Alþýðublaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 4
• Otgefandi: Alþýðuflokkurlnn. — Framkvœmdastj ón mgoifur Kiifitjirnae<a.
— Rltstjórar: Benedikt Gröndal, GísU 3. Ástþórsson og Helgi Sæmundw
(áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: BJörfl.
Tln Guömundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs-
faigaKÍml 14 908 - Aösetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja AlþýSublaBalaa.
I Hverfisgata 8—10.
1 1917 og 1959
MORGUNBLAÐIÐ segir frá því sem stórtíðind-
um í gær, að Alþýðuflokkurinn sé að hvika frá
stefnu sinni í skattamálum, sem verið hafi 1917.
Þetta er rétt, en annað eins hefur breytzt í heim-
inum síðustu fjóra áratugi og að íslenzki Alþýðu-
flokkurinn endurskoði afstöðu sína í skattamál-
um með hliðsjón af breyttum viðhorfum. Sjálf-
stæðismenn hafa til dæmis gegnt mörgum nöfn-
um á þessu áraskeiði og auðvitað hagrætt ýmsum
stefnumálum sínum eftir atvikum. Stjórnmála-
baráttunni verður heldur ekki þokað aftur til 1917.
Nú þarf að leysa verkefnin eins og þau eru í dag,
og viðhorfin í skattamálunum eru mjög á aðra
lund 1959 en 1917.
Tekj uskatturinn, sem upp var tekinn hér á
j landi einmitt árið 1917, var mikil framför á þeim
tíma og baráttumál Alþýðuflokksins. Tekjumynd
j un með afskiptum ríkisvaldsins þekktist þá naum
| ast, og tekjur landsmanna voru harla misjafnar.
| Auk þess voru tollar í þann tíð lagðir jafnt á
j alla neyzlu þegnanna. Tekjuskatturinn var þess
j vegna helzta ráðið til að jafna tekjurnar. Nú eru
j viðhorfin gerbreytt. Ríkisvaldið hefur stórfelld
afskipti af tekjumynduninni. Nú er unnt að
jafna tekjumar með margvíslegum öðrum hætti
en 1917, enda vissulega gert hér á Iandi. Tekju-
skatturinn hefur hins vegar gefizt illa. Skatt-
svikin eru óþolandi og innheimtukerfið orðið að
hákni, svo að engri átt nær. Beinu skattarnir
leggjast þyngst á launamenn og Reykvíkinga sér
í lagi. Hins vegar er nú auðvelt að leggja óbeina
skatta á þegnana eftir eðli neyzlunnar og tryggja
þannig aukið réttlæti með því fyrirkomulagi.
í Þessar staðreyndir ráða úrslitum tun afstöðu A1
þýðuflokksins. Hún er raunhæf og í samræmi við
ÞJÓÐVILJINN skrifar um
það sl. fimmtudag á forsíðu, að
ríkisstjórnin láti hátollavörur
og lúxusvörur ganga fyriir nauð
synjavörum og sé því orðinn al
varlegur skortur á ýmsum nauð
synjum. Er hér um staðlausa
stafi að ræða, enda sýna tölur
í Hagtíðindum, að innflutning-
uir nauðsynjavara í ár er mun
meiri en sl. ár.
Á tímabilinu janúar—ágúst
1958 og 1959 var innflutningur
nokkurra nauðsynjavara sem
hér segir:
Kornvöiur tíl manneldis
13191,8 tonn árið 1958, en
13450,4 tonn 1959.
Sykur 5369,1 tonn 1958, en
5879,3 tonn 1959.
Kaffi 827,4 tonn 1958, en
1075,9 tonn 1959.
Áburður 13 619,6 tonn 1958,
en 23 439,4 tonn 1959.
Kol 22 414,5 tonn 1958, en
21 346,3 tonn 1959.
Kenzín og brennsluolía
196 793,4 tonn 1958 og 326 579,7
tonn 1959.
Smurningsolía 3255,6 tonn
1958 og 3037,3 tonn árið 1959.
Timbur 954,2 þús. teningsfet
1958 og 933,3 þús. ten.fet 1959.
Járn og stál 13222,1 tonn
1958 og 15273,5 tonn 1959.
OEins og sjá má á þessum töl-
um hefur innflutningur allra
helztu nauðsynja -aukizt veru-
lega. Aðeins er um örlitla lækk
un að ræða á nokkrum vöru-
flokkum, sem engan mun gerir
til né frá.
INNFLUTNINGUR
ÞAKJÁRNS 2% SINNUM
MEIRI EN f FYRRA
Þjóðviljinn segir einnig að
vélum og áhöldum, þar eð rík-
isstjórnin hafi látið slíkar vör-
mikill skortur sé nú á þakjárni,
ur sitja á hakanum.
En staðreyndirnar í því máli
líta nokkuð öðruvísi út. En þær
eru þessar:
Keflavík
Á tímabilinu jan.-ágúst 1958
nam innflutningur á þakjárni
929 tonnum, en á sama tírna-
bili í ár nemur innflutningur
þakjárns 2395 tonnum. Á sama
tímabili 1958 voru fluttar inn
vélar og áhöld fyrir 118,7 millj
ónir kr., en 1959 fyrir 138,6
millj. kr. Innflutningur þak-
járns er 145 tonnum mei.ri en
allur ársinnflutningurinn 1957.
Og í ár er innflutningur þak-
járns 2Y2 sinnum meiri en í
fyrra.
Ef litið er á tölur um inn-
flutning hátollavara kemur
einnig í ljós, að Þjóðviljinn hef-
ur einnig þar farið með blekk-
ingar. Aukningin er þar mjög
lítil. Á sama tímabili 1958 nem
ur innflutningur á vissum há-
tollavörum 119,6 milljónum
kr., en á sama tímabili í ár 125,6
millj. kr. Er hér um að ræða
eftirfarandi vörutegundir: Ilm
olíur og snyrtivörur, fægi- og
hreinsunarefni, leður og leður-
vörur, verkuð loðskinn, garn,
álnavöru og vefnaðarmuni, vör
ur úr dýrum málmum, mæli-
tæki og Ijósmyndavélar.
ÁRSHÁTÍÐ Alþýðuflokks-
félaganna í Keflavík verð-
ur haldinn annað kvöld, —
sunnudag, kl. 9 í Ung-
mennafélagshúsinu. Stutt
ávörp flytja: Emil Jónsson,
Ragnar Guðleifsson og Egg-
ert G. Þorsteinsson.
Leikararnir Bessi Bjarna
son, Steindór Hjörleifsson
og Knútur Magnússon fara
með gamanvísur og leik-
þátt .Dansað til kl. 1.
Aðgöngumiðar verða seld
ir á skrifstofu flokksisn, —
Hafnargötu 62, sími 123.
Iðnnemadans-
leikur í Tjarnar-
kaffi.
IÐNNEMADANSLEIKUR
á vegum prentnema eg
járniðnaðarmanna í Reykja
vík verður haldinn í Tjarn-
arkaffi (niðri) annað kvöld
sunnudag, kl. 9. Hljómsveit
Karls Jónatanssonar og
Anna María skemmta.
Iðnnemar, fjölmennið og
Sýning Jóns B. Jónsson.
Um þessar mundir heldur
Jón B. Jónasson sýningu á 20
olíumálverkum í Ásmundar-
sal að Freyjugötu.
Jón B. Jónasson hefur mál-
að myndir frá blautu barns-
beini, en er auk þess húsa-
málari að iðn og kann því vel
handbragð á pensli. Hann hef
ur tekið þátt í sýningum frí-
stundamálara og hélt sýningu
hér fyrir tveimur árum síðan.
Myndirnar á sýningunni
eru allsundurleitar að gæðum
og gerð. Það er greinilegt að
geometrisk-abstraktion hefur
hrifið málarann, hins vegar
kemur þar og fram hve vand-
meðfarin sú listgrein er, ekki
sízt í þeim verkum, þar sem
myndirnar eru byggðar upp
af samstæðum flötum á sinn
hvorum helming myndflatar,
virðist málarinn ekki hafa
gert sér grein fyrir forsend-
um slíkra verká og skorta
hæfileika til að gefa þeim líf
og hrynjandi, en í öðrum
verkum þar sem myndbygg-
ing er einföld tekst betur til.
G.Þ.
1
nýjan tíma.
íslenzki Alþýðuflokkurinn er heldur ekki einn
um að endurskoða afstöðu sína í skattamálum og
hyggja á nýjungar. Sömu sögu er að segja um jafn
aðarmenn nágrannalandanna. Einnig þeir íhuga að
leggja niður beina skatta og taka upp óbeina
skatta í staðinn. Alþýðublaðið vill í þessu sam-
bandi minna á fyrirlestur, sem Trygve Bratteli,
fjármálaráðherra Norðmanna, hélt hér í Reykja-
vík um þetta efni sumarið 1957.
Niðurstaða hans var sú, að beinu skattarnir væru
ranglátari og miklu þyngri í innheimtuvöfunum
en óbeinu skattarnir eins og nú er komið málum á
Norðurlöndum. Þetta er að læra af reynslunni. En
þessi fræðsla norska fjármálaráðherrans fór víst
framhjá Morgunblaðinu. Alþýðuflokknum finnst
hún hins vegar næsta athyglisverð. Hann hætti
ekki að læra 1917.
Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
er 14906
H a n nes
á h o r n i n u
ýV Við stöndum á vega-
mótum.
Ekki margbrotið mál.
Kapphiaupið er að hef j
ast.
íslenzkt lag og fréttir.
ÞJÓÐIN stendur nú á vega-
mótum. Hún stóð á vegamótum
árið 1940 þegar landbúnaðaraf-
urðirnar voru teknar út úr stöðv
unarlögunum og leyfð verðhækk
un á þeim. Hún stendur nú á
krossgötum. Á hún að hefja
kapphlaupið og skrúfuna að
nýju eftir að tekist hefur að
nema staðar í næstum heilt ár?
Eða á hún að halda áfram að
reyna að átta sig á erfiðum að-
stæðum vegna verðbólgunnar og
freista þess að halda í horfinu?
ÞETTA er mergurinn málsins.
í raun og veru er þetta ekki
margbrotið mál fyrir kjósend-
urna, þvr að línan er hrein og
engir möguleikar aðrir en að
velja um þetta tvent. Stéttirnar
bíða albúnar til átaka. Nú ætia
yfirmenn á togaraflotanum að
heimta stórhækkuð laun og bera
sig saman við hásetana. Þegar
yfirmennirnir hafa „jafnað sín
kjör“ í samanburði við háset-
ana, þá koma hásetarnir og bera
sig saman við yfirmennina, —
síðan koma verkamennirnir, þá
trésmiðirnir, svo málararnir, þá
verkakonurnar, og að líkindum
verða flugmennirnir og mjólkur
fræðingarnir með í lestinni.
ER TIL NOKKUR önnur leið
en alger stöðvun á öllum svið-
um? Látum ekki yfirboð rétt
fyrir kosningarnar blekkja okk-
ur. Látum ekki ábyrgðarleysi,
afbrýðisemi, ótta einstakra
flokka hvern við annan hrinda
þjóðarheildinni út í hringiðu að
nýju. — Gömul flokksbönd
mega ekki ráða hér úrslitum. —
Það er sjálfsagður hlutur að
láta málefni ráða en ekki nöfn
flokka. Þjóðfélagið hefur gjör-
breytst á s. 1. þrjátíu árum. Er
þá nokkur goðgá þó að afstaða
einstaklinga við kosningar breyt
ist?
ÞAÐ ER EKKI nema um
tvennt að ræða. Annaðhvort stat
us quo, óbreytt ástand að því
leyti, sem verið hefur síðustu
tíu mánuðina, þannig að fjár-
mála- og atvinnulífið geti kastað
mæðinni og þjóðin á hlaupunum
numið staðar um stund til þsss
að átta sig. eða að sleppa öllu
lausu aftur. Á sama vandræða-
ástandið að endurtaka sig um
næstu áramót með vélbátaflot-
ann og verið hefur alltaf, en
leyst var í fyrra? Ætlar þjóðin
í raun og veru að kalla yfir sig
ógæfuna?
HÚSMÓÐIR í Vesturbænum:
„Sem dyggur lesandi þinn um
árabil langar mig að kvabba dá-
lítið. Það er sem sagt útvarpið,
sem er á dagskrá. Iivernig stend
ur á að hætt er að leika íslenzka
lagið fyrir fréttir í hádegisút-
varpinu? Það er þannig hjá mér
og öðrum húsmæðrum, sem í
eldhúsinu starfa, að við áttuðum
okkur á því, er íslenzka lagið
kom að pú kæmu fréttir og færð
um okkur nær til að missa ekki
af þeim.
NÚ HEF ég misst af fréttum
vegna þess að ég beið eftir ís-
lenzka laginu. Af hverju er ver-
ið að breita þessari ágætu reglu?
Ég ér óánægð og finnst mér
þetta lítið afrek á ráðamönnum
útvarpsins. Vil gjarnan meira áf
íslenzkum sönglögum. Kær
kveðja til þín Hannes minn með
þökk fyrir birtinguna“.
Hannes á horninu.
4 17. okt. 1959.
Alþýðublaðið