Alþýðublaðið - 26.11.1959, Síða 4
Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánason.
— Ritstjórar: Benedikt Gröndal. Gísli J. Astþórsson og Helgl Sæmundsson
(éb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-
vin Guðmimdsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa-
tngasíml 14 906. — Aðsetur: AlþýSuhúsi'ð. — PrentsmiSja AlþýSublaSaina.
; Hverfisgata 8—10.
ísland og sprengjurnar
KJARNI heimsmálanna í dag er afvopnun, og
: fyrsta skref til raunhæfrar afvopnunar hlýtur að
• verða alger stöðvun tilrauna með kjarnorku-
: sprengjur. Þess vegna hefur viðleitni til að draga
úr hinni hættulegu spennu, sem verið hefur á al-
: þjóða vettvangi, mjög beinzt að stöðvun kjarn-
: sprenginga, og borið þann árangur, að stórveldin
: hafa um sinn hætt slíkum tilraunum en sezt að
: samningaborði til að freista þess að leggja þær
: alveg niður og koma á raunhæfu eftirliti.
Síðustu þrjú ár hafa þessi mál oft verið rædd
: á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Árið 1957
; og ‘58 gerðu allsherjarþingin með yfirgnæfandi
meirihluta ályktanir, sem báðar voru þess efnis. að
: hvetja til stöðvunar sprenginga og samkomulags
: um afnám kjarnorkuvopna. Mikill meirihluti sam
einuðu þjóðanna studdi þessar tillögur, og var ís-
. land að sjálfsögðu þar á meðal. Um þetta sagði að-
alfulltrúi íslands, Thor Thors ambassador, meðal
'annars: „í þessu sambandi vil ég taka fram, að
sendinefnd minni er mikið áhugamál að samkomu
lag verði um að nú skuli hætt öllum tilraunum með
. kjarnorkuvopn. Slíkt samkomulag mundi verða tal
: ið ótvíræður vottur um framför í áttina til afvopn-
j unar, og mundi það geta ráðið úrslitum um fram
) gang aHs afvopnunarmálsins".
Fyrir nokkrum dögum samþykkti allsherjar-
þingið tillöjgu frá Afríkuþjóðum þess efnis, ajð
skorað var á Frakka að hætta við fyrirhugaðar
kjarnorkusprengingar í Saharaeyðimörkinni. Enn
var ísland í þeim stóra hóp þjóða, sem beittu sér
gegn kjarnorkusprengingum. Um þetta sagði Thor
: Thors í ræðu á þinginu: >,Við teljum ekki spurn-
inguna um kjarnorkutilraunir í Sahara standa í
neinu sambandi við veg og sóma Frakklands, — né
virðingu okkar fyrir þeirri miklu þjóð. Að okkar
dómi er spurningin blátt áfram þessi: Eigum við
að halda fast við fyrri stefnu, að banna tilraunir
: með kjarnorkuvopn, eða eiga Sameinuðu þjóðirn-
ar að breyta um afstöðu við fyrsta tækifæri, sem
býðzt?“
Ambassadorinn gerði þarna glögga grein fyr-
: ir afstöðu íslendinga. Þeir meta ekki þjóðir eftir
kjarnsprengjustyrk, en telja traust, alþjóðlegt
samkomulag um afvopnun vera veigamesta vanda
mál mannkynsins. Vígbúnaðarkapphlaupið er geng
ið of langt, það er of mikið í veði. Það verður að
: stöðvast á raunhæfan hátt, og síðan verður smám
saman að draga úr vígbúnaðinum, koma á tryggu
; eftirliti og bæta friðsamlega sambúð allra þjóða.
ASaEfundur
Byggingasamvinnufélags Reykjavíkur, verður
haldinn í skrifstofu félagsins, að Hverfisgötu 116
2. hæð föstudaginn 4. desember kl. 5 síðd.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
4 26. nóv. 1S53 — AlJjýðublaðið
it Lögreglan gerir útrás.
it Leiðbeiningar fyrst, en
síðan hegning.
it Gætið að stefnuljósun-
um.
it Tækifærisvísur um
stjórnarskipti.
ÞAÐ ER BEZT fyrir bifreiða-
stjóra að halda vöku sinni. Nú
gerir lögreglan útrás. Um sinn
mun hún leiðbeina bílum, sem
ekki nota stefnuljósin rétt og
reka þá úr umferðinni, sem ekki
hafa þau í lagi. Suma vantar al-
veg stefnu’jós. Þegar þessum
leiðbeiningatíma er loklð mun
hún taka upp strangara eftirlit
með notkun Ijósanna og ef út af
bregður, ef ekki eru sýnd stefnu-
Ijós eða þau ranglega gefin, þá
verður beitt sektum.
TAKK FYRIR. Þetta er rétt
aðferð. Sleifarlagið vefur alltaf
upp á sig. Tómlætið framkallar
kæruleysi og gleymsku. Ströng
h o r n i n u
lög eða ákvæði í reglugerðum
eru einskis virði ef þeim er ekki
framfylgt. Vill ekki lögreglan
líka beita vegfarendur sektum,
sem ekkert skeyta um umferðar-
Ijósin? Þar er ekki vanþörf á því
að vel sé fylgzt með og ströngum
viðurlögum beitt. Ef vegfarend-
ur höguðu sér erlendis gagnvart
götuljósunum eins og þeir gera
hér, þá mundu mörg banaslys
verða á hverjum degi. Þegar
merki er gefið á bifreiðin göt-
una, en ekki vegfarandinn. Þeg-
ar merki vegfarandans er gefið
á hann götuna, en ekki bifreiðin.
Þarna er ekkert á milli.
MENN TALA MIKIÐ um rík-
isstjórnina og fjölgun ráðherr-
anna fer í taugarnar á fólki. Fólk
vill láta spara. Það vill fórna þeg
ar það sér að þess er þörf. En
jafnvel smáatriði geta umhverft
því þegar um þetta er að ræða.
. Það er ekki hægt að reikna fólk
á talnastokki. Fjöldasálin er á-
kaflega fundvís og henni mega
stjórnmálamenn aldrei gleyma,
en þeir gleyma henni oft.
hagyrðingarnir kveða
um hver stjórnarskipti. Jónas í
Grjótheimi er glaðsinna hagyrð-
ingur og honum er létt um að
kasta fram vísu. Þessar gerði
hann þegar Hermann stökk frá
orfinu af því að hann gerði kul:
Stjórnin enga stefnu sá,
stangaðist á brúnni,!
Hermann kaus að hrökklast frá.
Hnífurinn stóð í kúnni.
Dæmin eru sannast sögð,
sem þau geta verið. j
Gilda lítið glímubrögð
ef gnoðin berst á skerið.
!)
Stjórnin hlaut í neyð og nekt
nauðlending að knýja.
Hitt var líka hermannslegt
af hólminum að flýja.
OG ÞEGAR NÝJA stjórnin
tók við núna, kvað Jónas:
Þess er von í þetta sinn
þurfi nokkru að fórna
ef sjálfstæðið og sanngirnin
saman eiga að stjórna.
Illra boða öldurót
efla brot á grunni
og starfið mun að standa á mót
st j órnar andspyrnunni.
Framsókn þrárri en fjandinn er
friðaröfl þó rofni.
Og kommúnistaklikan ber
kvisti af líkum stofni.
Minnumst þess sé manni annt
meira efna en lofa:
Það er mjórra muna vant
milli tengsla og rofa.“
Hannes á horninu.
Bláa drengjabókin
1959
STEINAR
sendlboði
keisarans
Bláa drengjabók'n í ár er kom
in út. Hún heitir Steinar,
sendiboði keisarans, og er eft-
ir Harry Kullman.
Steinar, scndiboði keisarans,
er valin drengjabók, því að
hún er í senn bráðskemmtileg,
spennandi og gott lestrarefni
fyrir alla röska og tápmikla
drengi.
Steinar, sendiboði keisarans
verður óskabók drengjanna
um þessi jól.
Bókfellsúfgáfan