Alþýðublaðið - 12.01.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1960, Blaðsíða 2
rS Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristj ánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — AC- eetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. — Áskriítargjald: kr. 35.00 á mánuði. FYRIR 15 árum. er heimsstyrjöldinni miklu lauk, áttu íslendingar allmiklar inneignir í erlend- um gjaldeyri. Þá voru flestar grannþjóðir okkar í sárum og bjuggu við hina mestu erfiðleika. Nú hefur þetta snúizt við. Þjóðirnar umhverf- is okkur hafa byggt upp úr rústum styrjaldarinn- ar mannvirki og framleiðslutæki, og þær hafa hver á fætur annari komið gjaldeyrismálum sínum í við- unandi horf. íslendingar hafa hins vegar þurraus- ið sjóði sína og lifað árum saman 200 milljónir kr. á ári um efni fram. Þetta hefur skapað gjaldeyris- ástand, sem á vart sinn líka í heiminum, svo slæmt er það. Flestar þjóðir telja algert lágmark að eiga vara forða a£ gjaideyri sem nemur einum þriðja a£ ár- legum innflutningi þeirra. Án slíks varaforða telja menn ógerlegt að halda rekstri atvinnuveganna í góðu horfi. Samkvæmt þessu ættu íslendingar að miða við innflutning sinn fyrir frjálsan galdeyri, og þyrftu samkvæmt honum að eiga um 250 milljón króna varasjóð í erlendri mynt. í stað þess að eiga slíkan varasjóð skulduðu bankarnir í frjálsum gjaldeyri um áramótin tæp- lega 70 milljónir í lausaskuldum. Yfirdrættir voru allir notaðir til fulls, og gjaldeyisskortur svo alvar legur. að varla eru til peningar fyrir veiðafærum til vertíðarinnar. Þetta ástand getur ekki haldið áfram. Það verður að koma málefnum þjóðarinnar í það á- síand, að til frambúðar verði til nauðsynlegur vara sjóður gjaldeyris og unni verði að reka atvinnu- vegina vandkvæðalaust þess vegna. hefst í dag hjá okkur. — Mikið af ódýhum prjónavörum verða til sölu. ÓDÝRI MARKAÐURINN, Templarasundi. Hjartanlega þakka ég ættingjum og vinum, sem minntust mín á áttræðisafmæli mínu, 8. janúar s.l. Vigdís Árnadóttir, Bergstaðastræti 68. ^TTIR að órólegur friður hef- ur ríkt í Mið-Austurlöndum í hálft annað ár, er allt að fara í bál og brand þar, og má vera að Vesturveldunum og Sovétríkjunum verði nauðug- ur einn kostur að taka þar þátt í alvörustyrjö’d, meðan friðvænlega horfir í öllum öðrum heimshlutum. 1 þetta sinn er Bagdad púð- urtunnan. Kassem hefur lengstum verið Tító hinnar arabisku þjóðernisstefnu. Og sumir segja að hann vilji verða Mao tse Tung hennar. Hann hefur eflt sambandið við Túnis á grundvelli sam- eiginlegs fjandskaþar við Nasser. Þá hefur hatur hans á Nasser vaxið gífurlega eftir morðtilraunina í október og hefur náð því stigi að upp úr getur soðið hvenær sem er. var undirritaður samningur ■ smilli írak og Sovétríkjanna um að Rússar önnuðust þjálf- un 4000 verkfræðinga í írak. Óttinn við að írak falli í hendur kommúnista hefur neytt Nasser til þess að ganga í eins konar bandalag við höf- uðóvin sinn í Austurlöndum, Hussein Jórdaníukonung, en hann hefur lýst því yfir, að komi til byltingar í írak muni E T BNGSL Kassems við Sovét- ríkin hafa eflzt í réttu hlut- falli við batnandi sambúð Eg- ypta og vesturveldanna. Að- eins fjórum dögum eftir að Alþjóðabankinn lánaði Egypt- um 56,5 milljónir dollara til viðgerðar á Súez-skurðinum, Jórdanía koma andstæðingum kommúnista til aðstoðar. Og íranskeisari valdi þetta augna blik til þess að segja upp sam- komulaginu frá 1937 um ianda mæri íraks og íran á svæðinu innst í Persaflóa, nálægt Aba- dan-olíustöðinni. E.T^'-WíSji NGINN vafi er á því, að Nasser og stuðningsmenn hans gera allt, sem mögulegt er til þess að steypa stjórn Kassems. Nýtur hann fýrst og fremst stuðnings Baath-flokksins, sem er flokkur æstra þjóðern- issinna. Ástandið hefur versn að að mun síðan flokkastarf- semi var leyfð aftur í írak hinn 6. janúar síðastliðinn. Andstaðan gegn kommúnist- um er orðin öflugri. en þeir munu allt til vinna að halda sömu sérréttindaaðstöðu Og þeir nutu meðan flokkar voru bannaðir í landinu. n TNS og ástandið er þarf ekki nema eina kúlu til að upp úr sjóði. Kassem er farinn að tala um „frelsun“ Sýrlands og Nasser hvikar ekki. Ef til þess kæmi, að Jórdanía Iéti afhlut- leysisstefnu sinni og gerði band.al.ag við önnur Arabaríki er lítill vafi á; að ísraelsmenn mundu senda hersveitir sínar enn mundu milljónir Araba að Jórdan, en það þýðir að verða innan landamæra ísra- els. Og ef valdahlutföllin á þessu svæði raskast að ráði er líklegt að Sovétríkin eða vest- urveldin yrðu neydd til þess að leggia lóð sín á vogarskál- ina. Allt bendir þó til að stór- Framhald a 14. síðu. H a n n es h o r n m u Fall Cesars í Þjóðleik- húsinu. ■fe Á Cesar nokkurt er- indi við þessa kyn'- slóð? •fa Bókmenntaverk — Leiksviðsverk — er ekki sama. Leikrit. sem á erindi við okkur öll. GAGNRÝNENDUK hafa skor- ið Cesar niður við trog. Þeir segja, að sviðsetningin hafi mis- tekizt og flestir leikendanna hafi ekki náð þeim tökum á hlutverk- unum, sem ætlast sé tii. — Ég hef séð þetta leikrit í Þjóðieik- húsinu. — Ég held, að ieikrit, þó að Shakespaeare hafi samið það, á borð við Cesar, sé fyrst og fremst orðið bókmenntaverk, til lestrar, en að gjörbreyting tím- anna hafi úrelt það fyrir nútím- ann sem leiksviðsverk. MÉR SKILST að það, sem flutt er, hvort sem um er að ræða leikrit eða annað, þurfi að eiga brýnt erindi við þann ,tíma, sem það er flutt á. Leikritið, sem leksviðsverk á ekki erindi til nú- tímans nema sem skáldverk, en því hlutverki á bókin og lestur hennar að þjóna — og ef til vill að einu öðru leyti, að sýna hvert morð og byltingar leiða, að bylt- ingarnar eyða venjulega sjálfum sér. NOKKRAR ALDIR eru liðnar síðan Cesar var saminn. Shakes- peare skrifaði og starfaði í skjóli konunga og aðalsmanna, þröngr ar klíku í Englandi. Má ekki stundum merkja í ritsnilld hans þjónslundina við fiækjur þessara þröngu klíka, jafnvel þe'irra inn- byrðis viðfangsefna, sem hún átti við að glírna? Voru ekki sum ; verk skáldjöfursins beinlínis skrifuð sem inrilegg í deilur dags ins? ! ÉG HELD að mistökin á sviði Þjóðleikhússins liggi miklu frem ur í vali leikritsins fyrir íslenzkt leiksvið árið 1960 heldur en í túlkun leikendanna. Mig furðar á því, að enginn leikdómaranna skuli hafa kveðið upp úr með ,það, að þarna vinnur Helgi , Skúlason frábæran leiksigur. ,Manni finnst að minnsta kosti, að eftir að hafa séð Helga í þessu hlutverki, geti maður ekki verið í neinum vafa um það, að upp sé risinn nýr framúrskarandi skapgerðarleikari meðal okkar. HARALDUR BJÖRNSSON hefur verið tættur í sundur fyrir túlkun sína. Ég get ekki verið á sömu skoðun, þó að vel geti ver- að að Cesar hafi verið allt annar í meðförum annarra, erlendra, leikara, um það get ég ekki dæmt. — Cesar er þókmennta- verk, hann er orðinn úreltur seim leiksviðsverk, hann á að minnsta kosti ekki neitt erindi á leiksvicS Þjóðleikhússins á þessu ári. Hitt er svo allt annað mál, að hinn tofrandi skáldskapur leiftrar £ tilsvörum, yfirleitt leiftra stöð- ugt setningar Shakespeares og blóðugir rýtingar hans á leik- sviðinu. Samt er tóm í hjörtum okkar þegar við förum heim. Á- stæðan er sú, að einhvern veg- inn á verkið ekki erindi viffi okkur. EN EDWARD sonur minn á brýnt erindi við okkur öll. (Ég er ekki að b.era saman þessi tvö leikrit sem bókmenntaverk.) — Leikritið fjallar um eitt mesta vandamál í uppeldi æskunnar, Hvert atvik et ieióucining, hver setning varnaðarorð. Tignun og ofurást á barni leiðir til glöt- unar þess síðar. Ofstjórn er jafn hættuleg. Starf, agi, sjálfsafneit- un er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að barnið geti meti® hvers virði hlutirnir eru. Ekkerí er hægt- að vinna fyrir atbeina1 annarra eingöngu. Hver og einia verður að leggja sig fram. Ég held, að Edward sonur minn muni seint gleymast þeim, sem sjá hann í Þjóðleikhúsinu. Þetta er gott leikrit — og tímabærtj fyrir okkur, að minnsta kosti. ilannes á huniinu. í 2 .12. jan. 1960 — Alþýðubla^ið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.