Alþýðublaðið - 28.01.1960, Síða 2

Alþýðublaðið - 28.01.1960, Síða 2
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn — -Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréítastjóri: BjÖrgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — AS- aetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgatá 8—10. — Áskriftargjald: kr. 35.00 á mánuði. Tíminn ræöst á Framsókn ÞAÐ gerist nú í hverju máli á fætur öðru, að Framsóknarmenn taka þveröfuga stefnu við það, sem þeir fylgdu og framkvæmdu, meðan þeir sátu í ríkisstjórn. Nú ræðst Tíminn á útgáfu innflutn- ingsleyfa án gjaldeyris fyrir bifreiðum og telur hið mesta hneyksli. Ber blaðið stjóminni, en sérstak- lega þó stjórn Alþýðufokksins síðastliðið ár, á brýn stuðning við gjaldeyrissvindl í þeim efnum. Höfuðstaðreynd þessa máls er sú, að byrjað var að veita slík inhflutningsleyfi án gjaldeyris í sfjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar 1954. Þá var Eysteinn fjármálaráðherra og tveir aðrir Framsóknarmenn í ráðherrastólum. Sú stjórn veitti 301 slíkt bíileyfi. Vinstri stjórnin undir forustu Framsóknar hélt þessum upptekna hætti og þau þrjú ár, sem hún mótaði að mestu, voru 921 slíbt leyfi veitt. Loks voru veitt ellefu mánuði síðastliðins árs 643 leyfi. Af þessu er augljóst, að Framsóknarmenn voru samþykkir því, að byrjað var á slíkum leyfisveit- ingum og tóku þátt í þeim í fimm ár. Þá minntist Tíminn aldrei á gjaldeyrissvindl og sá ekkert at- hugavert við málið. Þegar Framsókn er komin í stjórnarandstöðu, er blaðinu snúið við. Það hefur þótt eðlilegt að veita sjómönnum, flugmönnum og öðrum þeim, sem afla gjaldeyris á löglegan hátt, slík bílleyfi. Sú breyting ein var gerð á síðastliðnu ári, að bæta umboðslaunatekjum við, en þær eru einnig fullkomlega löglegar. Á þennan hátt hefur hvortveggja gerzt, að bif- reiðakostur landsmanna hefur verið aukinn, og rík ið hefur haft allmiklar tekjur af gjaldeyri, sem vafasamt er, að hefði gefið nokkrar tolltekjur ella. Ef slíkar tolltekjur eru að einhverju leyti byggðar á sviknum gjaldeyri, eins og Tíminn heldur fram, þá er Eysteinn Jónsson allra manna sekastur í þeim efnum. í hans tíð sem fjármálaráðherra voru flutt ir inn tveir af hverjum þrem bílum, sem komið 'hafa til landsins á slíkum leyfum. annes á h o r n i n u ☆ ☆ ☆ Ný íslenzk stefna. Gjörbylting í trygg- ingamálum og skatta- málum. Raunverulegur jöfn- uður á afkomu. Orðsendlng frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Næsta dagnámskeið skólans hefst þriðju- daginn 2. febrúar. Þeir nemendur, sem fengið hafa loforð um skólavist, mæti í skólanum þann dag kl. 2 e. h. Skólastjóri. GAMALMENNI, ekkjur, rilun aðarlaus börn, öryrkjar. Þetta fólk á aff fá þann stuffning, sem þjófffélagsheildin getur mestan í té látiff. Meff góðum trygging- um er í raun og veru hægt aff koma á þeirri jafnaffarstefnu, sem viff höfum alltaf stefnt aff. Grundvöllur hennar er, hvaff sem deilt er effa sagt er um mis- munandi aðferffi* til þess aff skipa efnahagsmálum, fjármál- um, atvinnumálum og sambýlis- háttum þegnanna, tillitssemi viff þá sem standa höllum fæti, mannúð og mannhelgi, EF HÆGT ER að skipa efna- hagsmálunum þannig, að unnt sé að koma á fót sem fullkomn- ustum stuðningi við það fólk, sem ég nefndi í upphafi, þá er í raun og veru allt fengið, þá er verið að skapa fyrirmyndarþjóð félag þar sem enginn þarf að troðast niður í skarnið fyrir ut- an að komandi aðstæðúr, þar sem enginn hefur ,,frelsi“ til þess að níðast á öðrum, én menn hafa fullkomið frelsi til þes að skapa sjálfum sér gæfu og þjóð- félagsheildinni hagsæld um leið. I UPPBYGGINGU efnahags- málanna, endurskipulagningu þeirra og endurnýjun, spyrjum við aðeins um þrennt: Er hægt að jafna kjörin? Er hægt að bæta afkomu þeirra, sem þess þurfa með? Er hinn nýi grund- völlur öruggur til frambúðar? Það er vandasamt verk að skipa málunum þannig að jákvæð svör fáist við þessum spurning- um — og í raun og veru held ég að svörin fáist ekki fyrr en með reynslunni. ÞEGAR ÉG HAFÐI hlustað á Emil Jónsson og Gylfa Þ. Gísla- son á flokksstjórnarfundinum — og ég sá, að stefna þeirra kom þægilega á óvart, og síðar hlust aði á Gylfa á mjög fjölmennum trúnaðarráðsfundi Alþýðu- flokksfélagsins og heyri hinar fjöldamörgu fyrirspurnir frá fólkinu, fór ég aðh ugsa um það, hvort hér væri ekki um sérstaka íslenzka stefun að ræða. — Ég er á þeirri skoðun. Ef það tekst að leysa málin á þann hátt, sem okkur hefur verið skýrt frá að niðurstaða hafi fengizt um, þá er hér inn svo stórfellda breyt- ingu að ræða fyrir þegnana, að um sérstaka íslenzka stefnu er að ræða. SEGJA MÁ að stefnt sé að al- gerri byltingu í tryggingamál- unum, svo mjög hækka laun og bætur. Einnig er um algera stefnubreytingu að ræða þar sem þurftarlaun verða undan- þegin skatti eftir ákveðnum reglum. Þannig munu nær allir verkamenn, þar á meðal fyrst og fremst allir hafnarverka- menn, losna við tekjuskattinn. Þetta er gjörbylting til handa þeim, sem standa höllum fæti. Þetta er jöfnuður. HINS VEGAR fórna allir þeir, sem geta það — og ég fullyrði að þeir geta það, nokkru. Þetta er mergurinn málsins fyrir alla láglaunamenn, gamalmenni, ekkjur, sjúklinga og öryrkja. Það væri glæpur að gera tilraun til að sprengja það skipulag, sem gerði þetta kleift. Það væri pólitskur glæpur — og uum leið siðferðilegur glæpur gagn- vart framtíðinni. 1 MÉR FÍNNST, að breyting- arnar fyrir fólkið,, sem fyrst og fremst þarf að hugsa um, séu svo miklar, að maður-fer að ótt- ast að erfiðið verði að láta áætl- anirnar standast. Um það get ég fólkinu, fór ég að hugsa um það, kvaddir hafa verið til rannsakaS hafa straumana í efnahagsmál- um, fullyrða það. Reynslan ein verður öruggasta dómarinn. Hins vegar get ég ekki betur séð en að hér sé um beint hagsmuna mál að ræða fyrir alla þá, sem standa á einn eða annan hátt höllum fæti í þjóðfélaginu. ÞaS er siðferðileg skylda allrar verkalýðshreyfingarinnar að styðja þéssa íslenzku stefnu af öllum mætti. ' Hannes á horninu. • Macmillan í S.-Afriku Pretoría, 27. jan. (NTB). MACMILLAN, forsætisráð- herra Breta sagði tvisvar í ræðu í dag, að Bechuanaland, Swahililand og Basutoland mundu áfram verða undir verndargæzlu Breta. Macmillan er nú kominn í tía daga opinbera lieimsókn til S.- Afríku. ^ Mikill viðbúnaður var við komu Macmillans til Jóhannes- arborgar og dreyfði Iögreglani stórum hópi manna, sem báru spjöld þar, sem á var letrað vígorð stj órnarandstöðunnar. Macmillan mun næstu Aagá' fara vítt og breytt um Suður- Afríku og einnig um brezk svæði þar í álfu. ,j 23. janúar 1960 — O A — - fí 7 Alþýðubjaðið ((\\h í

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.