Þjóðólfur - 05.08.1864, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.08.1864, Blaðsíða 2
— 150 — J>að er Iaung saga, að segja yðr frá öllum þeim málarekstri, sem heflr verið síðan eg skrif- aði yðr síðast, hina síðustu 2 mánuði; eg hlýtþví skjótt yfir sögu að fara, en segja þó helztu atriðin. J>á er að byrja á sáttafundinum í Lundúnnm; helztu atriðin þar á fundinum voru þessi. Danir áttu frá öndverðu þúngan róðr, því skömmu áðren fundrinn hófst, höfðu Prússar unnið sigrinn við Dybböl. Preussar og |>jóðverjar komu þvíáfund- inn sem sigrvegarar, hinir sem sigraðir til hálfs. Yonarakkeri Dana varætíð, að að leikslokum mundi stórveldin skerast í leikinn, og almenn styrjöld verða og byltíngar í Norðrálfunni, að einkum Eng- land væri bundið að veita sér lið með oddi og eggju. J>eir tefldu því upp á annara aðstoð, en ekki sinn eiginn mátt og megin. |>eim var þvl enginn áhugi til friðarins, treystu því, að heild Danmerkr væri ómissandi liðr í ríkjum Norðrálf-'t unnar, sem ekki mætti slitna, án þess allt rask- aðist. Fyrst á fundinum var vikið að því að setja »personal»samband milli Danmerkr og hertoga- dæmanna, líkt og er milli Svíþjóðar og Noregs. Einn konúngr, eðr hertogi, en allt annað skllið. |>jóðverjar (helzt Áustrríki) neituðu þessu ekki þverlega, en þó með fyrirvara, en Danir þverneit- uðu því; af öllum málalokum óar þeim mest við Slésvík-Holstein frjálsu og sjálfráðu innanríkisins. J>etta féll því. En þá kom það fram, að sendi boðar Prússa og Austrríkis komu nú fram áfundi, og sögðu sig hátíðlega lausa frá Lundúnasamn- íngnum 1852, ríkisheild Danmerkr og erfðalögun- um og viðrkendu hertogann af Ágústenborg, og skoruðu á fund og forseta að leita nú annars grund- vallar fyrir nýum samníngi til sáttar og friðar. Nú var farið að hugsa um að deila og það virðist á öllum lotum, að Dönum hafi verið þessi úrlausn geðfeldust, að missa alla Holstein og Lauenborg, efþeirhéldi Slésvík að mestu suðrað gamlaDana- virki eðr Eider, sem Danir hér kenna sína trúar- játníng við. En þeim varð þessi von völt og myrk. Danir gengu nú að því að skipta Slésvík, en hvar ætti að hluta sundr, það var vandari gáta, og deildi fundarmenn á um það. Frakkland stakk uppá að láta alsherjar atkvæði ráða í Slésvík; sendiboði Prússa og miðríkjanna gengu að J)ví, en Austrríki var því mótfallið, nema, ef til vill, að spyrja þíngið og þó ekki það nema til ráðuneytis. En Danmörk tók fyrir, sem von var, eptir þeim huga, sem er til Danastjórnar í hertogadæmunum. f>etta var því felt. Nú átti að skipta eptir álitum. Prússar og f>jóðverjar neituðu í rauninni skiptunum. Slésvík ætti öll að fylgjast að eptir þjóðrétti og ósk Slés- víkínga; en með þvi Láenborg væri land, sem Danmörk án efa ætti, þá væri sanngjarnt, með því og að danskt þjóðerni væri nyrzt í Slésvík, að liafa makaskipti á norðr- Slésvík og Láenborg. f>eir stúngu þegar uppá að skipta sjónhendíng frá Apen- rade og til Iloyer. J>ar með hefði Als og Flens- borg fallið í þjóðverja ldut. Danir og hin stór- veldin kölluðu þetta afarkosti og England eðr for- seti Rússell stakk nú uppá að skipta við ána Slé og vestrum til Friðriksstað. Danir gengu að þess- ari uppástúngu í þeirri von, að ef þýzku veldin bafnaði henni, neyddist England til að halda fram oddi og eggju sinni uppástúngu. Rússell jarl lof- aði og, ef Danir gengi að þessu, að stínga ekki sjálfr upp á neinum öðrum Iandamerkjum, sem Dönum væri óhagfeldari né styrkja slíka uppá- slúngu. Var nú þetta lífakkeri Dana að hafa hér fengið hald á Englandi, og binda þá við borð. f>jóðverjar neituðu þessum skiptum, án þess þó að fortaka að hliðra til frá sinni hálfu að norðan, t. d. að skipta við Flensborg. Annars kom öllum saman um, að ekki væri unt að skipta eplir þjóð- erni, því alstaðar búa þýzkir innan um Dani norðr undir Iionúngsá. Hér stóð nú kálfrinn í kúnni, og nú var vopnahléstíminn útrunninn. Nú var farið að semja um aðlengja: Prússar stúngu upp á minnst missiri eðr 9 mánuðum og höfðu ekki afsvör um að fara út úr Jótlandi, ef Danir fengi sér Als og Vestrhafseyarnar; en Danir neituðuþví, en samsintu þó að lengja um hálfan mánuð, senj hinir létu sér segjast. En þegar nú hvorki gekk né rak, kom England á ll.stundu með eitt miðl- unarfrumvarp, nl. að fá gjörðarmann til að skera úr skiptunum, en þó svo, að hann skipti ekki sunnar en Slé, og ekki norðar en Apenrade. Prússar gengu að þessu að orði kveðnu, en þó með fyrirvara samkvæmt Parísarsamníngnum 1850, að þeir ekki væri iögbundnir við úrskurð gjörðar- mannsins. En Danir lögðu þvert nei fyrir, og sögðust halda sér til liinna fyrri uppástúngu Rúss- els, og töldu brigðað loforðum við sig, að Eng- land kæmi nú enn með nýtt frumvarp og gengi frá sínu fyrra. Ilérmeð var fundi og sáttum slitið. Fundarmenn skildust að, og nóttina milli 25. og 26. var vopnahléð úti. Nú fer þá tvennum sög- um fram, og er þá fyrst að víkja til stríðsins. Undir eins um morguninn 26. tóku Prússar til vopnamessu yfir við Alssund, hlóðu skotvirki og bjuggust um. Á Als voru 10,000 Danir og Stein- mann hershöfðíngi yfir þeim. f>eir þóttust öruggir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.