Þjóðólfur - 05.11.1858, Side 6

Þjóðólfur - 05.11.1858, Side 6
- O - kven, kván, kvæn, og kallar kven fiilegg. Til þess svara eg: kven er réttmyndaf) orb samkvæmt stofn- sögninni e-á (gefa gáfn), eins og menn segja, set, sát, sæti. Orbif) kven finst og í Atlamálnm græn- lenzku 6. er. (í konúngsbók), þar segir: „kven var hon Hiigna", þaban hefir Sveinbjörn Egilsson tekib orbib, og finst þab í orbabók hans, þab finst og í Gnnnarsslagi, ef mig rétt minnir. í annan stab er Konráb fokreibr yfir því ab eg nefni latínustafi rúnir, eins og engi hafi gjört þab fyr en eg. I elztn staffræbinni aptan vib Eddu (frá 12. öld) seglr svo : eigi er þat rúnanna kostr, þó at þú lesir vel ebr rábir- vel at líkindum þar sem rúnar vísa óskýrt". Hér er höfundrinn ab tala um latínustafi, og kaliar hann þá rúnir. Eptir því mætti og heldr ekki nefna stafi í latínuletri, því stafr og rún er í öndverbu hib sama, og því er kallabr stafr, ab í rúnaletri eru beinir leggir en ekki bjúgir sem á latínustafrofi. Hvab vibvíkr dómi Konrábs á stafiræbistilraun minni, þá skyldi egtaka honum fegins hendi ef hann væri studdr meb skyn- samlegum röknm, og fram settr meb þeirri stillíngu og spekt, sem eg ætlast til af hverjum þeim sem vill teljast í tölu hygginna og fróbra manna; þá er ekki vandlifab fyrir hina fávísu, ef vitríngarnir sjálfir geisast fram meb gemsi og ólátum. Eg get ekki dulizt þess, ab eg hefbi svarib fyrir, ab Kon- ráb hefbi ekki betri sálarforba ab bera á borbfyrir Norblínga sína, eptir ab hann ekki hefir látib tilsín heyra í 7 ár svo teljandi sé, en þann sem hér er framreiddr í „Norbra". Eg tel mig löglega afsak- aban, þó eg láti vera ab svara slíku. þab er eng- um unt ab sjá vib öllum leka, og eg hefi þab traust á mönnum, ekki síbr fyrir norban land en sunnan og austan ebr vestan, ab eg álít þab meb öllu ó- þarft ab svara Konrábi, ef hann ekki vandar orb sín bctr í næsta skipti en nú hefir hann gjört. Kaupmannahöl’n, 28. maí 1858. Gubbr. Vigfússon. — Mannalát og slysfarir. — Fyrst ber að leið- rétta það uin mannalát sem getið var í 10. ári þessa blaðs, að síra Magnús aál. Sigurðsson á Gilsbakka, er andaðist 13. mai þ. á., var 53 ára að nldri og dó að Sámsstöðum en ekki Háafelli. — Fru Jóruni Is- leifadóttur Melsteð, er andaðist hér i Rvík 21. ág. þ. á., varð 8 barna auðið i hjónabandi sinu, (ekki 5), en að eins 3 þeirra lifa, eins og fyr var getið. — þess hefir vcr- ið látið ógetið, að á öndverftu næstl. vori andaftist að ísa- firði, á bezta aldri, liéraftslæknir Clausen. danskr maðr. — 29. apr. þ. á. drukknuðu tveir únglingspiltar af bát, frá Vestmanneyjum, en Itinum þriðja var bjargaft. — 27. maf þ. á. hrapaði til dauðs úr Ofanleitishamri á Vestmann- eyjum Einar Guðmundsson, bóndi þar á Eyjunum að eins 25 ára að aldri. — 25. júni þ. á. andaðist eptir þúnga víkulegu „mcrkisbóndinn“ Jón Jónsson á Oseyr- arnesi i Árnessýslu, náliegt 60 ára að aldri, hann var tví- giptr og hal'ði orðið 13 barna auðið meft konum sín- um; „elju og atorkumaðr inikill, lueinskilinn, góðr bóndi, stoð og stytta sveitm félagsins". — 21.júliþ. á. hi ap- aði einnig til dnuðs, J Vestmanneyjunum vinnumaðr H a n n- es Sæmundsson, 26 ára að aldri. — Um miðbik júlfmáii. andaðist Jón bóndi H ró m u ii ds so n á l.itlubrékku á Mýr- UIII, uin sczrugt; „rcglulastr maðr og tryggr“. — Snnnu- dag 1. (heldr en 10.) ágúst druknaði únglíngspiltr frá Síðu- múla, í svo nefndri líjarará í Mýrasýslu. — Nál. 5.—7. ágúst þ. ár andaðist húsfrú þóra Bj ö r n sd ót ti r, pró- fasls þorgrímssonar siðast til Setbergs i Snælellsiicssýslu, ekkja cptir sfra Snorra sál Brynjúlfsson í Ileydólum, og systir Sigurðar landlógeta Thorgrimscns og þeirra syzk- ina ; hún var71 árs að aldri, „mesta merkiskona og kvenn- skörúngr, vel að sér til niunns og lianda, þrifin vandvirk reglusöm og, höfðínglynd. — 13. s. niáii., Gu ðl a u g G u n n- arsdóttir að Illið i Gnúpverjahrcpp, 69 ára að aldri, kvinna Guðmundar búuda þorsteinssonar fyr hreppstjóra og sættanefndarmanns; hún lifdi með lioniiin í hjónabandi um 42 ár, og varð þeim 14 barna auðið, og eru 12 þeirra á líli; Guðlaug sál. „var oðskuvcrð ektakvinna, umhyggju- söm og góð móðir, ráðvönd, reglusöm og þrautgóð“. — 16. f. mán. merkisinaðrinn Gísli bóudi G f s I a s o n, er lengi bjó á Villíngavatni i Grafningi, tæpra 84 ára að nldri, þvf bann fæddist 9. okt. 1774, að þúf'u i Ölfusi, voru loreldrar hnns Gisli bóndi Sigurðsson frá Ásgarði i Grímsnesi1 og Steinun Eíríksdóttir; þau giptust árinu fyrir, en þenna föður sinn missti Gisli Gislason missirisganiall, og ólst hann siðan upp fyrst með móður sinni ekkju i tæp 6 ár, en siðnn með stjúpa siniiin, Magnúsi lögréttuinanni þórftarsyni að Reykj- um og Núpum i Ölfusi, uns hann giptist 18. okt. 1798, þorbjörgu Guðnadóttur, er cnn lifir hann, fullra 88 árn að aldri; voru þau saman i hjónabandi tæp 60 ár, og varð 8 barna nuðið, lifa 7 þcirra öll gipt og mannvænleg; hann varð afi 45 barna en lángafi þriggja. Hann bjó mest- allan búskap sinn á Villingavatni, nl. i 46 ár, og þar brá hann búi 1850, en var þar kyrr með konu sinni, hjá syni sínum Magnúsi hreppstjóra, þar til liann dó; hann var meðhjálpari og fprsaungvari i 40 ár, jafnlengi var hann og bálusetníngarmaðr og sættanefndarmaðr, en hreppstjórn gegndi hann i 30 ár. Gísli heitinn var hinn mesti atgjðriis og þrekmaðr, bæði til sálar og likama, og sýna hin ýmsu opinbcru störf er lionum var trúað fyrir um svo inörg ár, hvi- líkt almanna álit og traust hann hafði á sér alla æfi bæði af æðri og lægri stéttar mönnum; cptir þvi var hann einstakr húsfaftir að stjórnsemijog reglusemi, og einn hinn bezti bú- höldr, enda var hann jafnan við góð cfni, og hcimili hans góðfrægt að öllu. — 20. s. inán. síra Jón Jónsson Austmann i Vestnianneyjum, Jónssonar prests að Kálfa- felli á Siðu og Guðnýjar Jónsdóttur Steingrímssonar pró- fasts til Kirkjubæjarklaustrs, cr var móðurbróðir Steingríms ‘) þcssi Gísli Sigurðsson var albróðir þeirra sira Jóns sál. Sigurðssonar á Rafnseyri, — afa skjalavarðar og alþing- ismanns Jóns Sigurftssonar i Kaupinannahöfn, og prófasts sira Guðm. Johnsens i Arnarbæli o, fl. — og húsfrúr Sal- varar Sigurðardóttur á Krossi i Landeyjum, ömmu sira Tómasar sál., prófasts, Sæmundssonar á Breiðabólstað.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.