Alþýðublaðið - 12.01.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.01.1960, Blaðsíða 15
búa eru háðir plantekrunni og ég sé um rekstur hennar. Hér komið þér til sögunnar“. ■ „Ég skil það vel að þér viljlð að ég komi sem fyrst“. Hann kinkaði kolli“. Það er hræðilegt að sjá hana skjökta um — hún var aldrei kyrr -— hún flögraði um eins og fiðrildi“. Hann andvarp- aði og strauk yfir enni sér. Moira fann til meðaumkvunar með honum. „Ef Maclean lögfræðingur getur talað við ungfrú Oulds“, hóf hún mál sitt. „Ég skal sjá um það unga kona“, sagði lögfræðingur- inn. „Ferðu eftir tvo daga Owen?“ En hún gat ekki farið með svo stuttum fyrirvara. Tveir dagar — aðeins tveir dagar til að láta niður og kveðja alla vini sína og Steve! „Nei, heyrið þið nú til“ stamáði hún. „Hvað er það?“ „Föt“, sagði hún. „Ég verð að fá mér föt“. „Það skulið þér ekki hugsa um“, sagði Owen. „Við verð um yfir nótt í Nassau, höfuð- borg Bahama-éyjanna og þar fáið þér allt. Ekkert sem þér fáið hér í London er nægi- lega litskrúðugt og fallegt handa Meröldu". „Þú gerir út af við aum- ingja stúlkuna“, sagði Mac og og hló við. „Alls ekki. Það þarf meira til að gera út af við haná. Við sjáumst á flugvellinum ung- frú Dav:dson“. Og svo fór hann. Sagan — 11 Tveim dögum seinna kom Mclean lögfræðingur og sótti Moiru. Hann hafði verið furðu lega hjálpsamur og gert mik- ið fyrir hana síðustu tvo daga. Owen Dryden vissi hvernig hann átti að velja samverka- 'menn sína, sagði Moira við sjálfa sig meðan þau óku út á flugvöllnn, án þess að henni dytti í hug að þar með var hún einnig að hrósa sjálfri sér. Lögfræðingurinn sá um að slitin taska hennar væri yegin og að hún slyppi slysalaust gegnum öll formsatriði. Úti á flugvellinum beið flugvélin, silfurskínandi í vetrarskím- unni. Hinir farþegamir voru komnir um borð. En Owen Drydens sást hvergi. „Hann missir af flugvél- inni“, Moira var áhyggjufull. „Nei, hann kemur“. Lög- fræðingurinn leit kringum sig en hann virtist vera að hugsa um e'tthvað annað. Loks yirtist hann taka ávörð un. „Heyrið þér, vina mín, ég býst við að ég ætti að segja yður eitthvað um — skýra fyrir yður heiminn sem bíður yðar á Meralda. Ég þekki fjöldskyldu Drydens og ég hef verið lögfræðingur þeirra í mörg ár . . .“ Hann hikaði eins og hann vissi ekki hvernig hann ætti að koma orðum að því sem hann vildi segja. „Er það eitthvað um Bink- ei?“ spurði Moira. „Já á vissan hátt. Frú Dryd en — móðir Owens — já á eyjunni sem hún býr er litið á hana sem drottningu . . Það sem æg á við er að hún er ákveðnari en flestar aðrar kon ur. Hvað viðvíkur Binkie — ég hef aldrei hitt hana, en mér skilst að hún sé mjög erfið. Ég vona að þér látið hana ekki reyna um of á krafta yð- ar ungfrú Davidson?“ „Það er vel gert af yður að segja mér þetta. Ég vona að okkur semji vel. Venjulega gengur mér vel að umgangast börn“. „Já . . .“ sagði Maclean hik andi og pírði með augunum. „En þetta er öðruvísi Amman sjáið þér til . . . Nei, það er bezt að þér farið fordóma- laus. Það eina sem ég get sagt er; Verið ekki greinilega á móti gömlu konunni, reynið heldur að halda friðinn. Ég veit að Owen hefur miklar áhyggjur. Veslingurinn, hon- um finnst allt sér að kenna“. „Honum að kenna?“ „Bianca er dóttir yngsta bróður hans Tom og konu hans, en þau drukknuðu fyr- ir þrem árum síðan. Owen kennir sér um að hann leyfði Tom að fá bátinn, það var stormur í aðstigi en Tom sagð ist geta séð um sig og Owen lét hann fara. Eftir þetta fannst Owen hann bera á byrgð á Bianca og svo lasast hún“.. „Já“, sagði Moira dræmt. „Ég skil að það hefur verið mjög erfitt“. „Hann reiknar með að hafa mikinn stuðning af yður. Þetta getur hann ekki gert grein fyrir sjálfur, annars gæt uð þér reitt yður á að hann gerði það. En hann er sann- færður um að þér séuð rétta manneskjan og ég er honum sammála." Flugfreyjan kom til þeirra og sagði að þau yrðu að fara í vélina ef þau vildu komast með. Einmitt í því að Moira ætlaði að segja að hún biði eins farþegans kom hávaxinn maður og tók um arm henn- ar. „Komið með mér“, sagði hann hranalega. „Bless á með an Mac. 'Við hittumst í júní“. Moira hafði aldrei flogið fyrr og um stund var hún frá sér numin af hrifningu. Hún sá ljósin í borginni að baki þeirra hverfa og starði furðu- lostin á tjörnubjartan himin- inn, sem var svo sjaldan sýni- legur í London. Skömmu seinna fengu þau góðan kvöldverð og Moira hefði skemmt sér vel ef hús- bóndi hennar hefði ekki verið jafn þreyttur og hann var. Hann reyndi að tala við hana og svara öllum hennar spurn- ingum, en í lok hverrar setn- ingar lækkaði hann röddina. Moira varð að láta sér nægja að horfa á stjörnurnar og skýin yfir Atlantshafi unz hún loks sofnaði. Þegar hún vaknaði við fyrstu sólargeislana morgun- inn eftir sá hún að Owen Dryden sat við hlið manns, sem sat fyrir framan þau. Hann talaði lengi og aívarlega við hann. Þegar þau boruðu morgunverð sagði hann henni að þeir hefðu verið að tala um viðskipti — plantekrur. Þau komu til Bermuda um tólfleytið. Moiru fannst það ótrúlegt að það skyldi vera til svo mikið sólskin og hiti nokkra tíma ferð frá kuldan- um og þokunni í London. En það var ekki tími til aðdáun- . ar því skömmu seinna flugu þau á ný til höfuðborgar Bahamaeyjanna, Nassau, en þangað var ferðinni b itið næst. Hér stigu þau úr flug- vélinni og óku til hótelsins í Bay Street, þar sem Moira virti hrifin fyrir sér skínandi hvíta súlubygginguna. Sér til mikillar undrunar komst hún að því að búið var að panta tvö herbergi og niaðurinn í af greiðslunni kallaði Owen for- nafni. „Ég hitti yður niðri eftir klukkutíma", sagði Owen. „Farið í eitthvað létt, ef þér eigið það. Það er töluvert heitara hér en í London. Ég skal sýna yður beztu búðirn- ar og þar getið þér keypt það sem þér þarfnist. Svo geturn við fengið okkur að borða og á morgun förum við með átta flugvélinni til Meralda. þ>á 4 borðum við hádegisverð þar“. „Fjóra tíma í viðbót“, sagði Moira undrandi. „Ég hélt að við værum svo til komin“. Hann brosti. „Það er und- arlegt að allir, sem ekki hafa verið hér halda að eyjumar liggi þétt saman. Nei, það er fjögurra tíma flug til Mer- alda“. „Hann strauk yfir enni sér og andvarpaði. „Það verð- ur gott að komast heim“. „Hvag hafið þér eiginlega sofið mikið í vikunni sem leið?“ spurði Moira ásakandi. „Ég svaf í flugvélinni í nótt“. „Það er ekki nóg. Hve mikið hafið þér eiginlega sofið síð- an þér komuð til Englands?“ „Farið þér upp og lagið yð- ur til“, sagði hann og hló. Brosleitur sendisveinn vís- aði henni leiðina upp til her- bergis hennar, en Dryen var óþreytandi og gekk beint að símanum. 8. Moira tók upp það sem hún þarfnaðist í fallegu herbergi, sem snéri að garði með pálma- trjám. Hún baðaði sig og skipti um föt og var komin niður í afgreiðsluna, föl og kuldaleg innan um sólbrúna gestina, þegar hvítur sport- bíll nam staðar fyrir utan. Sól brún hendi veifaði til hennar og karlmannleg rödd kallaði:: „Flýtið þér yður annars get- ið þér ekkert keypt“. Hún hljóp niður og settist inn í bílinn við hlið hans. „Hafið þér töfrastaf?“ spurði hún. „Því þá það?“ „Það kemur allt eins og töfrað fram. Flugmiðar, hót- elherbergi og bíll“. „Ég fékk hann nú lánaðan hjá Charlie Cook. Ég var hvort eð er hjá honum til að fá timbur". „Hættið þér aldrei að vinna?“ „Nei“. Brosið hvarf af sól- brenndu andliti hans. „Nei, ég hætti því aldrei. Ef maður hættir að vinna fer maður að eins að hugsa um allt það heimskulega sem maður hef- ur gert um ævina“. Þau voru allt í einu ekki lengur kát. Moira sá varla það sem hún keypti. Hún tók það, sem stúlkan ráðlagði henni og pantaði ýmislegt, sem henni yrði sent seinna. Ower var að lesa úti í bíl með an hún var inni að verzla. Þegar þau óku til hótels- ins sagði hann: „Ef það er eitthvað sem þér hafið gleymt, og það hafið þér á- reiðanlega, því þér voruð svo fljót, þá getum við pantað það með póstbátnum frá Jamaica* eða ég get skroppið og keypt það“. „Svo við erum ekki alveg einangruð frá umheiminum?“ „Nei, alls ekki“, svaraði hann reiðilega. „Ég rækta syk ur til að selja hann. Það væri ekki til neins að vera ein- angraður frá umheiminum fyr ir mann í minni stöðu“. „Ég veit bara svona lítið herra Dryden“, svaraði Moira svo blítt og afsakandi að hann brast í hlátur. „Nei, vitanlega vitið þér ekkert“, sagði hann Og komst aftur í gott skap. Hann leit lengi á hana. „Þetta er falleg- ur kjóll“. „Finnst yður það? Ég keypti hann í London?“ „Já, það er hægt að finná eitthvað fallegt í London“, viðurkenndi hann. Hann varð fyrirlitslegur til munnsins, þegar hann sagði þetta og af einhverjum ástæðum roðnaði Moira. „En næst verðið þér a3 velja aðra liti“, hélt hann á- fram máli sínu. „Það fer ekki vel að vera í dökkbláu á Mer- alda. Gult, rautt, fjólulitt og grænt fer bezt“. „Þér fáið allt til að virðast svo fagurt þarna, herra Dry- den“. Hann ók að inngangi hó- telsins og sagði: „Heyrið mig nú, unga kona. 'Við eigum eft- ir að hittast oft næstu dagá og ég held að það yrði betra að við kölluðum hvort annað fornafni. Vilduð þér kalla mig Owen og ég yður Moira?“ „Sjálfsagt“. „Þá förum við þessa leið, Mo:ra“. Hann hjálpaði henni út og skellti hurðinni á eftir þeim. Hann þefaði út í loft- ið. „Þekkið þér þessa lyktt Mér finnst ég kominn heim“. Ilmurinn streymdi út og yf- irvann ilminn frá bougain- vilea, frangipani og hibiscus. „Krabbar, sætar kartöflur, BELINDA DELL >WVt*WWMiWWtWW<MMtMIWWWWWWWWW MMtWWWWMIWIWtWWWWWWIMMMWWWWIWMIWMMMWMMMMWWI Alþýðublaðiö — 12. jan. 1960 gg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.