Alþýðublaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 4
Útgefandl: AlþýSufloMoirinn. — Framkvæmdastjórf: íngólfur Kristjánsson. — Rttstjórar: Benedikt Gröndal. Gisll J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- lngasírm 14 906. — Aðseturr. AlþýSuh.úsi3. — PrentsmiBja Alþýóublaósins, Hverfisgata 8—10. Pólitískt jafnvœgi FRAMSÓKNARMENN hafa fullyrt, að kjör- dæmabreytingin yrði tilfinnanlegt áfall fyrir byggð landsins. Nú hafa kosningar farið fram sam- kvæmt nýju kjördæmaskipuninni. Eru úrslit þeirra þau, sem Framsóknarmenn þóttust sjá fyr- ir í deilunum um kjördæmamálið? Öðru nær. Byggðastefnan hefur aldrei mátt sín meira en nú. Staðreyndirnar segja þetta: Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa fengið þingmenn kosna í öllum kjördæmum landsins, Alþýðubandalagið í sjö af átta og Alþýðuflokkurinn í sex af átta. Breyt ingin á umboði flokkanna reynist því sú, að þingmennirnir eru fulltrúar héraðanna í ríkari mæli en áður var. Tilfærslan er aðeins á þá lund fyrir Framsóknarflokkinn, að hann leggur fjöl- mennustu kjördæmunum til fulltrúa. Það var þá þetta, sem Framsóknarmönnum stóð mestur stuggur af í vetur og vor, þegar tilhugsunin um kjördæmahreytinguna truflaði skapsmuni þeirra og tilfinningar. Fullyrðingin, að fólkið í héruðunum úti á landi fengi ekki að ráða þingmannaefnum sínum, dæmast sömuleiðis fjarri lagi. Úrslit kosning- anna um síðustu helgi taka af öll tvímæli í þessu efni. Byggðastefnunni hefur vaxið ásmegin. Eina undantekningin er Framsóknarflokkurinn. Hann þjónar sízt þeirri stefnu, sem hann þóttist kjörinn að berjast fyrir. Hvað segja staðreyndirnar um þetta? Níu af tíu þingmönnum Alþýðuhandalags- ins eru búsettir í kjördæmum sínum, sjö af níu þingmönnum Alþýðuflokksins og tuttugu og einn af tuttugu og fjórum, þingmönnum Sjálf- sæðisflokksins, en ellefu af seytján þingmönn- um Framsóknarflokksins. Eina stóráfall byggða stefnunnár að þessu leyti samkvæmt málflutn- ingi Framsóknarflokksins færist á hans reiltn- ing. Hermann Jónasson, Sigurvin Einarsson, Ol- afur Jóhannesson, Gísli Guðmundsson, Eysteinn Jónsson og Halldór Ásgrímsson eru ekki búsett Framhald af 1. síSu^ lagar í nafnr varnarliðsins og sölu hans til íslendinga við verði, sem miðað var við að toll ur hefði verið greiddur. Með bréfi utanríkisraðuneyt- isins, ds. 27. nóvember 1958, var Gunnar Helgason, fulltrúi lögreglustjórans á Keflavíkur- fluvelli, skipaður umboðsdóm- ari í máhnu. Var honum falið að rannsaka starfsemi HÍS á Keflavíkurflugvelli vegna ætl- aðra brota félagsins á innflutn- ings- og gjaldeyrislöggjöfinni. Dómsrannsókn hófst 16. desem ber 1958. Hefur henni verið fi'am haldíð æ síðan. Með umboðsskrá utanríkis- ráðuneytisins, ds. 20. apríl 1959 var umboð Gunnars Heigason- ar víkkað. Var honum nú einn- is falið að rannsaka starfsemi Olíufélagsins h.f. á Keflavíkur- flugvelli vegna ætlaðra brota’ félags þessa á innflutnings- og gjaldeyrislöggjöfinni, svo og öðrum lögum, sem rannsókn málsins kynni að gefa tilefni til, en Olíufélagið h.f. og HÍS eru eins konar systurfyrirtæki, enda sama stjórn í báðum félög unum. Með umboðsskrám dóms- og utanríkismálaráðuneytisins, ds. 8. ágúst 1959, var umboð Gunn- ars Helgasonar enn fært út og jafnframt skipaður annar rann sóknardómari í málið að auki, Guðm. Ingvi Sigurðsson, full- trúi sakadómarans í Reykjavík. Var rannsóknardómaranum nú falið að rannsaka starfsemi fé- laganna, ekki aðeins að því er varðar viðskiptin við varnarlið, heldur og einnig starfsemi félag anna að öðru leyti, eftir því sem ástæða þykir til, og kveða síðan upp í málinu dóm, ef til máls- höfðunar komi. Rannsókn máls þessa er mjög umfangsmikil. Var því brugðið á I :.5 ráð, að brrjóta málið niður í þætti og rann- saka hvern um sig, eftir því sem kleift þykir, svo sem inn flutning og sölu fyrirtækj- anna á flugvélaeldsneyti, gas olíu, mótorbenzíni og smurn- ingsolíu. Affriir þættir rann- sóknarinnar beinast aff gjald- eyrisviðskiptum, öflun gjald- eyris og skiluni á honum, ol- íubirgðageymum og olíuleiffsl um, innflutning bifreiffa, alls kyns tækja, véla, varahluta, frostlagar, ísvarnarefnis og terpentínu, A3 sjálfsögðu grípa þessir þættir hver inn í annan og verffa því eigi fyllilega affgreindir. Er rann- sókn þessara ýmsu þátta mis- jafnlega langt á veg komin. Segja má, að rannsókn eins þessaira þátta sé að mestu lok ið. Er þaff þátturinn, sem fjallar um tollfrjálsan inn- flutning HÍS og Olíufélagsins h.f. á bifreiðum, alls kyns vél um, tækjum, varahlutum, frostlegi, ísvarnariefnum og terpentínu. Þar sem rannsóknardómar- arnir eru þess áskynja, að ýms- um sögum fari af þessum inn- flutningi fyrirtækjanna og þar sem þessi þáttur málsins virð- ist liggja ljós fyrir í öllum að- aldráttum, þykir bæði rétt og skylt að skýra frá, hvað rann- sóknin hefur leitt í ljós um hann, ef það mætti verða til að leiðrétta missagnir: Hinn 9. apríl 1952 i'eit þá- verandi framkvæmdast j óri HÍ5, Haukur Hvannberg, utan- ríkismálaráðuneytinu bréf með beiðni um, að utanríkisráðu- neytið úrskur'ði, hvort HÍS heimilist tollfrjáls innflutning- Ur á tækjum til afgreiðslu á flugvélabenzíni og öðrum olíu- afurðum til varnarliðsins, þar sem það væri skilningur HÍS á varnarsamningnum frá 5. maí 1951, að félagið ætti rétt á slík- H a n n es á horninu ; ir í kjördæmum sínum. Framsóknarflokkurinn á þannig landsmetið í andstöðunni við þá byggða- stefnu, sem Tíminn hefur lofsungið hástöfum í deilunum um kjördæmamálið. Þetta eru staðreyndirnar um áhrif kjördæma- breytingarinnar. Þær yirðast sannarlega jákvæðar fyrir pólitískt jafnvægi í byggð landsins, þegar sér staða Framsóknarflokksins er undan skilin. En sex menningar hans ættu að getað farið með umboð stórra kjördæma eins og lítilla úr bækistöðvum , sínum í Reykjavík. KVIKOYHDASÝNING GERMANÍU verður í Nýja Bíói í dag laugardaginn 31. okt. og hefst kl. 2 e. h. Sýndar verða frétta- og fræðslumyndir. — Aðgangur ókeýpis og öllum heimill. Böm þó aðeins í fylgd með fullorðnum. ýV Hvað hefur þú sagt? ýlf Samtal við gamian brautryðjanda á leið í veizlu. ýV Breytingar á hálfri öld. ÁGÚST ÍÓSEFSSON var ann ar affalstofnandi fyrsta Alþýffu- blaffsins í ársbyrjun 1906, en affeins þrír stofnendanna eru á lífi: Árni Bjarnason, skósmiffur og fyrrverandi þingvörffur og Jóhann Ármann úrsmiffur. — Viff ókum saman í bll til afmæl- ishófs Alþýffublaffsins, ég og Ág- úst, og ég sagffi við hann: „Hvaff hefffir þú sagt viff mig, Ágúst, ef ég hefði veriff einn stofnenda gamla Alþýðublaffsins og haldiff því fram á fundum okkar, aff eftir 53 ár yrffi Alþýffublaffiff annaff útbreiddasta blaff lands- ins, aff þaff hefði um 60 starfs- menn, aff afmælisblaðið kæmi út á afmæli sínu 1959 60 síður aff stærff — og aff hóf yrffi haldið í tveimur húsum, sem jafnaffar- menn ættu og stjórnuðu". OG ÁGÚST svaraði: „Ég hefði horft undrandi á þig, en hvíslað að Pétrj Guðmundssyni: „Þetta er meiri draumakollurinn, en við skulum ekki láta hann koma nærri peningamálunum“. Við hlógum að þessu báðir. Síðan sagði Ágúst: „Ef þú hefðir hins vegar sagt ,að verkafólkið hefði næga atvinnu eftir 53 ár, að það hefði hrint af sér atvinnu- rekendavaldin.u, að það hefði fleygt frá sér sultarólinni, að allsherjarsamtökin og fagfélög- in hefðu skapað sér jafn sterka aðstöðu við samningsborðið og atvinnurekendurnir, þá hefði ég trúað á það. Annars hefði maður ekki farið af stað með allt þetta brölt“. ,,EN HVAÐ hefðir þú sagt“, spurði ég enn, „hefði ég haldið ræðu eða beðið um grein í blað ið um að men gætu hlustað á ræður erlendis frá heima í rúmi sínu, að vélknúnir vagnar þytu um steinsteyptar götur í Reykja vík, að þjóðin ætti tugi verzlun- arskipa óg marga íugi vélknú- inna hafskipa til fiskveiða, að þú mundir áður en þú yrðir hálf- níræður geta farið til Danmerk- ur á fjórum tímum . . . að krakk ar fengju að eyða peningum svo tugum króna skipti á sunnudög- um, að ekki væri hægt að sjá mun á verkamanni og atvinnu- 4 31. okt. 1959 — um tollfrjálsum innflutningi, því að a& öðrum kosti félli það í hiut HÍiS að greiða- aðflutn- ingsgjöldin af' tækjunum " og yrði því félagið að hækka gjald' ið fyrir þjónustuna við varnar- liðið, sem því næmi. Ekki verð- ur séð af gögnum utanríkis- ráðuneytisins,. að þessu bréfi hafi nokkurn tíma verið svarað. 'Úpplýst er, að utanríkisráðu- neytið hefur aldrei veitt HÍS leyfi til tollfrjáls. innflutnings bifreiða, tækja, varahluta eða byggingarefnis. Engu að síður hófst HÍS handa um innflutning alls kyns tækja, véla o. fl. þegar árið . 1952,. án þess að greiða toll af varningnum. Rannsóknin á slíkum tollfrjálsum innflutn- ingi HÍS og Olíufélagsins h.f. nær yfir öll árin frá komu varn arliðsins 1951 til ársins 1959. í stórum dráttum gekk þessi inn flutningur þannig fyrir sig, að fyrirtækin pöntuðu hjá fyrir- tækinu Esso Export Corpora- tion. New York, munnlega eða skriflega, varninginn með beiðni um, að fylgiskjöl með varningnum væru stíluð á varn arliðið'eða erlenda verktaka á Keflavíkurflugvelli, en send HÍS eða Olíufélaginu h.f. Varan var greidd af gjaldeyrisinnstæð um fyrirtækjanna hjá Esso Ex- port Corporation, sem sér um innheimtur fyrir HÍS og Olíú- félagið h.f. á því, sem þessi fé- lög selja varnarliðinu og erlend um flugvélum, þ. e. vörum og' þjónustu. Þegar varan var kom in til landsins og fylgiskjölin í hendur Olíuféiagsins h.f. eða HÍS voru farmskírteinin send suður á Keflavíkurflugvöll til fyrirsvarsmanna HÍS þar, sem sáu um að afla yfirlýsingar varnarliðsins og áritunar á farmskírteinið þess efnis, að varan væri flutt 'fln til notkun ar fyrir varnarliðið. Síðan Voru farmskírteinin send til Reykja- víkur, þar sem þeim var fram- vísað tii tollafgreiðsiu. Lá þá varan á lausu, án greiðslu tolis, Framliald á 5. síðu. rekanda þegar báðir væru bún- ir að fara í sparifötin á sunnu- degi og löbbuðu út með kerling- unum sínum. sem heldur ekki væri hægt að sjá mun á klæða- burði . . . ? „VERTU ekki að þessari bölv aðri vitleysu, þú færð mig til að vatna músum yfir hungrinu, at- vinnuleysinu, niðurlægingunni og svívirðingunni um það leyti er við stofnuðum Alþýðublaðið. Ég hef þó aldrei verið neinn vælukjói, skal ég segja þér. — Þetta er ekki hægt að tala um. Það var heldur ekki einu sinni hægt að láta sig dreyma um þetta allt 1916, ekki fremur en þig gat dreymt það 1940, að menn gætu endasenst til tungls- ins“. „EN hefði ég sagt við þig, að á árinu 1959 myndu fagrar ung- lingsstúlkur snúast í kringum þig léttan á fæti og teinréttan, brosmildan og rjóðan í kinnum á dansgólfi í stórhýsi þar sem forsætisráðherrann sæti í horni og hvíslaðist á við prentara, en einn af slyngustu lögfræðingum í Reykjavík stjórnaði hófinu? — Hvað hefðir þú sagt? „ÉG HEFÐI ekki sagt neitt, því að ég hefði verið fyrir löngu hættur að hlusta á bullið í þér. En ef þú ætlar að halda svona áfram, þá heimta ég að konan þín aki mér aftur heim og ég fer ekki fet í hófið“. — Og þar með lauk spurningum mínum. Ég vildi ekki eiga neitt á hættu. Hannes á horninu. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.