Þjóðólfur - 18.04.1864, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 18.04.1864, Blaðsíða 6
— 86 mannsins í Vestramtinu og sira Friðriks mætti standast, eptir öllum undirbúníngi og anda hinnar nýu jarðamatslöggjafar; hafi þau að vísu eigi þókzt einbær um það að fella eðr ónýta þenna úrskurð vestramtsins að öllu leyti, að því er áhrærir sjálft Vestrumdæmið, og hafiþauþví núborið amtsúrskurð þenna undir lögstjórnina, en lagt jafnframt fyrir sira jþorleif prófast, að fara beint eptir jarðabók- inni eptir sem áðr í tíundarheimtunni til kirkna og presta þar í prófastsdæminu, þángað til eflög- stjórnin gjöri þar breytíngu á með því að aðhyll- ast þenna úrskurð vestramtsins. Vér álítum að þessi niðrstaða stiptsyfirvald- anna sé augsýnilega rétt í alla staði, og munum vér von bráðar leiða frekari rök fyrir því, að svo sé, af sjálfri jarðamatslöggjöfinni. (Niðrl. síðar). Aðsendar fré tti r dagsettar Iíaupmannahöfn, 30. Marz 1864. Vetrinn, sem nú er að gánga úr garði, hefir verið breytíngasamari, en við höfum búizt við, þegar síðasta skip fór til íslands. Á öndverðum vetrinum var lítil blika í lopti, en sem flestir héldu, að mundi eyðast, en það hefir orðið öðru nær. Meðan allt þetta, sem nú er orðið, hefir um garð gengið, hefir ísland verið fráskilið allri veröldinni og ekki vitað meira, en barnið í vöggunni af því, sem hér hefir fram farið, og svo allt komið í einu með fyrstu vorskipum. Svo að vetrinn nú yrði enn lengri, þá hefir pó3tskipið farið mánuði seinna af stað, en vera skyldi. Dauða konúngsins, sem varð rétt eptir að skipið fór ( haust, og sem kom svo óvart á alla, hafið þér án efa nú heyrt, og þér sett æfiminníngu lians í blað yðar, og má margt segja um það, livern hag og óhag Island hefir haft af stjórnar- hag þeim, sem verið hefir í Danmörku hin síðustu 16 ár. En hvað um það, þá hefir þó sorgin yfir fráfalli konúngs vors verið söm á íslandi sem annarstaðar. Eg hleyp öldúngis yfir það, sem þá kóm á eptir, og yrði of lángt mál að segja frá öllum þeim inálalengjum, og fer til hins, sem er sögulegra, um stríðið eptir að það hófst, þessa síðustu 2 mánuði. Seint í Janúarmánuði, síðar en bandaherinn hafði farið inn í Holstein, drógu Preussar og Austr- ríki her saman, 6ifsettu Dönum þá kosti, aunað- hvort að taka aptr innan tveggja sólarhrínga sína nýu stjórnarskipun frá 18. Nóv. að því leyti sem Slésvík áhrærði, eðr þeir fari með her inn í Slés- vík. Danastjórn neitaði þessu eðr svaraði á huldu, c og drógu saman her sinn á Danavirki, sem menn héldu þá að mundi ósigrandi. Preussar komu nú að sunnan, menn segja með alltað 40 eða 50,000 manna, en Austrríkismenn höfðu 25,000, sem voru undir yfirstjórn Preussahershöfðíngja Wrangels, sem Danir þekkja frá hinu fyrra stríði fyrir 15 ár- um. Hershöfðíngi Austrríkismanna heitir Gablenz, fullhugi og drengilegr maðr. Fyrir Dönum var Meza hershöfðíngi. Hér kastaði tólfunum, fyren varði. Fyrstu dagana í Febrúar byrjaði aðsóknin að Danavirki. Beint suðr undan Slésvíkrbæ varð fundr 2. og 3. Febr. við Efra-Selk og Bustrup. Austrríkismenn sóttu að, og varð þó engin almenn orusta, en allharðr fundr, og féliu eðr urðu sárir nokkur hundruð af hvorumtveggjum. EnPreussar voru með sinn her austar og sóktu að við Mysund, en unnu þó ekki á. j>ar varð heldr ekki mikið mannfall og Preussum veitti heldr miðr. Menn héldu, að þetta væri ekki nema upphafið og nú yrði tekið til vopnamessunnar. En þá kom flatt ofan á alla, að nóttina milli 5. og 6. Febr. ry'mdu Danir Danavirki orustulaust. Um nóttina öndverða negldu þeir fyrir allar fallbyssurnar, og í mesta ys og í frosti og níðamyrkri fór allr herinn aptrá bak norðr á leið til Flensborgar, og skildi allt eptir, virki með 120 fallbyssum, vopnabúnað ogallt, sem. ekki varð komizt með í svip. Degi fyr höfðu Preussar fundið sér stað lángt austr, hvar komast mælti yfir Slé, þar sem heitir Árnes. Bændrdrógu að þeim mörg hundruð fleka, til að ferja herinn yfir um síki, sem þar eru, og 200 báta til yfir- ferðar yfir ána; þar með var og sett brú. Líklega komust Danir á veðr um þetta, og því varð aptr- feröin svo í skyndíngu og hrapað að öllu. (Niðrl. í næsta bl.). — Vegna þess ab engi þíngmaþr fyrir Isafjarþarsýsln hefir verib á Alþíngi 1861 og 63, þá flnu eg mfer skylt a?> bibja þjóbólf ab skýra almenníngi frá, hvar fyrir eg sem varaþíng- mabr Ísflrbínga mætti ekki á 2 þessum þíngnm; var þab af þeim ástæbnm, aí> innköliunarbr&f þafc, er eg fékk frá herra Jóni Sigurbssyni, dagsett 20. Maí 1861 í Kanpmaiinahöfh mebtók eg 10. Júlí, þá óvibbúinn ab fara. En til þessa síþ- ara Alþíngis hefl eg ekkert köllunarbréf frá neinnm fengib, og vænti því vafalanst, ab alþíngismabr herra Jón Sigurbsson mnndi verba á alþíngi seinasllibib snmar. Álít egþví engamína skuld, þó Isafjarbarsýsla bafl verib þíngmannslaus tvö sein- ustu Alþíngi. Skrifab í Septembermánuþi í Ármúla 1863. G. Bjarnason. — I nebanmálsgrein þjóbólfs þ. á. nr. 14 — 14, 54. bls. er þab mishermt, ab eg hafl gefib Eyafjallahreppi 30 rd. í korn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.