Alþýðublaðið - 18.12.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.12.1959, Blaðsíða 4
 ' . : ■ iilll'í-SÍVi iflll Frásögn kínversku sjóræningja- konunnar Fu af ævinffraiogu lífi sínu á árunum 1931=1945 Bók þessi er æsispennandi frásögn kínversku stúlkunnai? Fu af ævintýralegu lífi sem sjóræningi í Austurlöndunj. Á unga aldri var hún seld mansali fyrir 30 silfursent og var þá gefið nafnið Ferskjublóm, og flutt til sjóræn- ingjaþorpsáns Tamsui á milli Hong cong og Kanton. Sautján ára iáð aldri dróst hún inn í ringulreið styrjaldar- innar milli Kínverja og Japan og var tíðum þar, sem mest var um að vera. Hún sinnti tengu fornum erfðavenj- um, heldur ákvað að berjast einarðtega fyrir lífi sínus og hið fagra Ferskjublóm breyttiist í tígrisdýrið Fu. í bók- inni segir frá þessu ósigrandi ævi ntýrakvendi, lifi hennar og löstum. Lesandinn fær að fylgjast með atburðunum við Perlufljót á árunum 1938—1945: Brunanum mikla í Kanton — Falli miiljónaborgarinnar Hong Kong — Njósina- og lastabæl inu Maeoa — Kj arnorkuárásinni á Hiroshima og fleiri skelfingum þessara umbrotatíma. Alls staðar kemur tígrisdýrið Fu við sögu — £ blíðu og stríðu -— í ást og hatri — í manndrápum og mannkær- leika. í þessari spennandi bók er fléttað saman örlögum hins gulu og hyíta kynstofns í margslungnum ævintýruiB og æsandi atburðum. Spennandi lesefni fyrir konur sem karla unga og gamla. ÓDÝR ÓDÝR Hentug jólagjöf 300 bla&íðyr i Kaflafyrirsagnir sem gefa hugmynd um spennandi efni bókarinnar: — 1. Flóttinn frá Kanton — 2. Sjóræningjaþorpið Tamsun — 3. Eldri- bróðir Tams — 4. Þrír svartir djunkar — 5. Brosandi sigur — G. í Macao — 7. Flugmenn gegn sjóræningjum — 8 Undir sólfána Japans — 9. „Háttvirta höfuðsmannsfrú'f — 10. Hong Kong fellur — 11. Kventígrisdýrið leitar sér maka — 12. Neyðaróp frá Lamaey -— 13. Bölvaður kvensniftir — 14. Lýst efíir fjórum — 15. „Str íðsglæpamenn“— 16. Hríseynni — 17. í ópíumhúsinu — 18. Hiroshima — 19. „Hju Fu“. Stórholtsprenf, simi 19-150 Framhald af 2. síðu. verðlag frá 1. september. Það er furðulegt ákvæði. því að með því verða lögin látin gilda fyrir liðinn tíma. Það er hættulegt for dæmi. I EN SAMKOMULAG er ekki j áðalatriðið, heldur afleiðingar ■samkomulagsins. Ég endurtek: i Ef hækkun verður á verði land- , búnaðarafurða, eru sprengdar í j loft upp þær tilraunir, sem gerð- ■ar hafa verið og'gerðar verða um stöðvun dýrtíðar og verð- ■bólgu. — Þetta er aðalatriðið. Hannes á horninu. V- 4 18. des. 1959 Á fuliri ferð Framhald af 13. síðu. lenzks þjóðlífs á fyrstu ára tugum þessarar aldar og ber þess órækan vott, að höfund- ur hefur kunnað vel að geyrna vöggugjafir sínar, glaðan hug og gott hjaitalag. Oscar Clausen lengi skrifi! Bjarni Vilhjálmsson. Framhald af 2. síðu. Nærfærnislegastur er þátt- urinn af Árna Jónssyni Geit- Alþýðublaðið eyingi, íslenzka hugvitsmann- inum, sem ■ starfaði og dó í framandi landi, en voldugust sagan af landskuld Langa- vatnsdals. Nú leita íslending- ar á öræfaslóðir sér til hress- ingar og dægrastyttingar í sumarleyfum og hrífast af sólskini og gróðri fjallheim- anna og annarri tign náttúr- unnar. En þar hefur gerzt viðburðarík örlagasaga, og Jón Helgason rekur þau grónu spor, les minningarún- ir, sem dyljast í ásýnd lands- ins, og breytir þeim í merki- legar bókmenntir handa nú- tíð og framtíð. Geri hann svo vel að halda því starfi áfram að lýsa íslenzku mannlífi horfinna daga. Við viljum fá meira að heyra, og enn er víst af nógu að taka. Helgi Sæmundsson. Skilavikáhapp drættis SUJ ÞEIR, sem fengið hafa senda miða í happdrætti SUJ, eru vinsamlega beðnir að gera slsil hið allra fyrsta. Félagslíf SKÍÐAFÓLK! Farið verður í skálana sem hér segir: Á Hellisheiði laugard. 19. des. kl. 2.00 e. h. og 5,30 e. h. í Skálafell laugard. 19. des. kl. 2.15 e. h. Á Hellisheiði sunnud. 20. des. kl. 10.00 f. h. Munið kvöldferðirnar, sem eru á þriðjudögum og fimmtu- dögum, ef veður leyfir. Ferðir frá B.S.R. Skíðafélögin í Rvík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.