Alþýðublaðið - 06.10.1959, Síða 6

Alþýðublaðið - 06.10.1959, Síða 6
Barna- hjóna- bðnd HJÚSKAPARLÖGIN í Bandaríkjunum gera það að verkum, að þar er að finna fjöldann allan af ekkjum og ekkjumönnum, sem eru barnung að aldri. Tveir læknar, sem hafa rannsakað þetta mál, hafa nýlega skýrt frá niðurstöð- um sínum og hljóða þær svo: Samkvæmt síðustu tölum, sem fyrir liggja (1950) voru ekkjur og ekkjumenn yngri en 15 ára þá hvorki meira né minna en 2200. Þetta stafar af því, að hjúskapai'^rgin eru mjög mismunandi í hinum ýmsu rikjum Bandaríkjanna. — Þannig mega til dæmis í rík inu Massachusetts strákar á aldrinum 14 ára ganga í heilagt hjónaband og stelp- urnar þurfa ekki að vera nema 12 ára, þegar þær giftast. í nágrannaríki Massachu- setts, Rode Island, er gift- ingaraldur hins vegar 18 ára hjá körlum og 16 ára hjá konum. Önnur ríki, sem leyfa barnahjónabönd, eru New Hampshire og Suður-Caro- lina. Árið 1950 voru í Banda- ríkjunum 47 000 ekkjur og ekkjumenn yngri en 25 ára. „Nei, nei. Yið förum ekki fet. Það hefur tekið okkur þrjú ár að finna þessa íbúð“. ROCKEFELLER, Rockefeller, Rockefeller .. . Undanfarið hefur heimspressan þakið síður sínar af myndum og frásögnum af brúðkaupi sonar Rockefellers og Önnu Maríu hinnar norsku. í sambandi við þetta margtéða brúð- kaup (sem allir eru fyrir löngu orðnir leiðir á) hafa mörg blöð hvorki meira né minna en rifjað upp sögu Rockefeller-ættarinnar frá upphafi og fram á þennan dag. Norska viku- blaðið Aktuell var svo skynsamt að birta myndir og frásagnir af því, sem gerðist í ver- öldinni, meðan Rockefeller-brúðkaupið fór fram_ Þar var mörg stórfréttin, sem hvarf í skugga ,,hins mikla atburðar“. En nóg um það. Hér á myndinni sjáum við manninn, sem ekki kippti'sér upp við atburðinn, sjálfan Rockefeller fylkisstjóra í baði á Puerto Rico, þar sem hann sat ráðstefnu ' ÞAÐ er ekki að spyrja að sportinu. Nú er það nýjasta, sem við höfum frétt af þeim vettvangi, — kappganga og bjórdrykkja samantvinnuð! Fyrsta keppnin af þessu tagi fór fram við háskólann í Kapstad fyrir nokkru. 25 stúdentar mættu til leiks og leiðin, sem þeir áttu að ganga, var sex kílómetrar. Á átta veitingahúsum, sem voru á leiðinni, áttu kepp- endur að stanza og svolgra í sig hálfan lítra af bjór og halda síðan áfram göng- unni. Þetta var geysíjega erfið keppni, og stúdentarnir gáf- ust upp hver af öðrum, enda hlýtur það að hafa verið freistandi, fyrst menn voru í fyrsta lagi orðnir göngu- móðir, — í öðru lagi búnir að innbyrða talsvert magn af bjór og í þriðja lagi sezt- ir í veitingahús — var furða þótt sumir sætu kyrrir? Sigurvegarinn í þessari erfiðu keppni varð verk- fræðistúdentinn John Rush- more og gekk hann þessa sex kílómetra og drakk sína átta hálfu lítra af bjór á aðeins 52 mínútum. Vegfarendur skemmtu sér konunglega yfir þessari nýstárlegu keppni. Sérstak- lega var gaman að fylgjast með strákunum, þegar þeir komu út af veitingahúsun- um. Það brást aldrei, að heldur dró þá úr göngu- hörkunni og margir gegnu ívið lengri leið en til var ætlast. ^ ÞEGAR Fred Innes jr. frá þænum Pueblo í Colorado var nýlega í ann- að sinn á einni viku dæmd- ur 1 sektir fyrir umferðar- brot, gat hann ekki stilit sip um að spyrja dómarann í fullri hreinskilni: — Segið mér, herra dóm- ari. Hvernig í ósköpunum er hægt að vera góður bíl- stjóri, þegar lögreglan er bókstaflega alltaf á hælun- uiji á manni? íi» ALLT er þegar þrennt er, nema þegar ástin er annars vegar. Þá er þaS sexið sem gildir. GRETA GARBO hefur á seinni ár- um gerzt mannfyrirlítari og mannhatari. Nýlega túlkaði hún þetta nýja sjónarmið sitt á eftirfarandi hátt: — Sumir eru að segja, að ég sé mann- hatari, en þetta er ekki rétt. Sjáið bara til: Nú er ég farin að safna myndum, öll- um tegundum af myndum: myndum af járnbrautum, skipum, flugvélum, leikhús- um og bíóum og svo framvegis. — Slíka ástríðu getur enginn fengið nema sá, sem hefur áhuga á mannskepnunni! | SKARTGRIPIRNIR hafa eins og annað 1 ■■ mikilla muna undanfarin ár. Allt skraut o g. er horfið að fullu, en í staðinn eru eyrnalok f| festar og armbönd höfð í einföldum og .sm g stíl. Myndirnar eru af einni hálsfesti, sem §j sænsku listakonunni Torum Búlov-Húbs. ■ ásamt fleiri gripum verður á sýningu á silfi g sem verið er að opna í Stokkhólmi. — Toru; ■ ar orðin kunn fyrir skartgripi sína og til d ■ leikkonan unga, Pascal Petit, hálsfesti eft: -■ kvikmynd, sem tekin var fyrir skemmstu. Vil! reisa við skakka turrv- inn í Pisa BREZKUR verkfræðing- ur leggur um þessar mund- ir síðustu hönd á áætlun, sem miðar að því að rétta við skakka turninn í Pisa. Samkvæmt upplýsingum Daily Express hefur hinn 60 ára gamli Fordham Pryke haft mikim turninum á seinni sérstaklega hefr glímt við ráðgátu hægt sé að rétta og hvernig eigi að Pryke, sem er 1 ingur, hefur ki þeirri niðurstöðu, væri að setja ste plötu undir turn megin sem hann 1 koma í veg fyrir hallist ennþá me: telur hann fyrsté en ennþá hefur 1 viljað láta uppi, hann ætlar að r< inn við. Vandar ' ||i íísíigi:;::: MHMI FANGAR FRUMS KÓ G ARINS DAGURINN líður. Villi- maður kemur í tjaldið til fanganna og færir þeim mat og þegar þeir hafa snætt leggjast þeir til svefns. Við sölarupprás eru þeir vaktir heldur harkalega. Gaton og Sanders standa fyrir utan og í fylgd með þeim er flug maðurinn á flugvélinni, sem settist á vatninu daginn áð- ur. ,,Hafa herramennirnir sofið vel í nótt?“ spyr San- ders og glottir. ,,Ef svo er, þá samgleðst ég heldur hann áfrai hef dálítið óvænl að færa_ prófessc Marcel. Ég ætla ai tvo heiðursmenn með okkur og set Q 6. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.