Þjóðólfur - 18.04.1864, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 18.04.1864, Blaðsíða 5
þess vili allir á eitt leggjast, og að þá verði ekki látið lenda við lukkuóskamærð eintóma, »kompli- ment« og fyrirbænir, heldr finnist fyllsta nauðsyn að minnast jafnframt, í sem fæstum orðum olboga- ástandsins í stjórnarefnum vorum, hinnar mikil- vægu stofnunar alþíngis, ýmsra stjórnarráðstafana og yfirlýstrar tilætlunar og heityrða hins hásæla konúngs Friðriks 7. um, að rýmkað skyldi verða vald og verkahríngr Alþíngis, og að framkvæmdar- stjórnin yfir landinu skyldi verða endrbætt og skip- uð í samhljóðun þar með. f»ví Íslendíngar eru ekki enn, að vér vonum, horfnir frá því undir- stöðuatriði, er þeir yfirlýstu í einum anda og tóku fram í ávörpum sínum og bænarskrám, þegarkon- úngaskiptin urðu 1848, sem Alþíngi hefir aptr og aptr bygt á síðan i bænarskrám sínum um stjórn- arbótina: • Pað er Alpíng, sr,m hver Íslendíngr vonar og treystir, að Yðar hátign mvni fullkomna, sem aðalgrundvöll allrar frjálsar og eðlilegrar stjórnar« her á landife. Amtsúrskurðr um rettan skilníng jarða- matslaganna 18G11 * * *. Sira Friðrik Eggerz á Akreyum prestrtil Skarðs- þínga yfirfór og endrskoðaði kirkjurciknínga nokkra þar í Dalasýslu fyrir árið 1863, og hreifði við þá endrskoðun athugasemd þeirri, að af hverri jörð, er bæri að greiða tíund af, væri tíundin nú tekin og greidd sjöttúngi frekar hcldren vera bæri eptir hinni nýu jarðabók 1861, ef farið væri (íblindni?) eptir hundraðatali því sem þar væri sett á jarðirn- ar, því f þessari hinni nýu jarðabók væri dýrleiki hverrar jarðar settr og ákveðinn meðtíræðnin hundruðum álna en ekki með tólfræðum, eins og jafnan hefir verið að undanförnu, síðan land bygðist; væri þvi t. d. hver sú jörð, sem talin væri 6 hundruð i nýu jarðabókinni, ekki nema 5 bundruð (tólfræð) eptir fornu hundraðatali og lands- venju, og eð sama 24 hundraða jörðin eptirjarða- bókinni 1861, væri að eins 20 hundruð tólfræð að dýrleika; eptir þessu væri því núrétt goldin tíund 1) Merkr alþíngismaíir vestaulands skýríii oss þegar í brtfl 12. Febr. þ. á. fri máli þessu og amtsúrskurþinum sem í því vieri geuginn, og skorabi á oss aþ hreifa málinu her { þjúbúlfl og færa rok fyrir af eþr á. En af því þess var getib jafnframt, ab profastrinn í Dalasyslu inundi bera amtsúrsknrþ- inn og málib allt undir stiptsyflrvoldin, þá þútti oss úhultara og Thttara, aí) fresta hreifíngu þessari þángab til búií) væri opinberlega a'b beina málinu háyflrvalda-veginn, og kvaí) líka svo hafa veriþ gjört meþ hinui sftustu pústferb ab vestan. af þeirri (24 hundr.) jörð, 48 fiskar til allra stétta samtals eðr 12 fiskar í skiptitíund eins og væri 20 hndr. jörð, en eigi 58 fiskar (eðr 14 Va í skipti- tíund), eins og af 24 hndr. jörð; og allt að einu ætti nú að greiða í tíund af hverri þeirri fasteign, er jarðabÚkin 1861 kallaði 6 hndr. að dýrleika, að eins 12 fiska alls eðr 3 fiska í skiptitíund, einsog það væri ekki nema 5 hndr. jörð eptir fornu hundr- aðatali. Yfir höfuð að tala fór sira Friðrik því fram í þessu endrskoðunar álitsskjaíi sínu, að hver sú fasteign sem fyndist tilgreind í jarðabókinni 1861, væri sjöttúngi minni að tíundarbæru hundraðatali, heldren jarðabókinsegði,því þarværi dýrleiki hverrar jarðar settr með tírœðum hundruðum að áinatali. En héraf hlyti nú að leiða, að gjörvalt hundraða- tal allra fasteigna í landinu, — eptir hinni nýu jarða- bók er það................... 86,755 hndr. 48 áln. yrði Vg minna heldren þar segir eðr að eins.................. 72,296 — 28 — en það mundi skakka um . 14,459 — 20 — frá því sem allr undirbúníngr nýa jarðamatsins stefndi að fyr og síðar bæði af hendi löggjafans sjálfs og Alþíngis. Á þessari skoðun bygði nú sira Friðrik það, að kirkjuhluti fasteignartíundanna, er þeim hefði átt að gjaldast, eptir hinni nýu jarða- bók, i fardögum 1863, væri talin sjöttúngi meiri í tíundarlistum hreppstjóranna, heldren vera átti, og ætti því ekki að telja kirkjunum til tekja nema að eins 5/ð þeirra tíunda. Iléraðsprófastinum í Dala- sýslu, sira þorleifi Jónssyni í Ilvammi, fanst þessi kenníng sira Friðrik næsta óviðfeldin og ekki ó- yggjandi rétt, og bar hann því málið undir úrskurð amtmannsins í Vestramtinu. En amtmaðr feldi úrskurð í málinu undir árslokin, og er þar, að sögn, kveðið að orði á þá leið, að það sé auðsætt afhinni nýu jarðamatslöggjöf og jarðabókinnisjálfri, að þessi skoðun sira Friðriks sé í alla staði rétt og á fullum rökum bygð; og er mælt, að bæði álit sira Friðriks og þessi niðrstaða vestramtsins sé einkanlega þar á bygð, að álnirnar (eða hundr- aðapartarnir), sem hver einstök jarðeign í jarða- bókinni hefir framyfir heilt hundrað, sé þar til færðar með tugabrotum eðr tíundu pörtum, en þar af hljóti aptr beinlínis að leiðaþað, að sjálf hundr- aðatalan sé í tírœðum hundruðum en ekki tólf- ræðum. Prófastrinn þóttist samt eigi mega láta sér lynda amtsúrskurð þenna, og lagði málið undir úrlausn stiptsyfirvaldanna nú með póstferðinni, er siðast varð. Er nú sagt, að stiptsyfirvöldunum haíl ekki þótt bjóða svörum, að. þessi skoðun amt-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.