Alþýðublaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 12
■
FÆR HUN
NÓBELS-
VERÐLAUN?
Fyrir skömmu onnaði hinn kunni danski myndhöggv-
ari Robert Jacobsen sýningu, en hann er einkum
kunnur fyrir verk sín í Frakklandi. Myndin sýnir lista-
manninn sýna verkin rithöfundinum Karen Blixen. sem
nú er talað um, að fái Nóbelsverðlaunin.
RJUKANDI RAÐ.
ÞJÓÐVILJINN birti eft-
irfarandi frétt á þriðjudag
og þóttist heldur en ekki
góður:
„Fyrir nokkru hófust í
Framsóknarhúsinu sýning-
ar á revýju sem nefnist
„Rjúkandi ráo“. í síðustu
viku gerðist það, að ýmsir
kjósendur í bænum fengu
boðsmiða á revýjuna. Eftir
að sýningu á henni var
lokið kom í ljós, að bætt
hafði verið við aukaþætti:
ræðuhöldum sem Þórarinn
Tímaritstjóri og annar
maður Framsóknarlistans
önnuðUst! Vakti leikur
þeirra hina mestu kátínu,
og kom gestum saman um
að þeir hefðu ekki vitað
sitt rjúkandi ráð“.
Eitt hefðu þeir Þórarinn
Þórarinsson og Einar
Ágústsson samt getað sagt
með vissu: Alþýðubanda-
lagið langar ósköpin öll í
stjórn með Framsóknar-
flokknum. En væri ekki
nær að bjóða forustumönn-
um þess að vera með í
revýjunni?
Enn segp
frúarupp
FIMM dómarafulltrúar við
eiabætti Borgardómara hafa nú
sagt starfi sínu lausu. Auk þess
hafa nokkrir fullírúar við em-
bættin úti á landi gert hið
sama.
Alþýðublaðið skýrði frá því
fyrir skömmu, að allir fulltrú-
arnir við Sakadómaraembætt-
ið, að einum undanteknum, —
hefðu sagt starfi sínu lausu. —
Munu nú alls um 17—18 dóm-
arafultrúar á landinu hafa sagt
UPP-
Fulltrúarnir hafa lengi unað
illa launakjörum sínum. Telja
Jífsir, þetta eina ráðið til þess
að leiðrétting fáist, þar eð rík-
isstarfsmenn geta ekki gert
vérkfall. Dómarafulltrúamir
eru rúmlega 50 á öllu landinu.
FRAMTIÐARLANDIÐ.
Birgir Kjaran hefur dreg
ið upp inynd af því fram-
tíðarlandi, sem Sjálfstæð-
isflokkurinn þráir. Hann
komst svo að orði á vakn-
ingasamkomu í Sjálfstæð-
ishúsinu:
„Við keppum að þjóðfé-
lagi, þar sem fáir hafa of
mikið og færri of lítið, og
við þykjumst eygja leið
til bættra lífskjara“.
Þetta er út af fyrir sig
ekki ólaglega orðað, en þó
mætti hugsunin kannski
vera skýrari. Setningin
væri sennilega gleggri og
snjallari þessum orðum:
„Við keppum að þjóðfé-
lagi, þar sem NOKKRIR
hafi of mikið og EIN-
HVERJIR of lítið“.
Þetta er framtíðarlandið
— séð frá Kjaransstöðum.
KAPPÁTIÐ.
Tíminn saknar þess, að
Morgunblaðið skuli ekki
birta gulu sögurnar eins
og fyrir kosningarnar 1956
og imprar á því, livort
„bréfhirðingamaður“ Al-
þýðubandalagsins muni
hafa komizt yfir þær, því
að nú éti Bjarni Benedikts-
son upp eftir Þjóðviljan-
um.
„Bréfhirðingamaðúrinn“'
gæti víðar hafa verið að
verki. Tíminn étur upp
eftir Þjóðviljanum og Þjóð
viljinn eftir Tímanum.
Bjarni Benediktsson og
Magnús Kjartansson eru
svo sem ekki samkeppnis-
lausir í kappátinu. Þórar-
inn Þórarinsson er líka
mættur á þeim fundi.
ÓDÝRARI EN VATN. —-
Ragnhildur Helgadóttir
gerir þá játningu í Morg-
Pólitsíkir punktar — 2 . .
unblaðinu, að hún sé sam-
mála stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í verðlagningar-
málum landbúnaðarafurð-
anna. Þá vita reykvískar
húsmæður það, að ekki ger
ir Ragnhildur uppreisn.
Borgarastyrjöldin verður
ekki í Sjálfstæðisflokkn-
um af völdum þeirrar val-
kyrju.
En Ragnhildur útskýrir
„hagfræðilega“, hver sé
stefna Sjálfstæðisflokksins
í þessu efni: Hann vildi, að
verðið hækkaði TIL
BÆNDA, en að verðið TIL
NEYTENDA héldist Ó-
BREYTT. Þessa vísinda-
þraut átti að leysa mcð
niðurgreiðslum.
Samkvæmt þessu lieldur
Ragnhildur, að niður-
greiðslúrnar séu ódýrari
en Gvendarbrunnavatnið í
krananum hjá henni. Það
kostar ' þó nokkrá skild-
inga. Niðurgreiðslurnar
köma hins vegar ókeypis
eins og regnið úr skýjum
himinsins.
RÉTT ÞRÍLIÐA.
Tíminn segir frá því, að
íslenzku þjóðinni fjölgi
svo mikið, þrátt fyrir kjör-
dæmabreytinguna, að tala
landsmanna muni nema
300 þúsundum um næstu
aldamót. Hins vegar finnst
honum illt til þess að
hugsa, ef Framsóknar-
flokkurinn minnki á sama
tíma.
Þetta mun vera rétt þrí-
liða hiá Tímanum: Fleiri
landsmenn, stærri kjör-
dæmi, minni Framsóknar-
flokkur.
RALEIGH, Norður-Karólína,
(UPI). — Þekktur krabba-
meinsfræðingur telur að þrjár
rannsóknaraðferðir gefi
helztu vonir um, að takast
megi að lækna krabbamein í
framtíðinni.
Dr. Rod Heller segir að
þessar rannsóknir séu á eftir-
farandi sviðum. Virology, en
sú fræðigrein fæst við vírusa
og áhrif þeirra á krabhamein,
chemotherapy, rannsóknir á
Iyfjum, sem geta læknað eða
komið í veg fyrir krabbamein
og í þriðja lagi cytology, eða
frumufræði, en frumurann-
sóknir gera kleift að finna
krabbamein á byrjunarstigi.
Vírusrannsóknirnar vekja
mestar vonir. Komið hefur í
ljós, að vírus veldur krabba-
meini í sumum tilfellum í
dýrum og vísindamenn hafa
nú fundið hóluefni gegn slík-
um vírusum, en ekki er vitað
hvort vírusar valda hinu sama
í mönnum eða livort bóluefni
dugar gegn þeim.
Á síðastliðnum 15 árum
hafa * vísindamenn framleitt
24 tegundir lyfja, sem stöðv-
að hafa krabbameinsmyndun
í bili.
Frumufræðin er mikilsverð
við að ákvarða krabbamein á
VÍSINDAMABUR nokk-
(æ, Sir Francis Gálton,
var að kynna sér líkams-
byggingu ýmissa þjóð-
flokka og fór til Afríku
til að athúga hottintott-
ana. Könur höttintotta
eru gildvaxnar og ærið
miklar aftan fyrir, og þyk
ir slíkt einkar fagurt með
þeirri þjóð. Vísindamað-
urinn vildi ná nákvæm-
um málum af vaxtarhlut-
föllum kvennanna, en var
of feiminn til að ganga
hreint að verki og bera
mál á þær. Fyrir því
leyndist hann bak við
runna og beið þess, að
þær þyrftu að leggja af
sér hinn einfalda klæðn-
að. Þá greip hann tæld-
færið og mældi á þeim
bakhlutann með sextant.
frumstigí og nýjar aðferðir
eru sífellt teknar í notkun.
Dr. Heller spáir því, að i
framtíðinni verði fundnar enn
öruggari aðferðir til þess að
uppgötva krabbamein á frum-
stigi og þar með að lækna
það.
Þessi mynd er úr Nýju skógerðinni og sýnir mann við vinnu
við eina vélina. Myndin er birt til að minnast þess, að Iðja
félag verksiniðjufólks, er 25 ára í dag.