Alþýðublaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 1
 YFIRHEYRSLUM vegna frí- merkj'amálsins hélt áfram í gær. Þá voru ýmsir starfsmenn póstmálaskrifsíofunnar teknir til yfirheyrslu. Pétur Eggerz, póstmálantari, var settur í gæzluvarðhaJd í fyrrakvöld, Hann er enn í varð- haldij að því blaðið bezt veit. Einar Pálsson, skrifstofustj. hjá Póst- og símamálastjóm- inni, mun hafa verið látinn laus úr varðhaldi í gærdag. MIKIL bókhaldsóreiða kom upp hjá fyrirtækinu Cudogler h.f. á síðastliðnu hausti. Bókhald fyrirtæk- isins var sent í endurskoð un um mánaðamótin nóv- em'ber — desember og um svipað leyti var skipt um forstjóra. Sá er'lét af störf um heitir Ingvar Ingvars- son, sem fyrrum var for- stjóri Glerverksmiðjunnar h.f. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur fengið, mun hafa komið í ljós, að mikill fjárdrátt ur og bókhaldsóreiða hefur átt sér stað hjá fyrirtækinu. Hef- ur heyrzt að fjárdrátturinn nemi 800 til 900 þúsundum og að valdið hafi Ingvar Ingvars- son, þáverandi forstjóri. Cudogler h.f. rekur verk- smiðju, sem framleiðir tvöfalt rúðugler. Stjórn fyrirtækisins skipa eftirtaldir menn: Þorvald ur Þorsteinsson, formaður, Jó- hann Pálsson, varaformaður og Eiríliur Björnsson. tWWWWWWWWWWWM BRÚSSEL, 27. ján. (NTB-AFP) — Samkomulag náðist í dag á ráðstefnunni um framtíð Kon- gó og verður nýlendan sjálf- stætt ríki 30. júní n. k. Það var ráðherra Kongó og Ruanda-Ur- undi, Auguste de Schrijver, sem kom fram með þessa mála- miðlunartillögu, en Kongó- menn höfðu stungið upp á 1. júní og hann sjálfur upp á 1. eða 15. júlí. ALÞINGI kemur saman í dag, og verður fundur í sameinuðu þingi á venju- legum tíma, klukkan hálf tvö eftir hádegi. Líklegt er, að hið endurskoða fjár lagafrumvarp verði lagt fram fyrir helgi, en ekki var í gær búizt við, að frumvörpin um sjálfar efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar komi fram fyrr en eftir helgi. Ríkisstjórnin hefur enn setið á daglegum fundum þessa víku, oftast með sérfræðingum sín- um í efnahagsmálum. Á dagskrá sameinaðs þings í dag eru sex þingsályktpnartil- lögur, sem lagðar höfðu verið fram, er þingstörfum var frest- að í byrjun desember. Um fjór- ar þeirra verður aðeins ákveð- ið, hvernig ræða skuli, það er hvort hafa skuli um þær eina eða tvær umræður. Eru þar til- lögur um hafnarstæði við Hér- aðsflóa, Veðdeild Búnaðarbank ans, Siglufjarðarveg og Sam- starfsnefndir launþega og vinnuveitenda. Tvær koma til umræðu, önnur um Hagnýt- ingu kaupskipaflotans og hirt um Vinnslu sjávarafurða á Siglufirði. REYKJAVÍKURLÖGREGLAN handtók 3 pilta í fyrrinótt, sem hún stóð að innbroti í Tjarnar- bíói. Piltarnir höfðu brotið glugga, sem þeir fóru inn um, búnir verkfærum til innbrots- starfa. Þeir voru gripnir áður en fyrirætlanir þeirra heppn- uðust. Herranótt í RÁÐI er að Herranótt Menntaskólans frumsýni gam- anleik eftir William Douglas Home næstkomandi þriðjudag kl. 8. Hjörtur Halldórsson menntaskólakennari hefur gert I þýðinguna. j Æfingar á leikritinu hafa l staðið yfir frá því í nóvember, en af sýningum hefur ekki orð i.ð fyrr en þetta vegna húsnæð- isskorts. Sýningar verða að þessu sinni fáar vegna þessa örðugleika og er fólki því ráð- lagt að tryggja sér miða á fyrstu sýningarnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.