Alþýðublaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.11.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Krlstjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vin Guðmimdsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- Ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsina, Hverfisgata 8—10. Pólitískur barnaskapur TÍMINN heldur áfram að leggja Alþýðu- flokknum það heilræði að forðast samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Sú afstaða virðist þá einkenn ast af nokkurri eigingirni. Framsóknarflokknum : finnst, að Alþýðuflokkurinn eigi að fylgja hans leiðarstjörnu. Slíkt nær auðvitað engri átt.Alþýðu flökknum hefur aldrei dottið í hug að ætla að segja Framsóknarflokknum fyrir verkum, og hefði þó stundum ekki verið vanþörf á. Afstaða Tímans til Sjálfstæðisflokksins er líka fjarri því að vera sann færandi. Framsóknarmenn hafa iðulega unað stór vel samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og metið hann ólíkt meira en Alþýðuflokkinn, enda sjálf- sagt fengið meira í aðra hönd af ýmiskonar for- j réttindum. Alþýðuflokkurinn lætur hins vegar málefni ráða því með hverjum hann vinnur hverju sinni. Hann hefur unnið með öllum hinum stjórn málaflokkum landsins og þannig framkvæmt mörg baráttumál sín gömul og ný. Alþýðuflokkur- inn mun hafa sama hátt á í íramtíðinni. Þess vegna . er tilgangslaust að tala til hans eins og Tíminn ger ir þessa dagana. Hann spyr ekki um tilfinningar I skapsmunanna heldur málefnin. Og hver eru mál- éfni Framsóknarflokksins í dag? Þeirri spumingu er enn ósvarað, þrátt fyrir það, hvað Tíminn er orðmargur um væntanlega stjórnarmyndun. Auk þess er ástæða ti'l að minna Tímann á, hvað skýringar hans á örlögum vihstri stjórnarinn ar einkennast af miklum bamaskap. Hann kennir Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu um, að vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum. Framsókn arflokkurinn er hins vegar saklaus eins og dúfa í þessu efni. Sannleikurinn er þó sá, að vinstri stjóm in fór eins og hún fór af því að forusta Framsókn arflokksins reyndist ekki slík, sem þurft hefði að vera. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gáf ust upp. Hermann Jónasson baðst lausnar fyrir sig ' og ráðuneyti sitt án þess að hann væri tilneyddur af samstarfsflokkunum, þrátt fyrir ágreininginn, sem fyrir hendi var. En dettur Framsóknarflokkn um í hug, að samstarfi 3ja flokka verði á'kom- ið án meiri eða minni ágreinings um einstök mál? Sú afstaða væri pólitískur barnaskapur. Kannski ræður hann þeim úrslitum, að Framsóknarflokkur inn er nú eins og strandað skip. Alþýðuflokkurinn var til þess stofnaður að gegna hlutverki sínu í íslenzkum stjórnmálum en 1 ekki til þess að vera í húsmennsku hjá öðrum. Þess vegna spyr hann um málefni, þegar samstarf og stjórnarmyndun ber á góma hverju sinni. Þessa hefur hann spurt Alþýðubandalagið, Framsókn- arflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn — og gerir enn. Framsóknarflokkurinn þyrfti að átta sig á þessu atriði, ef hann gerir sér von um samstarf við Al- þýðuflokkinn einhvern tíma í framtíðinni. Og hin- ir flokkarnir h'afa gott af að vita þetta sama. i Auglýsmgasími Alþýðublaðsins er 14906 Jón Sigurðsson: Verkakvennafélagið Framsókn45ára Á KOSNINGADAGINN, — sunnudaginli 25. okt. s. L, varð eitt af stærstu og öflugustu verkalýðsfélögum landsins, — Verkakvennafélagið Fram- sókn í Reykjavík, 45 ára. Þennan dag höfðu félags- konur nóg að vinna og því lít- inn tími þá, til að minnast sér- staklega þessara merku tíma- móta í sögu félagsins, það varð að bíða betri tíma. í kvöld, er ákveðið, að af- mælishóf verði haldið í Iðnó og er víst að þar koma margar félagskonur, því í fáum félög- um er eining meiri og félags- leg samvinna betri en í Fram- sókn. Haustið 1914, sunnudaginn, 25. október, var félagið stofn- að, en stofnfundinn sátu 68 konur er ákváðu að stofna fyrsta verkakvennafélagið á íslandi. Bráðabirgðastjórn var kos- in á fundinum og var hún skipuð sem hér segir: Jónína Jónatansdóttir, for- maður. Karólína Siemsen, varaformaður. Bríet Bjarnhéð insdóttir, ritari. Jóna Jósefs- dóttir, fjármálaritari. María Pétursdóttir gjaldkeri. Á fyrsta aðalfundi félagsins, í janúar 1915, var svo þessi sama stjórn endurkosin að mestu óbreytt. Eins og margra annarra verkalýðsfélaga fyrr og síðar varð fyrsta verkefni félagsins það, að fá sig viðurkennt sem samningsaðila um kaup og kjör félaga sinna. Þegar félagið var stofnað, var almennt tímakaup kvenna 20 aurar fyrir klukkustundar vinnu. Atvinnurekendur litu ekki neitt sérlega hýru auga til þessarar félagsstofnunar og gekk treglega að fá samn- inga. Félagið setti því sinn fyrsta kauptaxta haustið 1914 og var hann sem hér segir: „1. gr. Almennur vinnudag ur innan verkakvennafélags- ins Framsóknar er frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi. Haldi félagskonur áfram vinnu eftir kl. 6, skal það tal- in eftirvinna. 2. gr. Almennt verka- kvennakaup sé 25 aurar um tímann, hlunnindalaust, en 20 aurar, þar sem skaffað er soðning og matreiðsla. Eftir- vinna frá kl. 6—10 borgist með 30 aurum um tímann, en nætur- og helgidagavinna með 35 aurum um tímann. Kaup þetta miðast við 16—60 ára aldur.“ Að þessu sinni var ekki sett ur taxti.um fiskþvott. Eftir nokkurt þjark við at- vinnurekendur fór svo, að þeir gengu að því að greiða kaup samkvæmt taxtanum, sem þó kom' ekki til fram- kvæmda fyrr en vinna al- mennt byrjaði veturinn 1915. Kaup þetta hélzt að mestu ó- breytt árið 1916. Árið 1917 náði félagið sín- um fyrstu samningum við at vinnurekendur. Að vísu náð- ist ekki það, sem farið var fram á í kaupi og öðrurn kjör um, en félagið fékk sig þá viðurkennt sem samningasað- ila og dagkaup á 36 aura um tímann, eftirvinna á 42 aura og nætur- og helgidagavinna á 70 aura um tímann. Eftirtektarvert mun ungu fólki þykja nú, að á fyrstu árum verkalýðsfélaganna var aldrei minnzt á sérstaka mat ar- eða kaffitíma, en svona var það þá, verkafólkið fék-k engan sérstakan tíma til mat- ar eða drykkjar. Ýmist hafði það með sér bita eða sopa ef því var fært, og varð að gleypa í sig þar sem það var við vinnuna og þá þegar tími vannst til hjá hverjum einum. Fyrir þrotlausa vinnu og vakandi baráttu stjórna fé- lagsins og margra félags- kvenna gegnum árin, hafa kjörin batnað ár frá ári og eru kjörin í dag sem hér segir: Tímakaup í lægsta taxta er kr. 16,14, en í hæsta taxta kr. 20,67. Eftirvinnukaup frá kl. 17—19.15 er 50% hærra en dagvinnukaup og nætur- og helgidagakaup er 100% hærra en dagvinnukaup. Dagvinna er frá kl. 8—17 og dragast þar frá 1 klst. til matar, sem ekki er greitt fyrir og tvisvar 20 mínútur til kaffidrykkju, án frádráttar á kaupi. Hlýjar, bjartar og hreinar kaffistofur skulu vera á vinnu stað. Áður var kaup kvenna um 50% af kaupi karla, en er nú 78% við einstök störf, en við mörg störf fá nú konurnar samkv. samningum sama kaup og karlar, en kjörorð stjórnar Framsóknar og fé- lagskvennanna allra er — sömu laun fyrir sömu vinnu við öll störf — og er víst, að það er ekki langt undan að það verði veruleikinn. Þegar litið er til baka, kjör- in fyrrum og nú borin saman, á maður bágt með að trúa hve mikið hefur áunnizt, en ekk- ert kemur af sjálfu sér. Allt hefur þetta fengizt fyrir þrot- lausa baráttu eins og áður segir. Framhald á 10. síðu. Hannes ýV Skautasvallið á Tjörn- er vanrækt. Bærinn borgar fé til að sjá um það. ýý En starfið er ekki unn- ið. ýý Merk bók um skóla- mál. UNDANFARIN kvöld hafa börn og unglingar fylkkzt á 'Jrjörnina með skauta sína. Þarna hefur verið fjölmennt og hafa unglingar farið hratt yfir á ísn- um. Þarna hefur verið fríður hópur og skemmtilegur, enda er fátt eins gleðilegt og ungt fólk brunandi á skautum. Hef ég og orðið var við það, að margir eiga ekki aðrar bernskuminn- ingar skemmilegri en þær sem bundnair (eru við skauta og skautasvell á Tjörninni í Reykja vík. EN ÉG HEF heyrt óánægju- raddir. Þegar ég stóð á Tjarnar- bakkanum í fyrrakvöld, kom til mín ungur maður og sagði: „Þú ert alltaf að skrifa í blöðin. — h o r n i n u Viltu ekki spyrjast fyrir um það hver það er, sem á að sjá um skautasvellið hérna á Tjörninni. Það var ekkert hugsað um það í fyrra og heldur ekki í hitt eð fyrra — og svona á það víst að ganga til. Á hverju ári veitir bæjarstjórnin fé til viðhalds og eftirlits með skautasvellinu. — Hver fær það fé? Hvað er gert við það? Tekur einhver við því — og síðan ekki söguna meir? Eða er þetta aðeins dauður liður á fjárhagsáætlun bæjarins'". ÉG SAGÐI: „Hefur ekki verið hugsað um skautasvell á íþrótta- veilinum? Á ekki Skautaíélag Reykjavíkur að sjá um þetta? Er það félag steindautt? Eða er það aðeins nafnið tómt?“ Hann kvaðst ekki vita það. ,,Jú. Það mun hafa verið sprautað vatni á íþróttavöllinn einstaka sinn- um. En Tjörnin er ekki íþrótta- völlurinn — og hér er miklu frjálslegra og betra að vera á skautum en á vellinum. Þar er eins og maður sé lokaður inni“. ■skautasvells hefur verið greitt af höndum, og ef svo er, að þá verði sá, sem við því hefur tek- ið, krafinn um þá þjónustu, sem hann á að veita í staðinn. Það þarf að fylgjast með skautasvell inu, fara yfir það með sköfu við og við og sjá svo um, að það sé slétt og greiðfært eins og veður og aðrar aðstæður leyfa. SIGURÐUR Guðmundsson skólameistari mun vera merk- asti skólamaður þjóðarinnar á þessari öld og hníga mörg rök að þeirri skoðun. Áður en hann lézt liafði hann að mestu gengið frá miklu ritverki um Möðru- vallaskóla og menntaskólann á Akureyri, arftaka hans. Eftir þvi sem segir munu hafa orðið nokkrir örðugleikar á því að koma þessu ritverki út, en nú hefur Menningarsjóður ráðist í það. BÓKIN heitir Norðlenzki skól inn. Er þetta geysimikið rit, um 530 blaðsíður að stærð í sto.ru broti. Þetta er menningarsaga íslands um langan aldur, hv.ort tveggja í senn sagnfræði- og vís- indarit, en auk þess túlkar það skoðanir hins merka höfundar í uppeldismálum. f því er getið fjölmargra heimildarrita og er það prýtt mörgum myndum af skólamönnum sem komið hafa við sögu. ÞAÐ er siðferðileg skylda menningarsjóðs að ráðast í út- AF TILEFNI þessara ummæla gáfu þessarar bókar. Það var vil ég segja þetta: Vill ekki sá varla á annarra færi. Hér er um fulltrúi hjá Reykjavíkurbæ, sem að ræða eitt þeirra rita, sem hefur þessi mál með höndum, mynda undirstöðuna að menn- vera svo góður og rann- ingarmálum okkar íslendinga. saka hvort féð til viðhalds i Hannes á horninu. 4 14. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.