Alþýðublaðið - 26.01.1960, Síða 2

Alþýðublaðið - 26.01.1960, Síða 2
títgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: lngólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal.— Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjáímarsson. — Fréttastjó-ri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að~ setur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 35.00 á mánuði. Hvers konar lán? I ÞAÐ er mikið rætt um erlendar lántökur þessa dagana, og gera menn greinarmun á „lánum til upp byggingar“ og „eyðslulánum". í þessum umræðum eru dagblöðin sjálfum sér lík. Tímanum finnst til dæmis, að öll lán, sem framsöknarmenn hafa stað ið að, séu heilbrigð, uppbyggingalán“, en bæði tek in og ótekin lán annara eru „eyðslulán“. Til glöggvunar er rétt að gera sér grein fyrir, að íslendingar hafa fengið lán frá erlendum þjóð- um á fernan hátt: , 1) Lán til framkvæmda. Þá er hinum erlenda gjald eyri öllum varið til kaupa á skipum, vélum eða efni til framkvæmdanna. 2) Lán til vörukaupa. Þá er gjaldeyrinum varið til , greiðslu á vörum, sem þjóðin þarf til afnota, og jafnar þannig annan greiðsluhalla en beinlínis | stafar af erlendum kostnaði framkvæmda. Það skiptir engu máli, þcút andvirði þessara lána í íslenzkum krónum sé varið til að greiða innlend an kostnað við framkvæmdir. Það eru vörulán (sem kalla mætti „eyðslulán) engu síður. 3) Yfirdrættir. Íslenzkir bankar hafa yfirdráttar- heimildir hjá erlendum bönkum, og ér þar tölu- vert lánsfé, þegar þær eru notaðar til fulls. 4) Sérstakir yfirdrættir. Alþjóðastofnanir veita mörgum þjóðum sérstaka yfirdrætti til að fleyta sér yfir erfiðar sveiflur í gjaldeyrismálum, venjulega með lágum vöxtum til skamms tírtia. íslendingar hafa tekið mikið af slíkum lánum, t. d. hjá European Payments Uniort (EPU), með an sú stofnun var til. Framsöknarmenn tóku með fullu samþykki þátt í því, enda kallaði ] Tíminn það aldrei „eyðslulán“. Sannleikurinn í lánamálunum er sá, að íslend ingar hafa hlessunarlega tékið mest af fram- kvæmdalánum, þótt sum séu til of stutts tíma. Hins vegar er það staðreynd, að vinstri stjömin tók um 250 milljónir króna að láni frá Þýzkalandi og Bandaríkjunum, sem notuð voru til að kaupa fyrir ákvexti, skilisokka, varaliluti í híla o. fl. o. fl. Þetta voru föst lán til langs tíma, notuð til vörukaupa og því „eyðslulán“ ef hægt er að tala um slíkt. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi ,þótt jafnvirði þessara lána í krónum rynni til að greiða íslenzka kostnaðinn við framkvæmdir. Gjaldeyririnn, sem fenginn var að láni, rann til að mæta igreiðsluhallan um — til að greiða almenn vörukaup. Það er hrein, pólitísk blekking að kalla sér- staka yfirdrætti hjá alþjóðastofnunum „eyðslu- lán“. Tíminn nefndi ekki það orð, þegar Eysteinn Jónsson fékk EPU yfirdrættina. Blaðið ætti ekki að nefna það orð nú. 23. janúar 1930 — AlþýSublaðið ;)u61 'ívu.-- ú)id(pv;í|1A Jafnaðar Takmark o P ER MONSEN, einn af rit- stjórum norska Arbeider- bladsins var nýlega á ferð í Hollandi og skrifaði um þá för grein, sem er að mörgu leyti athyglisverð og verður birt hér allmikið stytt í þýð- ingu. Holland liggur á landamær- um trúarbragða og hefur því kynslóðum saman orðið að þola trúarbragðadeilur. Einn kaþólskur flokkur, tveir mót- mælendaflokkar og kalvínista flokkur eiga fulltrúa á þingi. Jafnaðarmenn, kaþólskir og mótmælendur hafa hverjir sitt verkalýðssamband. En hið einkennilegasta er útvarpið. Ríkið sendir ekki út útvarpsefni fvrir eigin reikn- ing, heldur hefur það deilt dagskrártímanum milli fimm félaga, eins kaþólsks, eins fé- lags jafnaðarmanna, tveggja mótmælendaíélaga og eins hlutlauss. Ef kaþólskir senda út á mánudögum, taka jafnað- armenn við á þriðjudögum. Útvarpshliómsveitin leikur fyrir bá alla. en það eru hin éinstöku íélög, sem ákveða H'VAÐ hljómsveitin leikur. Iívert félag, (sem byggist á meðlimum í hlustendasam- tökum og innheimtir afnota- giöld fyrir rík'ð) gefur út sitt eigið dagskrárblað. og er blað- ið skuldbundið til að prenta dagskrár. líka keppinautanna. S+ærst er kaþólska blaðið með 560.000 eintaka unplag. Blað jafnaðarmanna. VARA, fór yfir 500.000 í desember. Lýð- ræðislegu skipulagi hefur ver ið komið á, hlustendur geta hlustað á það, sem þeir vilja. í framkvæmd er þetta þó dá- lítið öðruvís'. Kaþólska kirkjan hefur reynt að banna sóknarbörn- um sínum að ganga í jafnað- armannafiokkinn eða kjósa hann. Þan á'tu að vera ka- þólsk. Mótmælaaldan varð hins vegar svo sterk, að kirkj an varð að hætta við þetta. Hins vegár hafa bisknparnir bannað trúuðum kaþólikkum að hlusta á villutrú, og hún á að koma frá VARA, dagskrá iafnaðarmanna. Þá hafa þeir bannað trúuðum að lesa „Het Vriie Volk“, stærsta blað HolJands, sem gefið er út af i« fnaðarm annaf lokknum. Flokkurinn hefur hins vegar levst vandann fyrir hina ka- þólsku meðlimi sína, um 10%, með bví að levfa þeim að gefa út sit+ eigið blað. En jafnvel kaþólska kirkj- an hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir hinu nýja þjóðfé- lagi neytenda, því að það þjóð félag brýtur ekki aðeins nið- ur siðferðilegar og trúarlegar hömlur. Það skapar líka nýja, pólitíska afstöðu. Neytendur styðja þann, sem veitir þeim mest úrvalið. Ef til vill hefur borið meira á breytingunni frá hinu ró- lega og skipulega þjóðfélagi í Hollandi en annars staðar, vegna þess, að andstæðurnar eru svo sterkar. Og innan hollenzka jafnaðarmanna- flokksins hafa menn tekið til nákvæmrar yfirvegunar þau vandamál, sem ekki aðeins k'rkjan, heldur líka verka- lýðshreyfingin, stendur frammi fyrir. Er sá pólitíski mælikvarði, sem við höfura K. Voskuil hingað til notað, ennþá not- hæfur? Einn þeirra, sem telja, að svo sé ekki, er K. Voskuil, rit- stjóri ,,Het Vrije 'Volk“. — Við jafnaðarmenn höf- um alltaf talað og skrifað um þjóðfélag framleiðenda. Þeir sem áttu framleiðslutækin arðrændu þá, sem ekki áttu neitt. Þeir voru réttlausir. Verkamenn fengu ekki nema rétt til nauðþurfta fyrir störf sín. Baráttan fyrir að breyta þessu ástandi skapaði jafnað- armannahreyfinguna. Grund- völlurinn var samstaða verka- manna. En í dag eru verka- menn ekki lengur réttlaus.r og eignalausir öreigar. Þeir eru orðnir neytendur, ná- kvæmlega eins og aðrir. Verkamenn í nútímaþjóðfé- lagi hafa áhuga á vörunum, ekki framleiðslutækjunum. Eignarrétturinn á framleiðslu tækjunum skiptir þá engu, ef vörurnar, sem framleiddar eru, eru góðar og ódýrar. Skyldur samstöðunnar, eins og skattar, ell laun og sjúkra- bætur, þýða, að möguleikarn- ir á að auka neyzlu minnka. Neytandi óskar eftir að auka neyzlu sína. Það er takmark hans. Samstaðan er orðin hon um óþekkt hugtak. — Þetta er svartsýn af- staða... — Ég geri það af ráðnum hug að halda þessu fram. Við í verkalýðshreyfingunni verð- um að sjá veruleikann, eins og hann er, líka andstöðuna á milli hugsjónalegra tak- marka okkar ög þess tak- marks, sem íbúarnir í vel- ferðarríkjum okkar hafa. Við segjum oft, að í dag sé eftirlit þjóðfélagsins í raun og veru viðurkennt af öllum, að skoðanir okkar á samstöðu og ábyrgð á sviði þjóðfélagsmála séu almennt viðurkenndar. * Þetta er alls ekki rétt! Hinir efnahagslegu brahm- ínar okkar, hagfræðingarnir, eru ef til vill sammála um þetta sín á milli. En bað hef- ur ekki komizt inn hjá hinum veniulegu paríum, sem eru í langsaraleeum meirihluta, og ráða úrslLum í kosningum. Þess vegna verðum við fyrir svo miklum vonbrigðum ein- mitt, begar við megum búast við að velferðarríkið veiti okkur nýja stuðningsmenn. Andstæð'ngar okkar skír- skota beint til skorts neyt- enda á samstöðu, óska þeirra um að bæta hag sinn eða síns litla hóps. — Nokkur lausn? — Hana á ég ekki til. En við gætum byrjað með því að tala minna um hinn gamla sannleika okkar og reyna að öðlast skilning á einföldum og augliósum sanhleika dags- ins í dav Að hjóðfélaeið hlýt- ur að ráða yfir víðtæhari ráð- um til að trvggja efnahags- vöxt. sem neytendur hafa einnig áhúga á. Við viljum hafa friálst þióðfélag, sem tekur tillit til barfa íhúanna. Of agalaus framleiðsla og neyzla verður of dýr, er til lengdar lætur. Ef við höldum þannig áfram, getur hið friálsa kerfi okkar ekki stað- izt samkeppnina v'ð hinn ein- ræðissinnaða kommúnisma í Á hæssum grundvelli verð- . um við að reyna að fá fram nv^t form samstöðu sama réttar fvrir alla. einnig að því er við kemur skiptingu eigna, samstöðu, sem neytendur fall Framhald á .7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.