Alþýðublaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 5
WWIWMMWMWMMMMIMM* Hvað er að gerast 27. nóvetnber NEW YORK og KHÖFN, 27. nóv. (NTB-RB-AFP). James Knott, lögregluforingi í New York, hefur fycirskipað ná- kvæma rannsókn á öllum að- stæðum í samibandi við dauða Povl Bang-Jensens, þó að flest bendi til, að hann hafi framið sjálfsmorð. Ástæðan til, að rannsókn er samt hafin, er sú, að Bang-Jen- sen hafði nýlega sjálfur útilok- að þann möguleika, að hann tæki. sift eigið líf. Segir ung- verski flóttamannaleiðtoginn Bela Fabian, að Bang-Jensen hafi fyrix' skemmstu sagt við vin sinn, að þótt hann fyndist dauður einhvern tíma, mættu menn ekki halda, að hann hefði framið sjálfsmorð. Frú Helen Bang-Jensen hefur tilkynnt, að byssa sú, er fannst. ■■■BBHBBESHMffiaaœaBHHHB SÍS - með « fl fl ■ - B SIS efndi til skemmt H unar í Lido. Marga,r ræður voru J fluttar fyrir minni | hinna ýmsu deilda Sam h bandsins, en „viðeig- andi “lög spiluð á eftir. Til dæmis var lagið „Kiss of Fire“ leikið til heiðurs Samvinnutrygg- ingum. Erlendur Einarsson, for stjóri SÍS, flutti ræðu sem að nokkru leyti var tilraun til að sanna, að olíumálið væri Samband inu óviðkomandi og auk þess ekki það stórmál, sem margir vildu vera láta. Að hans ræðu lokinn var spilað lagið „Little Things Mean a Lot“. Sló þá þögn á við- ■ stadda. H flBBHBHflflHHflHflflflHBHflBH í hönd hins látn-a, hafi verið í eigu hans nokkurn tíma. En hún sagði, að maður sinn væri ekki af þeirri manngerð, sem fremdi sjálfsmorð. Þá var því slegið föstu í dag, að Bang-Jensen lézt á miðviku dag, en ekki á mánudag, eins Og í fyrstu var haldið. Reynir lög- reglan nú að hafa upp á fólki, er séð hefur hann á tímabilinu frá mánudagsmorgni, er hann ftV að heiman, og til miðviku- dagskvölds. Þó telur lögreglan enn, að sjálfsmorð sé líklegast. Yfirfærslur Framhald af 1. síðu. Fjölmargir hringdu í Alþýðu blaðið í gær og spurðu hvort búið væri að stöðva gjaldeyr- isyfirfærslur vegna þess, að lækka ætti gengið einhvern r.æstu daga. Virðast margir hissa á stöðvuninni í Útvegs- bankanum. En ástæðan er sem sagt eingöngu sú, er fyrr frá greinir. i HEYRZT hefur, að Hjört- ur Hjartar, forstjóri skipa deildar SÍS, hafi látið þau boð ganga út til sjómanna á sambandsskipunum, að þeir greiddu lista komm- únista atkvæði í Sjó- mannafélagi Rvíkur. En fullvíst má telja, að sjó- menn á sambandsskipun- um munu virða þetta boð Hjartar að vettugi, enda ekki um svo marga fram- sóknarmenn þar að ræða þó ótrúlegt megi teljast. BLAÐIÐ skýrði frá því í gær, að vopn hefðu fundist í sjónum, skammt frá Hafnar- firði. Þetta voru tveir her- mannarifflar og skammbyssa, sem hermennirnir stálu á Vell- inum og struku með til Reykja- víkur. Herlögregluna grunaði tvo hermenn um þetta og voru þeir handteknir fljótlega. 'Var ís- lenzk fylgikona þeirra með þeim. Samkvæmt frásögn banda- rísku upplýsingaþjónustunnar hafa nú verið handteknir 4 hermenn, sem álitið er, að hafi verið viðriðnir þetta mál. Eru þeir nú í gæzluvarðhaldi, bar til þeir verða leiddir fyrir dóm. Skýrsla Munros NEW YORK, (NTB-Reuter). — Allsherjarþingið getur aðeins fengið staðfest, að yfirvöldin í Ungverjalandi hafi lokið aftökum á ungl- ingum, sem þátt tóku í bylt- ingunni 1956, ef yfirvöldin leyfa fulltrúa allsherjar- þingsins að komast inn í landið og rannsaka ástandið. Þetta er ein af niðurstöðun- um, sem Sir Léslie Munro, fulltrúi þingsins í Ungverja- landsrpálinu, dregur í 4000 orða skýrslu sinni um þróun mála í Ungverjalandi eftir byltinguna. Var skýrslan birt í dag, og mun þingið sennilega hefja nýjar um- ræður í næstu viku. Sir Leslie kveður þær yf- irlýsingar ungverskra ýfir- valda gleðja sig, að ungling- um sé ekki lengur stefnt fyrir dómstóla, þeir dæmdir og teknir af lífi, en mótbár- ur hafi í sjálfu sér lítið gildi, þegar um sé að ræða að slá föstum upplýsingum. Hann telur, að aðildarríki SÞ mundu líta á það sem verulegt framlag til eðlilegs ástands, ef rússneskur her væri dreginn á brott frá Ungverjalandi. „Herinn er . enn á ungverskri grund, þrátt fyrir hvatningar um brottflutning, sem allsherj- arþingið hefur samþykkt“, segir í skýrslunni. Flokksþlng BUDAPEST, (NTB-Reuter). — Krústjov, forsætisráð- herra, mun verða formaður rússnesku nefndarinnar á sjöunda flokksþingi ung- verskra kommúnistaflokks- ins, er hefst á mánudag. Sféráfök TÓKIÓ, (NTB-Reuter). — Næsturn 500 manns særðust í alvarlegum óeirðum fyrir utan þinghúsið hér í dag, þar áf 12 alvarlega. 228 lög- reglumenn særðust, er 10 þús. manns í mótmælagöngu tróðu þá undir. 212 særðust af hinum. Það var japanska alþýðusambandið, sem hvatti til mótmælafundar- ins vegna fyrirhugaðrar sam þykktar þingsins á nýjum r öryggissáttmála Japans og Bandaríkjanna. Réffarhöld PAARL, (NTB-Reuter). — 81 maður, allir þeldökkir, í voru í dag kallaðir fyrir rétt * í Paarl í Höfðanýlendu, á- kærð r um þátttöku í óeirð- unum fyrr í mánuðinum, er einn maður lézt og 12 særð- ust. Óeirðirnar hófust 9. nóvember, er ríkisstjórnin tilkynnti þá ákvörðun sína að gera verkalýðsleiðtogann frú Elizabeth Mafekeng út- læga til héraðs í norðurhluta landsins. Frúin flúði síðariil Basutolands. Þeir, sem. stefnt er, eru á aldrinum 12 til 64 ára. Tvær konur eru í hópnum. Meðri deild sænska þingsins felldi veltuskatlinn. STOKKHÓLMI, (NTB-TT). — Neðri deild sænska ríkis- dagsins felldi í dag um sinn frumvarp stjórnar Alþýðu- flokksins um 4% veltuskatt með 117 atkvæðum gegn 107. Fyrr í dag hafði efri deild samþykkt frumvarpið með 77 atkvæðum gegn 70. Kommúnistar greiddu at- kvæði á móti frumvarpinu. Samkvæmt stjórnar- skránni fer nú fram sameig- inleg atkvæðagreiðsla um málið, þar sem hvor deild um sig greiðir atkvæði og Kínverjar í Bombay taka ame- rískan borgara og binda BOMBAY, (NTB-Reuter). - Starfsmanni í bandarísku ræðismannsskrifstofunni í Bombay hefur verið haldið með valdi í sex tíma í kín- versku aðalræðismannsskrif stofunni í borginni, eftir að hafa verið lagður í bönd, sagði talsmaður ræðismanns skrifstofunnar í kvöld. Hann var skanimaður allan tím- ann og teknar af honum myndir. Lögreglan skarst að síðustu í leikinn og frelsaði liann. Var síðan gert að minniháttar sárum hans á sjúkrahúsi. í kvöld var ekki hægt að ná sambandi við neinn tals- mann kínversku aðalræðis- mannsskrifstofunnar, er gæti staðfest eða borið á móti frétt þessari. Sagðl bandarískur full- trúi, að atburður þessi hefði gerzt, er Kínverji, er starf- aði við aðalræðismannsskrif stofuna, hafði beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. Var Kínverjinn yfirheyrður í bandarísku skrifstofunni í gær. — Ameríkumaðurinn, sem tekinn var, heitir Arm- strong og er liðþjálfi í land- gönguliðinu og varðmaður á í'æðismannsskrifstofunni. - Lögreglan í Bombay rann- sakar málið. atkvæðaíölurnar eru síðan lagðar saman. Sú atkvæða- greiðsla fer fram á þriðju- dag. Atkvæðagreiðslan í neðri deild fór fram eftir ákafa umræðu, þar sem tóku til máls Erlander, forsætisráð- herra, og Straeng, fjármála- ráðherra, og leiðtogar hinna þriggja andstöðuflokka stjórnarinnar. Samkvæmt samningi flokkanna sátu þrír jafnaðarmenn hjá, þar eð þrír þ'ngmenn stjórnar- andstöðunnar höfðu lögleg forföll. I báðum deildum hafði Erlander lýst því yfir, að stjórnin mundi segja af sér, ef meirihluti þingsins yrði á móti henni. Búizt er við, að kommúnistar muni ekki greiða atkvæði við úrslita- atkvæðagreiðsluna og þar með verja stjórnina falli. Auksfundur WASHINGTON, (NTB-Reu- ter). — 12-ríkja ráðstefnan um Suðurskautslandið hefur ákveðið aukafund á laugar- dag til að ná samkomulagi tezta samnings, er geri land- ið að hlutlausu svæði. Hníf- urinn ^tendur í grein, er á- kveður bann við tilraunum með hvers konar kjarnorku- vopn, þar til alþjóðasamn- ingnr er gerður. I iwwwmmmmmiMíimimmimmimimiimmmhmmmmmmmmmmmmimmmmimmmmmmv Áttræður á morgun: Sendir til U.S.U. I fang FJÓRIR bandarískir her- menn á Keflavíkurflugvelli stálu vopnum þar fyrir tveim mánuðum og fóru síðan með þau til Reykjavíkur. Banda- ríska herlögreglan og íslenzka lögreglan umkringdu húsið þar sem þeir voru. Hermcnnirnir voru síðan leiddir fyrir herrétt. Hafa þeir fjórir nú verið sendir til Bandaríkjanna til þess að afplána tveggja ára fangelsi og nauðungarvinnu. Þeir voru reknir úr hernum með skömm, misstu laun sín og auk þess öll þau réttindi sem uppgjafahermenn njóta. feitimiti! ÁSGEIR Jónsson rennismið- ur, Nóatúni 28, er áttræður á morgun. Hann er sjúkur um þessar mundir og dvelur í Landsspítalanum. Ásgeir Jónsson fædd'st að Svínaskógi á Fellsströnd þenn- an dag árið 1879. Foreldrar hans biuggu þar, en fluttust síð ar að Nóavík í Ólafsvík. Ásgeir var snemma mjög gefinn fyrir smíðar og sigldi hann til Dan- merkur og nam þar rennismíði. Árið 1908 kvæntist hann Guðrúnu Stefánsdóttur frá Kverná í Grundarfirði og hófu þau búskap í Stykkishólmi. Ár- ið 1911 fluttust þau til ísa- fjarðar, en þar gerðist hann hluthafi og starfsmaður í vél- smiðjunni Þór. Árið 1936 flutt- ust þau til Reykjavíkur, vann Ásgeir fyrst hjá Ormsbræðr- um, en síðan hjá Héðni, en á sumrum var hann starfsmaður við síldarverksmiðjuna á Hjalt- eyri. Ásgeir hætti að vinna í fasta- vinnu fyrir þrettán árum vegna lasleika, en hann hefur ekki setið auðum höndum. Hann hefur renn:bekk heima hjá sér og notar hverja stund til smíða ýmiskonar muna, enda er hann listamaður og hafa margir listmunir komið úr höndum hans. Ásgeir Jónsscn hefur alla tíð verið mjög list- elskur maður. Hann hefur haft mestan áhuga fyrir hljómlist, en einnig héfur hann mikinn áhuga á öðrum listgreinum. Meðan hann var á ísafirði starfaði hann mjög í Lúðra- sveitinni þar og var meðal annars formaður hennar um langt skeið. Ásgeir er Ijúfur í lund og léttlyndur, umburðarlyndnr cg drengur hinn bezti. Við vinir hans og félagar vonum að hann komi sem fyrst heim til sín að rennibekknum í Nóatúni og- hinnar ágætu konu sinnar, he lsugóður og bjartsýnn eins? og hann hefur alltaf verið Alþýðublaðið — 23. nóv. 1359 Cj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.