Alþýðublaðið - 29.01.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.01.1960, Blaðsíða 3
Lægstu laun eru 1800 kr. á klst STÆRSTA og frægasta tízku sýningarfyrirtæki heims, sem hefur aSsetur í New York og París, hefur nýlega boðið for- ráðamönnum fegurðarsam- keppninnar á íslandi að senda fegurðardisir, sem tekið hafa l»átt í keppninni hér heima, til Bandaríkjanna eða Parísar, þar sem þeim er boðin mjög eftirsóknarverð og vellaunuð atvinna við tízkusýningar. MMMMMMWWMMWMWW Spilakvöld í ■Reykjavik NÆSTA spilakvöld Al- þýðuflokksfél'aganna í Reykjavík verður í kvöld — föstudag — kl. 8,30 í Iðnó. Er það annað kvöldið í 5-kvölda keppn- inni. Flutt verður stutt á- varp, Jón Þorsteinsson al- þingismaður. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. tMMMMMMM%MMMMMM*W Lægstu laun, sem boðin eru fyrir þessa vinnu, eru ísl. kr. 1800,00 á klukkustund, sem getur hækkað allt upp í kr. 4500,00 á klst. Ýmsar frægar kvikmynda- dísir hafa byrjað starfsferil sinn á þennan hátt, eins og t. d. Suzy Parker, sem nú er ein af þekktari kvikmyndastjörnum Hollywood, Merethe Stroyberg (systir Annette), Gitte Krön- cke og ýmsar fleiri. Forráðamenn tízkufyrirtæk- isins í New York hafa boðið ungfrú Rúnu Brynjólfs, sem nú er flugfreyja hjá Loftleiðum, að hefja stárf sem tízkusýning- ardama og fyrirsæta hinn 1. júlí n. k. Eins og kunnugt er, fór Rúna á vegum forráða- manna fegurðarsamkeppninnar til meginlandsins og starfaði hjá hinu þekkta tízkusýningar- fyrirtæki „Beauty of Elegance“ um tveggja ára bil og ferðaðist um alla Evrópu. Að þeim tíma liðnum bauðst henni að gerast tízkusýningar- stúlka um eins árs bil í Suður- Ameríku, en því boði var hafn- að af forráðamönnum fegurð- arkeppninnar hér. Viögerð Gunnfaxa hefur gengið vel j Þetta glæsilega tilboð tízku- | fyrirtækisins gerir forráða- mönnum fegurðarsamkeppninn ar nú kleift að bjóða þátttak- | endum velllaunaðar stöður er- I lendis. Sýningarstúlkur erlend- is hafa yfirleitt mjög stuttan vinnutíma, e. t. v. 2—3 stundir á dag, svo að þeim notast frí- stundirnar vel, t. d. við nám eða annað. Fegurðarsamkeppnin, sem mun hefjast hér í júní n. k. í Reykjavík, verður hin 10. og verður í tilefni afmælisins sér- lega vandað til verðlauna. Verð gildi þeirra mun samanlagt nema um 150 þús. kr., en með- al þeirra eru ferðir fyrir fimm efstu stúlkurnar á keppni er- lendis ásamt hálfsmánaðar dvöl á viðkomandi stöðum. Farið verður til Langasands (Kaliforníu), Miami (Florida), Istanbul, Vínarborgar og Lun- dúna. Auk þessa verða mörg önnur verðlaun veitt. Verð- launin, sem stúlkurnar keppa um erlendis, eru að verðmæti á 3. millj. kr. Forráðamenn fegurðarsam- keppninnar hér óska þess ein- dregið, að fólk, sem veit um stúlkur, er til greina komi í keppnina, láti vita í símum 14518 og 16970 eða í pósthólf 368. FYRIR tæplega ári tepptist ein Dakota flugvél Flugfélags íslands á Vestmannaeyjaflug- velli vegna dimmviðris. Næstu nótt gerði aftakaveður og .skemmdist flugvélin þá svo mjög, að hún var ekki flughæf. Næstu daga gekk enn á með illviðri, sem olli frekari skemmdum. í fyrstu var flugvélin, Gunn- faxi, TF-ISB, talin ónýt, en við nánari skoðun, er fram- kvæmd var éftir að hún hafði verið flutt með skipi til Rvík- ur, kom í ljós að viðgerð var framkvæmanleg, svo fremi að nauðsynlegir varahlutir fengj- ust. Afgreiðslufrestur varahluta er mjög langur og fyrst í nóv- ember s. 1. komu þeir til lands- ins. Skemmdir á Gunnfaxa voru mjög miklar, sem fyrr segir. Burðarás var brotinn á einum stað og varð að skipta um hann. Bakborðsvængur var brotinn, hæðarstýri og jafnvægisstýri skemmd, hliðarstýri slitið af, hjólaútbúnaður skekktur og margar minni skemmdir. Nú er viðgerð á Gunnfaxa það langt komin, að búast má við að flugvélin verði tekin í notkun í náesta mánuði. Alls unnu flugvirkjar Flug- félags íslands 4700 stundir við viðgerðir á skemmdunum, en auk þess var um leið fram- kvæmd ársskoðun á flugvél- inni. Þetta er í annað sinn sem slík stórviðgerð á flugvél fer fram á verkstæði Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli. Á meðfylgjandi mynd eru Brandur Tómasson yf'.rflug- virki (t. h.) og Jón N. Pálsson yfirmaður skoðunardeildar. Þeir sjá um viðgerðina á Gunn- faxa. Málfundur FUJá Akranesi ANNAR málfundur FU J á Akranesi verður á sunnu- daginn kl. 1,30 á Jaðars- braut 7. Leiðbeinandi er Ragnar Jóhannesson. — Ungir jafnaðarmenn eru hvattir til þess að fjöl- menna. Rúna Brynjólfs. Oft skordýr í mjölvöru „HEILBRIGÐISEFTIRLIT- INU berast alloft kvartanir vegna skordýra í brauðvörum og mjöli og er reynt að bæta úr því hverju sinni, eftir því, sem við á“. FUJ í Rvík ræð/V efnahagsaðgeröir FÉLAG ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heldur félags- fund í kvöld — föstudag — kl. 8,30 í Félagsheimili múr- ara og rafvirkja að Freyjugötu 27. Fundarefni m . a.: Væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar £ efnahagsmálunum. Framsögumaður er Birgir Finnsson alþingism. — Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Svo segir í tilkynningu er Alþýðublaðið fékk í gær frá borgarlækni. En í heild hljóð- ar tilk^nningin svo: VEGNA fréttar, sem birtist unum, og er ógerlegt að full- yrða neitt um það, hvar hún hefur borizt í mjölið. Hún er fljót að tímgast við heppileg raka- og hitaskilyrði. Heilbrigðiseftirlitinu berast alloft kvartanir vegna skor- dýra í brauðvörum og mjöli, og er reynt að bæta úr þvx hverju sinni, eftir því sem við á. Þegar urn galla sem þennan er að ræða og hann finnst að- eins í einu sýnishorni, eins og að þessu sinni, er ekki talin ástæða til almennra aðgerða. Framhald á 7. síðu. Alþýðublaðið — 29. janúar 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.