Þjóðólfur - 23.12.1862, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 23.12.1862, Blaðsíða 4
— 32 að sýnast, einsog það líka er undir þeim komið, hvort renturnar skuli greiðast þeim, er í sjóðinn hafa goldið eptir réttri tiltölu, eða þeim eigi að bæta við höfuðstólinn. 5. gr. Félagið tryggir skipseigendr fyrir skaðu á skip- um bæði á sjó og landi innan og utan vertíðar. 6. gr. Ef skaðí fyrir kemr, sem félagið er skyldugt að bæta þeim, er líðr, á hann fyrst að borgast af ábyrgðarsjóðnum, en skyldi hann eigi verða nógr til skaðabóta, á það, er vantar, að jafnast niðr á öll þau skip, er í félaginu eru, að réttri tiltölu sam- kvæmt virðíngarupphæð þeirra. 7. gr. Sá skaði verðr eigi bættr af félaginu, erbein- línis má tileinka ásetníngi eða skeytíngarleysi skips- eigenda eða þess formanns, er fenginn er fyrir skipið, hvort sem hann á hlut í skipinu eða eigi, þareð hann, eptir landslögum og rétti hefir ábyrgð skipsins, meðan hann er fyrir það settr, og skal hann í því efni hafa nákvæma tilsjón með háset- um sínum. 8. gr. Sá skaði, er ekki nemr 1 ríkisdal á hinn svo nefnda hlut skipsins, skal ekki bættr verða, ekki heldr þó árar skipsins missist eða brotni, þó sá skaði nemi ofangreindu verði; og skulu eigendr þess skips, er skaða líðr, jafnan með kröfu sinni um skaðabætr innsenda til stjórnarmanna félagsins skýran og sanngjarnan reikníng yfir hinn liðna skaða, þar þeir að öðrum kosti eigi fá hann bætt- an. Farist skipið með öllu á sjó eðalandi, verðr skaðinn bættr eptir virðíngu þeirri, er sett var á skipið við virðíngargjörð þá, er halda skal rétt fyr- ir vertíð hverja á skipum þeim, er í félaginu eru, einsog segir í 2. gr., þó skal frá virðíngarupphæð þessari dragast það, er við opinbert uppboð fæst fyrir það af áhöidum eða flekum skipsins, er bjarg- að verðr eða kann á land að reka. 9. gr. Fyrir vertíð hverja skulu skipseigendr kjósa 3 menn, er halda eiga reiknínga félagsins og hafa stjórn þess á hendi til næstkomandi vertíðar, og skulu þeir við árslokin fram leggja skýran og ná- kvæman reikníng yfir tekjur og útgjöld ábyrgðar- arsjóðsins fyrir það ár, er þeir eru kosnir; og á þeim ársfundi, er halda skal jafnan í lok Janúar- mán., skýra frá gjörðum félagsins og um Ieið stínga upp á þeim breytíngum eða viðbótum við lög fé- lagsins, er þeim virðast nauðsynleg. 10. gr. Auk hins árlega fundar, er halda skal, cinsog um er getið í undangángandi grein, fyrir vertið hverja, eru stjórnarmenn félagsins skyldugir til að kveðja til almenns fundar, þegar einn þriði hluti skipseiganda krefst þess bréflega af þeim, til þess að ræða um ýms mikilvæg málefni félagið áhrær- andi. Svo skulu og stjórnarmenn kalla saman skipseigendr til almenns fundar, þegar þeim virð- ist efi leiki á, hvort skaði sá, er eitthvert skip verðr fyrir, eigi að borgast af ábyrgðarsjóðnum. 11. gr. Atkvæðagreiðsla á fundum skal jafnan fara eptir upphæð þeirra skipshluta, er hver félagsmaðr á, en ekki eptir höfðatölu, þannig að sá, er hálf- an hlut á, hefir eilt atkvæði, o. s. frv. og skal jafnan fara eptir því, sem meiri hluti ákveðr. 12. gr. Allir reikníngar og allt það, er snertir félag þetta, skal innfærast í bók þá, er til þessa skal löggildast af sýslumanni, og skal hún vera í geymslu stjórnarmanna félagsins, og eru þeir skyldugir að sýna hana sérhverjum félagsmanni, er þess beiðist. 13. gr. Ábyrgðarfélag þetta stofnast fyrir vertíðar- byrjun 1862. Athugagrein: Ofangreind lög fyrir skipaábyrgð- arfélag Vestmannaeya, er samþyktvoru á almenn- um fundi hinn 26. dag Janúarmán. þ. á., gilda, eins og þau sjálf með sér bera, einúngis fyrir þá, er eiga í stórskipum þeim, er gánga til fiskiveiða á vertíðinni á Vestmannaeyum, þareð það mátti virðast mjög gagnlegt eða jafnvel nauðsynlegt, að þeir, er ættu í skipum þessum, sem bæði eru mikils virði og miklum háska undirorpin, væri í innbyrðis ábyrgðarfélagi, ef skaði, sem auðveldlega skeð getr, fyrir kæmi, því auðsætt er, að mörgum verðr eigi jafnþúngt fjártjón að þola sem fáum, nema þeir sé því auðugri, sem hér eigi á sér stað. Nú sem stendr eru í félagi þessu eigendr 11 stórskipa, sem öll eiga heima á Vestmanna- eyum, og voru skip þessi eptir virðíngargjörð þeirri, er á þeim var haldin fyrir byrjun seinast- liðinnar vertíðar, alls virt á 2,022 rd. og gjaldið til ábyrgðarsjóðsins því 60 rd. 64 sk., sem nú eru til í sjóði, þar ekkert af skipum þessum hefir beð- ið skaða. lleglugjörð þessa, sem hér með sendist yðr herra ritstjóri! eptir tilmælum yðar í sumar, vild-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.