Þjóðólfur - 20.01.1852, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.01.1852, Blaðsíða 1
4. Ar 52. og 53. t§53. 20. Janúar. ]¥ýárskveðja 1852. 1. Kom roði morguns mær, myrkvanum óttu ryð! Isfaldið hauður hlær heilsanir þínar við. Ungir ogaldnirbæði samrómaheíja söngvaklið! 2. Velkomin sjálig sól, silfrandi fjallatind! fágaðu foldarból fagurri dýrðarmynd! og helltu liingað niður þinni glitandi geislalind! 3. Hver mun ei hugarsjón horfa í liðna öld, þá yfir frera frón frægðanna skyggði kvöld, og þjóðin firrtist frelsi, en meðtók sinnar glópskugjöld? 4. Hver mun ei huga nú hvarfla fram undan sjer, með von og traustri trú, til þess í vændum er, frelsisins fagra tíma, sem allir eptir vonum vjer? 5. Vert þvi velkomið ár, vonar færandi dag! græð þúhin gömlu sár! greið þú og bæt vorn hag! Allt, sem umbóta þarfnast, fullkomnaðu og færðu í lag! 6. Skammdegis skuggatjaldskriðna og sundr- ast fer; ánauðar ok og vald einneiginn tapar sjer. Frelsið — þó fari hægan — sigurinn loks úr bítum ber. og uppgötvunum, sem nú á dögum gjöra líf manna svo ágætt, óhult og ánægjusamt. Enginn hlutur er svo ágætur, að ekki megi misbrúka. Ilöfúðskepnurnar, eldur og vatn, eru oss til mikilla nota, en líka geta þærollað eyðileggingar og dauða; eigi að síð- ur leika menn sjer að því að fara allfrjálslega með hvortteggja; og það mundi þykja óbæri- legt, ef bannað væri t. a. m. að kveikja Ijós í skammdeginu, svo ekki þyrfti að óttast húss- bruna. Prentverkið er nú næstum eins ómiss- andi mannlegu lífi, eins og eldur og vatn; en líka ttiá misbrúka það, enda hefur einatt að undaníornu verið lagt á það hapt og bann af höfðingjunum, sem báru fyrir sig misbrúkun þess, en í raun] og veru .voru þeir hræddir við hina rjettu brúkun þess, eða ímynduðu sjer, að hún væri hættuleg. Jeir bönnuðu verulega prentverkinu að láta sitt ljós lýsa fyrir mönnum, af því þeir voru hræddir við ehlsvoða; og það er sannast að segja að Ijós- ið, sem prentverkið hjálpaði Lúther til að kvaikja, blossaði upp í þann loga, sem sveið bæði hár og skegg af páfanum; því það er ugglaust, liefði prentverkið ekki verið, þá sæt- um vjer enn í dag í myrkri hjátrúarinnar, og værum háðir allri villu páfans. Klerkarnir voru það sem fundufyrst upp á ritbanni, eða þeirri ráðstöfun, að ekki mátti prenta nokkurt rit., fyr en búið var að lesa það yfir af tilkjörnum mönnum, sem áttu að annast um það og ábyrgjast, að ritið yrði ekki prentað, lieldur stungiö undir stól, ef þar var nokkuð, sem bann var lagtvið. Nú varekki einungis lagt bann á þaö, sem var gagnstætt trú og góðum siðum, heldur á sjerhvað, sem þókti gagnstæðilegt meininguin og hagsinimum höfðingjanna. Mismunandí skoð- un í trúarefnum, frjálsleg orðatiltæki í borg- R i t b a n n. Málfærið er ein af ágaHustu gáfum guðs oss til handa; og þó hefur ágæti hennar ekki litið aukizt við prentverksiþróttina, sem gjörir það að verkum, að vjer getum talað við marg- ar þúsundir og milliónir manna. Án málfær- is heföi maðurinn verið eins og hver önnur skepna; en án prentverksins væri sú kynslóð, sem nú er uppi, ekki annað en ómentaður og fáffóður lýður, þar sem einstakir drottnuðu, en allur þorrinn væri ánauðugur, og mundi vera skammt komin i þeim íþróttum, stofnunum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.