Þjóðólfur - 05.08.1864, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 05.08.1864, Blaðsíða 4
152 — Limafjörð, yfir Óttasund, og hafa nú undir fæti allt Jótland norðr á Skagatá, sem aldrei hefir fyr orðið í sögu Dana. þeir hafa og nú tekið allar Vestrhafseyarnar, svo Danir hafa nú ekki eitt □ fet af meginlandinu né því sem til Slésvíkr heyrir. Nálægt Alaborg varð ogfnndr milli 200 Dana, sem sóttu að viðlika stórum ílokki Prússa, en það tókst svo óhönduglega, að á drykklángri stundu voru skotnir niðr, særðir eða fángnir yfir 100 manns, en Prússar mistu o manns. f>egar svona var komið, og öll von frá Eng- iandi var horfin enda hjá þeitn, sem gjörðu sér mesta hugarburði, þá féllust öllum hendr og hugr hér í Khöfn. Konúngr hefir, að almæli allra, á- valt verið mótfallinn að skipta ríkinu, og liliöra til að víkja frá Lundúna sáttmálanum; hann skipti nú um ráðgjafa, þegar þeir sjálfir sáu, að öll sund voru þrotin, og nú var búið til alríkisráðaneyti, greifi Carl Moltke forseti, Bluhne utanríkisráð- gjafi, Hansen hermannaráðgjafi, o. s. frv.1, og ný var sendr í friðarleit til hinna þýzku stórvelda ýngri bróðir konúngs, prins Jóhann; var nú veitt 10 daga vopnahlé, sem byrjaði í gær. En í Vín á aðbyrja friðarsamnínga og Danir að senda þáng- að fulltrúa; það er víst, að friðrinn verðr þeim þúngbær; menn halda, að sá verði skildaginn að sleppa alveg Slésvík og hertogadæmunum. |>ó gera menn sér hérvon um, að nokkuð muni hald- ast af Slésvík, og ráðaneytið hefir konúngr, sem nöfnin sýna, sett í þeirri von, að ekki sé öll von úti að halda ríkinu saman og halda aptr til Lund- úna sáttmálans og alríkiserfðanna; en hann og stjórnin á þar erfilt, því múgi manna hatar hér sem eld alia alríkis-sambúð og Slésvík - Holstein innan takmarka ríkisins, og vilja heldr missa lönd og hafa svo »aldanskt« allt ríkið það sem eptir er og ísland með? Hins vegar er á þýzkalandi svo æstr hugr af sigrinum, að enginn fellir sig við annað, en Danmörk láti orðalaust af hendi öll hertogadæmin, svo’ þetta stríð verði hið síðasta þjóðernis- og landamerkjastríð milli sín og Dana. En um þetta fer eg engum getum; raunin verðr innan skams ólýgnust um þetta. Prússar hugsa að grafa rennu gegnurn Slés- vík og Holstein frá Eekenförde og til Ilusum, sumir segja til St.Margaretta við Elfarmynnið, sem sé geng herskipum og stærstu kaupskipum, og gjöra þannig þjóðbraut milli Vestrhafsins og Austr- 1) E. S. E. Ueltzen, kammerherra, lögstjórnarrátbgjaö og einuig fyrir kirkju- og kerislumálum fyrst um sinn ; Tillisch iunanríkisráhherra, Lútchen ráíiherra fjrir sjólifcinu. sjóarins, og ætla á að kosta muni 20 mill. spe- síur. Innaf Eckenförde gengr og hóp; það kvað þeir ætla að dýpka og gjöra þar herskipalægi. Iíeisarinn af Rússlandi hefir afsalað frænda sínum stórhertoganum af Aldinborg erfðarétt sinn í Ilolstein, ef Lundúnasáttmálanum verði kastað fyrir borð; verðr því bráðum þíngdeila í Frank- furt um ríkiserfðir í herlogadæmunum milli stór- hertogans og hertogans af Ágústenborg. Frakkar hafa mist Brennuflosa sinn, hertogann af Malcof Pelissier, sem hefir nafn sitt af því, að fyrir 20 árum í Alsír gekk einn flokkr Araba, sern uppreisn liafði gjört, inní hellra með konum og börnum, heldren gefast upp. Pelissier lét hlaða bál fyrir dyrunum og skoraði á hina að gánga út, en þeir neituðu og skutu hvern, sem út vildi gánga; gekk svo Iánga hríð; að lokum lét Pelisser slá eldi í bálið, og svældi alla inni. Ilann varðfrægr í stríðinu á Krim, og var nú síðast landstjóri í Alsír. Af stríðinu í Ameríku er enn ekki útkljáð, hvernig lykta muni með herinn í Richmont; læt eg það bíða þángað til. — Af mannalátum er annað fátt, en að hinn gamli konúngr af Wúrtem- berg, öldúngr tiginna manna í Norðrálfu, er ný- dáinn 83 ára. Á þýzkalandi hefir við böðin verið mikið um dýrðir,' ráðgjafafundir og höfðíngja, keisararnir af Ilússlandi og Austrriki og Prússakonúngr. En hvað þar hafi gjörzt, vita menn ekki enn; sumir hafa getið til, að endrnýa ætti sambandið helga frá 1815. U m s u 11 a v e i k i n a. III. (Nibrlag). Eg vona að landar mínir, af því sem á undan er komið, hafi fengið hugmynd um það, að náttúru- fræðíngar nú á dögum álíli sullaveikina að vera nokkurskonar ormaveiki, og af ritgjörð Dr. Leared's hafa menn getað séð, að menn álíta sullina, eða dýr þau sem 1 þeim finnast, vera nokkurskonar bendilormakyn, sem æxlist og umbreytist á ýmsa vegu eins og um er getið í optnefndri grein, eptir téðan lækni. En hér af llýtr þá, að það má virð- ast harla sannsýnilegt, að meðöl þau, sem geta eytt og drepið bendilorma, og svo muni mega á- lítast góð móti suliaveikinui. Menn hafa á seinni tímnm fundið 2 meðöl, sem virðast nærfellt óbrigðul til að drepa bendilorma; eru það 2 jurtir eða tré- tegundir, og heitir önnur Kousso en hin Kamala■ Hið fyrsta meðalið eru blómstr af stóru tré sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.