Alþýðublaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 3
r Ur ræðu Eggerfs G. Þorsfeinssonar við úfvarpsumræðurnar Eggert G. Þorsteinsson gjaldeyrislöggjöfin, ásamt mjög óstöðugu ver&lagi verið talinn helzti „Þrándur í Götu“ þeirra framkvæmda. Þegar nú hefur rofað til, a. m. k. um stund, um hlé á víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags, .þá vill Alþýðuflokkurinn einnig leggja fram sinn mátt, til þess að leiðrétting fáist á því sem enn er til fyrirstöðu, því hér er um beina hagsmuni þess fólks er í iðnaðinum vinnur, að ræða. STÓRIÐJA. Þegar hugur manna beinist að stóriðju, salt, aluminíum, klórs eða framleiðslu þunga- vatns, eru of oft ekki rétt met- in nauðsyn þess iðnaðar, sem fyrir er í landinu. Við höfum í dag á að skipa iðnlærðum handverksmönnum, sem fyllilega hafa sýnt starfs- hæfni á borð við iðnaðarmenn annarra landa. Sá verksmiðju- iðnaður, sem starfræktur er í landinu nú, er einnig nauðsyn- legur undanfari að stóriðju- rekstri, og getur mjög vel þró- ast jafnhliða. Auk þess sem þessi starfsemi eykur á verk- þjálfun og starfhæfni starfs- fólksins fyrir sjálfa stóriðjuna. VATNSAFLS- OG GUFU- ORKAN ER UNDIRSTAÐAN. Undirstaða stóriðju og auk- ins smáiðnaðar, er vatnsafls- og gufuorkan í landinu. Þrátt fyrir tilkomu tveggja stóriðju- vera, áburðar- og sementsverk- smiðjunnar, er talið að aðeins 2% raforkunnar í landinu sé nú nýtt. Sama er að segja um gufuorkuna fen þar munu að- eins 3—4% hagnýtt af áætl- aðri orku. Heyrzt hefur að til orða hafi komið að selja raforku úr landi. Slíka orkusölu verður að telja óæskilega. Það er stefna Alþýðuflokksins að í stað þess að fara út á slíka lausn, þá verði skipulega ,að því unnið, að ork- an verði notuð til innarilands- vinnslu. Sagði biskup í gær vii „MITT persónulega álit er, að fjölga beri prestum samkv. því sem löff gera ráð fyrir, þar eð hafi prestarnii- eins fjöl- menna söfnuði eins og raun er á hjá mörgum nú, verða þeir eins og í almenning þar sem hvergi séu- til átta, og samband prests og sóknarbai.na verður óæskilega Iítið“. Þetta eru orð biskupsins yf- ir íslandi, hr. Sigurbjörns Ein- arssonar, en han'ræddi í gæ-r við fréttamenn um fjölgun- presta hér í Reykjavík og ná- grenni, en það mál hefur nokk uð borið á góma hjá almenningi að undanförnu. I lögum um skipun presta- kalla nr 31. 4. febr. 1952 er svo fyrirmælt, að í Reykjavík ‘skuli vera einn þjóðkirkiupre.st ur á hverja 5000 íbúa, en í kaup stöðum utan Reykjavíkur því sem næst 4000 sóknarbörn á hvern prest. Biskupinn sagði, að það virtist svo sem lögin gengju út frá því, að kirkju- stjórnin annist þær breytingar, sem af þessu ákvæði leiða, þ. e. a. s. bæta við prestum eftir þörfum, en Safnaðarráð Reykja víkur á samkv. lögum að gera tillögur um skipting sókna. Samkv. skýrslum frá Hág- stofu íslands í árslok 1958 er fólksfjölli í þjóðkirkjupresta- köllum í Rvk, sem hér segir: Há teigsprestakall 7003, Langholts prestakall 7081, Laugarnes prestakall. 8069, NesprestakaL 8959, Bústaðaprestakall (það' eru tvær sóknir, sem einn prestur þjónar) 10653, (Bústaða, sókn 6127, Kópavogssókn 4526} Dómkirkjuprestakaili og Hall- grímsprestakalli þjóna tv.eir prestar, en 13-—14 þús. manns munu vera í hvoru bsirr’a ka'ija. Síðan í árslok 1958 hefur fciki að sjálfsögðu fjölgað mikið. Biskup sagði í gær, að ekki lægi fyrir ákvörðun. í þessu prestafjölgunarmáli af hálíu kirkjustjórnar, en að hans á- liti ætti að fjölga prestum í samræmi við áðurnefnd lög, — líkt og samkv. fræðslulögum, er bætt kennurum við skóla, begar nemendafjöldi vex. —- Sagði hann, að sér virtist sem hæfði að fimm prestar bættust í hóp Reykjavíkurpresta, eirm. í hverju þessaia prestakaila: Háteigs-, Laugarness-, Lang- holts-, Bústaða- og Nespresta- kalli. Illar horfur a Á KOSNINGADAGINN í vor ið hefði verið fellt niður. Fá dómstólarnir því ekki að fj-alla um málið. Blaðið átti tal við Gústaf Jónasson, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, í gær um þetta mál. Fékkst ekki upp, Framliald á 5. síðu. NICOSIA, 21. okt. (Reuter). — Makarios erkibiskup sló í dag á frest öllum störfum með tyrkneskum Kýpurbúum við undirbúning stjórnarskrár fyr- ir Kýpur, sem á að verða sjálf- stætt ríki a næsta ári. Hélt erkibiskupinn því fram, að til- raun Tyrkja til að sniygla vopnum til Kýpur bendi til „skorts á góðvilja“. Talsmaður Tyrkja kvað á- kvörðun erkibiskupsins ekki hafa komið á óvart, þar eð blöð Kýpur-Grikkja hefðu verið að hlaða upp hindrunum í störf- um nefndarinnar. i 'V: OKKUR vantar sjálfboða- liða á kjördag. Okkur vantar lipur- menni í kjördeildir og á kosningaskrifstofur sendla og fleiri starfs- ínenn. — Vinsamlegast hafið strax samband við flokks- skrifstofuna, símar 15020, 16724. Konan féll í öngvit9 er flœkingurinn kom inn. Er hann eiginmaðurinn? í RÆÐU sinni við útvarps- Simræðurnar í gærkvöidi gerði Eggert G. Þorsteinsson iðnað- armálin einkum að umræðu- efni. Sýndi hann fram á hvern- ig Alþýðuflokkurinn hefði stuðlað að vexti og eflingu iðn- aðarins og sagði, að svo mundi einnig verða í framtíðinni. Eggert fórust m. a. orð á þessa leið: Alþýðuflokkurinn Jiefur viljað styðja að bættum anenntunarskilyrðum iðnaðar- aianna sem berlegast hefur komið fram í afstöðu flokks- ins til laganna um iðju og iðn- að og síðar lögin um Iðnaðar- aiám og nú síðast um Iðn- fræðslu, sem Emil Jónsson, nú- verandi forsætisráðherra, átti Énikinn þátt í að móta. Iðnrekendur hafa nú á mjög glæsilegan hátt, átt frum- Scvæði að því, að slík menntun geti einnig átt sér stað í verk- gmiðjuiðnaðinum. En á 25 ára afmæli Iðju, félags verksmiðju- fólks í Reykjavík 17. þ. m., samþykktu þeir að leggja 100 f>ús. kr. í sjóð sem notaður Skal til menntunar og aukinn- ár starfshæfni iðnaðarfólks. EFLING IÐNLÁNASJÓÐS. Núverandi iðnaðarmálaráð- Sierra, Gylfi Þ. Gíslason, hefur fenúið fram stóraukin framlög til Iðnlánasjóðs, eða úr 450 þús. kr. í 1 millj. 450 þús. kr„ sem. skapar stóraukna mögu- leika, til aðstoðar í hinni gíf- urlegu lánsfjárþörf þessa at- vinnuvegar og komið til leið- ar stórauknum innflutningi véla til iðnaðar og auknum fjárfestingarleyfum til bygg- ingar iðnaðarhúsnæðis. Þrátt fyrir þessar lagfær- Sngar er Alþýðuflokknum ljóst, að til þess að iðnaðurinn geti til fulls gegnt hlutverki sínu, er enn stórra úrbóta þörf, og er þá sérstaklega höfð í huga Ekatta- og gjaldeyrislöggjöf þjóðarinnar, sem aðrar þjóðir keppast nú við að breyta til tryggingar rekstri síns iðnaðar. í sambandi við hugmyndir manna um stóriðjurekstur á Islandi, þá hefur skatta- og Rockefeller fagn- arRasmussen KRISTIAN RASMUSSEN — faðir hinnar frægu „ösku- fousku“, sem giftist syni marg- Bnilljónerans og borgarstjórans í Nevv York, er nú í heimsókn hjá dóttur sinni og tengdasyni í Ameríku. Þangað hefur hann aldrei komið áð'ur, Hann kom með skipi, en á íiafnarbakkanum tóku ungu Kockefellerhjónin á móti hon- sim og ætlunin er að hann fái tækifæri til þess að sjá sig ræki lega um þar vestra. Haft er eftir Rockefeller borg arstjóra sjálfum, að Rassmuss- en skuli hljóta hjartanlegar mót tökur og ekki þurfa að sofa á vondum stað. ók ökumaður á umferðarmcrki í Reykjayík. Fcir hann heim án þess að skýra lögreglunni frá máíinu, en nokkrir unglingar sem voru vitni að þessu, gerðu þegar aðvart. Lögreglan fór þeg fj:- heim til mannsins. Var tekið af honum blóðsýnishorn og reyndist 1.34% áfengismagn í blóði bans. Yið rannsókn málsins, bar maðurinn það fram, að áfengis- magnið í blóðinu stafaði af þvh að hann hefði drukkið tvo út- lenda bjóra, eftir að hann kom heim. Vitni að atburðinum, -— héldu því hins vegar fram, að hann hafi sýnilega veiið nndir áhrifum áfengis, er atburðurinn varð. Samkvæmt áliti kunnugra manna, mun ekki vera hægt að fá meira áfengismagn í blóðið, eftir að hafa drukkið tvo sterka bjóra, en 0,30% til 0,50%. — Hins vegar hefur maður gerzt brotlegur við umferðalögin sé áfengismagnið 0.50%. Að rannsókn lokinni var mál þetta sent til dómsmálaráðu- neytisins. Sakadómaraembætt- inu var síðar tilkynnt, að mál- PARÍS, 21. okt. (Reuter). — Tötrumklæddur flækingur, magur, svangur og klæddur kvenmannskápu kom á veit- ingahús frú Leontine Bour- gade fyrir skemmstu og bað um vatnsglas. Frú Bourgade horfði á hann og féll þegar í stað í öngvit. Er hún raknaði úr rotinu lýsti hún því yfir, að flækingurinn væri enginn annar en eiginmaður hennar, sem hún týndi fyrir 15 árum í fagabúðunum í Buchenwald, en hafði aldrei gefið upp von- ina um að finna aftur, þótt hann væri af opinberum að- ilum talinn látinn. Flækingurinn þekkti hana ekki, og kvaðst raunar ekki muna einu sinni sitt eigið nafn né neitt annað af lífi sínu. Frúin klæddi hann nú í föt og skó eiginmanns síns. Föt- in voru of víð, en skórnir pössuðu algjörlega. Nágrann- ar, sem mundu eftir báðum hjónunum, voru sammála frú Bourgade um, að þarna væri kominn hinn týndi eiginmað- ur. Eiginkonan tók nú að gefa manninum uppáhaldsrétti manns síns og vafði liam> ástúðlegri umhyggju. Var flækingurinn hinn ánægðasii með lífskiarabrevtingu sína, en hélt því stöðugt frani,. aðf hann gæti eklci munað neiít. Þrem dögum síðar hvarf hann og fann lögreglan hann úti á götum að reyna siöðva bíla. Var farið tkcIS fiami á s.iúkrahús og síðan á geðveikrahæli, þar sem frs'* Bourgade lét skrá hann unshr nafni eiginmanns síns. Nú heimsækir hún harsi daglega í von um, að haim muni á ný muna eftir lífi þeirra saman. „Hann hefur þjáðst svo mjög þessi 15 ár, að hann hlýtur að háfa breytzt“, segir hún, „en ég veit, að þetta er hann“. Alþýðublaðið — 22. okt. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.