Alþýðublaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 9
Tekin hefur verið up Flokkaglíma Rvíkur 1959 BEYKJAVÍKURFLOKKA- GLÍMAN fer fram þriðjudag- inn 8. des. í íþróttahúsi ÍBR að Hálogalandi. Keppt verður í þrem þyngd- arflokkum. Auk drengja- og unglingaflokks. Þátttökutilkynningar berist til Gunnlaugs J. Briem, sími 1500 fyrir 4. des. Glímufélagið Ármann sér um glímuna. deildaskipting í Val Frá Áðalfundi Knatfspyrnufélagsins Vals AÐALFUNDUR Vals hófst 4. nóv. sl. og var að þessu sinni í þrem áföngum og lauk ekki fyrr en 22. s. m. Fundarstjóri vair Einar Björnsson, en fund- arritari Jón Þór Jóhannsson. Auk hinna hefðbundnu aðal- fundarstarfa lá fyrir fundinum frumvarp að nýjum lögum fvrir félagið, sem gerði ráð fyrir gjör breytingum á starfsháttum þess með því að tekin yrði upp deildaskipting. Skýrsla stjórnarinnar og laga frumvarpið lágu fyrir fundin- um fjölritað. Sveinn Zoega, for maður félagsins, fylgdi skýrsl- unni úr hlaði með stuttri fram- söguræðu. Skýrslan skiptist í tvo meginkafla. Störf stjórnar- innar og störf nefnda og ráða. Fyrri kaflinn m. a. í starfs- skiptingu, nefndaskipanir, ýms störf og viðskiptin við útiönd. Síðari kaflinn um störf knatt- spyrnunefndar, um þátttöku fé- lagsins í mótum, en félagið tók þátt í öllum knattspyrnumótum keppnistímabilsins. Meistara- flokkui' varð annar í röðinni, I. fl. sigraði í miðsumarsmótinu. Um starfsemi unglingaráðsins og þátttöku yngri flokkanna, en Valur send'i alls níu lið til keppni í unglingamótunum og sigruðu þar þrjú lið félagsins. Bæði eldri og yngri flokkar fórd í alhnörg ferðalög á árinu- Fundir voru haldnir bæði með hinum yngri og eldri flokkum. HMMUMUtWMMMMWmWM IÁ MYNDINNI er aðal- j! stjórn Knattspyrnufélags ;[ ins Vals ásamt stjórnum I hinna ýmsu deilda fé- j > lagsins, en þær eru skíða- '! deild, knattspyrnudeihl ; og handknattleiksdeild. 1! Þá er nákvæm tafla yfir gengi flokkanna í hinurn ýmsu mót- um. í yfirliti um þátttöku í handknattleiksmótum á árinu sést, að mikil grózka er í þessari íþróttagrein innan Vals og að fé lagið tók þátt í öllum handknatt leiksmótum starfsársins, að und anskildu íslandsmeistaramóti karla utanhúss, þá fóru hand- knattleiksflokkar, bæði konur og karlar, til Færeyja í júlímán uði og kepptu víðs vegar um eyjarnar. Tafla, er sýnir úrslit leikjanna, fylgir og með. Skíða skálinn var rekinn með svipuðu sniði og sl. ár og var mikið sótt- ur. Fulltrúaráðið starfaði vel á árinu og hélt 5 fundi. Fræðslu- og skemmtistarfsemi gekk vel. Allmörg skemmtikvöld voru haldin auk árshátíðar, Skáklíf var fjörugt og efnt var til hrað- skákmóta, fjölteflis og innan- félagsmóta. Skákmeistari Vals 1959 varð Gunnar Gunnarsson. Þá var bridge iðkað sem áður og spilað vikulega. Valsblaðið kom út eins og ákveðið hafði verið, og jólatrésfagnaður fór fram á vegum félagsins í heim- ili þess að Hlíðarenda. íþrótta- húsið var starfrækt með svip- uðu sniði og áður, en það tók til starfa í nóvember 1959. Er hús- ið fullsetið, bæði af félagsmönn um og meðlimum annarra í- þróttafélaga og æfingar þar öll kvöld vikunnar. Félagsheimilið var einnig starfrækt að svipuðum hætti og undanfarið, til fundahalda og skemmtana. Auk þess var heim ilið leigt Kennaraskóla íslands til æfingakennslu að deginum til. Á félagssvæðinu var mikið unnið að undirbúningsstörfum til ræktunar og fegrunar. Á árínu gekkst stjórnin fyrir fjáröflunum til ýmis konar fé- lagslegra framkvæmda, bæði með hlutaveltu og happdrætti. Á árinu lézt Jón Guðmunds- son verzlunarstjóri, en hann var 3. formaður Vals. Var hans minnzt í Valsblaðinu. Jón var á sínum tíma mikið starfandi bæði sem formaður og kappliðs- maður. Mikið vai' rætt innan stjórn- arinnar og fulltrúaráðsins um skipulag félagsins ogleiddu þær umræður til þeirra lagabreyt- inga, sem lagðar voru fram og gera ráð fyrir deildaskiptingu. Á framhaldsaðalfundi, sem hald inn var 15. þ. m., var frumvarp ið borið upp, eftir að það hafði verið rætt á sérstökum fundum með væntanlegum deildarmeð- limum, en tillaga um það var samþykkt á fundinum 4. nóv. Frumvarp vai’ samþ. óbreytt eins og það kom frá nefnd þeirri, er það samdi. Voru síð- an haldnir stofnfundir deild- anna og stjórnir þeirra kosnar. Em stjórnirnar eru skipaðar þessum félögum: Knattspyrnu- deild: Ægir Ferdinandsson for- maður, Elías Hergeirsson, Her- mann Hermannsson, Páll Arons son og Jón Þór Jóhannsson. — Handknattleiksdeild: Jón Krist jánsson formaður, Áslaug Bene diktsdóttir, Jón Þórarinsson, Sveinn Kristjánsson og Sigurð- ur Guðmundsson. Skíðadeild: Guðmundur Ingimundarson for maður, Guðmundur Guðjóns- son, Sigurður Marelsson, Guð- mundur Ásmundsson og Stefán Hallgrímsson. Þriðji og síðasti áfangi aðal- Framhald á 10. síSu. LEIÐRÉTTING. Á íþróttasíðunni í gær, þar sem sagt var frá árangri í lang- stökki án atrennu varð sú prent villa, að Kristján Kolbeinsson misritaðist í staðinn fyrir Krist jón Kolbeins. ♦—------------------------ MÁL OG MENNING. HEIMSKRINGLA. NYJAR BÆKUR Halldór Stefánsson: FJÖGRA MANNA PÓKER. Þetta er önnur skáldsaga hins þjóðkunna smásagnasnillings. Spenn- andi nútímaróman úr Reykjavíkurlíf- inu, sem vekja mun verðskuldaða at- hygli, ekki sízt yngri kynslóðarinnar. William Heinesen: í TÖFRABIRTU. Þetta smásagnasafn hins færeyska hcf- uðskálds hefur hiotið frábæra dóma er- lendis sem eitt töfrum slungnasta verk höfundarins. Um þýðingu Hannesar Sigfússonar þarf ekki að spyrja. Jakobína Sigurðairdóttir: SAGAN AF SNÆBJÖRTU ELDSDÓTTUR OG KETILRÍÐI KOTUNGSDÓTTUR. Skemmtilegt ævintýri handa börnum með teikningum eftir Barbörnu M.'Árnason. Jóhannes úir Kötlum: VÍSUR UM INGU DÓRU. Tíu smábarnaljóð með teikningum eftir Gunnar Ek. Gam- alkunn lög má nota við flesta textana. Lisbeth Werneir: SKOTTA FER ENN Á STÚFANA. Málfríður Einarsdóttir þýddi. Þetta er fjórða bókin í hinum vinsæla barnabókaflokki um Skottu. Nú eiga eldri sem yngri erindi í BÓKABÚÐ MÁLS 06 MENNIMGAR Skóiavörðustíg 21. Sími 15055. Umsóknir um námsstyrki Tifkynning frá Mennfamáíaráði íslands. Umsóknir um styrki eða lán af fé því, sem væntan- lega verður veitt á fjárlögum 1960 til íslenzkra náms- manna erlendis eiga að vera komnar til skrifstofu Menntamálaráðs að Hverfisgötu 21 eða í pósthólf 1398, Reykjavík, fyrir 1. janúar nk. Til leiðbeiningar umsækjendum vill Menntamálaráð taka þetta fram: 1. Námsstyrkir og námslán verða eingöngu veitt ís- lenzkum ríkisborgurunum til náms erlendis. 2. Styrkir eða lán verða ekki veitt til þess náms, sem auðveldlega má stunda hér á landi. 3. Umsóknir frá þeim, sem lokið hafa kandídatsprófi, verða ekki teknar til greina. 4. Framhaldsstyrkir eða lán verða ekki veitt, nema umsókn fylgi vottorð frá menntastofnun þeirri, sem umsækjendur stunda nám við. Vottorðin eiga að vera frá því í nóvember eða desember þ. á. 5. Umsóknir skulu vera á sérstökum eyðublöðum, sem fást í skrifstofu Menntamálaráðs og hjá sendiráðum íslands erlendis. Prófskírteini og önnur fylgiskjöl með umsóknum þurfa að vera staðfest eftirrit, þar eð þau verða geymd í skjalasafni Menntamálaráðs, en ekki endursend. Áthygli skal vakin á því, að Bókabúð Menningai'sjcðs, Hverfisgötu 21, hefur til sölu bækling um námsstyrki og námslán, gefinn út af menntamálaráðuneytinu, þar sem m. a. eru birtar reglur þær, sem gilt hafa um út- hlutun námsstyrkja, yfirfærslu námsmannagjaldeyris o. fl. Bæklingurinn kostar 10 kr. Hjartanlega þakka ég þeim mörgu, nær og fjær, sem sýndu mér samúð og hluftekningu við hið sviplega fráfall eiginmanns míns, AÐALSTEINS ÁRNA BALDURSSONAR. Sérstaklega þakka ég Húsvíkingum og nærsveitamönnum. fyrir frábæra hjálpsemi, aðstoð og peningagjafir til litla drengsins míns. Guð blessi ykkur öll. Anna Sigmundsdóttir. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 Alþýðublaðið — 27. nóv. 1959 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.