Alþýðublaðið - 09.10.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 09.10.1959, Blaðsíða 12
I 40. árg. — Föstudagur 9. okt. 1959 — 218. tbl. WWUWWWWUHMMW tMWMMMMWMUMMMMWWWmWMWMWWMWMWMMiW VORV SYNDIR HENNAR ÞÁ FYRIRGEFNAR? „SYNDIR þínar eru þér fyrir- gefnar“, stendur á nýlegum steini í kirkjugarðinum í Reading í Englandi. Þar und- ir hvílir hin 70 ára Maria Saunders. En í spjaldskrá Scottend Yard stendur annað við nafn hennar. Þar er skrifað, að hún hafi verið stórsvindlari og hún lézt, þegar lögreglan var á lciðinni að taka hana fasta. Saga Marie Saunders er furðuleg. íbúarnir í Reading þekktu hana vel og þótti vænt um hana. Hún var alltaf klædd I svart og hvíta hárið var eins og gcilsabaugur um fallegt höfuð hennar. Nú er upplýst, að meðal fórnarlamba hennar var síðustu mánuði ævinnar hóteleigandi, iðjuhöldur, skart gripasali og kaþólskur prest- ur. F, YRSTA fórnarlamb Marie Saunders var hóteleigandinn Leo Hrabievvics major, áður pólskur flugmaður, sem afl- að hafði sér fjár og frama. Marie fitlaði við knipplinga- vasaklútinn sinn og trúði Hra- biewics fyrir því, að hún væri tékkneskur flóttamaðufr og ætti kistu falda í Tékkóslóva- kíu, sem hefði að geyma fjár- muni um fyrir 100 milljónir króna. ^Majórinn trúði þessu eins og nýju netj og lánaði henni 150 síerlingspund til þess að fá kistunni smyglað úr lándi. Næst fór hún til Waltcr Rright, forríks iðjuhölds og frímerkjasafnara. Marie sagði honurn söguna um kistuna og það með, að í henni væru mörg af elztu frímerkjum heimsins. Nú vantaði hana peninga til þess að koma kist- unni til Englands. Bright sá í anda hin verðmætu frímerki límd inn í albúm sín og lán- aði henni stórfé. r'ví NÆST fór Marie til skartgripasalans Georgeegan í Eeading og sagði söguna um kistuna, nú var hún full af eðalsteinum og öðru skarti. Hún fékk þá peninga, sem hún bað um og fór sína leið. E, ■ INN góðan veðurdag birt- ist Marie Saunders í klaustri á írlandi. Hún skriftaði fyrir ábótanum og sagði söguna um kistuna. I henni voru geymd- ir margir kirkjugripir, fáséðir Framhald á 10. síðu OSTUR FRA SVISS í 2000 ár ZÚRICH. — Ostur er ekki aðeins mikilvæg litflutn- ingsvara í Sviss, heldur engu síður erfðavenja. Fyrir tvö þúsund árum var svissneskur ostur á borðum rómverskra sæl- kera, ásamt með lævirkja- tungu og Fallerníu-vínum. Núna er svissneskur Gru- yere og Emmentaler etinn um heim allan, allt frá Alaska til Suður-Afríku. Þrátt fyrir aukna fram- leiðslu hefur ostagerð í Sviss litlum breytingum tekið og listin er lærð í heimahúsdim enn þann dag i dag. Hreinlæti hefur ef til vill verið aukið, en framleiðsluaðferðirnar eru óbreyttar í 400 ár. Hinir geyslstóru ostar sem vega um 200 pund, eru látnir gerjast frá tveim vikum upp í sex ár eftir því um hvaða tegund er að ræða. Á þessu tíma- bili myndast götin í ost- inn. Margir halda að götin séu loi’tbólpr en svo er ekki. Þau eru til komin vegna gerlagróðurs í ost- inum. Eftir því sem ost- urinn eldist verða götin stærri og fleiri og vanur ostagerðarmaður getur dæmt um aldur ostsins með því að berja í hann og hlusta á bergmálið í honum. Gruyere og Emmental- er eru mjög skyldar osta- tegundir, en samt ólíkir að flestu leyti. Báðir eru dá- lítið sætir, en Gruyere er smágerðari og miklu brigðsterkari. Margar svissneskar osta tegundir eru aldrei fluttar út. Meðal þeirra er Ap- penzell, feitur ostur, bað- aður í krydduðu eplavíni eða hvítvíni. Hann er á- kaflega bragðgóður. En skrýtnasti osturi/in er vafalaust Saanen, sem er afbrigði af Gruyere og tekur fimm til sex ár að framleiða hann. Þá er hann orðinn svo harður, að verður að skera í með sérstökum hníf eða sög. Saanen-ostur er algerlega óskemmanlegur. Þess eru dæmi, að liann hafi verið geymdur í heila öld, án þess að bíða nokkugt tjón á gæðum. ÞETTA er ungur rússnesk- ur verkfræðingur, nánar tiltekið sonur Krústjovs. Bók um sjúk- dóma í dyrum MATVÆLA- og landbúnað- arstofnun S.Þ. (FAO) hefur sent frá sér fyrstu útgáfu af handbók um dýrasjúkdóma, „Animal Health Year Book“. í henni eru upplýsingar frá rúmlega 100 löndum og land- svæðum um dýrasjúkdóma, útbreiðslu þeirra og varnir gegn þeim í hverju landi. Ætl- unin er að þessi þarfa bók komi út á liverju ári. Gripir úr ! eigu Gríms Thomsen oJL merkra manna í DAG heldur Sigurður Bene- diktsson listmuna- og minja- gripauppboð í Sjálfstæðishús- inu. Boðin verða upp 34 mál- verk, þar á meðal tvö eftir Þórarinn B. Þorláksson, fimm eftir Kjarval og fjögur eftir Asgrím Jónsson. Það nýmæli verð.ur tekið upp á þessu upp- boði, að boðnir verða upp nokkrir merkilegir minjagrip- ir, þar á meðal nokkrir hlutir úr búi Gríms Thomsens. Eru það beizlisstengur úr nýsilfri, pappírshnífur með silfurskafti, myndarleg borðvínsflaska úr Feneyjagleri, blekbytta úr málmi, sern er ugla að formi, og situr hún á tilskornu rofi Þá verða boðin upp dyratjöld barónsins á Hvítárvöllum, (Framhald á 10. síðu.) BROKEN HILL, Ástralíu, — (UPI). — Kengúrurnar kosta Astralíumenn sex milljónir sterlingspunda á ári hverju, að því er reiknað hefur verið út af bændasamtökum lands- ins. Er þá reiknað með þeim skaða, sem þær valda á beiti- landi sauðfjár. í norðurhluta Nýja Suður Wales eru kengúrurnar plága, og síðan kanínunum var út- rýmt hafa þær keppt við sauð- fé um beitina. Erfitt er að áætla fjölda kengúranna, en talið er, að þær séu ekki færri en átta milljónir og þær bíta meira gras en kindur. Ekkert þýðir að reisa girðingar um beiti- löndin, fullvaxin kengúra stekkur yfir sex feta girðingu og ef þær eru hærri slá ken- gúrurnar þær niður. Kanín- urnar fóru undir allar girð- ingar en kengúrurnar yfir. Bændurnir eru þeirrar skoð unar, að hægt væri að stór- auka sauðf járrækt, — e£ kengúrunum væri út- rýmt, en litlar líkur eru á, að það sé framkvæmanlegt. Kan- ínunum var að mestu útrýmt með því að sýkja þær af vírus- sjúkdómi, en. nú heimta bænd- ur, að sama verði gert við Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.