Alþýðublaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 4
f /zsmmmLsdcd Útgefandi: AlþýCuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánason. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmimdsson (éb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- ▼in Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- fngasjmi 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsina, Hverfisgata 8—10. Þjóðnýting SJÁLFSTÆÐISMENN hafa gengið til stjórn- arsamstarfs við Alþýðuflokkinn og með stefnuskrá stjórnarinnar lofað veigamikilli aukningu á trygg ingakerfi landsins, sem er einn stærsti sósíalistíski þáttur íslenzks þjóðfélags. Það er því von, að Morg unblaðinu finnist þörf að hressa upp á andstöðuna gegn jafnaðarstefnunni. Það birtir ritstjórnar- grein um hrun þjóðnýtingarstefnunnar og fráhvarf erlendra jafnaðarmanna frá henni. Rétt er að jafnaðarmannaflokkar víða um heim hafa dregið úr þjóðnýtingaráformum sinum. og jafnvel kommúnistar utan járntjalds láta lítið bera á tillögum í þá átt. En ekki má ruga saman tilgangi og meðulum. Tilgangur jafnaðarmanna hefur verið og er enn sá, að þjóðfélagið eigi að hafa nægileg yfirráð yfir framleiðslutækjum sín- um til að tryggja fullnýtingu þeirra, fulla atvinnu, sanngjarna dreifingu tekna og hindrun stórgróða. Sú var tíðin. að jafnaðarmenn sáu ekki aðrar leiðir til að ná þessu marki en þjóðnýtingu allra framleiðslutækja þjóðarinnar. Nú eru þessi viðhorf breytt. Yfirráð ríkisvaldsins yfír peningakerfi og skattakerfi, víðtækar tryggingar og fleiri atriði hafa gert það kleift að ná þessu upprunalega tak- marki án allsherjar þjóðnýtingar. Af þessari aug- ljósu ástæðu skipar þjóðnýtingin ekki sama sess í stefnu jafnaðarmanna og áður, en tilganginum hefur í engu verið breytt. Þrátt fyrir þetta væri mikill misskilningur að halda, að saga þjóðnýtingar á íslandi væri á enda. Þvert á móti. Hin nýja stóriðja hér á landi hlýtur að byggjast upp þjóðnýtt eins og Sements verksmiðjan. Bæjareign togara vex og bæjar- eign fiskiðjuvera vex einnig ört. Síldarverk- smiðjur ríkisins eru í vexti og mætti svo lengi telja. Þá kemur þjóðnýting ávallt til greina í ein staka eldri greinum, til dæmis olíuverzlun. Þetta er sú leið, sem lýðræðisjafnaðarmenn að hyllast, leið skynsamlegs áætlunarbúskapar, sem ekki fómar frelsi einstaklinganna eins og kommún isminn gerir. Innan þessa ramma er rúm fyrir mik ið heilbrigðan einkarekstur og samvinnurekstur. Undir heilbrigðri yfirstjórn —en þó ekki ofstjórn — mun slíkt efnahagskerfi veita flestum lands- mönnum möguleika til góðrar afkomu og vaxandi lífshamingju. Breyft stefna Framhald af 12. síðu. telja að frjáls samkeppni og yfirstjóm ríkisins geti og eigi að fara saman. Þýzkir jafnaðarmenn telja að hverri þjóð beri að efla varnir sínar eftir beztu getu, FRIÐKIK ÓLAFSSON stór- meistari teflir fjöltefli á vegum Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík n. k. sunnudag kl. 2 e. h. — Verður það fyirsta fjöl tefli hans á þessum vetri. Taflstaðurinn nánar auglýst- og viðurkenna, að frjáls hugs- un og trúfrelsi sé sjálfsögð í þjóðfélaginu. Tvær ástæður eru fyrir þessari stefnubreytingu þýzkra Jafnaðarmanna. 1 fyrsta lagi hinn frábæri árangur, sem Erhard efna- hagsmálaráðherra hefur náð í uppbyggingu efnahagslífsins. Hefur hann valið að fara leið er sameinar frjálst framtak og yfirstjórn ríkisstjórnarinnar á þeim málum. í öðru lagi hafa jafnaðarmenn séð að þeir geta aldrei gert sér vonir um að ná stjórnartaumunum úr höndum Kristilegra Demó- krata nema því aðeins að þeir skipuleggi flokk sinn sem flokk allra stétta. Fyrsta deiluefni al- ingis: Dr.Benjamm FYRSTA deiluefni hins nýja alþingis bar á góma í umræð- um í neðri deild í gær — og var dr. Benjamín Eiríkisson hagfræðingur og bankastjóri! Einar Olgeirsson gaf tilefnið, en Ólafur Thors forsætisráð- herra tók upp þykkjuna fyrir dr. Benjamín. Þetta gerðist í umræðum um frumvarp Einars Olgeirssonar varðandi breytingu á lögunum um áburðarverksmiðju ríkis- ins. Mælti Einar fyrir þessu frumvarpi sínu, sem hann hef ur áður flutt á alþingi, en ekki Banaslys Framhald af 1. siðu. til hnakkinn. U:m leið snerist hjólið inn á veginn og fyrir bif- reiðina. Ökumaðurnn snarhemlaði og vék undan, en það nægði ekki til og lenti drengurinn á vinstra frambretti bifreiðarinnar og kastaðist síðan um 1 metra á ská frá bifreiðinni. Ökumaður- inn fór þegar út og lá Þá dreng urinn hreyfingarlaus á vegin- um. Bifreið kom þarna að í sömu mund. Ökumaður hennar sneri við og hringdi á lögregluna í Hafnarfirði, sem kom þegar á vettvang með lækni og sjúkra- bifreið. Telur læknirinn, að drengurinn hafi látizt samstund is. Ekki er vitað um sjónarvotta að slysinu, en hafi þeir verið einhverjir, eru þeir beðnir að hafa þegar samband við lögregl una í Hafnarfirði. fengið samþykkt. Kom hann víða við í framsöguræðunni, minntist á dr. Benjamín Eirík isson í sambandi við gengisfell inguna árið 1950 (og taldi, að ráð hans þá hefðu orðið þjóð- inni skaðleg. Æsti Einar sig dá lítið upp og varð helzt til ó- þinglegur í tali sínu um hag- fræðinginn og bankastjórann. Ólafur Thors kvaddi sér hljóðs af þessu tilefni og kvaðst vilja mótmæla ummælum Ein- ars um þennan hámenntaða og merka hagfræðing. Sagðist for sætisráðherra ekki vilja láta orð Einars standa í þingtíðind- um án þess að athugasemd fylgdi. E.nar kvaddi sér aftur hljóðs og reyndi að draga úr fyrri orðum sínum, en hélt þó for- dæmingunni áfram í mildari búningi. Taldi hann ráð Benja míns varhugaverð, enda hefði hann lært fræði sín í Ameríku. Ólafur Thors greip þá fram í cg minnti Einar á, að dr. Benja mín hefði líka lært í Moskvu. Einar lagði þá kollhúfur, en vldi rekja orsakirnar að slæmri hagfræði dr. Benjamíns vestur um haf. Þó gekk hann það til móts við Ólaf að segja, að íslendingar ættu hvorki að trúa í blindni hagfræðingum menntuðum í Ameríku eða Moskvu, svo að dr. Benjamín fékk þar tvöfalda áminningu. Einar bætti því við að lok- um, að efnahagsráðunautar fyrrverandi ríkisstjórnar, sem gegndu sama trúnaðarstarfi fyrir núverandi ríkisstjórn, ættu að athuga sinn gang. Ræðumanni mun sem sé hafa orðið hugsað til fleiri en dr. Benjamíns. Hannes á h ornin u ýý Ráðstafanir um fram- tíðarlausn leysa ekki vandann í dag ýV Áskorim um sérstakan ráðimeytisfund. ýý Óvenjuleg hók um stór mál. ýV Ævintýrasaga land- helgismálsins. FORSÆTISRÁÐHERRA sagði þegar nýja ríkisstjórnin tók við, að fyrirhugað væri að hækka ellilaun, örorkulaun, mæðra- laun og barnalífeyri, að afnema tekjuskatt af íekjum allt að hundrað þúsund krónur — og að afla fjár til aukins stuðnings við þá, sem ætluðu sér að byggja smáíbúðir. ALLT er þetta gott og bless- að. Ég skal ekki ræða um trygg- ingarnar eða afnám tekjuskatts- ins. Það er óþarfi. Þetta eru tvö af kosningamálum Alþýðuflokks ins — og hvað tryggingunum við víkur þá er staðreyndin sú, að bezt hefur Alþýðuflokknum allt- af gengið í tryggingamálunum þegar hann hefur samið við Sjálf stæðisflokkinn, það er að segja síðan sá flokkur hætti að berj- ast á móti öllum tryggingum, ei hálfri ævi sinni hefur hann eyt x andspyrnu við þær. ÉG VIL hins vegar minnast með nokkrum orðum á bygginga málin. Ég birti á miðvikudag- inn eftirtektarvert bréf frá ein- um þeirra, sem hefur verið að reyna að koma sér upp íbúð s. 1. tvö ár, en stendur nú uppi með tvær hendur tómar og getur ekki flutt inn — og er auk þess á göt- unni af því að lán, sem hann átti að fá hjá húsnæðismálastjórn hefur brugðizt Þetta bréf var vel skrifað og vel rökstutt. Fram tíðarlausnin á þessum málum virðist vera viðfangsefni ríkis- stjórnarinnar, en hún leysir ekki vandamálið í dag með henni fyr ir þá sem segja má að nú séu bundnir á höndum og fótum. RÍKISSTJÓRNIN þarf í dag að snúa sér að því að fá til bráða birgða í bönkunum fé til að leysa brýnustu þarfir þeirra, — sem aðeins vantar herzlumuninn til þess að geta lokið við íbúðir sínar eða þurfa að borga skyndi lán, sem þeir hafa fengið af bví að þeir áttu fyrir nokkrum mán- uðum von á láni frá húsnæðis- málastjórn. Þetta er mergurinn málsins. Þessir menn geta ekki beðið eftir framtiðarlausninni. Alþingi fresfað Framhald af 1- síSu. því ótvírætt til kynna það, sem raun er á, að stjórnin hygðist fresta störfum þingsins fram yf- ir áramót. Mun þingsályktun- artillaga um fr'estunina vera væntanleg í dag. Nokkur reynsla er fengin af því undanfarin ár, að alþingi hefur setið vikum saman og beðið eftir frumvörpum ríkis- stjtirna um efnahagsmál, sem jafnan eru flóknustu og erfið- ustu mál þingsins. Hafa þingin þá eytt tímanum og haldið stutta fundi dag hvern án þess að hafa eðlileg verkefni. Þrátt fyrir frestunina er gert ráð fyr- iir, að fjárveitinganefnd geti starfað að venjulegum undir- búningi fjárlaga að nokkru. leyti. Við frestunina verður allmik- 111 sparnaður í störmm alþingis, bæði hvað sneríir alþingismenn og nokkurn hluta af starfsliði þingsins. Er óhætt að áætla mjög lauslega, að slíkur sparn- aður fyrir t. d. hálfaú mánuð verði 8—900 000 krónur. Norræna félagsins AÐALFUNDUR Norræna fé lagsins verður haldinn í Þjóð- leikhúskjallaranum föstudag- inn 27. nóv. n.k. Fundurinn hefst kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um breytingar á skipulagi fé- lagsins og lagabreytingar. Að aðalfundi loknum verður efnt til kvöldvöku. Leikararnir Valur Gíslason og Klemenz Jónsson munu flytja skemmtiþátt á kvöldvök unni, einnig verður dansað. Félagar sýni skírteini við inn ganginn. Félagsmenn eru hvatt ir til að fjölmenna. Heimilt er að taka með sér gesti á kvöld- vökuna. Það verður að leysa vanda þess- ara manna þegai í stað, í dag eða á morgun, en ekki eftir mánuð. Vill ekki rík'istsjórnin halda emn ráðuneytisfund um þetta eina mál í dag? GUNNAR M. MAGNÚSS hef- ur unnið gott og þarft verk með því að taka saman stóra bók um landhelgismálið frá uppnafi vega. Hún er í sama sniði og Öldin okkar og þær bækur, — journalistiskt yfirlit um inálið allt frá 1400 til dagsins í dag, ekki ritgerðir hans heldur stað- reyndir, skjöl, samþykktir, — samningar og blaðagreinar á- samt miklum fjölda mynda, — látnar tala og segja frá. SETBERG hefur gefið bókina út, en það útgáfufyrirtæki er þekkt að því að vanda vel til útgáfubóka sinna. Landhelgis- máljð er eitt helzta stórmál okk- ar íslendinga á þessari öld og enn er ekki að fullu séð fyrir endalok þess. Þess vegna er það mikils virði einmitt nú, að þjóð- in skuli fá svo glöggt sögulegt yfirlit um málið og þessi bók gefur. EF MENN HALDA það að hér sé um þurrt yfirlit að ræða þá skjátlast þeim. Efninu er að vísu þjappað saman, en það er margbreytilegt, — atburðirnir koma hver af öðrum: samþykkt- irnar, átökin, afreksverkin, — mannránin — og ævintýrin. — Gunnari hefur nefnilega tekizt að gera bókina svo lifandi að það er eins og maður sé að lesa hvort tveggja í senn afrekssögu og fræðibók. Hannes á horninu. ^ 27. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.