Alþýðublaðið - 06.10.1959, Side 10
UNDANFARIN ár hefur sér
hennilegur maður átt mörg
spor um Grettisgötu, Skóla-
vörðustíg og Bankastræti.
Hann var lágur vexti.
en kvikur á fæti, með harðan
flibtaa og svartan hatt allar
árstíðir og gaf sig á t&l við
Pétur og Pál á förnum vegi.
Nú sést hann ekki framar.
Þórður Jónsson frá Stokks-
eyri andaðist í Landspítalan-
um 28. september, og útför
hans fer fram í dag. Kveðju-
stundin er upp runnin.
Ég þekkti aðeins Þórð Jóns-
son sem Eeykvíking, því að
hann flutti burt frá S'tokks-
eyri fyrir mitt minni. Samt er
hann alltaf Stokkseyringur í
huga mínum. Þar átti hann
lengi heima og starfaði af
miklum áhuga að merkilegum
félagsmálum. Gamlir Stokks-
eyringar gleyma honum
aldrei. Og ég veit, að Þórður
var alla daga sami Stokkseyr-
ingurinn, þó að starfssvið hans
og heimilisfang væri um ára-
skeið í höfuðborginni. Oft
rifjuðum við upp gamlar minn
ingar og hurfum jafnan í anda
austur í átthagana, þegar leið-
ir okkar lágu saman. Kynn-
ingin við Þórð Jónsson var
mér eins konar göngubrú yfir
í fortíðina. í návist hans varð
mannfjöldi og þjóðlíf Reykja-
víkur líkt og stórfljót, sem
maður hefur undir fótum á
leið yfir í annað hérað. Þang-
að var gott að koma. Þar vildi
ég gjarna eiga stundir.
Þórður fæddist að Kolsholts
hellf í Villingaholtshreppi í
Árnessýslu 16. apríl 1886, son-
ur Jóns Þorsteinssonar járn-
smiðs og konu hans, Kristínar
Þórðardóttur frá Mýrum í
Villingaholtshreppi. Hann
fluttist með foreldrum sínum
til Stokkseyrar árið 1891 og
ólst þar upp. Þórður réðist um
fermingaraldur í þjónustu Ól-
afs Árnasonar kaupmanns og
valdi sér þar með ævistarf.
Ólafur seldi verzlun sína kaup
félaginu Ingólfi árið 1907, og
vann Þórður svo þar sem bók-
haldari og fulltrúi, unz Ing-
ólfur hætti störfum upp úr
1920. Hann kvæntist 1911
Málfríði Halldórsdóttur frá
Kumbraravogi á Stokkseyri,
en hún ólst uþp hjá héraðs-
höfðingjanum Sigurði Magn-
ússyni á Skúmssíöðum í Land-
eyjum og seinni konu hans,
Ragnhildi Magnúsdóttur. Börn
Þórðar og Málfríðar eru:
Sigurður, endurskoðandi,
kvæntur Sigrúnu Pétursdótt-
ur; Kristín, gift Birni Magnús
syni vélvirkjameistara; Ragn-
ar, skipstjóri kvæntur Mar-
gréti Þorvajrðardóttur; Guð-
rún, gift Guðmundi L. Þ. Guð-
mundssyni húsgagnasmíða-
meistara frá ísafirði, og Helga,
gift Kristjáni Gunnlaugssyni,
tannlækni. Þau hjóninfluttust
tilReykjavíkur áriðl924.Konu
sína missti Þórður haustið
1933. í Reykjavík starfaði
hann að verzlunar- og skrif-
stofustörfum, meðal annars
hjá smjörlíkisgerðinni Svan,
en um tuttugu ára skeið hjá
heildverzlun Ásbjarnar Ólafs-
sonar,,unz hann settist í helg-
an stein fyrir tæpum tveimur
árum. Þórður vann þó áfram
eins og kraftar leyfðu fyrir
einstaklinga og fyrirtæki og
sá um bókhald og skattafram-
töl, en þau störf hafði hann
löngum haft í hjáverkum frá
daglegum önnum sínum. Hann
var ekki kvellisjúkur, og úr-
slitanna reyndist skammt að
bíða, þegar í Landspítalann
kom. Fyrst þótti nokkur von
um bata, en svo þyrmdi yfir
Þórð snögglega, og nú er hann
allur.
Auðvelt væri að fylla í eyð-
ur þessarar stuttaralegu upp-
talningar, en slíks gerist naum
ast þörf, svo margir sem
þekktu manninn. Þess vil ég
samt geta, að Þórður rak all-
lengi bóksölu á Stokkseyri.
Ekki mun þó hagnaðarvonin
Þórður Jónsson
hafa ráðið þeirri ákvörðun,
því að S'tokkseyringar auðg-
uðu engan á bókakaupum
þessi ár. Hitt bar iðulega við,
að Þórður Jónsson rétti ung-
lingi bókarkver að gjöf, ef
hann vissi eða grunaði, að
fróðleikslöngunin væri kaup-
getunni meiri. Nú í sumar
kom til íslands gamall Stokks-
eyringur, sem lengi hefur
dvalizt í Vesturheimi. Ég
heyrði hann spyrja Þórð Jóns-
son, hvort hann myndi, þegar
hann gaf honum bókina forð-
um. Fleiri hafa svipaða sögu
að segja. Þetta dæmi sýnir og
sannar, hver drengur Þórður
var. Gjafmildur bóksali er
einstök manngerð á hörðum
árum í fátæku þorpi.
Félagsmál voru Þórði Jóns-
syni jafnan hugstætt og ein-
lægt hugðarefni. Kom hann
efíirminnilega við sögu ung-
mennafélagshreyfingarinnar á
Stokkseyri og gerðist þar far-
sæll og áhrifaríkur forustu-
maður. Naut hann í því starfi
drengilegrar liðveizlu Málfríð-
ar konu sinnar. Var gestrisni
þeirra hjóna frábær, og mátti
kalla, að hús þeirra væri jafn-
an öllum opið. Þar safnaðist
áhugalið ungmennafélagsins
saman, og persónuleg kynni
tókust. Þórður var formaður
Ungmennafélags Stokkseyrar
í fimmtán ár. Mun á engan
hallað, þótt hann sé talinn
hinn góði ráðsmaður þess á
bernskuárunum og þroska-
skeiðinu. Þórður fylgdist áv-
allt með störfum félagsins
eftir að hann fluttist til
Reykjavíkur og sat í fyrra
sem heiðursgestur hátíðar-
fundinn í tilefni af fimmtíu
ára afmæli þess. Eihnig tók
hann þátt í störfum ungmenna
félagsins Velvakanda í höfuð-
staðnum. Loks starfaði Éórður
mikið og vel í Stokkseyringa-
félaginu í Reykjavík og var
bæði heiðursfélagi þess og
Ungmennafélags Stokkseyrar.
Var honum jafnan í hug að
treysta tengsli Stokkseyringa
heima og heiman. Hann unni
átthögum sínum af lífi og sál
og vildi þeim allt hið bezta.
Kjartan Ólafsson hefur lýst
prýðilega starfi Þórðar Jóns-
sonar í Ungmennafélagi
Stokkseyrar, en honum fórust
orð meðal annars á þessa lund,
þegar hann mælti fyrir minni
þessa vinar síns og gamla fé-
laga á Stokkseyringamótí í,
Reykjavík fyrir nokkrum ár-
um: „Hvar og hvenær, sem
við ungmennafélagarnir hitt-
um formann okkar, þá var
hann óþreytfindi að ræða við
okkur um félagið, málefni
þess og hugsjónir, og hvétja
okkur til dáða. Svona var
þetta jafnan, er við hittum
hann á förnum vegi. Eins var
það, ef maður kom með ein-
hver erindi upp í skrifstofuna,
þar sem Þórður var önnum
kafinn við störf sín, þá mátti
þó mikið vera, ef hann sá sér
ekki fært að hlaupa snöggv-
ast frá skrifþorðinu til að
skjóta fram orði um ung-
mennafélagið, sem venjulega
kveikti í manni nýjan áhuga.
Mér verður því ljósara, sem
lengra líður á ævina, hvers
virði okkur unglingunum var
þessi brennandi áhugi for-
mannsins. Það hefði mátt
vera andlega dauður æsku-
maður, sem hann hefði ekki
getað kveikt í einhvern lífs-
neista“. Oft var róstusamt á
fundum ungmennafélagsins.
Þórður stýrði þeim af orð-
lögðum skörungsskap, en
kenndi einnig skapmiklum
köppum að sættast, þegar
orrahríðin var úti. Stundum
lék hann á fiðlu að loknu mál-
þingi, en æskufólkið steig
þjóðdansa. Þannig tókust bar-
áttumennirnir sáttir í hendur,
og viðureign kappræðnanna
endaði með góðra vina fundij
Þórður Jónsson átti til að
vera stíflyndur og andstæð-
ingum þungur f skauti, eink-
um ef honum fannst málstað-
ur ekki drengilegur. Sámt var
hann glaður í lund og hrókur
alls fagnaðar í hópi vina og
kunningja. Nokkuð þótti hann
seintekinn, en reyndist frá-
bærlega vinfastur maður og
trúlyndur bæði mönnum og
málefnum, ef fylgi hans kom
annars til. Þórður var óþreyt-
andi málafylgjumaður, kapps-
fullur og þrautseigur í senn
og linnti naumast eftirgangs-
munum fyrr en hann fékk sitt
fram, og þá hugsaði harin löng-
um um aðra en sjálfan sig.
Þess vegna var hann einstak-
ur félagsdrengur, enda hug-
sjónamaður, þrátt fyrir íhalds-
samt dagfar og sérvizkulegar
skoðanir á stundum. Við átt-
um einkennilega vel skap
saman, þrátt fyrir ærinn ald-
ursmun og ólíkar tiltektir. Ég
sé eftir Þórði. Hann setti svip
á bæinn og var mér lifandi
endurminning um átthaga
mína.
Þórður var sjálfmenntaður
maður, en ágætlega að sér í
mörgum greinum. Hann skrif-
aði sérkennilega fallega rit-
hönd og var talinn vel að sér
um allt, er laut að bókhalds-
störfum, afkastamikill, trúr
og húsbóndahollur. Þórður
unni þjóðlegum fræðum,
var fjölfróður um slík efni
og þótti gott um bau að ræða.
Eitthvað ritaði hann um þjóð-
legan fróðleik síðari árin, en
það munu raunar drög ein.
Minnisstætt var að heyra
hann segja frá mönnum og at-
burðum austur á Stokkseyri.
Þá fannst mér ég kominn þang
að í fjöruna og sjá forfeður
mína leggja að og frá landi.
Svo vel kunni Þórður að draga
upp mannamyndir orða og
frásagnar.
Nú er hann róinn út á djúp-
ið mikla, og þá sjóferð fara
allir einir.
Helgi Sæmundsson.
Veíraráætlun
Ef
Framhald' á 10. síSu.
tíma verða Lundúnaferðir um
Glasgow.
í fyrrahaust var upp tekinn
sá háttur, að láta millilandaflug
vélarnar ekki fljúga samdæg-
urs utan og heim ,heldur koma
heim næsta dag. Er þá aldrei
komið seinna til Rvíkur en um
4-leytið. Þessi tilhögun hefur
gefist vel dg verið vinsæi meðal
Hjátrú
Framhald af 3. síðn.
semi og ábyrgðartilfinningu.
Og ég held raunar að stjórn-
málaflokkarnir, eða Alþingi,
geti aldrei kveðið upp þann
úrskurð í máli þessu að frið-
ur haldist, a. m. k. virðist mér
afstaða flokkanna ekki benda
til þess. Deiluaðilar verða að 1
semja um þetta sjálfir fyrir
atbeina og milligöngu vænt--
anlegrar ríkisstjórnar“.
— Þú telur þá að bráða-
birgðalögin hafi haft hlut-
verki að gegna?
„Já, vissulega, eina vonin
um friðsamlega lausn er að
bjarga málinu út úr kosninga-
andrúmsloftinu og stuðla að
því að stéttirnar nái sjálfar
samkomulagi“.
— Hver heldurðu að yrðu
viðbrögð BSRB ef skrúfan
færi aftur í gang?
„Um það get ég ekki sagt
meðan samtökin hafa ekki
sérstaklega um það fjallað.
Opinberir starfsmenn hafa
elcki verkfallsrétt, eins og
deiluaðilar og munu því
sennilega ekki hafa úrslita-
vald um stefnuna, en mér
virðist augljóst, að ef flóð-
gáttirnar opnast, geti engin
stétt staðið hjá, allt hlítur
að rífast með straumnum“.
Framhald af 12. síðu.
legt að ganga ekki undir stiga,
sem reistur er upp við hús-
vegg. En bann við því hefur
líka guðfræðilega merkingu.
Stigi, sem reistur er upp við
vegg, myndar þríhyrning, —
og þríhyrningurinn táknaði
þrenninguna að áliti fyrstu
dulfræðinganna. Hver, sem
gengur í gegnum þríhyrning
ögrar þar með þrenningunni.
Margs konar hjátrú frum-
stæðra þjóða og fyrri menn-
ingarskeiða hafa dáið út, en
margt lifir enn góðu lífi með-
al ýmissa þjóðflokka. Til dæm
is má nefna, að í sumum hér-
uðum Mið-Áfríku er konum
bannað að eta lifur. Hvers
vegna? Þjóðsögurnar segja,
að sálin eigi sér bústað í lifr-
inni og þar sem konur eru
sálarlausar er ekki eigandi á
hættu að þær öðlist sál með
lifraráti.
Framhald af 12. «8«
stefnu í efnahagsmálum okk-
av nú um sinn, sagði Tryggvi
að lokum, staðið hviklaust,
fast en ofríkislaust gegn öllum
hækkunúm eftir beztu föng-
um. Vísitalan hefur ékki hækk
að um eitt einasta stig undir
stjórn hans um 9 mánaða
skeið. Enginn annar flokkur
hefur getað sýnt þennan ár-
angur fyrr.
Framhald af 12. síðu.
dögum dregur úr lengd þeirra
og þær hækka að riiun. Með
samræmdum mælingum á
þessum öldum á mörgum stöð-
um á sömu strönd er hægt að
ákvarða stefnu stormsins, sem
er í aðsigi, og fjarlægð hans
á hverjum tíma. í þessu sam-
bandi er það mjög mikilvægt,
að haföldur, sem komnar eru
á hreyfingu, halda afli sínu
óbreyttu og stöðvast ekki fyrr
en þær lenda á strönd.
rusl
Framhald af 4. síðu.
ur, að koma af stað umræðum
á nýjum grundvelli.
JÓIIANNES- Helzta stuðn-
ARBORG. ingsblað stjórn
aririnar í Suð-
ur-Afríku, Der Burger, segir,
að sýna verði Kiústjov
meiri virðingu. „Bandaríkjá
merin gera hlutina of erfiða
fyrir hann“.
SýniEii Jéns Benediklssonar
UM ÞESSAR MUNDIR held-
ur Jón Benediktsson mynd-
höggvari sýningu í Ásmund-
arsal að Freyjugötu 41 og er
þetta önnur sýning lista-
mannsins.
Á sýningunni eru verk úr
grásteini, járni, kopar og tré,
svo af því sést, að listamaður-
inn fæst við ýmsar hliðar
höggmyndalistar, sum verkin
eru jafnvel byggð upp af skrúf
um, sem eru látnar halda út-
liti sínu að öðru leyti, og tekst
listamanninum allvel að skapa
góð verk, t.d. ber myndin
Dropastál sem aðrar vott um
hugkvæmni og listsköpun.
Höggmyndir úr grásteini
draga jafnan frekar að sér at-
hygli mína en höggmyndir úr
öðru efni, vera má að það
stafi af einhvers konar tryggð
hjá mér við það rammíslenzka
efni, grásteininn, og svo hinu,
hve vel sumum af okkar beztu
listamönnum hefur tekizt að
skapa listaverk úr því efni.
Járn og kopar leikur í hendi
Jóns. Það er byggt upp og
mynduð spenna af næmri til-
finningu, þó er sem sum af
verkunum séu allt að því of-
hlaðin.
Það verður skemmtilegt að
fylgjast áfram með því, sem
Jón Benediktsson fæst við,
hann gerir margvíslegar til-
raunir og er vaxandi í list
sinni. G.Þ.
',0 6. okt. 1959 — Alþýðublaðið