Skírnir - 01.01.1832, Blaðsíða 25
25
Praussen. I ríki þcssu urí5u á ftessu tíma-
bili engin serlig tíÖindi, [>au er her veröi talin,
en allt fór þar fram einsog aö undanförnu. Menn
þykjast liafa tekiS eptir því, að konúngr haldi
fram meira einræði í stjórninni, enn híngaðtil,
og hindi þánkafrelsi þegna siuna í þreyngri skorð-
ur, enn nauðsyn er til, og viðgengst annarstaðar í
upplýstum ríkjum, og þykir líkligt, að það muni
satt vera. Sýuiligt var og meðliald það, er stjórn-
in livörvetna sýndi Rússum í stríði þeirra við
Póiska, þótt hún löti í veðri vaka fullkomið af-
skiptuleysi af hvorutveggja inálcfnum. þannig
áttu Rússar í ríki þessu forðabúr sitt og vissar
nauðsynjar, skjólgarð og athvarfsstað, hvar þeir á
llóttanum gátu látið fyrirberast, hvíit sig og snúíð
svo aptr til nýrra frægðarverka. Yíirforíngi
Pólskra, Skrzíneckí, ritaði konúngi bref í suraar,
og kvartaði yfir aðferð þessari, og taldi dæmi til
staðfestu orðum síuum; en konúngi þóknaðist ekki
að veita lionum andsvör, og sendi hrefið aptr til
baka ólesið, en inniliald þess varð kunnigt, og
þókti gánga nær sannindum. Til launa fyrir að-
stoð þessa fluttu Rússar Chólerasóttina inní rík-
ið, er síðan varð allmannskæð, og þótti það ilia
útilátið. Hvörn dóm þjóðin lagði á aðstoð þessa,
var ljóst af bænarbréfi þ.ví, er borgarmenn í Kön-
igsbergi í sumar rituðu konúngi sinum; báðu þeir
í því konúnginn með mörgum og fögrum orðum
að stofua eigi þjóðinni i svo mikil vandræði; en
konúngr lét svara, að hann af náð sinni í þetta
skipti vildi láta dyrfsku þeirra óstraffaða, en að
öðru leiti mundi hann fara með öllu, sem honum