Alþýðublaðið - 12.01.1960, Blaðsíða 12
☆
VERKFRÆÐINGUR nokk-
ur fór frarn á launahækkun.
Forstjórinn benti honum á,
að hann liefði þegar hærri
laun en verkfræðingurinn,
sem vann við næsta borð.
,,og hann á fimm börn.“
„Já,“ sagði verkfræðingur-
inn, ,,en ég hélt, að við
fengjum greitt fyrir það,
sem við gerum hér, en. ekki
fyrir það, sem við gerum
heima hjá okkur í frístund
um okkar.“ — Hann fékk
hækkunina.
FRANS sér í hendi sér, að
hann hefur ekki mikið að
gera í hendurnar á hinum
sterka vitaverði. Maðurinn
kemur fram við hann eins og
smástrák og heldur stundar-
korn áfram við að stríða hon-
um. „Ætlaðir þú að hlaupast
burtu?“ segir hann hæðnis-
lega, „en þú veizt þó vel, að
Summerville frændi hefur
bannað það.“ Svo kemur
hnefi hans skyndilega í ljós,
og Frans fellur aftur fyrir sig.
Vitavörðurinn brosir. „Jæja,
þá segir þessi ekki meira í
bráðina.“ Hann tekur hinn
meðvitundarlausa Frans og
slengir honum yfir öxl sér,
Svo þrammar hann niður stig
ann og setur fangann inn í
herbergið, þar sem hann hafði
verið læstur inni. „Laglega
gert, Webster," segir Rich-
ards, „þessi náungi verður að
láta sér skiljast, að öll brögð
hans koma fyrir ekki.“ —
„Hann verður rólegur núna,“
segir Webster.
YFIR
ATLANXSHAF
Eftir að hafa sent
þráðlaus skeyti yfir
Ermarsund kom svo
ferðin árið 1900 til Amer-
íku. Á leiðinni, 100 km úti
í hafi, tók hann á móti
fréttaskeytum um Búasríð-
ið, sem prentuð voru á mat-
seðla^ skipsins. Kemp verk-
fræðingur, máðurinn, sem
. klifrað hafði upp á þakið,
hjálpaði Marconi að- kóma
upp tilrauna-sendi í Ný-
fundnalandi. Hinn 12. des.
1901 sendu þeir flugdreka
með loftriet upp í 150 metra
hæð. í ískulda og með bolla
af heitu súkkulaði í hend-
inni fylgdist Marconi spennt
ur með Kemp, sem sat í litl
um kofa með heyrnartæki á
sér. Skyndilega sagði Kemp:
„Nú hef ég sendistöðtna í
Poldhu (á írlandi).“ (Natst:
Keppinautar og bjarganir.)
Okkur skilst, að við eig-
um ekki að eyða peningum,
þegar við getum sparað, og
ekki spara, þegar við eigum
að iáta þá af hendi.
*S! *a*í-*a*a*a*a*a*t«*a*a*a*a*a*
6&ANNARIIIt
— Já, ég var að bursta skó.
hverju spyrðu?
Af
— Nú skal ég segja
pabba, að þú séi’t kominn.
Skipta á 100 brjóstsyk-
ursmolum milli Jens og
Péturs þannig: Ef þriðj-
ungurinn af molum Jens er
dreginn frá fimmta hluta
mola Péturs, verða fjórir
molar eftir. Hve marga fær
hvor?
Lausn £ dagbók á 14. síðu.
i itinnwúVJMiayv wiv.
12 12. jan. 1960 — Alþýðublaðið