Alþýðublaðið - 27.11.1959, Síða 3
SIGFÚS HALLDÓRS frá
Höfnum var stadchir í Morgun
blaðshúsinu á miðvikudags-
morguninn. Vatt sér þá að hon
um maður með illyrðum. Gekk
hann umhverfis Sigfús með ó-
látum ög hótaði honum líkams
meiðingum. Ekki lagði hann
hendur á Sigfús.
Hringt var á lögregluna, sem
kom þegar. Maðurinn var þá
farinn út úr húsinu, en fljót-
lega hafðist upp á honum. Hann
er dálítið undarlegur í háttum.
Sigfús er veill til heilsunar,
og varð honum svo mikið um
ógnanir mannsins, að lögregl-
an varð að flytja hann-á Slysa-
varðstofuna.
Vill vinnumiðlunin hvetja
alla atvinnurekendur, sem ætla
að bæta við sig starfsfólki fyr
ir jólin að snúa sér til skrifstofu
vinnumiðlunar stúdenta, sími
1 5959, sem er opin í Háskólan
um.
Þularherbcrrgið í hinu nýja húsnæði útvarpsins.
HAMARSHÖGGUNUM í
dagskrá útyarpsins er lokið.
Þrengslin við upptökur á út-
varpsefni eru horfin, og starfs-
fólkið, sem undirbýr 10 stunda
dagskrá 365 sinnum á ári, býr
við betri aðstæður en áður. Út
varpið hefur Ioksins flutt úr
þeim húsakynnum, sem það
fékk fyrir tæplega 30 árum og
hcfur — með góðum hug —
kvatt Landssímann og þakkað
honum langí sambýli. Ríkisút-
varpið er nú með öllu flutt í
ný húsakynnii í ®silegasta
stórhýsi landsins, sem stendur
við Skúlagötu, andspænis
Esju og KoIIafirði, og er eign
Fiskideildar Atvinnudeildar Há
skólans. Höfuðatvinnugrein og
höfuðmenningartæki þjóðarinn
ÍHHWMMmUMMUtMMUU
í FYRRADAG lokaði lögregl
an Hraðfrystistöðinni í Rvík
h.f. samkvæmt ósk horgarlækn
is. Hafði Hraðfrystistöðin ekki
fylgt fyrirmælum um endur-
bætur á fiskúirgangsgeymslu
fyrirtækisins og færibandi í
hana. Er þó komið um 1% ár
síðan þau fyrirmæli voru fyrst
gefin og mun fyrjrtækinu marg
sinnis hafa verið gefinn frestur
til að framkvæma þau, Hefur
verið verulegur óþrifnaður að
geymslu þesseiri ogr færibandi
og hefur hann stórspillt ölhi um
hverfi hennar.
Ekki er búizt við að fyrir-
tækið verði lengi lokað. Eig-
andi þess er Einar Sigurðsson
ú í gc irða r ma ður.
ar búa uú saman á sjávarbakk-
anam skammt frá Batterímu
gamla.
Þessara tímamóta var í gær
minnzt með ræðuhöldum og að
þeim loknum nokkrum gleð-
skap þeirra, sem beint eða ó-
beint eru stofnuninni tengdir.
Útvarpið er nú dreift u mfjór
ar hæðir fiskihússins við Skúla
götu, innheimta á fyrstu hæð,
fréttir og auglýsingar á þriðju,
skriístofur og útvarpssalur á
fjórðu og útvarpssalir og tón-
list á fimmtu hæð hins mynd-
arlega húss.
Þar sem húsameistarinn
teiknaði fiskirannsóknarstofur
framtíðarinnar er nú útvarp til
húsa fyrst. um sinn, og þess
var minnzt af útvarpsstjóra,
'V.Ihjálmi Þ. Gíslasyni, for-
manni útvarpsráðs Sigurði
Bjarnasyni, og menntamálaráð
herra Gylfa Þ. Gíslasyni í gær.
Húsakynnin eru fögur og
glæsileg, útvarpsfækin af nýj-
ustu og fullkomnustu gerð frá
Þýzkalandi.
Menntamálaráðherra óskaði
þjóðinni til hamingju með
þegsa breytingu á högum út-
varpsins. ,.Engin stofnun þjóð-
lífsins er í ia.fn nánum tengsl-
um v'ð jafn marga íslencþnga.
Sérhvert framfaraspor á veg-
um þessarar stofnunar ætti bví
að vera okkur öllum gleðiefni11,
sagði menntamálaráðherra.
„Við njótum þess í bættri þjón
ustu“.
Ráðherrann ræddi um hlut-
leysi útvarpsins á þessum tíma
mótum og sagði, að sér hefði
alltaf fundizt, að útvarpið
mætti aldrei verða svo hlut-
laust, að það yrði skoðanalaust,
að frjálslyndi og umburðalyndi
vær'. ekki síður nauðsynlegt í
störfum þess en hlutleysi. Hann
kvaðst vita, að um vandratað-
an veg væn að ræða, því út-
varpið. mætti. aldrei verða áróð
urstæki fyrir einn eða neinn
hóp manna. En hitt væri mik-
ilvægt, að útvarpið væri vett-
vangur allra andlegra hræringa
í þjóðlííinu.
Skélaíélag
Iðnskólans
endurvakið
NÝLEGA var endurvakið
Skólafélag Iðnskólans í Reykja
vík. Stofnfundurinn var vel
sóttur og mikill áhugi ríkj-
andi meðal nemenda á skólafé
laginu.
Formaður var kjörinn Óttar
Guðmundsson, húsasmíða-
nemi, en varaformaður Sveinn
Guðmbjartsson, útvarpsviskja-
nemi. Einnig v.oru kosnir aðrir
í stjórn og nefndir. Einn kenn-
ari á stæti í stjórn félagsins,
S'gurður Ríkharðsson.
Skólafélag Iðnskólans hefur
ákveðið að hefja skemmtistarf
semi sína með „Bingó“, en það
spil er mjög vinsælt um þessar
mundir. Fyrsta „Bingóið“ er
í kvöld, föstudag, og verða góð
verðlaun veitt.
Keílavík
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN
á Suðurnesjum efna til skemmt
unar n. k. laugardagskvökl kl.
9 í Keflavík í Ungmennafélags
húslnu. Flutt verður ávarp og
dansað. Hallbjörg Bjarnadóttir
skemmtir kl. 11—12. Aðgöngu-
miðar fást í Sölvabúð. Flokks-
fólk er hvatt til þess að fjöl-
menna og taka með sér gesti.
i
NEW YORK (NTB—AFP).
Danski diplómatinn og SÞ-
starfsmaðurinn Povl Bang-Jen-
sen, sem saknað hefur verið síð-
an á mánudag, fannst í dag l>t-
;nn í skemmtigarði fv.-ir utan
New York m°ð skammbvssu í
hendi. Við hlið líksins lá bréf
til frú Bang-Jensep. Tilkynnti
löffreglan í dag, að hún gerði
’-áð fyrir. að Bano--Jensen hefði
franjið sjálfsmorð.
Daninn fannst í Alley Ponl
crarði í Queens-hverfi, ekki
langt heiman frá honum og ná-
iægt Lake Success, bar sem
Sameinuðu hjóðirnar höfðu að-
alstöðvar sínar á fvrstu árunum
eftir stríð. Lösreglan í 17 ríkj-
urn var kölluð út, þegar Bang-
Jensens var saknað á mánu-
dasskvöld. Hann hafði verið
undir handleiðslu sálkönnuðs
frá því skömmu eftir að hann
v3r rekinn frá SÞ í iúlí 1958, er
hann hafði neitað að láta uppi
Vörusklpf a jöfnuS-
ur éhagslæiur
uiii 25 mii!|. i oki.
SAMKÆMT bráðabirgðayfir
liti Hagstofu íslands var vöru
skiptajöfnuðurinn við útlönd ó
hagstæður um 25,9 millj. kr.
í októbermánuði sl. en óhag-
stæður um 10 millj. kr. á sama
tíma í fyrra. Út var flutt fyrir
110,3 millj. kr. en inn fyrir
136.2 milij. kr.
Útflutningur fyrstu 10 mán
uði ársins nam 862,8 millj. kr.
en innflutn'ngur 1.170,5 millj.
kr. (þar af skip fyrir 25,5 millj.
kr.) og er vöruskiptajöfnuður-
inn þ.ví óhagstæður um 307,7
millj. kr. á þessu tímabili. ■—
í fyrra var vöruskiptajöfnuður
inn óhagstæður um 223,4 millj.
kr. fyrstu 10 mánuði ársins.
lista yfir ungverska flóttamenn,
er gefið höfðu skýrslu fyrir
hinni sérstöku Ungverjalands-'
nefnd Sameinuðu þjóðanna.
Powl Bang-Jensen var fimmt
ugur að aldri og lætur eftir sig
konu og fimm börn.
Blelfavaln
Framhald af 1. síSu.
Það munu vera nokkur brögð
að því, að unglingar kaupi sér
blettavatnsflösku og þefi -af
henni. í blettavatninu er eter,
sem gufar auðveldlega upp cg
•hefur þau áhrif, að það „svíf-
ur“ á þann sem lyktar af hon-
um. Margir unglingar notfæra
sér þetta, til þess að fara á
,,fyllirí“.
Þetta er hættulegt. Lykti
menn af blettavatni eitthvað að
raði, getur það haft mjög skað
lega áhrif á líkamann. Foreldr
ar skyldu fylgjast v.el með því,
að börn be 'rra „leiki sér“ ekki
þannig að blettavatni og skýrá
fyrir þeim hættuna sem af þvi
stafar.
Bazar Kven-
félags Álþýðu-
flokksins
BAZAR Kvenfélags Alþýðu-
fíokksins í Reykjavík verður n.
k. fimmtudag í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu.
Félagskonur eru beðnar að
koma munum til hveríisstjór-
anna, eða fyrir hádegi í Alþýðu
húsið, gengið, inn frá Hverfis
götu.
t t
,ER VIST HUN SE: EKKI ME-D HNIF
íc 7"
Alþýðublaðið — 27. nóv. 1959
SIGOA ¥BC«GA s