Alþýðublaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 5
NOEL >*W4WWWWWWWMWW| Hvað er að gerast 13. siévember LONDON. — Philip Noel- Baker (sjá mynd), sem í síðastliSinni viku hlaut friðarverSlaun Nóhels, hef ur varað opinberlega við því, að kínverskir komm- únistar kunni að ráða yf- ir atómsprengjum innan tveggja ára. Noel-Baker hefur vitneskju sína frá rússnesk um vísindamönnum. Þeir tjáðu honum fyrir skemmstu, að þeir hefðu séð „feiknmiklar atóm- stöðvar í Rauða-Kína, har sem hundruð kínverskra vísindamanna nema atóm- £ræði“. Brezki friðarverðlauna- hafinn tjáði blaðamönn- um: „Það er áætlað, að kín- verskir kommúnistar geti framleitt atómsprengjur innan tveggja ára. Það gæti þó tekið lengri tíma. En það er ekki aðalatriðið. EF ÞEIR EIGNAST ATÓMSPRENGJIJNA, VOFIR IIRÆÐILEG ÓGN YFIR VERÖLDINNI“. -X HÆSTIRETTUR hefur kveð- ið um dóm í máli fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs gegn Hilmari Ágústssyni og gagnsök. Er ríkissjóði gert að greiða Hilmari kir. 20 000,00 með 6% ársvöxtum frá 30. marz 1953 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, sam- tals kr. 5000,00. í héraði hafði ríkissjóði vetrið gert að greiða Hilmiari kr. 18 000,0. Gagnáfrýjandi, Hilmar Ág- ústsson gegndi toUgæzlumanns- starfi á Keflavíkurflugvelli, þeg ar honum var vikið úr starfi 30. roarz 1953 ásamt starfsbróður sínum Gunnlaugi Stephensen. Gunnlaugur höfðaði mál 13. ■des. 1954 á hendur fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs til greiðslu bóta vegna fyrirvaralausi'ar uppsagnar. Á meðan það mál var fyrir héraðsdómi og áður en fjögur ár voru liðin frá því fyrr greind uppsögn átti sér stað, varð það að samkomulagi með Hilmari og fjármálaráðherra, eftir bví sem málflutningsmenn skýrðu frá fyrir dómi, að Hilm- ar skyldi fresta málshöfðun á hendur ríkissjóði, unz séð yrði, hvernig máli Gunnlaugs reiddi af, enda skyldi fjármálaiáð- herra ekki bera fyrir sig fyrn- ingu sakar, þó að mál Hilmars yrði ekki höfðað, fyrr en liðinn væri fyrningarfrestur. Með dómi bæjarþings Rvík- ur 21. marz 1958 voru Gunn- laugi dæmdar bætur úr ríkis- sjóði. Höfðaði Hilmar mál það, sem hér um ræðii', með héraðs- stefnu 19. júní 1958. I flutningi málsins var þvi lýst yfir af hálfu aðaláfrýjanda, bæði í hér- aði og fyrir hæstarétti, að kröfu gagnáfrýjanda væri ekki mót- mælt sem fyrndri og var krafa hans því ekki felld niður á þeim grundvelli. Gagnáfiýjandi Hilmar var settur til að gegna tollgæzlu- mannsstarfi á Keflavíkurflug- velli með bréfi fjármálaráð- herra 6. des. 1948. Skipunarbréf fékk hann ekki, en starfinu haf ði hann gegnt óslitið nokk-. uð á fimmta ár, er honum var vikið úr því án fyrirvara. Þar sem hann hafði gegnt starfinu svo langan tíma, setning hans verið ótímabundin og ekki vegna forfalla annars starfs- manns, þykir hann, eins Og á stóð, hafa átt rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti, nema hann hefði brotið þann rétt af sér. Svo sem rakið er í héraðs- dómi eru sakir sem á hann hafa verið bornar í málinu, ýmist ekki sannaðar eða svo smávægi legar, að þær gátu ekki réttlætt fyrirvaralausa uppsögn. Má því staðfesta úrlausn héraðsdóms um bótaskyldu ríkissjóðs, og þykja bæturnar með tilliti til þess, að í uppsagnarbréfinu eru bornar á gagnáfrýjanda þungar sakir, sem ekki eru sannaðar, hæfilega ákveðnar kr. 20 000,00 með vöxtum ,eins og. krafizt er. Samkvæmt þessu ber aðaláfrýj- anda að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir hæstai'étti, sem ákveðst kr. 5000,00. PARÍS, (Reuter). — Samn- ingur v.ar undirritaður í Ad- dis Abeba í gær milli Frakk- lands og Eþíópíu, þar sem gert er ráð fyrir að ríkin tvö standi sameiginlega undir kostn'aði við járnbraut ina milli Addis Ábeba og Djibouti í Franska Sómalí- landi og munu Abyssiníu- menn hafa frjáls afnot af höfninni í Djibouti. Saiiilisfar á þingL BGRÐEUX, (NTB-Reuter). — Gaullistaflokkurinn Sam- band hins nýja lýðveHis (UNR), sem er stærsti flokk- urinn á franska þinginu, hóf í dag fyrsta landsþing sitt síðan flokkurinn var stofn- aður fyrir 13 mánuðum. Ðe Gaulle, forseti, hefur ekkert beint samband við flokkinn. Sex ráðherrar, 260 þing- menn og 2700 fulltrúar eru samankomnir til fundarins í Bordeaux til að leggja grund f völl að varanlegum samtök- um gaullista. — Talið er, að Debré, forsætisráðherra, muni túlka skoðanir de Gaulles á þinginu. Nehru sjölugur. NÝJU DELHI, (Reuter). — Jawaharlal Nehru, forsætis- ráðherra Indlands, verður 70 ára á laugardag. Mun hann eyða deginum í ró og friði með fjölskyldu sinni í bæn- um Dehra Dun í lágfjöllum Himalaja. Skipssfrand 'STOKKHÓLMI, (NTB-TT). •—• Brezka skipið Lough Fis- her, 1000 brúttótonn, rakst í dag á blindsker suð-vestur af Eylandi. Það stóð alveg fast í kvöld, en ekki var kominn leki að því og 15 manna áhöfn þess var enn um borð. Vindhraði var þarna í kvöld um 10 sekúndumetrar. Björgunar- bátur er á leið á staðinn. SEATTLE, (NTB-Reuter). - Þrjú björgunarskip sigldu í kvöld með fullri ferð til stað ar 101 mílu út af 'Vaneouver- ey, þar sem ameríska her- flutningaskipið Skagit, 14. 000 tonn, rak hjálparvana með um 150 manns innan- borðs. Hafði orðið ketil- sprenging í skipinu. NEW YORK, (NTB-Reuter). ■— Hin pólitíska nefnd alls- herjarþingsins hefur sam- þykkt ályktunartillögu Asíu- og Afríkuríltja gegn fyrir- huguðum atómtilraunum Fi-akka í Sahara, en áreiðan- legar heimildir segja, að minnst muni líða ein vika, áður en þingið taki sjálft af- stöðu til málsins. í nefnd- inni fékk tillagan ekki tvo þriðju hluta meiri- hluta, sem nauðsynlegur er á þinginu sjálfu, og inunu Betgiskar öryggissveilir eifasl v£5 ræningjaflokka í Uranda. USUMBURA, (NTB-Reu- ter). — Belgískar öryggis- sveitir eltust í dag við ræn- andi hópa manna í konungs- ríkinu Uranda í Mið-Afríku, þar sem kynþáttastríð hef- ur á síðustu viku kostað 2— 3 hundruð manns lífið. Seg- ir fréttastofan Belga, að ræn ingjahóparnir fari þorp úr þorpi og valdi landslýðmim miklum ótta. Öryggissveitirnar, sem að mestu eru skipaðar Afríku- mönnum undir stjórn belg- ískra liðsforingja hafa drep- ið fjóra Afríkumenn og sært tvo í bardaga fyrir norðan Kigali. Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Ruanda. Segja hernaðarlegar heimildir, að hernum hafi tekizt að koma á friði og spekt á öllum þeim ar asiar JARROW, (Reuter). - Pablo Cohen, yfirmað- ur í flota Venezuela, neitar að leika ástar- engil á meðan skip hans tvö eru til við- gerða í þessari brezku borg. Hann stóð í dag bjargfastur fyrir á brú skips síns og þverneit- aði að hleypa 500 sjó- mönnum sínum í land, þótt ungpíur staðarins sæktu mjög á og sendu m. a. skriflega beiðni til skipherrans um þetta mál. Ástæðan fyrir neit- uninni er sú, að Vene- zuelarnir hafa þótt mjög bærilega laglegir og gengið vel í augun á fyrrgreindum ungpí- um. Hefur af þessu kviknað afbrýðissemi í brjóstum býjarins inn- biggjara af hinu sterk- ara kyni, og hafa þeir viljað sýna styrkleik sinn í áflogum. Ungpíurnar eru hins vegar ekki af baki dottnar. Þær segjast raunu bíða á bryggj- unni á hverju kvöldi, þar til hinum laglegu sjóliðum er hleypt í land. svæðum, sem hann hefur skapað. Við óttumsb að hið — Segir Belga, að eftir hvatningu landsstjórans, M. Harroy, um að halda frið, virðist Bahutar hafa lagt niður árásir sínar á Watutsa en Watutsar haldi eftír sem áður uppi hefndarárásum á þorp Bahuta. Frelsishreyfing Bahuta sendi í dag skeyti til Sám- einuðu þjóðanna, þar sem segir: „'Við Bahutar, sem erum 85% af íbúum Ruanda og búum við ánauð Watutsa, er leggjast gegn lýðræði í þjóðfélaginu, óskum einlæg- lega eftir að skapa félagsleg- an frið í samvinnu við hin belgísku yfirvöld. Við for- dæmum núverandi ógnará- stand, sem Watutsar hafa hingað til látið til sín taka. versta af öllu muni gerast í landi okkar, ef SÞ fallast ekki á skiptingu landsins í Bahutu-svæði og Watutsi- svæði. Við Bahutar lýsum yfir, að við óskum eftir að vinna með belgísku yfirvöld unum á meðan stofnun lýð- ræðis, friðar og framfara er nauðsynleg. Lifnaii vii VINARBORG. — Læknir nokkur taldi konu hér látna og skrifaði dánar- vottorð. Ktman hafði skrúfað frá gaskrönum í íbúð sinni. Lögreglumað- ur, er kom á veítvang, var ekki á sama máli, Sióf tífg- unartilraunír — og var búinn að vekja komuna til lífsins þegar líkvagninn kom á vettvang. isku iiðfctinii. flutningsaðilar nú reyna að vinna sérstuðning þeirra ríkja, sem ekki greiddu at- kvæði í nefndinni. Segja Asíumenn, að varla sé þess að vænta, að ný lönd muni greiða tillögunni at- kvæði á þinginu, og því geti komið til mála að breyta orðalagi hennar. Pólitíska nefndin hóf í dag að ræða tillögu íra um, að allsherjarþingið hafi for- göngu um að hindra ný ríki í að eignast atómvopn. 9» tiíIScun5’ WASHINGTON, (Reuter). - „Oheppileg iúlkim“, hefuir verið lögð I orð, er Herler, utaru íkisráðherra, viðhafði í gær um landamæradeilu Ind verja og Kínverja, sagði talsmaður utanríkisráðuneyt isins í dag. Orð Herters voru viðhöfð á blaðamannafundi í gær, þar sem hann sagði, að þó að Bandaríkin teldu, að kröfur Indverja í landamæradeil- unni væru gildar, hefðu þeir þó, hlutlægt, engan grund- völl og byggðu aðeins á orð- um vinar. Kvað talsmaður- inn Bandaríkin alltaf hafa haft mikinn og varanlegan áhuga á sjálfstæði Indlands. —■ Þessi orð féllu, er samn- ingur var undirritaður milli Bandaríkjamanna og Ind- verja um sölu á umfram- birgðum landbúnaðarafurða. HONG KONG. — Varð- bátur frá sjólögreglunni tók á dögunum björgun- arbát. í honuni voru tveir þýzkir sjómesm og einn sænskur; kváðwst þeir vera að ieita að Paradís- areyjmmi, en hún væri einhvers staðar í Kyrra- hafinu. AMWWWMWWWWWWmWWWWM AWWWWWWmWWWWiMWMWtW) Alþýðublaðið — 14. nóv. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.