Alþýðublaðið - 10.01.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 10.01.1960, Blaðsíða 14
§agnrýni á békagerl Framhald af 2. síSu. girnileg til fróðleiks. Það var eina bókin, sem hann hafði ráð á að kaupa, en hann rak í roga- istans þegar hann opnaði hana og komst að raun um, að nær saila kafla bókarinnar hafði hann iesið í blöðum eða hlustaö á í út- varpinu. Honum fannst að hann hefði kastað fé sínu á glæ, en ég gat bjargað við málinu með því að segja honum, að hann gæti skipt á bókinni í sömu bóka verzluninni og hann hafði keypt hana. Þá eru það endurprentanirnar og úrvölin. Ég er andvígur því að bækur séu endurprentaðar fyrr en að minnsta kosti áratug- ur sé liðinn frá því að bókin var uppséld. Ég er líka andvígur hin um sífelidu útgáfum á úrvali höf unda. Ég fæ ekki höfundinn rneð úrvali úr verkum hans. Ég vil ékki Iáta neinn velja mér lestr arefni. Annað hvort vii ég fá allt verk höfundarins eða ekk- ert af því. Það tekur þó úí yfir ailan þjófabálk þegar teknir eru formálar fyrir bókum, sem komu út fyrir fáum árum — og gefnar út í sérstökum útgáfum. Útgefendur eru margir og verk þeirra eru ákaflega mis- jöfn. Þeir eru misjafnlega vand ir að virðingu sinni. Öllum er frjálst að gefa út bækur og þær bækur, sem þeir vilja. En sér- stakar kröfur verður að gera til þeirra fyrirtækja, sem segja má að almenningur eigi og standi straum af, en einnig þau hafa stundum brugðist hrapalega. — Eg get ekki — af hlutleysisá- stæðum nefnt dæmi, enda mun það óþarfi, aðalatriðið cr að stjórnendum þessara útgáfufyr- irtækja sé ljóst,'að þeir eru und ir smásjá — og ennfremur, að það er ekki hægt að skylda á menn ákveðnar bækur nema að sáralitlu leyti. Það er einmitt þetta, sem smátt og smátt hefur dregið úr mætti hinna almennu bókaútgáfufyrirtækja, sem ég leyfi mér að nefna svo. Einhver sagði í útvarpinu ný- lega, að aldrei hefðu verið eins margar góðar bækur á markaðn um og nú. Þetta álít ég rangt. Mér er nær að halda að sjaldan á undanförnum áratug hafi ver- ið eins fáar verulega góðar bæk ur á markaðnum. Ég get nefnt tíu undirstöðubækur. Þær eru ekki fleiri að mínum dómi. Nóg mun komið. Bókaútgef- endur eiga við ramman reip áð draga: pappírinn er hátollaður 0g því hátollaðri, sem meira er Vandað til bóka. Menn^ru verð launaðir til að kaupa erlendar bækur. Þetta er öfugstreymi — og verðu rað breyta um. Góð bók er góður vinur. Ég veit að menn eiga varla betri hvíldarstund en að sitja við lest ur góðrar bókar í góðu næði. Góð bók er dýrmæti. Það má aldrei svíkja menn á bók, enda bprgar það sig ekki. Það borg- ar sig ekki fremur en það borg- ar sig fyrir útgefendur að aug- lýsa með gífuryrðum. Með gíf- uryrðum er hægt að auglýsa bók í dauðann og þó miklu frem ur höfunda. Ég þekki höfunda, sem enn liggja á sárum eftir ofsalegar auglýsingar útgef- enda fyrir nokkrum árum. Og svo óska ég öllum útgef- endum, sem ég hef hér aðailega talað til, gleðilegra jóla, þakka fyrir liðin ár og vona að þeim endist auðna til að gefa út margar góðar Og gagnlegar bæk ur á næsta ári — og að þeir búi þær á búðarboð í þann bún- ing, sem hver og ein þeirra á skilið.“ 27. des. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Jules Verne Framhald af 16. síðu. Sumir efuðust meira að segja um tilveru hans og sögðu að bækur hans væru slirifaðar af hópi manna. Eftir að hafa öðlast frægð flutti Verne frá París til Am- iens og varð brátt virðulegur borgari og var kosinn í bæj- arstjórn. Jules Verne var mest seldi höfundur 19. aldarinnar. Sag- an segir, að er hann kom með fyrstu bók sína til útgefanda hafi sá í upphafi ætlað að neita bókinni, en á síðustu stundu ákvað hann að reyna. Bókin kom út og salan gekk glimrandi. Þá gerði útgefand- inn samning við Verne, til tuttugu ára. Verne átti að koma með tvö handrit á ári og fá fyrir 10.000 franka fyrir hvert handrit. Jules Verne var mesti vinnuhestur. Hann setfist við skrifborðið klukkan fimm á hverjum morgni og skrifaði til hádegis. Eftir hádegið vann hann að öðrum störfum, meðal annars í bæjarstjórn- inni í Amiens, en fór að sofa kl. átta á kvöldin. ítalskur rithöfundur segir svo frá heimsókn til Verne: »Bg bjóst við að hitta sérvitr- ing, sem baðaði út höndun- um og ræddi um geimferðir og fjarlæga staði. En maður- inn, sem tók á mótf mér minnti helzt á virðulegan, háttsettan embættismann. Hann vildi ekki ræða um bækur sínar, sem þöktu vegg- ina í vinnuherbergi hans á ýmsum tungumálum. Á borð- inu var stórt jarðlíkan, þakið strikum. Það voru leiðir sögu- hetja hans. Á einum vegg voru myndir af frægum land- könnuðum“. Jules Verne lézf 1905, en hann hefur aldrei verið meira lesinn en á vorum dögum. Margt af því, sem hann seiddi fram í ímyndunarafli sínu hefur síðar orðið að veruleika. Eftirfarandi orð hans hljóma nú eins og spádómur: „Allt, sem mönnum dettur £ hug hljóta þeir eða einhverjir aðr- ir að geta framkvæmt. Sá dagur mun koma, að menn fara út í geiminn til reiki- stjarnanna, til .stjarnanna. I framtíðinni verða slíkar ferð- ir jafn sjálfsagðar og ferða- lög milli Liverpool og New York þykja nú. Óðinn Framhald af 3. síðu. Dönsku blöðin hafa einnig skirf að um hið nýja skip og farið um það lofsamlegum orðum. ÓHEPPNIR MEÐ VEÐUR. Yfirleitt hefur allt gengið samkvæmt áætlun, sagði Eirík- ur. Hið eina er hefur tafizt er að ganga frá málun á nokkr- um hlutum skipsins. Vegna ó- hagstæðs veðurs hefur ekki ver- ið unnt að Ijúka því verki enn. Kann það að tefja að nokkuð heimför skipsins. Á hinu nýja varðskipi eru 28 manns. Alþýðublaðið óskar Landhelgisgæzlunni til ham- ingju með skipið. tMMtMMMHMtMMMMHMW Bókmennfa- kvöld NÆSTA bókmenntakvöldið í ameríska bókasafninu að Laugavegi 13 verður haldið n. k. þriðjudag, 12. janúar, og hefst það kl. 8.30 eins og áður. Að þessu sinni verða lesnir valdir kaflar úr verkum ame- ríska Nóbelskáldsins William Faulkners, sem hlaut Nóbels- verðlaunin í bókmenntum árið 1949 fyrir „hinn öfluga, list- ræna og sjálfstæða skerfs til amerískrar skáldsagnagerðar nútímans11. Á bókmenntakvöldi því, sem haldið verðun næsta þriðjudag verður auk áðurnefnds upp- lesurs leiknir á plötu kaflar úr bókum skáldsins, sem það sjálft las upp. Þessi upplestur hefst kl. 8,30 e. h. og er öllum heimilli að- gangur. SJÖTÍU ÁRA verður á morgun — mánudaginn 11. janúar — Bjarnhildur Einarsdóttir, Mið- stræti 24, Vestmannaeyjum. Askriftar- siminn er 14900 |_4 10. jan. 1960 — Alþýðublaðið dag frá Hamb., 'VÁ~' Kmh. og Oslo. | Gullfaxi fer til ySííÍSiéláSííí fyrramálið. Innanlandflug: í dag er áætl- að að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur og Vestm.eyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg kl. 7.15 frá New York. Fer til Oslo, Gautaborgar, Kmli., og Ham- borgar kl. 9,15. Saga er vænt- anleg kl. 19.00 frá Amster- dam og Glasgow. Fer til New York kl. 20.30. -o- Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss kom til Hull 7.1. fer það an til Grimsby, Amserdam; Ro- sock, — Swine- múnde, Gdynia, Ábo og Kotka. Fjallfoss fór frá Hamborg 8.1. til Kmh., Stettin og Rostock. Goðafoss kom til Antwerpen 8.1. fer þaðan til Rotterdam og Rvk. Gullfoss fer frá Thorshavn í dag 9.1. til Rvk. Lagarfoss fer frá Rvk á mánudagsmorgun 11.1. til Akraness, Keflavík- ur og Vestmannaeyja og það- an til New York. Reykjafoss er á Grundarfirði, fer þaðan til Hafnarfjarðar. Selfoss kom til Rvk 9.1. frá Ventspils. — Tröllafoss ko mtil Mremer- haven 8.1. fer þaðan til Ham- borgar og Rvk. Tungufoss kom til Rvk 8.1. frá Stykkis- hólmi. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fór 8. þ. m. frá Stettin áleiðis til Rvk. Arnar- fell er í Kristiansand. Jökul- fell lestar á Austfjarðahöfn- um. Dísarfell losar á Húna- flóahöfnum. Litlafell er á leið til Rvk frá Austfjörðum. — Helgafell er í Ibiza. Hamra- fell fór 4. þ. m. framhjá Gíbr- altar á leið til Batum. Jöklar h.f.: Drangajökull kom til Gíbr- altar í nótt á leið til Rvk. — Langjökull fór frá Rvk til Akraness. Vatnajökull var við Shetlandseyjar í fyrradag á leið til Austfjarða. Hafskip h.f.: Laxá lestar í Faxaflóahöfn- fram og aftur nr. 1662. — 3. Flugfar til Kaupmanna- hafnar fram og aftur nr. 3634. 4. Ferð með m.s. Gull- fossi til Kaupmamannahafn. ar fram og aftur nr. 881. 5. Hringferð kring um landið nr. 2174. VeSri ö: S og SV stinningskaldi — skúrir. Slysavarðstofan er opin all- an sólarhringinn. Læknavörð ur LR fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Sími 15030. -o- Listasafn Einars Jónssonar, Hnitbjörgum, er iokað um óákveðinn tíma. -o- Er til viðtals í Hallgríms- kirkju daglega kl. 6—7 e. h. Á öðrum tímum í síma 15937. Séra Lárus Halldórs- son. -o- Bréfaskipti: — Hver vill skrif ast á við: Mitsumasa Iwao, Farukawa Ojin-Viliage, Tokashima-Presecture. Japan. -o- Frímerki. — Hollendingur óskar eftir að komast í bréfa samband við fslending með frímerkjaskipti fyrir aug- um. Utanáskriftin er: W. Bakker, . : Treubstraat 32, Meppel, The Netherlands. Hann skrifar á ensku og bréf frá honum fær sá, er vill svara því, á ritstjörn blaðsins. -o- Sunnudagur 10. janúar: 11.00 Messa í Dómkirkjunni —■ (Prestur: Sr. Jón Auðuns dómpróf- astur. Organleik- ari: Dr. Páll ísólfs son). 15.15 Hvað viljið þér vita? —■ Tónfræðslutími. 15.30 Kaffitím- inn: Magnús Pét- ursson og félagar hans leika. 16.00 Endurtekið efni: Leikritið „Þrír eiginmenn11 — eftir L. du Garde Peach, í þýðingu Hjartar Halldórsson- ar (áður útv. 21. nóv. s. 1.). — Leikstjóri: Baldvin Halldórs- son. 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). — 18.30 Þetta vil ég heyra. 20.20 Einleikur á píanó (Jórunn Viðar). 21.50 Á slóðum Hafn- ar-íslendinga; III. 21.50 Tón- leikar: ,,Áifhóll“, ballettmús- ik eftir Kuhlau. 22.05 Dans- lög. 23.30 Dagskrárlok. Útdráttur í happdrætti fjár- öflunarnefndar Kópavogs- kirkju þann 31. des. 1959. Upp komu eftirgreind núm- er: 1. Lóðarréttindi í Kópa- vogi og teikning af húsi nr. 2579. 2. Flugfar til Ameríku LAUSN HEILABRJÓTS:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.