Þjóðólfur - 05.08.1864, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 05.08.1864, Blaðsíða 5
— 153 — vex í Ábyssíníu, og hefir það þar um lángan aldr verið viðhaft við bendilormaveiki, en sú veiki kvað vera mjög algeng meðal Abyssíníumanna. fetta meðal var fyrst viðhaft á Frakklandi fyrirnokkrum árum siðan, en seinna fluttist það til Englands og annara landa í Norðrálfunni og er hvervetna viðhaft til að drepa bendilorma bœði með mönnum og skepnum. Ilitt annað meðalið eða- »Kam.ala» er rautt dupt sem í Austr-Indíum hefir lengi verið viðhaft til að líta silki með, en á seinni tímum hafa menn fundið, að það er einkar gott ormameðal. Dr. Leared var einn af þeim fyrstu er flutti það til Englands og hefir það sýnt sig ágætt móti öll- um bendilormum bæði hjá mönnum og dýrum, og svo er megnt og admikið meðul þelta, að það eigi alleina drepr bendilormana í hundunum, heldrupp- leysast þeir og fara í mauk þegar meðalið hefir snortið þá, þar sem þeir liggja í þörmunum. En þó nú þelta meðal geti drepið þessi dýr og afkvæmi þeirra, sullina, þar sem það gelr náð að verka á þá, þá er nú — höfuð spursmálið að mínu áliti, hvernig menn ætti að geta komið þessu við, við lifrarsuli- ina, hvar örðugt er að ímynda sér að duptið geti komizt að eins auðveldlega, eins og í þörmunum. Duptið er semsé gefið vanalega heilt eins og það er, eða blandað með hunángi, og fer það þann veg víst að mestu leiti ómelt í gegnum þarmana, en af því það á þessari leið sinni hiltir fyrir bendil- ormana, þá verðr það þeim þar að bana. Gæti menn nú á einhvern hátt komið meðali þessu inní lifrina, þá eru mestu líkindi til að það þar mundi verða að hafa hin sömu álirif á sullina, sem það í þörmunnm hefir á bendilormana, og spurníngin verðr þess vegna, hvernig þessu megi til vegar koma. Eg held að sá máti, sem eg hefi hugsað mér til þessa, sé einna vissastr og áreiðanlegastr, en hann er innifalin í því, að menn búi til dropa úr Kamaladuptinu og gefi þá sjúklíngnum fastandi i vatni eða jafnvei í brennivíni. Á þerina hált getr maðr þcnkt sér að meðal þetta verði eins drepandi fyrir sulli í lifrinni og öðrum inniflum, eins og ðuptið er bráðdrepandi fyrir bendilormana í þörm- unuin. Að droparnir verði að geta komizt inn í lifrina vita menn af því, að öll vínanda meðöl (spirituöse Midler) fara að mestu leyti alveg óum- breytt úr maganum inní æðar þær er tilheyra lifr- inni og öðrum meltíngar-verkfærum, er alment kall- ast »portæda kerfiðn (Systema venarum portarum). þetta hafa líffræðíngar á seinni tímum fullkomlega sannað, svo að þar á getr engi vafi verið, en á hinu gæti verið vafi, hvort Iíamala droparnir mundu eigi missa þann eiginlegleika að geta komizt með vínandanum inn í þær æðar magans sem liggja í hið fyrnefnda portæðakerfi. Til að komast fyrir þetta, hefir það sýnt sig, að dropar þessir geta þolað að blandast með vatni og öðrum vatnskendum vökv- um án þess þeir missi eðli sitt. Eg hefi gjört margar tilraunir hér með, en niðrstaðan hefir jafn- an orðið hin sama, svo eg þykist hafa fengið næga vissu fyrir því að Kamala droparnir verða að geta komizt inn í lifrina, miltað og öll önnur liffæri (Organer) er hafa blóð sitt úr portæðakerfinu. Hvort nú dropar tilbúnir úr blómstrunum af Kousso mundu hafa sama eginlegleika, veit eg enn þá ekki, en þó mun það bráðnm reynt verða, eins og eg líka rétt nýlega hefi fengið vissu fyrir því, að Kamala droparnir eru á Englandi álitnir að vera fult eins áreiðanlegt meðal við bendilormum eins og sjálft duptið, og er þó varia hugsandi, að þeir geti að þarmaörmum komist nema í gegnum portæða blóðið, og mælir þetta ákaflega fram með ætlan minni um verkanir þeirra á lifrarinnar »portæðar,» en það er að öllum líkindum í gegnum þessar æðar að sull- irnir fyrst komast inní lifrina, og liafa tveir af hin- um merkustu dýraormafræðíngum, er nú eru uppi, þókzt finna smásulla yrmlínga í portæða greinunum. Einsog áðr er um getið, hefi eg reynt þetta meðal á tveim sjúklíngum og virðist að hafa gefið góða raun. Iliun fyrsti sjúklíngr, er eg reyndi dropa þessa á, var stúlka um tvítugsaldr ofan af Akranesi; henni var komið hér til læknínga og var hún auðsjáanlega meinlætafull. Hún hafði stóran snll framan á lííinu, og þókti mér eigi trútt um, að annar nokkuð minni nmndi liggja neðan og aptanvert á hægra lifrarbarði, því þar heyrðist manni, og jafnvel henni sjálfri, gutla undir, ef hún hreifði sig, en sullatitríngrinn (»Hydatidesnurren«), sem er svo einkennilegr fyrir sullaveikina, fanst Ijóst að framanverðu. Eg ætlaði í fyrstunni að lækna stúlku þessa eptir liecamiers máta, en hún eins og féll fyrir ofrborð þegar gat var komið á sullinn; eigi að síðr náðist beilmikið af vatni, en með því bólga nokkur var komin í lífhimnuna í kríngum sárið, lét eg það gróa, án þess eg gæti náð sullahúsinu. Henni fanst því eptr sem áðr stöðugt sullagutl undir hægri síðunni, án þess þó að mögulegt væri að aðgreina, hvort þelta kæmi frá sullinum sem opnaðr var eða þá öðrum sulli er lægi meira til hægri ldiðar, og með því eg nú, eins og þá var komið, sá mér eigi fært að gjöra neitt með handatiltektum að sinni, datt mér í hug að reyna kamaladropana, er cg þá nýlega var bú-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.