Alþýðublaðið - 01.11.1959, Page 3
VETRARDAGSKRÁ útvarps
sns fer af stað um þessa helgi,
og er þá raunar liðin vika af
vetri. Vegna þeirrar röskunar,
sem þingkosningar hafa ævin-
iéga á útvarpsdagskrána, og
eins af hinu, aðv Ríkisútvarpið
er þessa dagana að flytja í ný
húsakynni, hefur orðið þessi
töf á vetrardagskránni.
„MED UNGU FÓLKI“.
Ýmsar nýjungar verða í vetr
ardagskránni og eru þessar
helztar.
„Með ungu fólki“ er nýr
þáttur, sem fyrirhugaður er
vikulega á miðvikudögum. Þar
verða málfundir ungs fólks um
einhver tiltekin mál, auk þess
sem unga fólkið kemur fram
xneð frumsamið efni í bók-
menntum og tónlist. Að und-
anförnu hefur útvarpið ekki
sem 'skyldi -gefið ungu fólki
kost á að koma fram með sjón-
armið sín og hugðarefni, en
með þessum þætti verður að
nokkru úr því bætt, og er þess
að vænta að unga fólkið notfæri
sér þennan vettvang og njóti
þess, sem þar verður flutt. XJm-
sjón þáttarins verður í höndum
fleiri en eins og fleiri en
tveggja. MeSal þeirra er Guð-
rún Helgadóttir ritari mennta-
skólarektors, og mun hún
stjórna fyrsta þættinum.
VETTVANGUR
RAUNVÍSINDA.
Vettvangur raunvísinda er
nafn á nýjum þætti, sem ungir
vísindamenn, Halldór Þormar
og Örn Thorlaius, standa að og
fjalla mun um ýmsar nýjungar
á sviði náttúruvísinda og ann-
að er miklu varðar í þeirri
grein. Þáttur þessi verður hálfs
mánaðarlega á mánudögum,
25—30 mín. í senn.
Á móti honum kemur vænt-
anlega annar þáttur, er fjallar
um íslenzku handritin, upp-
runa þeirra og meðferð í ald-
anna rás. Dr. Jákob Benedikts-
son hefur gert uppkast að skrá
um viðfangsefni þáttarins,- en
flytjendur verða ýmsir fræði-
menn á þessu sviði.
TRYGGINGAMÁL.
Tekinn verður upp þáttur
um tryggingamál, sem eru orð-
in ærið vítæk og flókin grein.
Framhíald á 4. síðu.
VöHur slrafldaðl
við Nýfundnaland
og skemmdist
AUSTFJARÐATOGARINN
Vöttur, sem nú er gerður út
af Bæjarútgerð Hafnarfjarðar,
strandaði í vikunni við Ný-
fundnatand. Var skipið á leið
út úr höfninni í S*. Johns s. I.
þriðjudagskvöld er það tók
niðri. Mun stýrisútbúnaður
hafa bilað og skipið strandað
af þeim orsökum. Skipið komst
á flot aftur án aðstoðar og var
tekið upp í slipp til viðgerðar.
Varðskipið Þór hefur nú
VARÐSKIPH) Þór hefur nú
legið í höfn í Reykjavík i þrjár
vikur. Blaðið snéri sér til Land
helgisgæzlunnar í gær, og
spurðist fyrir um hvernig á
þessu stæði.
í vor var tekin í notkun ný
Torfi Hjartarson
fimmlugur í dag
TORFI Hjartarson, Jaðars-
braut 15, Akranesi, er fimmt-
ugur í dag. Han ner starfsmað-
ur Mjólkurstöðvarinnar á
Akranesi, en stundaði fyrr á ár-
um sjómennsku og verkamanna
vinnu. Torfi hefur verið í trún-
aðarmannaráði Verkalýðsfé-
lagsins á Akranesi og alla tíð
verið mikill áhuga- og baráttu-
maður fyrir málefnum vinn-
andi stétta og framgangi jafn-
aðarstefnunnar. Hinir mörgu
vinir Torfa senda honum í dag
beztu árnaðaróskir.
Fyrírtæki
& Co. ®f
FYRIRTÆKIÐ Egill Vil-
hjálmsson & Co. er þrítugt í
dag. Svo ungar eru stórathafn-
ir okkar íslendinga, að jafnvel
fyrirtæki, sem okkur finnast
vera rótgrónust í bæjarlífinu,
eru ekki eldri en þetta.
Stofnandi fyrirtækisins, Eg-
ill ’Vilhjálmsson, er einn af
allra myndarlegustu viðskipta-
og iðnaðarfrömuðum landsins,
enda fer saman hjá honum af-
burða dugnaður, reglusemi í
hvívetna og traustleiki í orðum
og athöfnum. Hann fór allslaus
sveinn vestan af Bíldudal, kom
auga á bifreiðarnar í upphafi
þeirra, og fékk eitt fyrsta bif-
reiðaskírteinið á landinu, er nr.
3 — og eignaðist bifreið. S’íðan
byggði hann upp fyrirtæki sitt
sem hefur farið vaxandi fram
á þennan dag. Það var draum-
ur hans að byggj a stórhýsi milli
gatnanna: Rauðarárstígs og
Snorrabrautar, meðfram Lauga
vegi — og honum tókst það.
Síðar seldi hann Trygginga-
stofnun ríkisins einn hluta hinn
ar miklu byggingar.
Það er gott fyrir þjóðina að
eiga menn á borð við Egil Vil-
hjálmsson. Hann hefur byggt
upp fyrirtæki sitt stig af stigi,
hægt og bítandi, ekki verið æv-
tegund af smurolíu fyrir vélar
skipsins. Síðar kom í ljós, að
smurolía þessi er ekki heppi-
leg fyrir vélarnar, því af henni
stafar sótmyndun, sem veldur
sliti á legum þeirra.
Hefur ríú undanfarið verið
unnið að því að skipta um olíu
og lagfæra skemmdirnar. Enn-
fremur hefur farið’ fram al-
menn hreinsun á báðum vélum
skipsins. Búizt er við, að Þór
geti farið bráðlega út aftur til
gæzlustarfa.
NÆSTKOMANDI föstudag,en húsið verður opnað kl. sjc>
6. nóv., verður efnt til tízku- fyrir þá, sem vilja matast áð-
sýningar í veitingahúsinu ur en sýningin hefst. Milli sýn-
„LIDO“. Frú Elín Ingvai'sdótt- ingaratriða. verða margvísleg
ir og ungfrú Rúna Brynjólfs- skemmtiatriði, og má á meðal
dóttir annast framkvæmd þess skemmiikrafta nefna Karl Guð
arar sýningar, sem verður með mundsson, Jón Sigurbjörnsson
nokkuð nýstárlegu sniði. | og Steinunni Bjarnadóttur, en
Tízkusýningin hefst kl. 8,30, stuttir leikþættir verða sýndir
undir stjórn Eiríks Eiríksson-
ar. Sú nýbreytni verður tekin
upp, að sungnar verða auglýs-
ingavísur við vinsæl lög, og
einnig verða valdar vinsælastn
frú og ungfrú kvöldsins og
þeim færðar gjafir. Að lokinni
sýningu verður dansað, gest-
um að kostnaðarlausu.
Frú Elín Ingvarsdóttir verc-
ur kynnir á sýningunni. Sýnr
ingastúlkur verða 8 alls, þeirra
á meðal ungfrú ísland; Ungfrúi
Reykjavík og ungfrú Rúna
Brynjólfsdóttir. Auk stúlkn-
anna sýna sex karlmenn ýms-
an karlmannafathað. Fyrirtæki
þau, sem að sýningunni standa
eru, Ríma, Hekla, KlæðaverzJ-
un Andrésar, SÍS, Gefjun, Ið-
unn, Heildverzlun Rolf Johan-
sen, verzl. „Hjá Báru“, Haralcí
arbúð; Pétur Pétursson, Heild-
verzlun J. O. Möller, H. A. Tul-
inius, Skipasmíðastöð Njarð-
víkur og ísborg.
Aðgöngumiðar að tízkusýn-
ingunni eru seldir í snyrtivöra
deild Haraldarbúðar (loftinu)
og í LIDO.
Ágústa Guðmundsdóttir
„litla" systir Önnu Guðmundsd.
Egill Vilhjálmsson.
intýramaður í íslenzkri kaup-
sýslu eða iðnrekstri, en skapað
sjálfur ævintýri.
HINN heimskunni welski
knattspyrnumaður John Char-
les hefur'fengið leyfi hjá félagi
sínu, Juventus á Ítalíu, til að
leika fyrir land sitt gegn Skot-
umr nk. miðvikudag. Charles,
sem venjulega leikur miðherja,
mun þá leika sem miðframvöið
ur.
ÚRSLIT í * brezku deilda-
keppninni: .
1. deild.
Arsenal — Birmingham C. 3:0.
Blackburn R. — Manch, U. 1:1.
Blackpool. — Presfon N.E. 0:2.
Bolton W. — Leeds United 1:1.
Everton — Leicester City 6:1.
Fulham — West Ham U. 1:0.
Lu.ton Town — Burnley 1:1.
Manch. City — Tottenham 1:2.
Nottingham F. — Chelsea 3:1.
Sheffield W. — W. Bromw. 2:0-
Wolverhampt. - Newcastle 2:0.
2. deild.
Aston Villa Plymouth A. 2:0.
Brighton — Scunthorpe U. 0:1.
Bristol Rovers — Cardiff C. 1:1,
Huddersfield — Sheffiell 0:1.
Ipswich T. — Hull C. 2:0.
Loytont — Middlesbrough 5:0.
Lincoln Q. — Derby C. 6:2.
Portsmouth — Charlton 2:2.
Stoke Gity — Bristol City 1:3.
Sunderland — Liverpool 1:1.
Swansea — Rotherham 2:2.
Staðan í ensku knattspyrnunni.
(Efstu og neðstu liðin.)
1. deild.
Tottenham 15 8 7 1 36:17 22
Wolves 15 9 3 3 45:29 20
West Ham 15 8 3 4 27:19 19
Bl.ackburn 15 8 3 4 28:20 19
Fulham 15 9 1 5 33:25 19
Preston 15 8 3 4 33:27 19
Newcastle 15 4 3 8 21:30 11
Leeds 15 3 5 7 21:33 11
Leicester 15 3 5 7 24:40 11
Birmingh. 15 3 4 8 20:28 10
Luton 15 2 4 9 12:28 8
| 2. deild.
Aston V. 16 10 5 1 28:13 25
Cardiff 15 10 3 2 31:19 23
Rotherh. 15 7 6 2 30:21 20
Leyton O. 15 7 4 4 32:21 18
IMiddlesb. 15 7 4 4 33:22 18
Bristol C. ■14 4 1 9 20:30 9
iPortsm. 15 2 4 9 17:31 8
iHull 15 2 3 10 12:39 7
í 3. deild er Bury efst og jók
nú forskotið með sigri yfir
Chesterfield, en Norwich og
Southampton náðu aðeins öðru
stiginu úr sínum leikjum.
1 skozku deildakeppninni
náði- Hearts aftur forustunni
með því að vinna Rangers 0:2.
Hearts hefur nú 16 stig eftir 9
leiki, en Rangers 14 stig eftir
10 leiki..
NÝ fiskbúð var opnuð í Kópa
vogi í gær að Borgarholtsbraut
44. Er búðin í mjög rúmgóðum
og góðum húsakynnum, 50 fer-
metrar að stærð, og öll hin ný-
tízkulegasta. Sigmundur Ey-
vindsson er eigandi og forstöðu
maður verzlunarinnar.
Rúna Brynjólfsdóttir.
Alþýðublaðið — 1. nóv. 1959 3