Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 10
HINN 11. nóvember 1926 gerðist merkilegur atburður í leiklistarsögu íslendinga. Þá hvessti í fyrsta sinn af því, sem var að gerast í leikritun og leiklist í heiminum — var ekki lengur gola, sem hafði verið árum eða áratugum saman að komast yfir hafið. Aldrei hafði Leikfélag Reykja víkur valið sér verkefni, sem var jafn nýtt í öllum skiln- ingi. Þetta verkefni var Sex persónur leita höfundar eftir Lmgi Pirandello, eða öllu heldur Sex verur leita höf- undar, leikrit, sem ætti að semja eins og það hét þá. Ekki er að vita, hversu mörgum var Ijóst, að þarna voru íslendingar að gerast stórum virkari og ábyrgari hluthafar að arfi evrópskrar leikmenningar en áður hafði verið. En einhverjum mun þó hafa fundizt, sem þeir stæðu á krossgötum, að minnsta kosti getur einn gagnrýnand- inn þess, að áhorfendur hafi verið „tvíráðir11. Þetta eru umbrotaár hjá Leikfélagi Reykjavíkur, margt ungt fólk er að hefja starfið með nýjar hugmyndir, og sjóndeildar- hringurinn er að stækka. Þetta sama ár er í fyrsta sinn leikið Shakespeareleikrit á íslandi, og um svipað leyti er verið að glíma við Himnaför Hönnu litlu eftir Hauptmann, Afturgöngur og Villiönd Ib- sens og Sérhvern eftir Hugo von Hofmánsthal, svo að eitthvað sé nefnt. Gaman væri nú að eiga þó ekki væri nema brot af upptökum frá þessum sýningum, ekki eingöngu til þess að fá hugmynd um hvern ig leikið var á íslandi þá — heldur líka til að kynnast, hvernig menn bregðast hér við framlagi Pirandellos til skilnings á leiklistinni, eðli hennar og þróun. Þá mynd- um við kannski skilja, hvern- ig eða hvers vegna áhorfend- ur voru „tvíráðir11. Var ^það formið, sem kom svona flatt UPP á þá, eða gekk þeim illa að fóta sig í meiningunni hjá Pirandello? Síðan eru liðin 33 ár, 33 við- burðarík ár. Heimurinn hefur kynnzt nýjum tilraunum með leikritsformið, Toller og hin- um þýzku expressionistunum, Claudel, Eliot, Brecht, Diirr- enmatt, Fritsch, Beckett, Ionesco. Enginn þessara höf- unda ætlast til þess að sýnd (illusion) mannlífsmyndar verka sinna sé raunsæileg — heldur fyrst og fremst leik- ræn og listræn. Ekki verður heldur komizt hjá því að minnast á áhrif sýninga Max Reinhardts á sjálfan leikmát- ann, Rússana Meyerhold og Vachtangov, hið „episka“ leik- hús o. s. frv. Flest af þessu er að ~vísu ekki nema nafnið eitt fyrir íslenzka leikhúsgesti, en við höfum þó að minnsta kosti kynnzt leikritum Thorntons Wilders. Sýnd og reynd er ekki eina spumingin, sem Pirandello veltir fyrir sér í þessu leikriti, en fyrir hann sem leikhús- mann, er hún áleitin. Hinn ötuli leikstjóri sýningar Leik- félagsins, Jón Sigurbjörns- son, gat þess nýlega, að þetta leikrit með sitt. óvenjulega form væri eins og ferskur andi, jafnvel enn í dag. Ég er ekki frá því, að flestir frum- sýningargesta hefðu getað tekið undir þessi orð hans. Þetta er bending um, hvar við stöndum, bending um það, að spurningin um sýnd og reynd er jafn brennandi fyrir okkur nú og hún var á meginland- inu þegar endurmat varð þar á listsköpun eftir fyrra stríð, eða öllu helzt bending um hvernig við bregðumst við henni. Hvert hefur verið viðhorf okkar gagnvart sýnd og reynd í leiklistinni undanfarin ár? Undirrituðum, sem hefur ekki átt kost á að sjá allar leiksýn- ingar í Reykjavík undanfarin 10 ár en þó mikinn meiri- hluta, hefur virzt þetta: Hin- ir hugsandi leikhúsmenn hafa haft fordæmi Stanislavskíjs: ir sjálfu sér, borið fram af hinni upprunalegu gleði yfir að leika? Við skulum athuga sýningu Leikfélagsins í ljósi þessa. Við höfum annars vegar leik- flokk, sem er í æfingu, þeir eru fulltrúar sýndarinnar. Hins vegar eru hálfkaraðar persónur einhvers leikrita- skálds, sem ryðjast inn á æf- inguna og heimta, að þeim sé gefið líf, heimta að fá að vera fulltrúar reyndarinnar. Hér á milli stendur leikstjórinn, sem eins og sönnum leikhús- manni sæmir, brúar á milli, enda ekki alltaf sjálfum ljóst hvað er líf og hvað er leikur, hins vegar kjarni heildarinn- ar, brennipunkturinn, sem sker úr um að þessir tveir heimar geta aldrei orðið einn og sami heimur). Skáldskap- ur, hrópar einn eða fleiri af leikurunum, þetta er bara þykjast, hann stendur upp og hneigir sig eins og við hin á eftir. Nei, segir faðirinn, þetta er veruleiki. Drengurinn er dáinn í alvöru. Tjaldið. Þegar leikritið var svona, var auðvelt að skilja það sem uppgjör við realismann eða öllu heldur hugmyndina, sem til grundvallar lá natúralism- anum. En Pirandello gekk öðru leikarinn á að vera sú per- sóna, sem hann túlkar, ekki Ieika hana; m. ö. o. sýnd og reynd skuli helzt vera hið sama. Hinir minna hugsandi hafa fylgt í humátt á eftir og tamið sér raunsæislegan leik- máta. Þetta er gott og blessað, mikill hluti leikbókmennt- anna verður ekki túlkaður á sannfærandi hátt með öðrum aðferðum, og fyrir leikara sem hafa sumir hverjir tækni, sem er þeim ekki sú lyfti- stöng, sem þyrfti, er slíkt við- horf góður skóli. 'Vitað eða ó- vitað hafa flestir gagnrýnend- urnir stutt að þessu, og þegar áhorfandinn segir að þessi og þessi leikari leiki vel, á hann í flestum tilfellum við, að hann hafi verið eðlilegur, virzt raunverulegur. En nú er það svo, að leikhús með sóma- tilfinningu, getur ekki verið þekkt fyrir annað en að flagga með eitthvert öndvegisverk heimsbókmenntanna við og við og þá kemur í ljós, ag svo illa vill til, að mörg þessara verka, sígild eða yngri, eru alls ekki raunsæileg. Þegar slík verkefni hafa slæðst upp á svið hér, hafa íslenzku leik- listarmennirnir orðið hikandi í túlkun sinni, verið sem þá vantaði fótfestu. Það er eins og leikarinn hafi stundum verið að biðjast afsökunar á ljóðinu, sem hann var að fara með, að það skyldi ekki vera eðlilegt, talað mál. Hver kann að fara með alexandrín- una, svo nefnt sé dæmi úr klassískum verkum, eða hver þorir að leggja áherzlu á hið þeatralska í sumum yngri verkum, láta það standa und- og hvort er meiri sannleikur. Persónurnar eru- misjafnlega skapaðar af hendi höfundar, faðirinn og stjúpdóttirin mest, enda flytur hann þanka höf- undarins, en hún veldur mest hinum dramatísku átökum; hinar fjórar (eða fimm, Ma- dame Paee er framkölluð rétt eins og á miðilsfundi) minna, enda höfundurinn bersýnilega ekki búinn að vinna til fulln- ustu úr hlutverki þeirra í leikritinu, sem hann gafst upp á að semja. Við þurfum því ekki að verða hissa, þótt við ruglumst í því stundum á sýningu Leik félagsins, hverjir eigi að tákna hvað, hverjir eigi að vera meira raunverulegir, leikararnir eða persónurnar. Af því leiðir aftur, að manni verður ekki Ijós grundvallar- hugmynd leikritsins eða öllu heldur skilningur leikstjór- ans. Nú ber að geta Þess að til eru fleiri en ein gerð af leik- ritinu. í eldri gerð leikritsins gengur dæmið upp á mjög rökréttan hátt: Persónurnar eru í upphafi nokkuð óraun- verulegar, en það breytist eftir því sem á leikinn líður. Um leikarana er öfugt farið. Hvörfin verða, þegar aðalleik konan og aðalleikarinn túlka atriðið milli föður og stjúp- dóttur í gleðihúsinu, en hin síðarnefndu reka upp trölla- hlátur: það var alls ekki svona. Risin verða í lokin, þegar drengurinn styttir sér aldur (atriði, sem ekki skipt- ir neinu höfuðmáli í leik- ritinu í leikritinu, enda ekki sérlega mikið undir- búið eða rökstutt, en er \ Sveiim \ \ Einarsoi? J \ ikrifar m\ \ íeikHsf j vísi frá leikriti sínu síðar, og bætti við endi þar sem per- sónurnar birtast leikstjóran- um og áhorfendum óraunveru legri en nokkru sinni fyrr. Þannig sýnir Leikfélagið það. Ég get ekki betur séð en leik- brúðurnar í lokin komi eins og skrattinn úr sauðarleggn- um, ef við ætlum að leggja þann skilning í leikritið sem við höfum gert að ofan og dramatísk bygging leikritsins virðist styðja. Hvað hefur hér gerzt? Er Pirandello þá þeg- ar farinn að efast um rétt- mæti þess sem hann hefúr áð- ur boðað? Eða eigum við kann ski að leggja til grundvallar orð hans um hið eilífa líf skáldskaparins, sem við héld- um áður að væri hliðargrein, en koma ágætlega heim við hinn nýja endi. En þá opnast ýmsir möguleikar, m. a. að skoða leikritið sem árás á leikhúsið, eins og sumir hafa viljað gera: list þess lifir og deyr á sama augnabliki, með- an bókstafurinn blífur. Það verður þá að teljast að minnsta kosti kaldhæðni að fela umræddri stofnun, leik-' húsinu, að flytja þennan boð- skap. Nú eða sýnir þessi um- ræddi endir kannski hreínlega ekki annað en að hinn ástríðu- fulli leikhúsmaður hafi ekki getað setið á sér, fyrst hann tók sig út, le théat-re pour’ le théatre. Sýning Leikfélagsins gefur ekki svar við þessum spnrningum, svo ég fái greint en sökin er kannski mín. Gísli Halldórsson leikur föðurinn, Áróra Halldórsdótt- ir móðurina, Þóra Friðriks- dóttir uppkomnu dótturina, Steindór Hjörleifsson upp- komna soninn og Guðmund- ur Pálsson leikstjórann. Ekk- ert af þessu ágæta leikfólki getur talizt sjálfkjörið í hlut- verk sitt, nema helzt Steindór. Hann skilar líka hlutverki sínu vel, og sama gerir Þóra Borg í hlutverki frú Pace. En klaufaleg voru atriðin, þegar sonurinn myndar sig til að fara og yfirgefa hin (leik- stjórnaratriði). Leikur Þóru Friðriksdóttur er tour dé force. og það eru bjórar í þeim leik. Ennþá vantar hana tækni til að gera eina stór- fellda mynd úr því sem nú er riss. Leikstjórnin er stundum sterkari en innlifunin. Per- sónan verður í höndum henn- ar fyrst og fremst „gikksleg og ósvífin stelpa“, eins og henni er lýst á einum stag í leikritinu, en henni má lýsa á margan hátt annan svo vel sé. Þóra er að minnsta kosti hressileg við hliðina á Gísla, og veitir ekki af. Leikfélag Reykjavíkur hefur stundum að undanförnu orðið að skipa yngri leikara í hlutverk rosk- ins fólks. Helga Valtýsdóttir var hætt komin á slíku um eitt skeið, og nú er röðin kom- in að Gísla Halldórssyni. Fað- irinn verður í meðförum hans, aldraður, fátækur, rólyndur og dapur dýrlingur, og það held ég hafi ekki vakað fyrir Pirandello. Hlutverkið er ekki svo einfalt. Hitt er annað mál, að Gísli er í engum vand- ræðum með að koma til skila boðskap Pirandellos. En hvar er Þorsteinn Ö. Stephensen? Guðmundur Pálsson er við- felldinn í hlutverki leikstjór- ans, en skortir eðlilega mikið til að skila því hlutverki svo að veigur sé í. Eitt grundvallaratriði í leikhúsrekstri er að velja verkefni eftir þeim kröftum, sem leikhúsið hefur á að skipa. Leikfélag Reykjavíkur hefur ekki alltaf gleymt þess- ari reglu, og þannig fleytt sér yfir mörg sker, en ætti ekki að láta hana niður falla nú. Hitt er annað mál, að það er kannski ekki tilviljun, hvern- ig Leikfélagið raðar niður við- fangsefnum sínum nú í haust. Stundum er talað um að ala þurfi upp áhorfendur, og ef til vill felst í því sannleikskorn. Þess vegna: Fyrst Pirandello, síðan Beckett. En nú skyldu einhverjir ætla, af því, sem að ofan hefur verið sagt, að hér væri á ferðinni leikrit, sem ætti helzt erindi til leikhús- fólks. Síður en svo. Heimur Pirandellos er miklu víðari en svo. Spurninguna um sýnd og reynd orðar hann meðal ann- ars á þennan hátt: Hver ert þú, sá sem ég held að þú sért eða sem þú heldur sjálfur að þú sért. Huglægni eða hlut- lægni? Hvað er sannleikur? Hvern varða ekki þessar spurningar? Sveinn Einarsson. J0 10. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.