Alþýðublaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 5
TUTTUGASTA og áttunda og síðasta umferð áskorenda- mótsins í Belgrad var tefld í fyrradag. Úrslit urðu þau, að Fischer vann Smysloff í 34 leikjum. Benkö og Petrosjan skildu jafnir úr þráskák. Frið rik hafði vinningslíkur gegn Keres, þegar skákin fór í bið, en Keres gaf skákina í gær án þess að tefla frekar. Petrosjan vann Gligoric. Lokaröðin er þá þessi: 1. Tal 20 v. 2. Keres I8V2 v. 3. Petrosjan löVa v. 4. Smysloff 15 v. Maflhíðs Guð- mundsson skip- aður pósftneisfari. 5.—6. Fischer og Gligoric 12 V2 v. hvor. 7. Friðrik 10 v. 8. Benkö 8 v. MATTHIAS GUÐMUNDS- SON deildarstjóri í tollpóst- stofunni hefur verið skipaður póstmeistari í Reykjavik frá 1. janúar næstkomandi að teljaj en þá lætur Magnú Jochums- son póstmeistari af störfum sökum aldurs. Matthías Guðmundsson hef- ur starfað lengur sem póstmað ur í Reykjavík en flestir aðrir starfsmenn, eða samtals um 22 ára skeið. ilann er 46 ára að aldri. Matthías hefur lengst af starfstíma sínum verið forystu maður póstmanna, þar af um T ár formaður félags þeirra. Hann er mjög vel látinn póst- starfssmaður og ekki sízt meðal póstmanna. Aðrir umsækjendur um em- bættið voru: Helgi B. Björns- son, Sveinn G. Björnsson og Þórður Halldórsson. Starfstilhögun á póststofunni í Reykjavík er nú í deiglunni og þarf nauðsyolega að gera á henni ýmsar umbætur. Var því æskilegt að settur yrði embætt ið ungur maður, sem auk þess hafði sýnt dugnað og skyldu- rækni í störfum — og naut vin sælda og trausts starfsbræðra sinna. Þau tvö sjónarmið munu hafa ráðið mestu um val á póst meistara að þessu sinni. Spilakvöld ALÞYÐUFLOKKSFE- LÖGIN í Keflavík halda spilakvöld annað kvöld kl. 9 á Vík. Dansað frá kl. 11—1. Nýju og gömlu danstirnir, góð hljóm- (Framhald af 4. siðu). til flutnings suður á Keflavík- urflugvöll. Tollgæzlan þar skyldi fylgjast með því, að var- an kæmi inn á völlinn, m. a. með stimplun tollseðla, er fylgdu vörunni. Meðal þessa tollfrjálsa inn- flutnings HÍS og Olíufélags- ins h.f. kennir margra grasa: Þrjár benzínafgreiðslubif.reið ir, 11 tengivagnar til af- greiðslu smurningsolíu o. fl. til flugvéla, 20 dælur til af- greiðslu á mótorbenzíni, 19 dælur til afgreiðslu á flugvéla eldsneyti og 2 loftdælur á- samt mælum. Enn fremur stálpípur, ventlar, lokur, rennslismælar, slöngur o. fl. í neðanjarðarleiðslukerfi HÍS vegna flugafgreiðslunnair á Keflavíkurflugvelli, svo og varahlutir í benzíndælur og bifreiðir, dekkjaviðgerðarefni, pípulagningarefni alls konar, krossviðvr, gólfflísar, 216 703 pund af frostlegi, 350 tunnur af terpentínu, 52 203 pund af isvarnarefni og jafnvel á- fengi. Framkvæmdastjéri HÍS tíma bilið sem þessi innflutningur átti sér stað, Haukur Hvann- berg, hefur haldið því fram, að það sé skilningur sinn á ákvæð um varnarsamningsins um toll friálsan innflutning ti] varnar- liðgins og erlendra verktaka á Keflavíkurflugvelli, að HÍS hafi verið heimilt að flvtja benna varning inn tollfrjálst, 'bar sem innflutningurinn standi allur í sambandi við þjónustu HÍS við varnarliðið. Rannsóknin hefur að sjálf sögðu bí>inzt að því,, hver ju nemi vri'.'ð)næti alls þessa inn- flutnin.o-s. Enn hefur ekki tek- izt að fá unnlýsingar um verð mæti alls hessa varnings, en þegar liggia fy.rir gögn, er geyma unnTÝsingar um verð- mætí meginhluta innflutn- ingsins. Fi,- lagt til grundvall- ar innkaunsverð (foh-verð). N«tn»r hað samtals um $ 130 000,44 eða röskum kr. 2 100 000.00. Ekki hefur enn v.erið reik.nað út hverju að- flntningsaiöldin af var.ningi þessum mundu numið hafa. Fiftir að -ranneókn .málsi-ns hófst sótti Olíufélagið h.f. um innflutningsleyfi fvrir vatnseim ingartæki og varahlutum í Ley land-bifreiðir. Hafði varningur þessi verið fluttur inn árið 1958. eða nokkru áður en dóms rannsókn málsins hófst. Varn- ingurinn var fluttur inn í nafni varnarliðsins. Vatnseimingar- tækið var kevDt frá Bandaríkj- unum og kostaði $7160,00. Vara hlutirnir voru keyptir í Eng- landi, enda eru Leylandbifreið- ir enskrar gerðar Innkauns- verðið nam £ 2371-0-0. Inn- flutningslevfin voru veitt. Að- flutningsgjöldin af þessum send Hvað er að gerast Pólskir kommar LONDON, (Reuter). 'Veiga miklar breytingar í forstu- liði pólskra kommúnista virð ast væntanlegar. Hefur Jerzy Morawski, einn af nán ustu samstarfsmönnum Com ulka, lagt fram lausnar- beiðni sína, en hann hefur ráðið menningar- og mennta málum og áróðri fyrir komm únistískum fræðisetnf ngw um. Þá segja áreiðanlegar heimildir i Varsjá, að yfir- maður albjóðastofnunarinn- ar í Varsjá, Ulian Hochfeld, hafi verið látinn hætta störf um. Hann var fulltrúi hins „frjálslyndari“ hluta flokks ins. Þessar breytingar koma strax á eftir opinberri til- kynningu um, að Ochab, fyrirrennari Comulka sem ritari flokksins, hafi verið látinn hætta störfum sem landbúnaðarráðherra. Þá hafa tveir þekktir stalínist- ar, Szyr og Tokarski, komið aftur fram á sjónarsviðið upp á síðkastið. Gagitrýnir !ke LONDON, (Reuter). Æðsti maður brezka hersins í síð- ustu heimsstyrjöld, Alan- brooke lávarður, hefur nú gefið út síðara bindið af dag bókarblöðum sínum, þar sem hann gagnrýnii- mjög harðlega herstjórnarfræði (strategi) Bandaríkjamanna í baráttunni gegn Hitlers- Þýzkalandi. Er gagnrýni hans á Eisenhower, er var yfirhersforingi Bandaríkja- manna í Evrópu, jafnvel enn harðskeyttari en í hinni fyrri bók hans. Segir Sir Arthur Bryant, er búið hef ur bókina út, í formála, að strategískar villur „næstum allar gerða af Washington eða Eisenhowert“ hafi ekki aðeins tafið sigurinn heldur kostað fjölda mannslífa og kastað á glæ hluta af hin- um endanlega ávinningi. í bók sinni segir Alan- brooke frá deilunni um þá hugmynd Churchills að gera innrás á Balkanskaga, sem Bandaríkjamenn lögðust mjög eindregið gegn. Segir hann, að svo hafi virzt sem Churchill ,,hefði viljað berja forsetann (Roosevelt)“. í gagnrýni sinni á Eisen- hower segir hann; að Ike hafi ekki haft hina minnstu strategísku yfirsýn og auk þess sakar hann Eisenhow-. er um að stunda golfleik í stað þess að hugsa um stríðs reksturinn. Dansóður LONDON, (Rauter). John nokkur .Mawby var dreginn fyrir rétt í annað skipti á fimm dögum fyrir sama af- brotið — að dansa sjó- mannadans efst á há- um krana, 140 fet yfir götunni, Hann kvaðst hafa gert það í fyrra skiptið vegná veðmáls, en í gærkvöldi gerði hann það, af því að kraninn ,,freistaði mín“. Hann fékk tveggja punda sekt í fyrra skiptið, en í dag var honum skipað að leita læknis. m SIDNEY, (Reuter). Vatn- flóði inn í hundruð heimila og tvö hús eyðilögðust hér í dag, er 11 þumlungum vatns •rigndi á 10 tímum. Skriða féll á járnbrautarlest 75 míl ur héðan og særði 10 manns. Gengisfall LONDON, (Rauter). Kaup máttur brezka pundsins innanlands hefur ekki hreytzt á árunum 1958 og 1959, samkvæmt tölum, er gefnar voru upp á þingi í dag. Tölurnar, sem ákveða hina venjulegu 20 shillinga í pundinu 1951, sýndu, að það féll niður í sextán shill- inga og sex pence 1957 og í sextán shillinga 1958, en hefur síðan haldizt þar. Það var Heathcoat-Amory, fjár- málaráðherra, sem gaf þess- ar upplýsingar og það að vísitala verðlags neyzlu- vara. sem var 100 1951, sé nú 125. Bkkert heim- boð MOSKVA, (Reuter). Bor- is Patsernak, nóbelshöfund- ur, fkvaðst/ í dag ekki hafa féngið ■ neitt heimboð til Chicago og mundi raunar g' ekki þiggja, ef slíkt boð bær ^ . ist. Kom þetta fram í til,efni K- af frétt frá félagi uppgjáfa- % hermáúna um, að Pa.sternak | mundi fíytja ávarp í veizlu,: ^ er fólagið héldur 27. desem- ber til heiðurs rússneska rit höfundiniim Dostoyevsky. Ýlingar á Ceyion CÖLOMBO, Reuter). Da- hánayáke, forsætisráðherra- bayðst-í dag til að segja af sér, ef. pólitískir andstæð- ingar hans gætu sannað — jafnvel óópinberlega — ásak anir um, að hann hafi -set- ið leynifundi í sambandi við morðið á fyrirrennara hans, Solomon Bandaranaike. Hef ur leiðtogi stjórnarandstöð- unnar sakað hann og tvomeð limi stjórnar hans um að hafa haft samband við menn, sem . grunaðir eru í sambandi við morðið hinn 25. september s.l. Perera, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, lagði fram vantrauststillögu frá öllum stjórnarandstöðuflokkun- um, þar sem segir m. a., .að forsætisráðherrann og tveir aðrir úr stjórn hans hafi haft samband við hina grun uðu. ,.Ég saka þá ekki um samsæri“, sagði hann, en taldi nauðsynlegt, að þeir segðu af sér tii þess að rann- sóknin fengi rétta meðferð. Sagði Perera í ræðu sinni, að Dahanayake væri mikið úopáhald Buddharakhita Thero, búddaprests, sem tek inn var fastur i sambandi við morðið. Þá sagði hann, að tveim dögum fyrir morð ið hefði einn meðlimur stjórnarandstöðunnar verið spurður að því, hvort' hami vildi taka sæti í ríkisstjórn undir forsæti Dahanayake. Þetta sýndi, ,.að eitthvað lá í loftinu“,'sagði Perera. ingum báðum námu samtals kr. 176 765,00. Hinn 24. júní 1958 reit HÍS fjármálaráðuneytinu bréf, þar sem félagið óskaði umsagnar ráðuneytisins á fyrirhugaðri lánviðtöku félagsins á sérstök- um tækjum til.ajgreiðslu.á elds neyti til farþegaþrýstiloftsflug- véla. Lánveitandinn var, sam- kvæmt upplýsingum HÍS, Esso Export Corporation, New York. Ráðuneytið svaraði með bréfi, ds. 3. júlí 1958, á þá lund, að lagaheimild brysti til að sleppa þessum afgreiðslutækjum við aðflutningsgjöld. Hins vegar féllst ráðuneytið á það, með skírskotun til viðeigandi á- kvæða tollskrárlaga, að inn- flutningsgjöldin yrðu aðeins tekin af leigu tækjanna. HlS sótti síðan um innflutningsleyfi fyrir tækjunum. í umsókninni sem er dagsett 7. júlí 1958; er beðið um innflutningsleyfi fyrir afgreiðslutæki fyiir flugvéla- eldsneyti. Leyfi var veitt með þeim skilyrðum, sem fj.ármála- ráðuneytið sétti og að framan greinir. Afgreiðslutækið kom til landsins 7. júlí 1958. í tollinn flutningsskýrslu, sem gefin er út af Olíufélaginu h.f.. 14. júlí. 1958, er tækið nefnt vöiubifreið og leigan metin á $ 2000,00. Að- flutningsgjöldin voru reiknuð út í samræmi við leiguna og námu kr. 22 854,00. Hinn 19. marz 1959 sótti Olíufélagið h.f. um innflutningsleyfi fyrir bif- reiðinni, þar sem félagð, vegna breyttra afgreiðsluhátta, hefði þörf fyrir að kaupa bifreiðina. Leyfið var veitt. Bifreiðin með geymi (tank) kostaði $10 287,00. Aðflutningsgjöldin námu kr. 80 891,00. í fórum dómsins eru hins vegar gögn, sem geyma upplýsingar um, að bifreiðin hafi aldrei verið notuð til að af- greiða eldsneyti á farþegaþotur og að HÍS hafi keypt bifreiðina I fyrii' atbeina Essa Export Cor- poration þegar í júní 1958 og Esso Export hafi greitt andvirði bílsins og geymisins í júlí 1958 af innstæðum HÍS hjá Esso Ex- port. Skýlt er að geta þess, a& megnið af þeim innflutningi, sem að framan greinir og inn kom í nafni varnaiiiðsins, hef- ur verið og er notaður vegna- þjónustu HÍS við varnarliðið, ýmist einvörðungu eða bæði til að. þjóna varnarliðinu, erlend- um farþegaflugvélum og ís- lenzkum aðilum. Vegna hlaðafregna er skvit að geta þess, að ekkert hefur fram komið í rannsókn málsins, er bendi til, að HÍS eða Olíu- félagið h.f. hafi í vörzlum sín- um þjófstolna muni frá varnar- liðinu eða öðrum. Rannsóknin hefur hins vegar leitt í ijós. að HÍS hafi fengið að láni hjá vamarliðinu tvær dælur og éinn vörulyftara. Reykiavík; 30.. . október 1958. Gunnar Helgason, GnSm. Ingvi Sigurðsson,“ (Leturbreytingar eru blaðsins.) AlþýSublaðið 31. okt. 1959 g*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.