Alþýðublaðið - 01.11.1959, Qupperneq 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: lngolfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson
(áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-
vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs-
lngasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins,
Hverfisgata 8—10.
j Hver §tal frá hverjum?
JAFNAÐARMÖNNUM var það mikið ánægju
efni í kosningabaráttunni, hversu mikið var ra?tt
um stefnu þeirra. Var svo að heyra, sem nú vildu
allir flokkar eigna sér jafnaðarstefnuna, og því
jafnvel haldið fram, að Alþýðuflokkurinn hefði
stolið henni frá íhaldinu!
Sannleikurinn er sá, að þjóðin hefur á nokkr-
um síðustu áratugum fallizt á fleiri og fleiri atriði
þessarar miklu hugsjónastefnu. Jafnótt og forustu
menn hinna flokkanna fundu vilja fólksins, hafa
þeir beygt sig og tekið undir kröfur jafnaðar
manna. Þannig varð forusta íhaldsins að ganga inn
á tryggingar, bæja- og ríkisrekstur og fleira, sem
Ólafur Thors í eina tíð kallaði tilfinningavæl jafn
aðarmanna.
j Það er fásinna, að Alþýðuflokkurinn hafi á
■j nokkurn hátt vikið frá jafnaðarstefnunni. Nixver
andi ríkisstjórn hefur á nokkrum mánuðum
hækkað dánarbætur sjómanna, hækkað skatta-
frádrátt sjómanna, lagt fram frumvarp um stór
j hækkuð ellilaun, örorkubætur og fjölskyldubæt
ur. Eru þetta svik við jafnaðarstefnima? Stjórn
.( in hefur lækkað álagningu milliliða og stórlækk
að lyfjaverð. Hún hefur tryggt framgang kjör-
■| dæmamálsins, sem er mesta mannréttindaaukn-
} ing á síðari árum. Eru þetta svik við jafnaðar-
| stefnuna?
Hér á landi er þegar meiri ríkis- og bæjarrekst
ur en í flestum eða öllum frjálsum ríkjum. Tilgang
ur hans er að tryggja fulla framleiðslu, fulla at-
vinnu og réttláta tekjuskiptingu. í sumum grein-
um er hægt að ná þessum tilgangi með verðlagseft
irliti og annarri íhlutun ríkisvaldsins. Auk þess
fer bæjareign togara og fiskiðjuvera vaxandi og
hin nýja stóriðja íslendinga, t. d. sementsverk-
smiðjan, er þjóðnýtt frá upphafi.
f; í skattamálum er tilgangur jafnaðarstefnunn
ar að leggja byrðamar sem réttlátast á borgarana
eftir efnum þeirra. Árið 1916 var tekjuskattur tví
mælalaust leiðin til að ná því marki. Nú hafa að-
stæður breytzt og skatturinn skapar mikið órétt-
læti. Tilgangur jafnaðarmanna er hinn sami, en
þeir leita nýrra leiða til að ná honum, ef þess ger-
ist þörf. Svo mun og reynast, að frumkvæði þeirra
| um endurskoðun skattakerfisins leiði til aukins
réttlætis í dreifingu skattbyrðanna.
Kommúnistar aðhyllast svipaða stefnu og jafn
aðarmenn — með þeim reginmun, að þeir meta
frelsi einstaklingsins einskis og vilja framkvæma
stefnuna með einræði og fangabúðum. Þess vegna
er þeim í engu treystandi og þess vegna verður
það ávallt höfuðhlutverk sannra lýðræðisjafnaðar
manna að berjast gegn þeim.
Ihaldið hefur tekið upp ýms atriði, sem jafn-
aðarmenn berjast fyrir, þá aðeins þau, sem það
þorir ekki að vera lengur á móti. Þess vegna er
vissulega ekki að vænta úr þeim herbúðum ein-
lægrar baráttu fyrir framgangi þessara réttlætis-
mála.
Mikill meirihluti þjóðarinnar aðhyllist nú
jafnaðarstefnuna í aðalatriðum. Enginn flokkur
getur tryggt framkvæmd þessarar stefnu nema A1
þýðuflokkurinn. Þess vegna á þjóðin að halda á-
fram að styrkja þann flokk — eignast stóran og öfl
ugan /a^upðarmannaflokk.
,MeS unp fólki
Framhald af 3. síðu.
Er mikil þörf á að kynna hana
sem bezt fyrir hlustendum, svo
þeir átti sig á réttindum sín-
um þar að lútandi. Guðjón
Hansen tryggingafræðingur
hefur skipulagt þáttinn og verð
ur jafnframt aðalflytjandi
hans.
Það hefur nokkuð lengi verið
í ráði að koma á leiklistarþætti
við hliðina á myndlistarþætti
Björns Th. Björnssonar. Nú
hefur ráðizt til útvarpsins mað-
ur, Sveinn Einarsson, sem er
lærður í leikbókmenntum og
leiklistarsögu. Verður hann í
vetur flytjandi að leikhúspistli
sem verður á dagskránni tvisv-
ar í mánuði, á miðvikudags-
kvöldum.
AÐRIR ÞÆTTIR.
Nokkrir eldri þættir haldast
áfram í vetur eins og undan-
farin ár. Má þar til nefna ís-
lenzkt mál, daglegt mál, hæsta
réttarmál, búnaðarþátt, skák-
þátt, bridgeþátt, morgunleik-
fimi og hússtörfin. Verða flytj-
endur þessara þátta flestir hin-
ir sömu og verið hafa.
fil sýnis á Freyjugöfu
ERINDAFLUTNINGUR
OG LEIKRIT.
Sunnudagserindi útvarpsins
verða fastur liður eins og áður,
en annar fastur erindatími verð
ur á fimmtudögum kl. 20,30.
Erindin- um daginn og veginn
verða áfram á mánudögum, en
byrja ekki fyrr en 21 40. Leik-
rit verða áfram á laugardags-
kvöldum en einnig framhalds-
leikrit á miðvikudagskvöldum.
Útvarpssagan verður einu
sinni í v.iku éins og áðúr og
hefst nú lestur nýrrar sögu, er
heitir Sólarhringur og er eftir
Stefán Júlíusson. Aðrir liðir
verða óbreyttir eins og lestur
fomrita, srr-^a vikunnar,
skáldakynning o. fl. Nokkrar
breytingar verða gerðar á tón-
listarflutningi útvarpsins og
verður greint frá þeim síðar,
svo og barnatímanum o. fl.
MEÐFYLGJANDI teikning
af Páli ísólfssyni, tónskáldi, er
ein teikninga Islandsvinarins
þýzka, Haye Walter Hansen,
sem um þessar mundir hefur
sýningu á verkum sínum, sem
bæði eru teikningar og mál-
verk, í sýningarsalnum við
Freyjugötu.
Haye Walter Hansen hefur
dvalizt hérlendis alllengi og
kynnt sér lifnaðarháttu og þjóð
areinkenni íslendinga að fornu
og nýju, en hann er fornleifa-
fræðingur að mennt. — Nú fyr-
ir jólin kemur út í Þýzkalandi
bók um ísland, sem H. W. Han-
sen hefur skrifað og er bókin
myndskreytt af rithöfundinum
sjálfum.
Margir hafa skoðað sýning-
una, en auk mynda frá íslandi
getur þar einnig að líta mynd-
ir frá Færeyjum. — í dag er
síðasta tækifærið að sjá sýn-
inguna, sem er opin frá 17—
DÖKKIR
saumlausir sokkar.
Lítið í gluggana 9t
Verzluninni
SNÓT,
Vesturgötu 17.
it
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim mörgu, ler sendú
mér hlýjan hug á sextugs afmæli mínu 26. okt. .sl.
■fíinnm fjölmennu samtökum granna minna um veg
lega gjöf til mín mun ég seint glieyma.
Stefán J. Guðmundsson,
Hveragerði.
Sfarfsstúlkur óskasf
Félagslíf ýý
KFUM. — í dgg: Kl. 10 f. h.
Sunnudagaskólinn. Kl. 1.30 e.
h. Drengir. Kl. 8.30 e. h. Fóm
arsamkoma. Samskotin renna
í flóttamannahjálpina. Bjarni
Eyjólfsson ritstjóri talar. —
Allir velkomnir.
Héraðsskólann að Núpi, Vestur-ísafjarðar
sýslu, vantar 2 starfstúlkur í eldhús strax.
Upplýsingar veitir Fræðslumálaskrifstofan
eða. skólastj órinn að Núpi.
Skólastjórinn.
Sálarrannsóknar-
félag íslands
Sameiginlegur fundur fé-
lagsins og kvennadeildarinn
ar, verður haldinn í T.iarn-
arkaffi, mármdagskvöldið
'kl. 8,3 Ö.
Avarp
Af alhug þökkum við öllum þeim, sem lagt hafa
fram gjaf’r til fjársöfnunarinnar vegna sjóslysanna á
síðastliðnum vetri. Hefur þátttakan orðið svo mikil og
almenn, að aðdáun vekur.
Guð blessi gefendurna og þá, sem gjafirnar þiggja.
Fundaxefni:
Tvö stutt erindi.
Kvikmyndasýning.
Kaffidrykkja.
Stjórnin.
Húselgendur.
Onnumst allskonar vatna-
Og hltalagnir
Ásmundur Guðmundsson.
Aðalsteinn Júlíulsson. Adolf Bjötrnjsson.
Garðar Þorsteinsson, Pétur Sigurðsson.
HIIAL AGNIB UX
Símar 33712 — 35444.
f 1. nóv. 1959 — Alþýðublaðið