Alþýðublaðið - 29.01.1960, Blaðsíða 2
■■■■■■MaBKBBSiæSSKm
^ 29-: jartúar 1960 — AlÍjýðUbláöið
/mxmwmmi)
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: lngólfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi
ritstjómai : Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Gúðmundsson.
— Simar: 14 9C0 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — AÖ-
setur: AlþýÖuhúsið. — Prentsmiðja AlþýðublaÖsins. Hverfisgata 8—10. —
Áskriftargjaid: kr. 35,00 á mánuði.
Þing kemur saman
ALÞINGI kom saman í gær eftir nokkurt hlé
á störfum. Mun ríkisstjórnin nú leggja fram til-
lögur sínar um nýtt efnahagskerfi og miklar
breytingar í skatta- og tryggingamálum, sem
stefna að stórauknu réttlæti á meðal landsmanna,
og munu bæta aðstöðu barnmargra fjölskyldna,
gamalla og fátækra í lífsbaráttunni.
Stjórnarandstaðan hafði stór orð um það í
byrjun desember, að ríkisstjórnin væri með
frestun þingstarfa að traðlca á þingræði og stefna.
að einræði. Var valdataka Hitlers tíðum nefnd í
þingsölum til samanburðar.
Það er skylda hverrar stjórnarandstöðu, ekki
síður en stjórnarílokka, að standa dyggilega vörð
um þingræðið, sem er fjöregg íslenzks þjóðskipu-
lags. En slíkt verður ekki gert með öfgum, eins
og fram kom að þessu sinni. Nú hljóta landsmenn
að sjá, er þing kemur saman á ný eftir nokkrar
vikur, að ekki var verið að ráðast á lýðræði eða
taka af alþingi völd þess ,og virðing. Fjarri því.
Ríkisstjórnin hefur notað þinghlé mjög vel.
Aldrei í sögu landsins hefur stjórn haldið eins
marga eða langa fundi og haldnir hafa verið um
efnahagsmálin í desember og janúar. Og það er
mál kunnugustu manna, að aldrei hafi efnahags-
tillögur verið eins vandlega undirbúnar og nú.
Lýðræði og þingræði er borgið, ef nokkur
hætta hefur að þeim steðjað. Hins vegar er spurn-
ing næstu mánaða sú, hvort það tekst að bjarga
efnahagsmálum þjóðarinnar.
Brezkir þingmenn
Það er mjög vel til fundið hjá Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga að bjóða hingað til lands
tveim þingmönnxun frá Bretlandi. Þeir eru báðir
úr Samvinnuflokknum, sem í brezkum þjóðmál-
um starfar að verulegu leyti sem hluti af verka-
mannaflokknum.
Málstaður íslendinga í landhelgismálinu
verður ekki á nokkurn hátt kynntur ‘betur en að
fá enska áhrifamenn til að koma hingað til lands,
ræða við íslendinga, háa og lága, og sjá með eig-
in augum lífsbaráttu þjóðarinnar. Þess vegna eru
hinir brezku þingmenn velkomnir gestir, og það
er von landsmanna, að þeir fari héðan með meiri
skiining á afstöðu íslendinga til- landhelginnar en
brezk stjórnarvöld hafa sýnt.
_ H
Di n
HÉE er mynd, sem minnir á sól, sumar og sumarfrí, enda
veitir ekki af í skammdeginu. Bíllinn þessi hefur ver-
ið innréttaður eins og lítið herbergi, þakinu er lyft upp og
bekkir dregnir niður. Þarna er hið skemmtilegasta svefn-
herbergi og hentugt til sumarleyfisferða.
(NTB-TT). - Hinir drama
tísku bardagar um kven-
presta innan sænsku rík-
iskirkjunnar berast fram
og til baka. f dag birti hóp
ur þekkira, kristilegra
skáldkvenna mótmæli
gegn afstöðu Bo Giertz
Gautaborgar-biskups, sem
þær kölluðu óumburðar-
lynda, fjandsamlega kven
fólki og andstæða fyrir-
mælum um kristilegan
kærleika,
Hættan á klofningi inn-
an kirkjunnar er enn mik-
il og er talin hafa aukizt
við það, að biskupinn
sagði af sér sem formaður
stjórnarnefndar líknar-
stofnana kirkjunnar. Einn
af verðandi kvenprestum,
dr. Margit Sahlin, er rit-
ari nefndarinnar.
Fyrrverandi bæjarfó-
geti í Gautaborg hefur
lieimtáð af dómsmálaráðu
neytinu rannsókn á því,
hvort tilraun Giertz og
hákirkjumanna hans til
að hindra framkvæmd
laganna um kvenpresta sé
eklci saknæm.
Hannes
☆
☆
☆
Á að leggja Kolviðar-
hól í rústir ?
Áætlun framkvæmd
næstu daga.
Ef ekki verður brugð-
ið hart við.
Áskriftarsíminn er 149
EEYKJAVÍKURBÆR á Kol-
viðarhól. Kann hefur átt hann
árum saman. AUan þennan tíma
hefur enginn maður verið þar
nema nátthrafnár og skemmdar-
vargar, sem hafa nítt staðinn,
brotið hann niður og svívirt. Ég
lief oft komið á Kolviðarhól síð-
an niðurlægningartímabilið
hófst og næstum alltaf orðið svo
gramur, að ég skrifaði gremju-
pistil og krafðist aðgerffa. Síffast
rann mér svo í skap vegna ásig-
komulags húsanna og affgerffa-
Ieysis bæjaryfirvaldanna, aff ég
krafðist þess aff annaðhvort yrffi
nú þegar hafizt handa um upp-
byggingu staffarins effa sendar
yrffu vélar uppeftir til þess að
brjóta allt niður og síðan yrði
jafnað yfir svo að ekki sæist
steinn yfir steini.
ÞAÐ VAKTI ekki litla furðu
mína einn daginn, að bæjaryfir-
völdin féllust á mína síðustu
uppástungu svo fögur sem hún
er, en ástæðan hlýtur að vera
sú, að hún er auðveldust úr vand
anum. Stundum er svo sem far-
ið eftir tillögum, sem maður ber
fram og má því segja að ekki sé
manni ails varnað. — En auð-
veldasta leiðin er ekkj alltaf
rétt, þó að ýmsum virðist svo
vera. Um leið og húéaskriflin á
Hólnum verða jöfnuð við jörðu,
setjum við blett á mannorð
þeirrar kynslóðar, sem nú er
uppi.
VILJA EKKI bæjaryfirvöldin
fresta afnáminu í nokkra aaga?
Vilja þau ekki fara á annan
finn? Er ekki hægt að endur-
nýja húsin? Er ekki hægt að
koma þarna upp heimili, sem
bærinn þarf hvort sem er að
reka? Er ekki hugsarilegt að
bæjaryfirvöldin og félagsmála-
ráSherra gætu fundið heppilega
lausn? Eða væri ekki möguíeiki
á því að gefa Árnesingafélaginu
í Réykjavík staðinn' og það síð-
an, ásamt Áriiesingum heima,
tækju höndum saman um vernd
jn staðarins?
SVO ER ANNAÐ MÁL. Fyr-
ir nokkrum árum komum við
■Gi'sli Sigurbjörnsson forstjóri að
Kolviðarhóli sarnan. Hann sagði
mér þá, að hann væri þess albú-
inn að taka við Kolviðarhóli,
með ákveðnum skilyrðum þó,
setja þar á stofn bú, svínarækt,
alifuglarækt og svo framvegis,
taka þarpgað á hverju vori ung-
linga, sem vantaði sumarstörf
og láta þá vinna fyrir búið und-
ir leiðsögn góðra manna. Hann
taldi þetta heppilegt þar sem
Kolviðarhóll stendur miðja vega
milli elliheimilanna í Hvera-
gerði og Reykjavík, en vistmenn
og starfsmenn þessara heimila
munu nálgast fimm hundruð ■—.
og þau stóru heimili þurfa því
mikils með.
VILL EKKI Geir Hallgríms-
son snúa sér til Gísla Sigur-
björnssonar í dag og spyrja
hann hvort möguleikar séu á vi®
skiptum milli bæjarins og hann
um þetta mál? Það er uppgjöf og
um leið eftirminnilegur þjösna-
skapur að brjóta staðinn niður.
Ég hef ekki minnzt á þær minn-
ingar, sem tengdar eru við stað-
inn. Það er óþarfi. En ég vil
minna á að hér á að fara að eins
Qg þegar Skólavarðan var brotin
niður — og það fordæma allir.
Hin sama verður útkoman þeg-
ar Kolviðarhóll verður jafnaðún
við jörðu. I
ÉG ER SANNFÆRÖUR um,
að hér er hægt að finna betrí
lausn en þá að brjóta niður stað-
inn. Góðir menn verða að snúast
gegn því. Hvað segir Árnesinga-
félagið til dæmis? Ég er sann-
færður um að margir myndu
leggja fram fé til þess að hægt)
verði að sýna Kolviðarhóli ineirl
sóma en nú er áætlað.
Hannes á horninu. j