Alþýðublaðið - 22.11.1959, Page 6

Alþýðublaðið - 22.11.1959, Page 6
— HANN sá, að honum. höfðu verið greiddar 10 kr. of mikið. Hann sagði ekk- ert frá því og bjóst ékki við, að þetta yrði nokkurn tíman uppgötvað. — Það var nú samt, og hann fékk 10 kr. minna útborgað í næstu viku en venjulega. — Hann fór þá þegar til gjaldkerans og kvartaði. — Þér voruð ekki að kvarta síðast, þegar yður var yfirborgað. — Tja, ég sá ekki ástæðu til að vera að hafa orð/á því, þótt þér mistölduö einu sinni, — eh tvisvar, þá fannst mér nóg komið . . . Ævintýri íyrir hörn ÞAÐ var einu sinni mjög gestrisinn og góður maður, sem bauð fjórum vinum sín um til hádegisverðar á fín- um veitingastað. Þegar hin ákveðna stund rann upp og maturinn stóð rjúkandi og girnilegur á borðinu voru aðeins þrír hinna boðnu mættir. ,,Æ,“ sagði gestgjafinn, „vantar nú einmitt þann, sem sízt mátti.“ Herra Wung, sem sat við hlið hans, hugsaði með sér: „Nú, jæja, mér er sem sagt ofaukið.“ Hann muldraði einhverja afsök- unarbeiðni og fór. Rétt á eftir kom þjónninn. „Hvað er orðið af hr. Wung?“ spurði gestgjafinn. „Hann tók hatt sinn og fór,“ sagði þjónninn. „Hann mátti nú sízt fara,“ tuldraði gestgjaf- inn, Þetta heyrði hr. Liu, sem var annar þeirra, sem eftir voru og hann hugsaði með sér: „Nú, honum er ekki þægð í að ég sé hérna,“ og hann stóð upp og fór. „Hvert er hann Liu farinn?“ hrópaði vesalings gestgjaf- inn. Sá eini gestanna, sem eftir var, færði sig nær gest- gjafa sínum og sagði í trún- aðarróm: „Þú ættir að gæta betur að því, sem þú segir. Þeir fóru báðir af því að þeim fannst .þeir vera óvel- komnir.“ „En ég átti alls ekki við þá,“ sagði aum- ingja gestgjafinn. ,,Þá hlýt- urðu að hafa átt við mig!“ hrópaði Liao, sá eini, sem eftir var, og rauk út. Það er betra að gæta tungu sinnar í návist ann- arra. ,_A_, TVEIR sálfræðingar báru saman bækur sín- ar. ,,í dag kom maður til mín, sem hélt því fram, að hann hefði gleypt símann sinn.“ „Þú hefur auðvitað dáleitt manninn til þess að' losa hann við þessa hug- mynd?“ „Nei, það get ég ekki fyrr en á mórgun.“ •— „Nú, af hverju ekki fyrr en á morgun?“ — „Hann sagð- ist enn eiga von á nokkrum mikilvægum símtölum.“ Dalai Lama áði á fjöllunum. Lífverðirnir eru hringinn í kringum hann. HINN 21. marz 1959 lagði lest af stað frá Tíbet til Ind Iands. í lest þesari voru flóttamen.n, í miðjunni reið í söðli „hinn síendurborni guð“ dulbúinn sem þjónn. Að baki var landið og hin forna menningarþjóð í Tí- bet, framundan voru fjöll og firnindi, hættuferð um háfjöll í vetrarveðrum. Ferð Dalai Lama frá sum- arhöll hans í Lhasa til norð austurlandamæra Indlands tók 14 daga. Blöð allra vest- rænna landa fylgdust með hinum ævintýralegu atburð um, sem gerðust í Tíbet og tvísýnni baráttu, stríði Tí- beta gegn innrásarherjum frá Rauða-Kína, sem náði hámarki sínu, þegar Dalai Lama flúði. Myndir voru teknar í ferðalaginu, en það er ekki fyrr en nú, sem leyft hefur verið að myndir þess- ar kæmu fyrir almennings- sjónir, ekki fyrr en allir við komandi eru komnir á ó- hulta staði. í dag eru þessar myndir líkt og úr fornöld, því að Evrópa hefur að mestu gleymt hörmungunum í Tí- bet. En flótti Dalai Lama markaði mikil tímamót í sögu Tíbeta, með honum lauk merkilegum kapítula í sögu mannkynsins, þegar ,,guð“.,flúði fyrir hamri og Bigð. Mannfjöldinn safnaðist saman fyrir utan sumarhöll guð-kóngsins þegar hann var flúinn, til þess aðvernda hana gegn eyðileggingu inn rásarmannanna. Á fjöllun- um barðist flóttalestin á- fram, lífverðirnir voru bún- ir örvum og bogum og reið- skjótarnir voru litlir, harð- gerðir hestar. Guð-kóngur- inn komst heilu og höldnu til Indlands, þar bað hann um vernd gegn óvinunum, sem hertóku land hans. Hann leitar aðstoðar um gjörvallan heim, — en enn er engin fengin og komm- únisminn ríkir í landi klaustranna. . . . SOPHIA LOREN varð 25 ára fyrir skömmu. Hún brosti fyrst með afmælis- tertuna sína í höndunum, svo runnu heit tár af aug- um aumingja Sophiu, sem saknaði Ponti síns sáran, en hann fær ekki að vera hjá henni á Kapri, þar sem hún er nú að vinna að nýrri mynd. HIN ljóshærða frú í inn, gift var Antony miðjunni er eins og Steel, en er nýskilin margir munu þekkja við hann (þau áttu ekk- Anita Ekberg, hin ert barn saman, en Ant- sænska kvikmyndadís, ony telur það að ein- sem kölluð hefur verið hverju leyi myndi hafa „ísfjallið“ eða jökull- reynzt meðfærilegra að hafa hemil á Anitu, ef Ísé, en það er einmitt fyr ir slík tiltæki, sem An- þjóð hinni köldu. Anita kom að taka á móti þeim á flugvellinum og foreldrunum ætlar hún nú að helga heila viku Mamma hennar a. m. iný og hugsar gott til með henni sæluviku í UNDEA og pabba HVOLFIÐ LÖGREGLUÞ J ONNINN ber nokkrum sinnum að dyrum, en þeim er ekki lok ið upp. „Það er áreiðanlega enginn heima,“ segir Philip. „Auðvitað er herra Duchene heima,“ svarar lögreglu- þjónninn, „hann er alltaf heima og ef hann væri það ekki, mundi ég vita það. Það gerist hér ekkert, sem ég veit ekki af.“ Enn þá einu sinni ber hinn sjálfsöruggi lögreglumaður á dyrnar, en án árangurs. „Merkilegt . . . stórfurðulegt ...“ hann. „Komið, vif aðgæta bakdyram „Þeir genga bak i 2-OÓ'J Copyriqht P. I. B. Box C Coper mm g 22. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.