Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 9
sem var nýtt ísl. met), Hauk- ur Cláusen 5. í 100 m. (10,8), Ásm. Bjarnason 5. í 200 m. (bezt 21,9) og Finnbjörn Þor- valdsson komst í milliriðil í 100 m. (11,1). Fjórir síðast- töldu urðu nr. 5 í 4X100 m. boðhlaupi (41,9), en settu landssveitarmet (41,7) í und- anrás. Aðrir keppendur ís- lands voru Mugnus Jónsson (1:56,2 í undanrás 800 m.), Pétur Einarsson (1:56,7 í 800 m. og 4:08,8 í 1500 m., hvort tveggja í undanrás) og Jóel Sigurðsson, sem kastaði 57,87 í forkeppni spjótkastsins. ís- land fékk alls 28 stig og varð 8. af 22 þjóðum. Þó fengu að- eins 4 þjóðir fleiri Evrópu- meistara. , ; | Olympíuleikarnir í Helsinki 1952: 10 íslendingar voru sendir til keppni, þ. á. m. Torfi Bryn- geirsson, sem varð nr. 14—15. í aðalkeppni stangarstökksins (bezt 4,00) og Kristján Jó- hannsson, sem varð 26. af 32 keppendum. í 10 km. á 32:00,0 mín. (nýtt ísl. met) og hljóp 5 km. á 15:23,8 f undanrás. Aðr- ir keppendur íslands komust ekki í aðalkeppni, en þeir voru Ásm. Bjarnason 100 m. (11,1) og 200 m. (22,4), Hörður Har- aldsson 100 m. (11,0) og 200 m. (22,4), Pétur Sigurðsson 100 m. (11,3), Guðm. LáruST son 400 m. (49,7) og 800 m. (1:56,5), Ingi Þorsteinsson 110 m. gr. (15,6), 400 m. gr. (56,5), Friðrik Guðmundsson kringla (45,00), Þorst. Löve kringla (44,28) og loks Örn Clausen, sem var skráður í tugþraut, en hóf ekki keppni vegna meiðsla. Auk þess keppti ísl. sveit í 4X100 m. boðhlaupi, en var dæmd úr leik í undan- rás. • Evrópumeistaramótið í Bern 1954: 7 íslendingar, þ. á. m. Ás- mundur Bjarnason, sem komst í undanúrslit beggja spretthlaupanna, 100 m. (5. á 10,9) og 200 m. (4. á 21,6) og Torfi Bryngeirsson, sem stökk 4,05 og komst í aðalkeppni stangarstökksins, en hætti þá vegna meiðsla. Aðrir kepp- endur íslands voru Guðmund- ur Vilhjálmsson 100 m. (11,2), Vilhjálmur Einarsson þrí- stökk (14,10), Skúli Thorar- ensen kúla (14,35), Hallgrím- ur Jónsson kringla (42,90) og Þórður Sigurðsson sleggja (48,98), en enginn þeirra komst í aðalkeppnina, þótt litlu munaði. Olympíuleikarnir í Melbourne 1956: 2 íslendingar: 'Vilhjálmur Einarsson, sem varð annar (silfurverðl) í þrístökki á nýju Olympíu- og Norður- laridaméti (16,26 m.) og Hilm- ar Þorbjörnsson, sem tognaði í 100 m. (3. í riðli á 10,9) og keppti því ekki í 200 m., en á þeirri vegalengd hafði hann sett Norðuriandamet (21,3) og sigrað beztu spretthlaup- ara Evrópu á alþjóðamóti skömmu fyrir leikana. Keppni Norðurlanda og Balkan 1957: 3 íslendingar voru valdir í Norðurlandaliðið: Hilmar Þor björnsson (1. í 100 m. á 10,8 og 2. í 200 m. á 21,6), Vil- hjálmur Einarsson (1. í Þrí- stökki 15,95) og Valbjörn Þor- láksson (2. í stangarstökki: 4,30 m. jafnt og sigurvegar- inn). Hilmar var auk þess í báðum boðhlaupssveitunum, sem sigruðu í 4X100 m. og 1000 m. Evrópuméistaramótið í Stokkhólmi: 9 íslendingar tóku þátt í mótinu (10 höfðu verið valdir af stjórn FRÍ, en einn þeirra, Kristleifur Guðbjörnsson, gat ekki farið). Vilhjálmur Ein- arsson varð 3. í úrslitum þrí- stökksins (16,00 m.) og vann þar með einu verðlaunin og stigin (4), er íslandi hlotnað- ist. Svavar Markússon komst í undanúrslit 800 m. (bezt 1: 50,5 mín. ísl. met) og hljóp 1500 m á 3:51,4 í riðli. Pétur Rögnvaldsson varð 9. í tug- þraut (6288 stig), Björgvin Hólm 18. í sömu grein (5742), Valbjörn Þorláksson 14. í stangarstökki (4,20) og Gunn- ar Huseby 17. í kúluvarpi (15, 62). Aðrir komust ekki í að- alkeppnina að þessu sinni, en þeir voru Hilmar Þorbjörns- son, sem hljóp 100 m. í riðli á 11,3 (meiddur), Hallgr. Jóns son 45,57 m. í kringlu og Heið- ar Georgsson 3,80 m. í stang- arstökki. ísland fékk 4 stig og varð nr. 15—16 í röðinni meðal 26 þjóða (karlakeppnin). —o— Að sjálfsögðu hafa ísl. frjáls iþróttamenn og frjálsíþrótta- flokkar tekið þátt í mörgum öðrum mótum erlendis, þ. á. m. fjölda alþjóðamóta, eink- um hin síðari árin — og unn- ið marga sigra, sem því mið- ur er ekki rúm til að rekja í þessu stutta yfirliti. Gunnar Huseby varpar kúlu á EM í Osló 1946. Jóhannes Berg- steinsson, BjcÞn Sigurðsson, Hrólf- ur Benedikísson, Agnar Breiðfjörð, Halldór Árnason, Hólmgeir Jónsson, Olafur Sigurðsson, Pétur Kristinsson, Jón Kristbjön"ns- son, Frímann Helgason og- Jón Eiríksson. HINN 10. júlí 1930 var háð- ur á Melavellinum í Reykja- vík úrslitaleikur íslandsmóts- ins í knattspyjnu milli Vals og KR. — Einar Björnsson, knattspyrnugagnrýnandi Al- þýðublaðsins skrifaði um leik inn í blaðið 22. júlí og var það hans fyrsta knattspyrnugrein í Alþýðublaðið. í tilefni 40 ára afmælis blaðsins birtum við hér þessa grein: — Eftirvænting var mikil um úrslitin, því að nú var vit- að af undanfarandi leikjum mótsins, að KR-ingar höfðu aldrei verið eins óvissir um sigurinn og áttu mjög skæð- an keppinaut, þar sem 'Valur var. Hafði' Valur skorað 16 mörk á mótinu gegn einu, en KR-ingar 13 gegn 2. Veður var fremur óhagstætt, vindur talsverður á hlið, þó meira á annað markið. Hlutu Vals- menn kosningu og kusu að leika með vindi. Síðan var liði fylkt og dómarinn gaf merki. Var nú byrjaður en ekki end- aður sá skemmtilegasti knatt- spyrnuleikur, sem hér hefur verið háður. KR hóf þegar sókn mikla og hugðist þegar í stað skora mark hjá 'Val. Valsmenn vörðu prýðilega. Einkum var þó hinn ágæti bakvörður Vals, Pétur Kristinsson, tíður Þrándur í Götu KR. Þá er KR hafði haldið sókn þessari í nokkrar mínútur, náði hinn ágæti framvörður Vals, Ólaf- ur Sigurðsson að spyrna knettinum að vítateig KR. En þar tók Jóhannes, miðfram- herji Vals, aðdáanlega á móti knettinum og sendi hann án þess að stöðva hann, beina leið í mark KR. Var þetta svo liðlega og snarlega gert, að enginn úr varnarlínu KR hafði hugmynd um, fyrr en knötturinn lá í netinu. — Er þetta eflaust hið fegursta og langbezt skoraða mark á þessu móti. 'Var nú sem held- ur drægi af KR við þetta mark. Loks gerir KR samt all- snöggt áhlaup og heppnast að komast mjög nærri marki Vals. Skorar þá Hans Kragh, sem er einn liðlegasti liðs- maður KR, mark hjá Val. Stóð nú jafnt, 1:1. Var eft- irvænting mikil í áhorfendum að vita hvernig færi. Töldu sumir, að minnsta kosti, lít- inn vafa á, að Valur myndi tapa, einkum þar sem vind- urinn gekk nú í lið með KR. En þegar í byrjun hálfleiks gerðu 'Valsmenn harða hríð að KR og heppnaðist hinum á- gæta útframherja Vals, Jóni Eiríkssyni. að skjóta knettin- um snillda>'vel fyrir mark KR. Tók Jóhannes . enn við honum og á næsta augnabliki lá knötturinn í netinu. — Gerðu nú KR-ingar enn mjög harða sókn. En erfiði þeirra bar ekki árangur. Allar sókn- ir þeirra stöðvuðust á hinni ágætu varnarlínu Vals. Nokkr um skotum komu þeir þó á markið, en markvörður Vals, Jón Kristbjörnsson var ekki síður starfi sínu vaxinn en félagar hans. Tók hann knött- inn hvar og hvernig sem hann kom á markið. Er Jón óefað langbezti markvörður hér í Reykjavík. Eftir því sem lengra leið á í TILEFNI af því að nú eru liðin 10 ár frá fyrsta meistara- móti kv'enna í frjálsum íþrótt- um, birtir Íþróttasíðan skrá yfir 10 beztu afrek kvenna frá upp- hafi. Jóhann Bernhard, ritstjóri íþróttablaðsins Sport, tók skrá þessa saman ,en hann var á sín- um tíma aðalhvatamaður þess, að stofnað var til sérstaks meist aramóts fyrir konur hér á landi. 100 m hlaup: 12,7 Margr. Hallg.d. UMFR ’52 12.9 Hafdís Ragnarsd. KR ’49 13.1 Sesselja Þorsteinsd. KR ’51 13.2 Hildur Helgad. UNÞ ’51 13.3 Elín Helgadóttir KR ’51 13.4 Guðl. Steingr.d. USAH ’59 13.5 Rannveig Laxdal, ÍR ’59 13.6 Guðrún Georgsd. Þór ’50 13.9 Ásgerður Jónasd. HSÞ ’53 13.9 Guðlaug Kristinsd. FH ’59 200 m hlaup: 27.9 Hafdís Ragnarsd. KR ’49 27,9 Margr. Hallgr.d. UMFR ’52 28,1 Sesselja Þorsteinsd. KR ’51 28.7 Elína Helgadóttir, KR ’51 28.7 Rannveig Laxdal, ÍR ’59 28.8 Guðlaug Kristinsd. FH ’59 30.6 Ásgerður Jónasd. HSÞ ’53 30.7 Svala Lárusdóttir, HSH ’59 30.8 Margrét Margeirsd. KR ’49 30,8 Erla Guðjónsdóttir, Á ’49 30,8 Guðrún Georgsd Þór ’49 80 m grindahlaup: 14,4 Margrét Hallgrd. UMFR ’52 14.7 Hafdís Ragnarsd. KR ’49 14.8 Ásthildur Eyjólfsd. Á ’49 leikinn linuðust KR-ingar. Vonin .um sigur fjarlægðist því meir sem klukkan gekk. En Valsmenn hertu á. Gerðu þeir margar prýðilegar árásir að marki KR og sýndu í þeim ljómandi samleik, en ekki heppnaðist þeim samt að gera fleirj mörk hjá KR, enda voru flestir .KR-menn komnir í vörn. Og leikslokin urðu þau, að Valur sigraði með 2:1 og hlaut þar með titilinn „bezta knattspyrnufélag íslands“ og bikarinn. Er Valur prýðilega að sigri þessum kominn, og megi hann svo áfram halda. Hafa KR- ingar undanfarandi 4 ár setið að heiðri þessum, en loks á því herrans ári 1930 orðið að láta í minni pokann. „Sá sterkasti sigrar11, sagði Erlendur Ó. Pétursson. 15.6 Edda Björnsdóttir. KR ’49 15.7 Erla Guðjónsdóttir, Á ’49 15,7 Ingibjörg Sveinsd. Self. ’57 15.9 Guðlaug Kristinsd. FH ’59 16,5 Þóra Guðmundsd. Á ’49 16.9 Ásta Ólafsdóttir, KR ’48 16,9 Ólqf Þórarinsdóttir, Á ’49 16,9 María Guðmundsd. KR ’57 Hástökk: 1,40 Guðlaug Guðjónsd. ÍBÍ ’50 1,38 Móeiður Sig.dóttir HSK ’58 1,37 Nanna Sigurðard. UÍA ’55 1,36 Guðlaug Kristinsd. FH ’5ð 1,35 Hrafnh. Ágústsd. HSV ’52 1,35 Margrét Lúðvíksd. HSK ’53 1,35 Arnfríður Ól.d. UMSK ’53 1,35 Svala Lárusdóttir HSH ’59 1,35 Ingibjörg Sveinsd. Self. ’59 1,33 Ásthildur Sig.d HSK ’50 1.33 María Daníelsd. UMSE ’59 Langstökk 5.23 Margr. Hallgr.d. UMFR ’52 4,84 Hafdis Ragnarsd. KR ’ 50 4,72 Ingibj. Ólafsd. HSV ’51 4,70 Sigurbj. Helgad. HSK ’51 4,70 Arndís Sigurðard. HSK ’5>2 4,67 Elíh Helgadóttir, KR ’51 4,61 Guðlaug Guðjónsd. ÍBÍ ’50 4,60 Kristín Harðard. UMSK ’59 4,59 Nína Sveinsdóttir, Self. ’52 4,58 Ásgerður Jónasd. HSÞ ’50 Kúluvarp: 10,42 Gerða Halldórsd.. UÍA ’53 10.33 Guðl. Kristinsd. FH ’59 10.23 Guðrún Kristj.d. HSK ’52 10,19 Oddrún Guðmd. UMSS ’59 10,15 Ragna Lindb. UMSK ’54 Framh. á 15. síðu. t AlþýðublaðiS — 29. okt. 1959 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.