Skírnir

Årgang

Skírnir - 02.01.1858, Side 11

Skírnir - 02.01.1858, Side 11
XIII handrit: 1) nokkrar ritgjörhir eptir hann sjálfan: a) Leiferéttíngar til Arbóka Espólíns um andlát ymsra manna m. fl. h'ks efnis; b) um sterka menn á 18du öld; c) um ríka menn á íslandi ab fornu og nýju; d) um sterkustu menn á íslandi frá lokum lódu til loka 18du aldar; e) um mestu veizlur á íslandi; f) um gamalt fólk áíslandi; g) formáli fyrir ágripi úr sögu Islands. — 2) sögu Jóns Olafssonar Indíafara. þessa bók hafbi sira Jón útvegab félaginu hjá Jónasi bóndá Jónssyni í Sigluvík í Eyjafirbi, og hefir hún gengib í arf hjá þeim lángfeögum, forfeðrum hans, frá sira Sigfúsi Sigurbs- syni á Felli (1769—1796). Sira Jón sendi félaginu bókina 1856 um haustifc, en vér höfum fyrst heimt hana nýlega. þau ummæli hafa legife á handriti þessu, afe þab væri eigin hönd höfundarins og sonar hans; en þetta er þó ekki, heldur er bókin ritub meb fleirum en tveimur höndum, en þó öll á 17du öld, líklega um og í kríngum 1680. Sögunni er hér skipt í þrjá þætti, eba parta. Fyrsti partur er í 32 kapítulum, og er æfisaga Jóns til þess hann fór af stað til Indialands 1618; upphafið og tvær næstu blaðsíður eru ritaðar með annari hendi en hitt af þessum hluta bókarinnar, en hvorttveggja með góðri hönd frá hérumbil 1660 eða litlu fyr, og virðist svo sem hvorttveggja sé hönd einhvers prests þar vestra. Annar parturinn er 33 kapítular, og segir frá ferðum Jóns þar til hann kom aptur til íslands; framanaf þessum parti, fram í 16da kap., og aptanaf, frá því í 31. kap., er ritað með hendi Magnúsar Magnússonar, sem var sýslumaður í ísafjarðar sýslu 1656 og þar eptir allt fram yfir 1680, en miðkaflinn er ritaður meb sömu hendi og allur þorrinn af fyrsta parti. þriði partur er í 9 kapítulum, og segir frá æfi Jóns Olafssonar, fyrst í Kaupmannahöfn, eptir það hann kom úr Indíaferð sinni, og síðan á íslandi, til dauða hans 2. Mai 1679; þetta er einnig ritað með hendi Magnúsar sýslumanns, en „eptir fyrirsögn Olafs Jónssonar, eptir því hann frekast minnast kann, eptir síns sáluga fóðurs frásögn”. þar aptan vib fylgja þrjú bréf, sem snerta Jón Olafsson, og seinast registur yfir kapítula bókarinnar, allt með hendi Magnúsar sýslumanns; hann hefir einnig ritað efnis-yfirlit yfir hverri blaðsíðu, en nú er það víða trosnað af, því bókin er orðin fornfáleg. Með bók þessari fylgir blab, sem Daði heitinn Níelsson hefir ritað á um 4 handrit af sögu Jóns Indiafara, sem hann hafði séð, en öll

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.