Alþýðublaðið - 12.12.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.12.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: AlþýBufloMcurlnn. — Framkvæmdastjóri: Ingðlfur KrlstjánMoa. — Ritstjórar: Benedlkt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi SæmundssoB (áb.). — Fulltrúi ritstjómér: SÍgvaÍdí Hjálmarsson. — Fréttastjóri: BJörg- Tin GuSmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýe- ingasiml 14 909. — Aðsetur: AlþýðuhúsiS. — Prentsmifiia Alþýðublaðslna. Hverfisgata 8—10. Markmið og leiðir ÞAÐ er vissulega eðlilegt, að Morgunblaðið ræðir mikið um þá þróun, að jafnaðarmenn í mörg um löndum Vestur-Evrópu eru að hverfa frá þjóð- nýtingaráformum sínum. Hins vegar er athyglis- vert, að á sama tíma sem þetta málgagn Sjálf- stæðisflokksins fagnar slí'kum tíðindum utan úr heimi, eru Sjálfstæðismenn að auka þjóðnýtingu hér uppi á íslandi. Það var til dæmis með samþykki Sjálfstæðis- manna, að Sementsverksmiðjan var þjóðareign frá upphafi. Sjálfstæðismenn hafa nýverið aukið bæj- arrekstur Reykjavíkur með kaupum á fiskiðjuveri, og Reykjavíkurbær er sennilega eina höfuðborg veraldar, sem rekur útflutningsverzlun með fisk. Þessi dæmi styðja þá skoðun, að íslendingar eigi að taka afstöðu til þjóðnýtingar eftir íslenzk- um aðstæðum. Það er vissulega Q.thyglisvert að heyra fregnir af stefnubreytingu jafnaðarmanna er lendis í þessum efnum, en hér á landi hafa þeir ekki haft á stefnUskrá sinni meiriháttar þjóðnýt- ingu eldri atvinnugreina. Hér varð þessi stefnu- breyting fyrir allmörgum árum. Þjóðnýting er ekki takmark — heldur að- eins leið að takmarki. Það hefur verið og er grundvallarstefna jafnaðarmanna að tryggja fulla atvinnu og lífvænleg laun fyrir alla lands- menn. Aður fyrr virtist ókleift að ná þessu marki nema með þjóðnýtingu á helztu atvinnutækjum þjóðanna. Nú hefur ríkisvaldi hvarvetna vaxið svo ásmegin, að hægt er að tryggja fulla atvinnu og réttláta tekjuskiptingu án þjtjðnýtingar á mörgum sviðum. Hér á íslandi er meiri þjóðnýting en í flestum öðrum löndum, utan kommúnistaríkjanna. Þetta stafar af landsháttum og er varla alvarlegt deilu- efni meðal íslendinga. Varla fer Morgunblaðið að leggja til í alvöru, að Síldarverksmiðjur ríkisins verði seldar, að raforkuverkin verði seld, að Bæj arútgerð Reykjavíkur verði leyst uf o. s. frv. Ef slíkar tillögur koma fram í alvöru, er hætt við að ýmis viðhorf stjórnmálanna mundu breytast. Það eru litlar líkur á því, að margir íslend- ingar telji það lausn á vandamálum þjóðarinnar að þjóðnýta verzlunina, kaupskipaflotann, bátaflot- ann og frystihúsin, verksmiðjuiðnaðinn eða flug- félögin. Hins vegar munu flestir sammála um að byggja stóriðju, sem verður að mestu þjóðareign frá 'byrjun, efla bæjarútgerð og tryggja henni vinnsluaðstöðu, auka raforkuframkvæmdir rí'kis- ins o. s. frv. Þannig skulum við meta íslenzkar aðstæður taka þjóðnýtingu í þjónustu okkar, þar sem hún virðist hafa augljósa kosti. Hins vegar er ekki skjm samlegt að gera þjóðnýtinguna að trúsratriði. Hún er ein af mörgum leiðum að því marki, sem jafnað armenn trúa mest á: Að tryggja fulla atvinnu og réttláta skiptingu tekna. MRSCAFE Dansleikur í kvöld 4 13. des. 1959 — í TILEFNI 15 ára afmælis Iðnnemasambands Islands, birtist hér í blaðinu stutt grein um sögu og tilgang Iðn- nemasambands íslands: Iðnnemasamband íslands var stofnað 23. september 1944. Fimm starfandi iðn- nemafélög í Reykjavík stóðu að stofnun þess. Þessi iðn- r.emafélög voru: Félag bifvéla virkjanema, Fél. pípulagn- inganema, Fél. rafvirkja- nema, Fél. járniðnaðarnema og Prentnemafélagið í Reykja vík. mikið starf sem þeir höfðu fengið í hendur, enda reynd- ust þeir vel og brutu iðnnem- um leið til betri kjara og betri fræðslu. Við iðnnemar, sem nú stundum nám í hin- um ýmsu iðngreinum, stönd- um í mikilli þakkarskuld við þá menn sem hófu baráttuna fyrir sig og okkur, sem kom- um á eftir. Á fimmtán ára afmæli Iðn- nemasambands íslands er margs að minnast í baráttu iðnnema fyrir bættum kjör- um og bættri fræðslu. Launamálin hafa oftast ver- ið efst á baugi meðal baráttu- mála iðnnema og eru það enn, og munu verða það meðan iðnnemar fá ekki viðunandi laun. Það er blettur á okkar þjóðfélagi hve iðnnemar hafa lág laun. Laun iðnnema eru nú sem hér segir: Á 1. ári 30% af kaupi sveina. Á 2. ári 35% af kaupi sveina. Á 3. ári 45% af kaupi sveina. Á 4. ári 50% af kaupi sveina. Á þessu er hægt að sjá, að það er ekki furða þótt iðn- nemar geri sér þetta ekki að góðu. Iðnnemar hafa sett markið hærra og þeir munu berjast þar til þeir fá viðun- andi kjör. Á síðasta þingi Iðnnema- sambands íslands, sem var hið 17. í röðinni, voru launamál iðnnema mikið rædd eins og Eyjóifur Sigurðsson, varaformaður INSÍ Sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum við Af þessum fimm framan- töldu félögum eru aðéins tvö þau síðasttöldu sem starfa enn þann dag í dag. Það sem aðallega hvatti þessi iðnnemafélög til að stofna heildarsamtök meðal iðnnema, var það, að iðnnem- ar töldu sig standa betur að vígi sem ein heild, heldur en að starfa hver í sínu félagi. Eins og gefur að skilja þá kom það oft fyrir að iðnnem- ar voru ekki ánægðir með námið hjá meisturum sínum, aðallega vegna þess að þeir voru kannski meginhluta náms síns við svokallaða ,.massaframleiðslu“, þeir voru látn'r vinna við það verk sem meistarinn taldi sig hafa mest upp úr. Þegar nemar töldu á sér níðst kærðu beir til Iðnnema- sambands íslands og stjórn þess reyndi eftir megni að hjálpa nemanum til að fá leið- réttingu mála sinna. Það kom fljótt í Ijós hve mikil þörf hafði verið á stofn- un I.N.S.Í. Mörg kærumál bárust stjórn I.N.S.Í. og margt gerði stjórn þess, sem bætti hag iðnnema. í fyrstu stjórn Iðnnema- sambands íslands voru kjörn- ir Óskar Hallgrímsson form., Sigurður Guðgeirsson vara- form., Egill Hjörvar, ritari, Kristinn Guðjónsson gjaldk., Sigurgeir Guðjónsson meðstj. Þessir menn, sem stóðu í broddi fylkingar fyrstu árin, vissu að það var erfitt og endranær, og einróma" sam- þykkt að stefna að því að laun iðnnema yrðu sem hér segir: Á fyrsta ári fái iðnnemar 40% af kaupi sveina. Á öðru ári fái iðnnemar 50% af kaupi sveina. Á þriðja ári' fái iðnnemar 60% af kaupi sveina. Á fjórða ári fái iðnnemar 70% af kaupi sveina. Þetta er takmark sem við iðnnemar höfum sett, og stefnum að og munum stefna að, þar til úr rætist. Snúum okkur nú að öðru máli sem mikið hefur verið rætt á þingum Iðnnemasam- bands íslands. Það er iðn- fræðslan. Nú loks á síðari árum hafa verið stofnaðir tveir verk- námsskólar við Iðnskólann í Reykjavík. Það eru Prent- skólinn og Verknámsskóli raf virkja. Með stofnun þessara skóla var stigið stórt spor í rétta átt, þó reyndar sé þetta aðeiris til bóta fyrir tvær iðn- greinar. En þetta er byrjunin og gefur öðrum fordæmi. Þeir nemar, sem stundað hafa nám í þessum verknámsskól- um, eru einróma samþykkir því, að þessir skólar hafi verið bráðnauðsynlegir, og fullyrða að beir mvndu aldrei fá eins fullkomna kennslu á vinnu- stöðum. Það var kominn tími til að gert væri eitthvað til þess að gera íslenzka iðnaðar- menn að góðum verkmönnum. Það væri ekki óeðlilegt að hið opinbera reyndi að flýta fyrir því að sem flestir verk- námsskólar, í sem flestum iðn greinum, yrðu settir á stofn hið fyrsta. Til þess að þ.jóðrn geti eign- ast góða og nýta iðnaðarmenn og íslenzkur iðnaður orðið samkeppnisfær við iðnaðar- framleiðslu annarra þjóða, þurfa íslenzkir iðnaðarmenn að fá fullkomna kennslu, og þá fyrst og fremst verklega kennslu. Er við iðnnemar minnumst fimmtán ára afmælis heildar- samtaka okkar, skulum við minnast þess að þó mikið hafj áunnist á þessum árum, er margt ennþá óleyst. Höfum því það í huga að sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum við. Afmælishóf f TILEFNI af 15 ára afmæli Iðnnemasambandsins verður haldinn fagnaður í Tjarnarkaffi í kvöld og hefst hann kl. 9. Þar flytur Sigurjón Péturs- son, formaður sambandsins, ávarp, og Þorsteinn O. Step- hensen leikari les upp. Þá verða ýmis konar skemmti atriði og að lokum dans. Iðnnemar eru hvattir til að fjölmenna á afmælisfagnaðinn og taka með sér gesti. Núverandi stjórn Iðnnemafélagsins, talið frá vinstri: Jóhannes B. Jónsson rafvirkjanemi, ritari; Adolf Tómasson, járniðnaðar- nemi, varaniaður; Sigurjón Pétursson, húsaþmíffanemi, for- maður; Guffbergur Guðbergsson, járniðnaðarnemi, meðstjórn- andi; Eyjólfur Sigurðsson, prentnemi, varaformaður; Trausti Finnbogason, prentnemi, gjaldkeri. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.