Þjóðólfur - 18.04.1864, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.04.1864, Blaðsíða 4
84 en bæarfógetinn herra Á. Thorsteinson sagði fram erindið og tjáði í fám orðum, af hendi þeirra allra, þegnlegar árnaðaróskir til konúngs vors Kfistjáns 9. á þessum burðardegi hans, og fyrir því að hin nýbyrjaða ríkisstjörn hans yrði farsæl óg blessuð öllum löndum hans konúngdóms og lýð. jþakkaði stiptamtmaðr komumönnum þessa yflr- lýsíngu þegnlegrar hollustu Reykjavíkrbúa við vorn nýa allramildasta konúng og kvaðst mundu skýra frá því, beiddi hann síðan gestina að drekka með sér minni konúngsins, voru þá framborin vín, og mælli hann sjálfr fyrir minninu, mintist fyrst frá- falls hins ástsæla og ógleymanlega konúngs Frið- riks 7., þá þrengínga þeirra og styrjaldar, er nú nmspenti ríki hins nýa konúngs þegar með upp- hafl ríkisstjórnar hans, og óskaði honum heilla og hamíngju og aðstoðar og blessunar drottins, til þess að hrinda af sér þeim óvinafagnaði og til þess að stjórna ríkjum sínum lengi og farsællega. Yflrlýsíng sú, er Reykvfkíngar hér gjörðu var að vístt eigi illa tilfallin, eptir því sem ástóð og þar sem hún gat svona borið upp á sjálfan fæð- íngardag kónúngs vors. En enganveginn verðr hún álitin einhlít eða svo, að lnin gjöri Reykvík- fngum og því síðr öðrum landsmönnum óskylt og öþarft að rita sjálfum vorum milda konúngi þegn- legt ávarp sem fyrst og úr sem flestum héruðum landsins; er vonandi að Reykvíkíngar gángi á itnd- an öðrum landsmönnum einnig í því efni, enda hafa margir hinir merkari þeirra talið sjálfsagt, að svo yrði gjört, og það nú þegar með þessari póst- skipsferð héðan úr bænum. Hvívetna eru þessleiðis þegnleg ávörp höfð svo fáorð og gagnorð sem framast er auðið, en þóað þegnlegar árnaðaróskir og þegnsamlegt traust til hins nýa konúngs og ríkisstjórnar hans séjafn- an aðaltextinn að yflrborðinu til, þá er sjaldnast eðr aldrei undanfellt, að leiða jafnframl athygli konúngs að hinum almennustu og aðkvæðamestu nauðsynja- og velferðarmálum lands og þjóðar og að yflrlýsa þegnlegu trausti um það, að konúngi þóknist og auðnist að ráða þar á hina bráðustu bót. Öllum þegnum konúngsveldisins nema íslend- fngum einum, veitti vor hásæli konúngr Friðrik hinn 7. margfalt þjóðfrelsi og hluttöku í stjórnar- málum ríkisins við það sem var, er hann kom til því, en móttu meir aí) ganga f y r s t fyrir bisknp og óska honum til lukku, því biskup vor á eirmig buríiardag 8. Apríl, og er eigi álíklegt, aeinmitt þetta hatt aptraS biskupi frá ab gánga fyrir stiptamtmann ásamt hinum á tilsettum tíma, því haun hafbi þó ritat) nafn sitt á bofcsbréflþ. rikis; hann snéri öllum ráðgjafarþíngunum sem þá voru, upp í löggjafarþíng með ályktaratkvæði í öllum lagasetníngum, fjárveitíngum og skatta- álögum. ísland eitt, sá ríkishlutinn, sem láng fjærlægastr er hásæti konúngs, og konúngi því sízt auðið eða hinu æðsta ráðaneyti hans, að geta þekt og vitað, hvað hér gjörist hjá oss, hvað land vort nauðsynjar mest, ef það skal smámsam- an fremr ná framförum nokkrum heldren bíða aptr- farar og enn meiri hnignunar, hvað hér þarf að laga og hverju hér þurfi framgengt að verða í svo ótal mörgum greinum, — ísland eitt heflr verið látið sitja við hin fyrri stjórnarkjör sín, allt fram á þenna dag, og við sitt hið ráðgefanda þíng með upprunalegu fyrirkomulagi, þó að þetta fyrir- komulag hlyti að reynast öllum og í öllu því ónógara og með þeim mun frekari og tilflnnanlegri vankvæð- um, sem þó heflr lifnað með oss dálítil þjóðarmeð- vitund síðan Alþíng var stofnað, en vér eigum þó hinsvegar ekki því að fagna í reyndinni, að standa framar undir einvöldum konúngi, þóað svo eigi að heita að nafninu, heldr verða nú úrslit allra stjórn- armála vorra að liggja undir einhvern og einhvern danska ráðgjafann, er hefir enga ábyrgð peirra stjórnarverka sinna fyrir þíngi voru eða þjóð og, ef til vill, ekki fyrir neinum. Og vart getr nein- um dulizt það eða leitt í efa, að eins og einmitt þessi stjórnarvankvæði vor og þetta öfuga fyrirkotnulag, er verðr oss því þúngbærara og öbærilegra sem lengr stendr, muni mest og bezt hafa staðið í dyrunum fyrir því, að bundinn yrði endi á hin mikilvægu skýlatisú heityrði og yfirlýstan viljavors hásæla konúngs 23. Sept. 1848, og þær endrný- anir þeirra, er komið hafa fram aptr og aptr í auglýsíngum konúngs til hinna seinna alþínga, eins mun einmitt þessu fyrirkomulagi mega eigna það einsdæmi, að ísland hefir verið stjórnlaust hér innanlands, óhætt að segja meir en til hálfs og verr en til hálfs, nú á 5. ár, þar sem 2 æðstu embætti landsins hafa verið látin standa óveitt og forstöðulaus um öll þessi ár, nema af settum em- bættismönnum í annari embættisstöðu. það er ekki svo að skilja að vér ætlumst til, að öll þau atriði er hér að lúta, og öll hin ýmsu vankvæði og framfarahnekkir sem oss er búinn, ef við svo búið skal standa, verði framtekin og sundurliðuð, heldr leiðum vér að eins eindreginn athuga allra Íslcndínga hér að, er þeir fara nú að eiga fundi með sér, þegar vorar, til þess, þó ekki væri annað en, að undirbúa alment ávarp til hins nýa konúngs vors, en það teljum vér víst að til

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.