Alþýðublaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 2
4
Útgefandi: AlþýSufloklturimi, — Framkvæmdastj óri: Ingólfur 'Xibít}éstMQ&,
— Ritstjórar; öenedikt Grondal, Gísli J. Ástþórsson og ttelgi Sæmimdttaöifi
íéb.)- — FúlltrÚJ ritstjó*nar • Sigvaldi Hjálmarsson erettHSt^an. tijoxm
fin GufSmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglf»>
tngaslmi 14 90S. — AOsetur: AlþýðuhúsiÖ — PreritáÉoifIi& atþýöubls^sdws.
Hverfisgata 8—10
fiHíiitliiiiiiiHiiiiiiiiiiHiiiiimniiiiuiimiiifiiiiitiÉUiiiniiiniiiuiiuiiiiiifiinimniumiiiiuiiiiitiftiMiiiiÍiÍiimiiiiii*
I MEISTARINN er hér - I
OG VILL
Jóh. 1, 1—14.
EF þér koma þessi orð yfirskriftarinnar eins og á óvart,
skaltu hugsa beim mun betur um þau hátíðisdagana. Þau
eru upphaf og grundvöllur alls jólahalds og kjarni kristins
jólaboðskapar.
Fæðingin veldur ekki örlögum manna nema að lítlu leyti.
Því síður gerir hún nokkurn að mikilmenni. Sonur auð-
mannsins, sem sveipaður er silkireifum og hagrætt í gyilt-
um sal, getur hafnað í svaðinu. Hins vegar sannar jólafrá-
sagan, að sá, sem fær ekki inni nema í fjárhúsi fyrstu nótt
sína í veröldinni, og er reifaður því einu, sem htíndi er næst
og lagður í jötu í vöggu stað.getur verið hafinn til þcirrar
dýrðar, sem fölskvast ekki um aldir.
I»að voru liðin á fjórða hundrað ár þegar farið var að
halda jólin í kristnum heimi. JÞess vegna er broslegt, þegar
andstæðingar kristni og kirkju rekja á stundum uppruna
þeirra til heiðinna miðsvetrarblóta í þeirri tilætlun aö grafa
undan kristnum dómi. Saga Jóns Sigurðssonar er söm,
hvernig eða hvort vér höldum 17. júní hátíðlegan eða ekki.
En það skipíir oss miklu máli, hvern einstakling og allt
þjóðiifið, hvernig vér manum og metum líf hans og starf.
Þá fyrst þegar oss vex í augum hve íréð er mikið eða
fagurt, förum vér að hugleiða, hve mikið var falið í fræi
þess, þegar það féil tii jarðarinnar. Kynningin af Jesú
Kristi, rcynd þess hvernig hann var og hvílíkur hann var,
en fyrst og síðast sannreynd lærisveina hans um, að hann
hefði risið upp frá dauðum og væri með þeim alla daga
allt til enda veraldarinnar, olli því að þeim fannst hann
aldrei nógu lofaður né miklaður — hvort heldur með dýrð-
legu jólahaldi eða stórfenglegum musterum.
Sjálfur gerði hann aldrei neinar kröfur til slíkrar til-
beiðslu. Hans viðhorf íil mannanna kemur meöal annars
fram í orðum hans við Zakkeus, toliheimtumanninn, er
hann mælti við hann: „í dag ber mér að dvelja í húsi
þínu!“ Þetta segir hann við oss öll á jólunum. Erlendur
prestur hafði þann sið, að láta standa auðan stól við borð
sitt. Iíann var helgaður hinum ósýnilega húsvini: Drottni,
hinum upprisna. Aðeins gestum, sem óvænt bar að garði
og þörfnuðust góðgerða, var þar boðið sæti í nafni Krists.
Vér þurfum engan stól — þó þetta væri fallegt — til
að bjóða frelsaranum. Hann ltýs heldur að gista hjarta
vort og hugskot.
Hann kemur til að spyrja, hvort vér þurfum á hjálp
sinni, líkn sinni eða helgun eða friði að halda. Hann er eins
og Ijósið, sem á þá einu þrá, það einaí hlutverk að lýsa og
verma og fegra og gleðja heiminn og mannshjörtun.
Það segir hver um sig, en mér finnst að ég og þú raun-
um einskis þarfnast frekar en að eiga Krist að vini og
meistara og frelsara.
En hitt.skiljum vér eflaust líka, að lærisveinninn á að
lofa meistarann ekki fyrst og fremst með vörunum, heldu
líferni sínu öllu.
Svo segir forn sögn, að konungur nokkur í Austurlönd-
um hafi daglega Iátið Iesa við hirðina eitthvað úr helgi-
ritum þjóðar sinnar. Þar var talað um auðmýkt og lotn-
ingu, kærleika, hlýðni og hollustu. Með þessu móti von-
aði konungur að tryggja sig í sessi og slökkva þegar í
fæðingu hvern uppreisnarneista. Sjálfur sat hann á gull-
stóli og hlustaði á lesturinn með lokuðum augura.
En dag nokkurn stóð stóllinn auður, og konungur sjálf-
ur fannst hvergi — hvar sem hans var leitað. Mörgum
árum síðar barst hins vegar sú fregn til hallarinnar, að
látinn væri í fjarlægum afkima helgur maður, sem lifað
hefði í dæmafárri auðmýkt, þolgæði og fórnfýsi. Það
fýlgdi sagunni að hann hefði einu sinni verið konungur.
Ósjaldan finnst mér oss hinum fullorðnu, mörgum hverj-
um, fara líkt og þessum konungi á meðan hann sat á stóli.
Vér látum börnin vor heyra meira og minna um Krist,
meistarann mikla. Og það virðist ekki fara dult í blöðum
og' útvarpi, að vér höldum fyrir ÞAU jóiin. Það á að vera
ÞEIM hollt að nema a. m. k. siðfræði kristindómsins.
Hvort þau kunna. að taka eftir því að VÉR sitjum oft með
lokuS augun — hugsum vér ef til vill ekki neitt verulega
um.
En nú eru jól á ný og þá er að Ijúka upp augunum og
minnast bess að meistarinn er hér og vill finna þig og
mig — hvort sem vér erum ung eða gömul.
Og víst vill hann færa okkur gleði, já, fögnuð, og það
KAIRÓ, 23. des. (NTB-AFP).
■—■ Nasser forseti lýsti því yfir
í ræðu í Port Said í dag, að
hann óskaði eftir að auka sam-
vinnu og vináttu milli Arabíska
sambandslýðveldisins og Bret-
lands og Bandaríkjanna. Hann
lét einnig í ljós ósk um að
sty^kja vináttuna við Sovét-
ríkin þrátt fyrir ídeólógískt ó-
samkomulag landanna. Ræðu
sína hélt Nasser í tilefni af
því, að þrjú ár eru liðin síðan
Bretar og Frakkar drógu lið
sitt burtu frá Súez.
Framhald af 1, síðu.
É Um 18G þúsitnd íslendingar
\. teliast til þjóðkirkjunnar.
: Fjölmennasta prestakallið er
I Bústaðaprestakall, Bústaða-
; sókn og Kópavogssókn, sem í
= eru yfir 10 þúsund manns. Lík-
i Iegt má teíia, að ekki séu nema
: 20—30 manns í fámennasta
É söfnuðinum.
\ Kirkjur þjóðkirkjunnar eru
= yfir 300 að tölu og er Dóm-
i kirkjan stærst þeirra, en hún
: mii" taka mn 800 manns í sæti.
\ Után þjóðkirkjunnar eru
i nokkrir kristnir söfnuðir á ís-
i landi: Fríkirkiur, Kaþólskar
■ kirkjur, Aðventsöfnuður og
; fleiri smærri.
OrcgilS í
Hsppdrætti SUJ.
DREGIÐ er í Heimilishapp-
drætti SUJ í dag. Verða númer-
in innsigluð hjá borgarfógeta,
þar eð ekki hafa borizt ski] frá
ölium, er fengu miða senda. Eru
þeir, er enn eiga óuppgert beðn
ir að gera skil sem fyrst eftir
jól í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu, svo að unnt verði hið
fyrsta að birta vinningsnúmer-
= ín.
JÓLAMÓT ÍR í frjálsíþrótt-
um verður liáð í ÍR-húsinu á 3.
í jólum.
UNDANFARIÐ hafa verið
nokkur brögð að því að sjó.menn
hafi farið af togurunum yfir á
bátana. Hafa skapazt við þetta
nokkur vandræði, en úr þcim
hefur yerið leyst með því að fá
færeyska sjómenn og eru nú 50
—60 færeyskir sjómenn á tog-
urunum hér.
Allt útlit er nú fyrir, að tals-
vert þurfi af færeyskum sjó-
mönnum á íslenzk fiskiskip á
komandi vertíð. . Samningar
þeir, er gerðir voru við Færey-
inga um kjör þeirra á ísl. fiski-
skipum þetta ár, renna út um
áramótin og ríkir alger óvissa
um framhaldið.
siiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimsimniiiiiiiimmmiimiiimmiiiiiiiimnimimimiiiimiiiiiiiniiimiiiiHinitJiMinmniimiiniii
er lians fögnuður ef vér erum glöð. En hann vill css líka I
annað og engu síður. \
Eins og sorg heimsins nístir hjarta hans á hún að ganga 1
oss nærri. |
Eins og ranglæti veraldarinnar knúoi hann til baráttu 1
fyrir réttlætinu eigum vér að leita sannleikans og þjóna |
réttlætinu. I
Eins og öll örbirgð, öli sorg, öll villa, öll byrði kallar á |
hjálp hans, — eigum vér að vera reiðubúin til liðsinnis |
og blessunar hvar sem er og hvenær sem er. §
Þessi' þrá tendrast í brjóstum vor allra á jólunum — 1
látum hana ekki fölskvast hversdagana, sem á eftir koma. 1
Einnig hver einasti þeirra ber oss þessi boff: Meistarinn |
er hér og vill finna þig! |
Og erindið vitum vér. Hann sagffi það skýrt og ákveðið f
í upphafi: Hver, sem elskar mig — hann fylgi mér!
Gleðilegjól! 1
GUNNAR ÁRNASON. I
Búizt er við, að er vetrarver
tíð hefst, muni fleiri togara-
menn fara yfir á bátana. Vill
það oft verða svo í upphafi
vertíðar ,
Framhald af 16. síðu.
og hafa venjulega betri kenn
ara, en gáfnavísitala er í
réttu hlutfalli við ágæti sltól-
ans og starfsliðs hans. En
þetta er oft túikað þannig að
starf föðurins hafi áhrif á
gáfnafar barnsins.
Gáfnaorófin h !’a haft
mikla þýðingu op þau þéna
sínum íilgauei meðal barna á
skólaskyldualdri. En þótt sál
fræðingar hafi irJargir hverj-
ir lærí að fara m**ð þau a£
varúð, þá breytir það engu
um þá sannfæringu mína,
segir Torne, að þau beri að
afnema. Gáfur eru það flókið
huvtak, að bær vcrða ekki
skilgreindar með einni tölu.
uiiitnHHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHmiiniiiiuiiiiiiiiiiiiiiúi i
INNANFÉLAGSHAPP-
DRÆTTI Ilvítabandsins. Upp
hafa komið þessi númer: 81, 1,
350, 105, 21, 228, 154, 503, 474
og 376. Vinninga sé vitjað til
Oddfríðar Jóliannsdótíur, Öldu-
götu 50. - J
g 24. des. 1959 — ÁÍþýðubíaðið