Alþýðublaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 6
AMERÍSKI vísindamað- urinn William M. Sinton við Lowell-rannsóknastöð- ina í Arizona lýsti því ný- lega yfir í tækniritinu Sci- ence, að hann hefði fundið merki þess, að það yxu ein- hverjar jurtir á Marz — meiri hluta plánetunnar. Einkum lítur út fyrir, að svæði það, sem hingað til hefur verið álitið vatn og nefnt hefur verið „Syrten Major“ sé gróðurvaxið. Sinton skýrði svo frá, að hann hefði gert uppgötvun þessa í október árið 1958. Hann sagði, að vísindamenn hefðu lengi velt því fyrir sér, hvort gróður fyrirfynd- ist á Marz . . . vegna árs- tíðaskiptanna á plánetunni. í rússneska blaðinu Isvez- tia gat fyrir skömmu að lita grein eftir prófessor S. Ka- tajev, þar sem hann sagði, að með því að mynda Marz með Ijósmyndatækjum í eld flaugum væri fljótlega unnt að komast að því, hvernig þróunin verður hér á jörð- inni. Fjöldi stjörnufræðinga er á þeirri skoðun, að jörðin sé allmörgum milljónum ára yngri en Marz, en*þróunar- braut þeirra beggja muni hlíta sömu reglum. •— Katajev prófessor efaðist ekki um, að eldflaugar með ljósmyndatækjum muni brátt sendar til .Marz og annarra hnatta. ☆ Við verðum EFTIR 50 ár munu flest- ir sjúklingar á sjúkrahúsum í Sovétríkjunum vera mið- aldra menn og konur, sem eru að fá skipt ýmsum lík- amshlutum, sem' eru úr lagi gengnir, en fá nýja í stað- inn. Þannig verður skipt um nýru, hjörtu, lungu og önn- ur líffæri eftif þörfum, seg- ir Valdimir Demikhov lækn ir í blaðinu Vetjernaja Moskva. , Demikov er einkum þekktur fyrir tilraunir sín- ar við að skipta um líffæri í dýrum. Hans álit er, að eftir hálfa öld verði læknum kleift að gera syipaða upp- skurði á fólki, þannig verð- ur t. d. sterkt, heilbrigt hjarta sett í stað veiks. Þetta mun hafa það í för með sér, að meðalaldur manna verður allt að tveim öldum. Þeir, sem nú eru á ung- lingsárunum, hafa því sam- kvæmt þessu engu að kvíða næstu 150 árin. hinn von íu. í einni Þa Fyri] eins UNDRA HVOLFIÐ UNDRUN Frans breytist fljótt í furðu. „Hvað ertu að segja, Graee?. Ætlastu til að ég fari fil Suður-Frakk- lands til þess. að sækja svín? Á ég að fára með svínið til Englands? . . . Hvers vegna þarf dýrið að fara með flug vél? Liggur svona mikið á? Ha? Býðst þú til að borga strax fyrir flutninginn? Hm, það hljómar ( verst. Lucy getur móti þér. En samt s Mér finnst þetta sl ■ ÞAÐ virðist sem það sé í tízku að eiga von á barni. Svo margar tignar konur og frægar hafa tilkynnt hin gleðilegu tíðindi, að von sé á erfingja. Þau segjast vera alsæl og líta meira að segja út fyrir að vera það. LIZ TAYLOR, sem hneykslaði hálfan heiminn og meira til með því að taka eig- inmanninn frá vinkonu sinni, á nú von á barni með núverandi eiginmanni, Eddie Fis cher, en áður á hún þrjú börn, tvo syni og eina dóttur, frá fyrri hjónaböndum. BRIGITTE BARDOT og maður hennar, Jacques Charrier, Ijóma af hamingju. Bri- gitte á von á barni, þau eru í fríi. frá öllu leikstandi og búa í yndislegu, nýju húsi. IB 0 18. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.