. Hljómsveit Björns R. Einarssonar ásamt söngvara sínum Ragnari Bjarna syni. Hljómsveit Árna Elfar og Haukur Morthens. Fimm í fullu fjöri, söngvarar Díana Magn- úsdóttir og Sigurður Johnny. NEO-kvartettinn, Tríó Jóns Pálssonar frá Vestmannaeyjum og Erling Ágústsson, söngvari, sem vakið hafa mikla athygli á „meginlandinu", og rokk-hljóm sveit Guðmundar Ingólfssonar frá Keflavík, söngvari Engil- bert Jensen. — Kynnir verður Baldur Georgs. kosning kjörbréfanefndar o g gefið kaffihlé. Meðan setið var undir borðum ávarpaði forsæt- isráðherra Emil Jónsson þing- ið, og flutti kveðjur iðnaðar- málaráðherra, Gylfa Þ. Gísla- sonar, sem var erlendis, og ósk- aði hann þess, að störf þingsins mættu vera gagnleg og gifturík. Er fundur hafði verið settur að nýju, skýrði formaður kjör- bréfanefndar, Gísli Ólafsson bakari, frá því að borizt hefðu 61 kjörbréf, þar af fjögur frá félögum, sem óskuðu eftir inn- töku í landssambandið. Þá fór fram kosning á starfs- mönnum þingsins. Þingforseti Helgi Herm Eiríksson, Rvík, Fyrsti varaforseti Finnur Árna son, Akranesi. Annar varafoi- seti Friðþór Guðlaugsson Vest-J mannaeyjum. Ritarar: Halldcr Þorsteinsson, Akranesi, Sigur- oddur Magnússon, Reykjavík. Þá fóru fram nefndakosning- ar og síðan var málum vísað til nefnda. Gert er ráð fyrir að nefndir starfi í kvöld, og fundir hefjist á morgun (fimmtudag) kl. 10 f. h. í Tjarnarcafé. Mjólkurlræðingar Framhald af 1. síðu. Nú hafa mjólkurfræðingar náð nýjum samningum og telja þeir, að kjarabætur þær, er þeir hafa sarhið um, samsvari 10.6% kauphækkun. Hins veg- ar hafa þeir ekki fengið neina beina grúnnkaupshækkun. — Mjólkurbúin hafa sem fyrr seg ir samið upp á sitt eindæmi ög munu að líkindum eiga ein- hverja varasjóði til þess að taka úr þessar aukagreiðslur, sem kjarabætur mjólkurfræðinga hafa í för með sér. VERÐLAG ÓBREYTT. Hins vegar fá þeir hækkunina ekki uppbætta á hækkuðu verði landbúnaðarafurða, þar eð eng in hækkun vefður á því eiris og öllum er kunnugt, a.m.k. ekki fyrr en einhverjir stjórn- málaflokkar hafa að nýju opn- að flóðgáttir dýrtíðarinnar. Spurning blaðsins er: Geta mjólkurbúin ekki einnig greitt þau 3.18%, er bændur vilja nú fá, og tekið þau úr sjóðum sínr- um. Framhald aí 1. síðu. Var Hume fundinn sekur um rán í banka einum í Zúrich og morð á 49 ára gömlum leigu- bílstjóra, þriggja barna föðuy, er hann var að reyna að kom- ast undan. KOSNIN G ASKRIFSTOF A Alþýðuflokksins í Reykjavík er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og er opin daglega kl. 9—7, símar: 15020, 16724. Er þar hægt að fá upplýsingar um kjósendur hvar- vetna á landinu (kjörskrá yfir allt landið). Fólk er beðið að athuga í tíma, hvort það er á kjörskrá. Alþýðublaðið — 30. sept. 1959 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.