Alþýðublaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 3
ÞAÐ Tbykir tíðindum sæta, að Sophia Lorcn er farin að æfa söng. Á- sfæða: Hún þarf að syngja slagara í mynu inni, sem hún leikur i núna. Hér er skyndi- mynd af hinni heims- frægu söngkonu við hljóðnemann. Ef tónarn- ir jafnast á við andlitið, þarf hún engu að kvíða. 'V':: VERZLUNARSKOLI íslands er nú að hefja byggingu nýs skólahúss, og á það að standa á lóð skólans við Þingholtsstræti. Verður það byggt í áföngum o£ er fyrsti áfanginn tvær hæðir. Frá þessu m. a. var skýrt í blaðaviðtali í gær. Boðuðu til Iveir bátar að hefja róðra frá Þingeyri Fregn til AlþýðublaSsins. Þingeyri í gær. HÉR eru tveir bátar að búa sig út á veiðar og munu þeir sennilega byrja um helgina. Þeir eru Þorbjörn, 48 tonna, eign Kaupfélags Dýrfirðinga, og Flosi, 40 tonna, eign Fisk- iðju Dýrafjarðar. Þriðji báturinn, Fjölnir, 100 tonna, hefur verið í endurnýj- un í Hafnarfirði og er væntan- legur hingað á næstunni. Hann er eign Fiskiðju Dýrafjarðar. Um og eftir helgina var hér snjókoma og kafaldsveður, nú er komið blankalogn og bjart- viðri. — S. B. BENEDIKT Guðmundsson listmálari hefur undanfarið sýnt nokkrar myndir í MOKKA -kaffi við Skólavörðustíg. Alls eru myndirnar 20, þar eru 9 olíumyndir, en hinar pastel-myndir, sem draga nöfn af galdrastöfunum, og hafa vakið athygli gesta kaffihúss- ins. Þrjár myndir hafa selzt. Sýningu Benedikts lýkur í næsíu viku. þess Magnús Brynjólfsson for- maður skólanefndarinnar, dr. Jón Gíslason skólastjóri, Þor- varður J. Júlíusson hagfræðing ur og Gísli Einarsson hjá Sölu- íækni. NAMSKEIÐ fyrir AFGREIÐSLUFÓLK Þeir fjórmenningarnir skýrðu enn fremur frá því, að mikill skortur væri á þjálfuðu af- greiðslufólki í verzlanir hér- lendis. HefSi svo verið langa hiið. Verzlunarskólinn hefur lengi haft áhuga fyrir að setja upp kennslu í afgreiðslu- og skrifstofustörfum, skrifstofu- og verzlunarstjórn o. s. frv. í septembermánuði síðastliðnum var námskeið í skólanum í skrifstofustörfum og var það sótt af 4. bekkingum. Sölutækni hafði í fyrra svipuð námskeið, er voru mjög vel sótt af starf- andi verzlunar- og skrifstofu- íólki. 1 byrjun janúarmánaðar næst ' komandi hefst námskeið í af- greiðslustörfum fyrir starfandi afgreiðslufólk, Verður nám- skeiðið deild í Verzlunarskól- anum, stendur fram í miðjan maí og munu þátttakendur þá taka þar próf. Námskeiðið verð ur tii húsa í húsi VR við Von- arstræti og munu kennarar Verzlunarskólans kenna þar auk annarra. Kaupmannasam- tökin standa að hálfu undir kostnaði við námskeiðið og er búizt við að kaupmenn muni fá afgreiðslufólk sitt tfl að sækja það, enda verður það á kaupi á meðan. Reiknað er síðan með, að þetta sérþjálfaða fólk fái hærra kaup í verzlunum. skeii FIJJ í S?vík FUJ í Reykjavík er að hefja málfundastarfsemi vetrarins og verður fyrsti fundurinm n. k. þriðjudagskvöld ld. 9 stund víslega í Ingólfskaffi, uppi (inngangur frá Ingólfsstræti). Leiðbeinandi á málfundum fyrst um sinn a. m. k. verður Pétur Pétursson forstjóri. Þátttakendur á námskeið- inu í fyrravetur eru hvattir til að rnæta, auk hess sem nýir félagar ættu sérstaklega að sækja málfundina í vetur. — JUfeáfffundBtr FUJ í Oddskarð færí Fregn til Alþýðublaðsin.s ESKIFIRÐI í gær. VEÐUR er gott hér um þess- ar mundir og flestir vegir fær- ir. T. d. er fært yfir Oddsskarð. Aflabrögð hafa verið sæmi- leg, þegar á sjó hefur gefið, en tíð hefur verið ei'fið til sjósókn- ar að undanförnu. A.J. klúbburinn ELDUR kom upp um klukk- an 12.45 í fyrrinótt í rishæð hússins nr. 94 B við Suður-1 landsbraut. Urðu miklar skemmdir á húsinu og innan-' stokksmunum. Hvorki það né innanstokksmunir voru vá- tryggðir. Húsið er ein hæð með rúm- góðu risi. Á neðri hæðinni búa tvær konur, Jóhanna A. Jóns- dóttir og Rannveig Kristjáns- dóttir. Á rishæðinni búa þau hjónin Þorbiörn Jón Benedikts son og Eygló Bára Pálmadóttir og 7 börn þeirra á aldrinum 4 mánaða til 11 ára. 'Voru þau hjónin stödd í eld- húsi, ásamt tveim gestum, þeg- ar ljósin slokknuðu skyndilega. AÐALFUNDUR FUJ í Hafn arfirði verður haldinn nk. fimmtudagskvöld kl. 8.30 í Al- þýðuhúsinu við Strandgötu. Á dagskirá fundarins eru venjuleg aðalfunlarstörf. Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna. Fregn til A'þýðublaðsins. RAUFARHÖFN í gær. HÉRNA hefur verið ágætt veður í ívo daga, en um helgina voru miklar frosthörkur eins og víðar. Talsverður snjór cg kom inn, en fært er um götur bæj- arins og út í næstu sveitir. Einn trillubátur fórst hér um daginn í ofviðrinu. Slitnaði trillan upp í höfninni, lenti í brimgarðinum í innsiglingunni og brotnaði í spón í fjörunni. Austur-þýzki togbáturinn Jón Trausti, 250 lesta, er' farinn í fyrstu veiðiferðina eftir sild- veiðarnar. Fór hann út á föstu- daginn og lenti í ofviðrinu 1 mikla, en'komst inn á einhvern 1 fjörðinn fyrir vestan. Ekki hef- ur frétzt um aflabrögð skipsins, sem mun sigla utan með aflann. Hér er næg atvinna. Lokið er við að ganga frá öllu eftir síld- ina, en miklar byggingafram- kvæmdir standa hér' yfir á veg- um síldarverksmiðjanna, eins og áður hefur verið sagt frá. GÞ.Á, Þegar farið var að athuga af hverju þetta stafaði, kom í ljós, að baðherbergið var eitt reyk- haf. Mun hafa kviknað í geymslukompu, sem er inn af því. Börnin voru þegar þrifin upp úr rúmum sínum og farið með þau út og síðan var hringt á slökkviliðið. Tók um heila klukkustund ag kæfa eldinn. Voru þá orðnar miklar bruna- skemmdir á rishæðinni og neðri hæðin skemmdist mikið af vatni og reyk. Fólkið sem bjó í húsinu varð að koma sér fyrir hjá ættingjum og vinum. Hvorki hús né innanstokks- munir voru vátryggðir. Rishæð in var tryggð sem hús í bygg- ingu, en vátryggingin rann út 1. nóvember s. 1. Þorbjörn og fjölskylda hans mun hafa flutt í íbúð sína í október s. 1., en konxirnar á neðri hæðinni nú í sumar. Eldsupptök eru ókunn. KAMMERMUSIKKLUBBUR", INN hélt áfram flutningi| Brandenborgarkonserta Bachsj á hljómleikum í Melaskólanum.1 s. 1. sunnudag. Var að þessu’ sinni fluttur sá fjórði, en aukj hans Concerto Grosso éftirj Corelli. Voru hæði verkin flutt af strengjasveit undir stjém Björns Ólafssonar. Flutningur verkanna beggja' tókst yfirleitt mjög vel, bæðií sveitarinnar og einleikara, erti, þeir voru Björn Ólafsson, Jón, Sen, Einar Vigfússon, Gilbert- Jespersen og Horst Tippmann.' Þá verð ég að geta þess, að mért fannst sem áhyggjur Björns út, af tempói félaga sinna gengju. dálítið út yfir leik hans sjálfs.* Svmbal-hlutverkið lék dr.,1 PáU ísólfsson á píanó og gerði' hað að sjálfsögðu ágætlega. —• Ekld er það vanzalaust, að ekki skuli vera til symball, er svona' verk eru flutt. Er þarna gott' tækifæri fyrir einhvprn þolan- lega ríkan mann að gera nafn. sitt ódauðlegt með því að gefa slíkt hljóðfæri. — G. G. « STOKKHÓLMUR. — Við ■ fornleifagröft hér skammi: , frá fannst nýlega skíði} sem talið er vera um 200ö ' ára gamalt, að vísinda- 1 menn telja. * synrr mimr tmtanlandsflu óskum ekk INNANLANDSFLUG gekk mjög vel í gær. Var hægt að fljúga á alla staði sem áætlun var til, nema Vestfjarða, vegna mótorskipta á Catalina-flug- bátuuin. Staðirnir, sem flogið var til, eru Akureyri, Vestmannaeyjar, Kirkjubæjarklaustur, Fagur- hólsmýri á Öræfum og Horna- fjörður. LEIKRIT Leikfé- lags Reykjavíkur verður flutt í| kvöld kl. 20.20.; Höfundur Arthur, Miller, þýðandi'. Jón Óskar, leikstj. Gísli Halldórsson.' Leikendur: Brynj- ólfur Jóhannesscn., Helga Valtýsdótt-' ir, Jón Sigur-: björnsson, Helga; Bachmann, Guðm., Pálsson, Árni Tryggvason, Guö, rún Stephensen, Steindór Hjöf leifsson, Sigriður Hagalín cg' Ásgeir Friðsteinsson. Kl. 22— 22.10 verður hlé vegna frélta,; en leikritinu lýkur kl. 23. Þá< hefjast danslög til kl- 1- Annars er dagskráin þanr.ig:' Kl. 13 Óskalög sjúklinga. KLj 14 Raddir frá Norðurlöndum. Kl. 14.30 Laugardagslögin. KI. 17 Bridgeþáttur (Eiríkur Bald- vinsson). Kl. 17.20 Skákþáttur| (Guðmundur Arnlaugsson). KL, 18 Tómstundaþáttur barna og., unglinga (Jón Pálsson). Kl.< 18.55 Frægir söngvarar. Alþýðublaðið — 14. nóv. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.