Alþýðublaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.11.1959, Blaðsíða 10
mm0Ms FRIÐRIK Ólafsson hlaut sjöunda sætið í keppninni um réttinn til að skora á heims- meistarann. Hann hlýtur því að teljast áttundi bezti skák- meistari í heimi, þriðji bezti utan Sovétríkjanna og beztur vestantjalds í Evrópu. ísland var eina smáríkið, sem átti fulltrúa á áskorenda- mótinu. Hin ríkin voru Sovét ríkin, Bandaríkin og Júgó- slavía, hið síðastnefnda er að- eins hundrað sinnum fólks- fleira en ísland. Þetta mættu þeir menn hugleiða, sem á síðustu tveim mánuðum hafa skapraunað sjálfum sér og öðrum með hugleiðingum og skeggræðum um lélega frammistöðu Friðriks í Júgó- slavíu og hugsanlegar orsakir hennar. Ef við göngum út frá því, að Friðrik sé bezti skákmað- ur í heimi að upplagi, og lofts- lagið á fslandi sé hentugra til skákiðkana en annars staðar, Taflfélag Reykjavíkur búi bet ur að félögum sínum en nokk ur önnur skáksambönd, og Friðrik eigi hér mýgrút af skæðum keppinautum, sé orð- inn 40 ára, hafi yfirleitt heppn ina með sér við skákborðið og fáist við skák eingöngu, höf- um við réttilega vænzt þess að hann yrði heimsmeistari. Nú vitum v'ð hins vegar að Taflfélag Reykjavíkur á ékk- ert húsnæði, Friðrik er aðeins 24 ára, og hefur frá því að hann var sextán ára aðeins einu sinni tapað kappskák gegn landa sínum, þótt heppn- in elti hann ekki meira en aðra menn. Auk þess er ó- sannað að skákloft sé hér meira og betra en annars staðar eða Friðrik bezta upp- lag í heimi. Ég tel því að við getum verið hreyknir af frammi- stöðu Friðriks án þess að til- Iit sé tekið til aðstæðna og enn hreyknari ef við létum svo lítið að kynna okkur að- stæður þótt í litlu væri. Við bjóðum Friðrik velkominn heim og þökkum honum ferrir frammistöðuna fyrr og síðar. Eftirfarandi skák var snar þáttur í baráttunni um efsta sætið í áskorendamótinu, með sigri sínum í henni stakk Tal höfuðkeppinaut sinn, Keres, af að fullu og öllu. Úrslitaskák. SIKILE Y J AR V ÖRN. Hvítt: Keres. Svart: Tal. 1. e4—c5 2. Rf3—e6 3. d4—cxd4 4. Rxd4—a6 5. Bd3— Þennan leik lék Smyslov gegn Tal í fimmtándu umferð með góðum árangri. 5. —Rc6 6. Rxc6—dxc6 Þessi leikur er betri heldur en 6. —Bxc6, eins og Tal lék í skákinni gegn Smyslov í fimmtándu umferð. 7. 0-0—e5! 8. Rd2—Dc7 9. a4—Rf6 10. Df3— Upphaf vafasamrar kóngs- sóknar. Til greina kom 10. a5 eða 10. b3. 10. —Bc5 11. Rc4—0-0 12. Re3—He8 13. Bc4—Be6 14. Bxe6—Hxe6 15. Rf5—g6 16. Rh6t—Kg7 17. Hdl—Hg8 18. Hxd8?— Upphaf rangrar leikfléttu. 18. —Dxd8 19. Bg5—Dd4 Hótar 20. —Dxf2; 21. Dxf2— Bxf2; 22. Kxf2—Re4t; 20. h4—Dxb2 21. Hdl—Bd4 Þvingað vegna hótunarinnar 22. Hd7. 22. IId3— Hótar 23. c3 22. —dxc2 23. Hxd4—exd4 24. e5—Kf8! Nú kemur loks í ljós að leik- flétta hvíts sem hófst í 18. leik er röng. Tal hafði reikn- að einum lengra en Keres. 25. exf6— 25. Bxf6 strandar á Dclt. Svartur hefur nú mun betra tafl þar eð sókn hvíts er runn- in út í sandinn. 25. —Dc3 26. Dg4—Delt 27. Kh2—Dxf2 28. Dh3—Del 29. Db3—b5 30. axb5—cxb5 31. Da3t—b4 32. Db3—De5t 33. Khl—Del 34. Kh2—Ðe5 tímahraki!? 35. Khl—Dd6 36. Kgl—d3 37. Ddl—Dc5t 38. Khl—Dc2 39. Df3—d2 40. Bxd2—Dxd2 Hvítur gafst upp. Ingvar Asmundsson. Tal í kvöld kl. 9. CITY SEXTETTINN ásamt söngvaranum Þór Nielsen skemmta. Skemmtiatriði: Gestir fá að reyna hæfni sína í dægur- lagasöng. Aðgöngumiðasala kl. 4—6 og eftir kl. 8. Sími 13191. IÐNÚ. FÉLAG íslenzkra myndlistar manna heiðrar þessa dagana Svavar Guðnason listmálara fimmtugan með því að halda yfirlitssýningu á verkum hans í Litsamannaskálanum. Eru þar til sýnis sum af fyrstu verk- um listamannsins eða frá ár- unum 1934 og allt til síðustu tíma samtals 74 myndir. Svavar GuSnason dvaldist við myndlist í Danmörku frá 1937 til stríðsloka. Fram til þess að hann kom heirn aftur, var hann lítt kunnur héi' í höfuðborginni, en þó eru mér minnisstæðar nokkrar vatnslitamyndir, sem voru hér á einstaka heimilum. Þær gáfu til kynna ótvíræða listræna hæfileika og ríka sköp- unargáfu. Þessar fyi'stu myndir voru fínar natúralistiskar stemningar og var skemmtilegt að sjá fleiri myndir af því tagi á sýningunni. Fyrsta sýning Svavars hér í bæ er mér ógleymanleg, enda mun hún hafa orkað sterkt á marga. Myndirnar voru allar eða flestar málaðar íDanmörku, hrjúfar en ferskar. Hr einn and- blær frá íslenzkri náttúru enda þótt þær væru allar óhlutkennd ar eða abstrakt. Svavar er tvímælalaust einn okkar beztu myndlistarmanna og er þessi sýning sönnun þess. Það er athyglisvert að sjá hve ríkum listrænum hæfileikum Svavar hefur verið gædd.ur strax í upphafi ferils síns. Þessi sýning Svavars er merk ur viðburður í myndlistarlífi okkar og gefur allgóða yfirsýn yfir listabraut Svavars. Að vísu vantar sum stærstu og beztu verk hans á sýninguna, en heildarblærinn er heillandi. — Þar hefur verið unnið að lífs- gleði og einlægni. Ég vil nota tækifærio til að óska Svavari Guðnasyni til ham ingju með þessi merku tímamót og ágætu sýningu. Enginn sem ann íslenzkum listum má láta hjá líða að líta inn í Listamannaskálann þessa dagana. G. Þ. - S ☆ NYJAR BÆKUR * Fólk og fjöll eftir Róberg G. j Snædal. RÓSBERG G. SNÆDAL hefur nú sent frá sér nýja bók, Fólk og fjöll, tólf þætti. Hér er aðallega um að ræða frásagnir um eyðibýli og fjallaslóðir á Norðurlandi og þætti um byggðir og búalið. Hefur höfundur flutt sumt í útvarp við ágætan orðstír. Nöfn þáttanna eru þessi: Inn milli fjallanna, Gengið á Víðidal, Skyggnzt um í skörðum, Skroppið í Skála- hnjúksdal, Hinkrað við á heimskautsbaugi, Sýsiu- mannsfrúin í Bólstaðarhlíð, Óðurinn um eyðibýlið, Sælu húsið á hálsinum, Hrakhóla- börn, Grafreiturinn í Grjót- lækjarskál, Lykillinn að skáldinu í manninum, Fáein orð í fullri meiningu. Rækilega unnin nafnaskrá er aftan við bókina, sem er 190 blaðsíður að stærð, gefin út á Akureyri af Bókaútgáf- unni Blossinn. „Isleozkl iíiannlíf,,l nýft bindi komið úf ANNAÐ bindi ritsafnsins Helgason er nýkomið út, en það er safn frásagna af ís- lenzkum örlögum og eftir- minnilegum atburðum. Bók- in er myndskreytt af Hall- dóri Péturssyni. í þessu bindi eru ellefu þættir, eða jafn- margir og í fyrra bindinu. Bókin hefst á rómantísk- um þættinum „Landskuld af Langavatnsdal“. Fyrra bindi þessa verks, sem út kom fyrir síðustu jól, var mjög vel tekið og hlaut hina lofsamlegutsu dóma. — Var það ófáanlegt allmörg- um dögum fyrir jól, þar eð ekki vannst tími til að binda allt upplagið. Mun það nú fáanlegt aftur. Útgefandi er Iðunn. Bókin er vel o’g smekklega gefin út. Bók um frægan njósnara ÚT er komin hjá Iðunni bók um hinn fræga njósnara úr síðustu styrjöld, dr. Rich- ard Sorge. Nefnist bókin Njósnarinn Sorge og er rituð af Hans-ótto Meissner, sem var samstarfsmaðúr Sorge og honum nákunnugur. Það er samhljóða álit hinna dómbærustu manna, að ■ Sorge hafi valdið þátta- skilum í síðustu styrjöld með óvenjulega árangursríku njósnastarfi sínu. Bókin segir frá njósnum Sorge í Tokio og lífi hans þar, sem var iitríkt og ævin- týralegt. Inn í meginfeni þessarar frásagnar fléttast svo ástarsaga, og einnig ber bókin lesandanum ferskan andblæ af iðandi lífi og lit- auðgi hinnar austurlenzku stórborgar. — Andrés Krist- jánsson þýddi bókina. Greffir í Ifobók FRÁ bókaútgáfunni „Hung- urvaka“ er komin út litabók, sem Halldór Pétursson hefur teiknað. Hún er byggð á Grettissögu og heitir „Grett ir sterki“. í bókinni eru 24 heilsíðu- teikningar handa börnunum að lita, en undir hverri mynd er texti, sem skýrir atburð- inn, sem þar er sýndur. Bókin gefur börnunum þannig dálitla innsýn í Grettlu. Litabókin „Grettir sterki“ verður í tveim bindum, og er þetta fyrri hlutinn, sem nú er komin ná markaðinn. Tvær unglingabækur effir Enid Biyfcn IÐUNN hefur sent á mark aðinn tvær barna- og ung- lingabækur eftir Enid Bly- ton, höfund hinna víðfrægu ævintýrabóka. Önnur heitir Fimm á Smygla^ahæð og er fjórða bókin í flokki bóka um „fé- lagana fimm“. Eru þær bæk- ur ekki síður vinsælar en ,,Ævintýrabækurnar“ og eiga stóran lesendahóp. Hin heitir Ballintáta og er hin fyrsta af þx'emur bókum um baldinn telpuhnokka, sem sendur er í heimavistar- skóla. Þar skeður margt ó- vænt, og í ljós kemur, að baldintáta litla er bæði góð og hugrökk stúlka. Báðar eru þessar bæk-ur prýddar fjölda mynda.. rrGrannur án siilfarr ny megrti KOMIN er út bók urc mataræði og offitu, er nefn- ist Grannur án sultais:. Höf- undurinn, Erik-Olaf Hansen, hefur ritað margt um heilsu fræðileg efni og getið sér fyr ir góðán orðstír'. Kristín Öl- afsdóttir læknir þýddi bók- ina, en IÐUNN gefur út. Bók þessi byggir á 'iiýjum vísindalegúm tilraunum, sem i/arpað hafa algérlega nýJu ljósi á orsakir offitu og afsannað ýmsar eldri kenn- ingar-. Þannig er þarflaust að svelta sig, þótt menn viíji grennast, þvert á móti má borða sig vel saddan af kjarnafæðu, en grennast samt. Sajnsetning fæðunnar, en ekki fæðumagnið, skiptir höfuðmáli. Það eru koivetn- in, sem fyrst og fremst þarf að vara sig á. í bók þessari er á l.jósan og alþýðlegan hátt sagt frá hinum nýju megr.unaraoferð um, og þar er að finna ýtar- legar töflur um magn kol- vetna, hvítu og fitu í öllum algengum mat. Á kápu bókarinnar eru bii't ummæli ýmissa kunnra danskra lækna, þar sem þeir Ijúka miklu lofsorði.á bók- ina. 10 28. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.