Alþýðublaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 11
niuíiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiuiiniiiHii 4. dagur ■iiiiiÍiÍiiiiiiiÍíiiimiiiiiÍHi**i*miiiiiiiii»ii*iHi«iiiiuuiH» ,,Þú sannfærist áreiðanlega um það þegar þú hefur búið nokkrar vikur í Pilgrims Row“, spáði hann drungaleg- ur á svip. „Þvotturinn er þveginn í þvottabalanum og við böðum okkur oft í köldu -vatni“. „Útlitið er ekki gott fyrir venjulega stórborgarbúa“, játaði hún, „en þú ert að minnsta kosti lifandi sönnun þess að það er hollt“. Hann ók henni gegnum þorp með gömlum bjálkahús- um, en Carol hrópaði yfir sig af hrifningu, þegar hún sá mosagróin þökin og undar- lega skorsteinana. Þau óku fram hjá gömlum steinhöll- um og einmana vindmyllum, grænum af elli. Þau óku gegnum „Weald“, sem náði frá sjónum í suðri að Kentnesku hæðunum í norðri. Þegar þau sáu að höli- inni í Herstmoneux sagði hann henni furðulegar sögur um fagrar konur, sem höfðu soltið. í hel innan múranna og : um neðanjarðar trumbuleik- ara, sem barði þung högg í leynilegu herbergi í virkis- ; veggjunum. Carol var góður áheyrandi og þó hann hefði keyrt langt úr le'ð var Símon furðulost- inn yfir því hve tíminn leið hratt. Hann var því feginn að sólin var ekki sezt þegar þau komu til Blicklington. Geisl- ar kvöldsólarinnar gylltu allt þorpið, litlir gluggarnir glitr- ' uðu eins og gimsteinar og turninn Ijómaði eins og gull. í dyragæ+tinni að þorpskránni • stóðu íbúar þorpsins og reyktu letilega pípur sínar, aðrir stóðu og töluðu saman vfir girðingar og hlið eða unnu í görðunum. Það var að koma sólsetur þegar allt líf í enskum bæ staðnar og fólkið fer út til að hitta hvert ann- að og tala um viðburði dags- ins. .... Sparið yður hlaup & railli maxgra verzlana! «L Á ÓlttJM M! Sið -Austorstxæti Carol dæsti ánægjulega. „Eg hélt að þetta væri ekki t l nema í bókum“, hvíslaði hún. Þeir fyrstu, sem buðu bíl- inn velkominn, voru hund- arnir á bænum, Sally og Satan. Þeir stukku upp á aurbrettið og ráku upp gleði- gelt af hrifningu yfir að sjá Símon, og reyndu á allan hátt að sleikja hann í andlit- ið. Rachel kom hlaupandi út og Nicky var á hælum henn- ar. Craig og Tess komu út um leið og Símon og Carol stigu úr bílnum. „Loksins!“ kallaði Rachel og rétti Carol hendina. „Við höfum beðið í eilífðartíma!“ „En hvað er gaman að sjá þig, kæra Carol“, sagði Tess hlýlega meðan . hún kyssti dóttur vinkonu sinnar. „Ég er ekki enn búin að ná mér eft- ir að eiga að hitta svo fræga manneskju. Ég er viss um að Craig er mállaus af virðingu“, sagði hún hlæjandi, þegar hún kynnti þau. „Já, þarna séð maður hvað kvenlegt innsæi er lítið“, sagði Craig strax. „Ég er mjög hrifinn“. „Þið eruð öll svo elskuleg og indæl“, sagði Carol hrærð. „Mér finnst ég hafa þekkt ykkur alla ævi!“ „Þannig viljum við líka hafa það“, kinkaði Tess kolli og bætti við að hún vonaði að Símon hefði ekki hrætt hana um of með akstrinum. „Hann hefur verið —-. Nei, en hvað þetta er skemmtilegt hún“, sagði Carol og leit á húsið. „Þetta er sannkallað ævintýrahús“, bætti hún við og horfði aðdáunaraugum á gyllt hálmþakið, svarta og hvíta veggina og litla glugg- ana, sem I tu mjög vel út í kvöldskininu. „Já, það lítur vel út að ut- an“, sagði yngsti meðlimur Carew fjölskyldunnar við hana. „Rotturnar fremja sjálfsmorð undir gólfinu inni“. „Nicky! Svona bíður mað- ur ekki gesti velkomna“, mót mæíti Tess. „Það finnst lyktin af þeim“, sagði Nicky glaðlega og gretti sig framan í mömmu sína. „Það er mjög gamált“, sagði Graig eins og hann væri að svara óspurðri spurningu Carol“. Það hefur ýmsu verið breytt, en hafirðu áhuga fyr- ir gömlum hlutum finnirðu margt sem þér lízt vel á“. „En eins og Nicky segir er margt hér sem bú þarft að umbera“, bætti Tess við. „Það er ekki allt eins og það ætti að vera, en við erum alltaf að vinna að því að gera það þannig og allt tekur sinn tíma“. En Carol gat ekki séð að neitt vantaði þegar hún kom inn í lágu forstofuna. Sams- konar dökkir ójafnir bjálkar og voru utan á húsinum skiptu veggjunum og um- kringdu dyrnar. Forstofan var lítt búin húsgögnum. Langt matborð, útskorin drag mynduðu þaki og forn sófi með gulnuðu grænu áklæði sem virtist innofið með gull- þráðum. Á bónuðu gólfinu var kínverskt teppi, sem mundi sína betri daga löngu áður en þetta skeði, en enn var hægt að sjá forna frægð þess. Ljósið streymdi inn um gamalt gult gler með skjaldar merkjum á, úr glugganum á stigaveggnum upp á aðra hæð. „En hvað þetta er fallegt“, kallaði Carol og Tess hlýnaði um hjartaræturnar því hún fann að hún meinti þetta. „Það er líka betristofa hérna en við höfum lítið af húsgögnum þar. Ég skal sýna þér allt eftir kvöldmatinn. Hvað varð af víninu sem átti að bjóða okkar fræga gesti vel kominn með?“ spurði hún og snéri sér að Craig. „Ég skal sækja glösin“, sagði hann og gekk að dyr- unum sem lágu úr forstof- unni. Rachel hraðaði sér eftir honum til að hjálpa honum. „Þig langar sjálfsagt til að sjá hvar við ætlum að hafa þ'g“, sagði Tess og leit aftur á Carol. „Komdu með mér ég skal sýna þér það. Við getum fengið okkur að drekka á eftir þegar þú ert tilbúin.“ Hún vís aði veg upp tröppurnar, sem hálfaleið upp greindust í tvennt, ein grein lá til vinstri og önnur til hægri. „Ég verð að fá kort til að rata hér“, sagði Carol hlæj- andi. Tvær tröppur lágu að boga myndaðri hurð sem opnað'st að herbergi Carol. Það voru bjálkar í loftinu, rauð dam asktiöld fvrir glugganum og höfðalagið á rúminu var gam- alt forgyllt ítalskt málverk. „Ég fann það á uppboði“, sagði Tess sem svar við hrifn ingarópi Carol. „Finnst þér það ekki fallegt? Það leit illa út þegar ég kevpti það, meiri- hlut.nn af málningunni var Copyright P. I. 8. Bo« 6 Copenhdgen GRAN'HÁRNSR Pabbi f<ir rétt út til að fá sér frískt loft . . . horfin og fíestir englarnir hálfshöggnir. En Símon er ó- trúlega laginn að laga sííkt. Hann þarf ekki iiéma máln- ingarslatta og vasahníf til að laga Sankti Pétur sjálfann! 'Við Rachel settum það þa^na og máluðum rúmið. Ég eíska að gera þess háttar“, sagði hún og brosti. „Mér finnst það enn skemmtilegra en að fá pen- inga til að fara til Moples“. „Árangurinn er stórkostleg ur“, sagði Carol með sannfær ingu meðan hún horfði á falleg valhnotuhúsgögnin sem voru inni £ herberginu. Tess fullvissaði hana hlæjandi um að þau hefðu nú verið óný.t þegar hún keypti þau. „Þú hefur misst af miklu hafirðu aldrei verið á uppboði og haft einhverja peninga til að kaupa fyrir“, sagði Tess við hana. „Ég verð að kynna þig fyrir leyndardómum og gleði unp- boðsins. „Hún yfirgaf gest sinn eftir að hafa gengið úr skugga um að Raehel hefði munað eftir sápu og hand- klæði í baðhherbergið. „Hún gleymir því alltaf þegar hún hefur tækifæri til að raða blómum“, sagði hún og benti á fallegan blómvönd inn á dragkistunni og Carol svaraði að það væri auðskilið þegar árangurinn yrði slíkur. Carol þvoði sér á baðinu, þar sem skínandi hvítt bað- kerið stakk í stúf við lága súð ina sem hægt var að snerta þegar maður lá í baðkerinu. Svo fór hún í óbrotinn bað- Barnadynur Sendum heim. , Sím! 12292. Kaupum hreinar prjónatuskur Baldursgötu 39 Opnar daglega Jd. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan dagimn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðsMptín. Ingóifs-Café. Dagskrá alþingis. Neðri deild: 1. Skemmtana skattsviðauki, frv. 2. Drag- nótaveiði í fiskveiðilandhelgi, frv. 3 Lántökuheimild til hafnarframkvæmda, írv. 4. Jarðræktar- og húsagerðar- samþykktir í sveitum, frv. Frá Guðspekifélaginu. Dögun heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Guðspekifélagshús- inu Sigurlaugur ÞorkelSson flytur erindi: „Hehnurinn um hverfis oss.“ Kaffiveitingar í fundarlok. Flugfélag tslands Millilandaflug: Gullfaxi fór til Glasgow og K.- hafnar kl. 8:30 í morgun. Flug- vélin er vænt- anleg til Rvíkur kl. 15.40 á morg un Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyr- ar, Bíldudals, Egilsstaða, ísa- fjarðar, Kópaskers, Patreks- | fjarðar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til saða, ísafjarðar, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. Loftleiðir. Leiguflugvél Loftleiða er væntanleg frá New York kl. 7.15 í fyrramálið. Fer til Glas gow og Amsterdam kl 8.45. Ríkisskip. Hekla er í Rvík. Esja er á Aust- fjörðum á suður- leið. Herðubreið er væntanleg til Rvíkur í kvöld frá Austfjörðum. Skjaldbreið til Hafnarfjarðar í gær frá er í Reykjavík. Þyrill kom Austfjörðum. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja Baldur fer frá Reykjavík í dag til Sands, Gilsfjarðar- og Hvammsfjarð arhafna. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Rostock. Arnarfell er á Dalvík. Jökul- fell er væntanlegt til Rvíkur Íí dag frá New York. Dísarfell er í Hangö. Litlafell er á leið til Hvalfjarðar frá Dalvík Helgafell er á Akureyri. Hamrafell á að fara í dag frá Palermo áleiðis til Batum. Eimskip. Dettifoss fór frá Liverpool 25/11 til Avonmouth, Bou- logne, Hull, Rotterdam og Hamborgar. Fjallfoss kom tii Antwerpen 25/11, fer þaðan til Rotterdam. Goðafoss kom til Reykjavíkur 21/11 frá New York. Gullfoss fer frá Rvík kl 17 í dag til Ham- borgar og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Akureyri í gærkvöldi til norður- og Aust fjarðahafna og Vestmanna- eyja og þaðan til New York. Reykjafoss kom til Rvíkur 24/11 frá Hamborg. Selfoss fer frá Siglufirði í dag til Ak ureyrar og þaðan aftur til Siglufjarðar, Lysekil, Khafn- ar og Rostock. Trölláfoss kom til New York 24/11 frá Rvík. Tungufoss fer frá Rvík í dag til ísafjarðar, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Dalvíkur, fírís- eyjar, Svalbarðseyrar, Akur- eýrar og Húsavíkur. Laftgjök- ull hefur væntanlega farið frá Gdansk 25/11 til iRvíkur Ketty Danielsén lestar 1 Hels ingfors um 27/11. A ir~! *:« Alþýðublaðið — 27. nóv. 1959 \\

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.