Þjóðólfur - 05.08.1864, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.08.1864, Blaðsíða 3
geta varið sundið með þessu liði og lierskipunum En hér varð annað á borði og skipti skjótt um. Aðfaranótt hins 29. var dimm nótt og túngl á för- tim, blítt veðr og þögn. Danir höfðu búizt við, að þeir nú mundu boða komu sína með skolhríð og eldíngum, eins og við Dybböl, en nú heyrðist ekki vopnahljóð, allt kyrt og þögult. En í byrjun eldíngar kom bátafloti undan landi, fullr af her- mönnurn og reri ákaft út á sundið; Danir vökn- uðu ekki fyr við, en þeir voru komnir yíir mitt sundið, og skutu á bátana. En jafnskjótt og þeir náðu Iandfestu, slukka þeir fyrir borð, óðu í land og dreifðu sér tii bardaga, en bátaflotinn reri jafn- liarðan yflr um aptr til að sækja nýan mannfarm, og gengu 20 mínútur til hverrar ferðar, en í hverj- um farmi fluttu þeir yflr 3000 manna í hér urn bil 160 flskibátum, sem þeir í kyrþey höfðu dregið að sér á járnbrautinni að sunnan, én Slésvíkrsjómenn reru bátunum og sjómaðr nokkr úr Suðr-Slésvík Bertbelsen, hinn sami sem í vetr hjálpaði Prúss- um að komast yflr Slé, réði fyrir róðrinum. í sundinu er flugstraumur yzt og hyldýpi; brúm var því ekki hægt að koma við. þannig fluttu Prússar yfirum 4 farma eðr 12000 manns, en sundið var hérum 800 álna, þar sem mjóst var, þar sem yflr um var róið. Fyrst í öðrum farmi kom Hrólfr Iíraki fram, og var þá þessum bátakrýlum hætta búin. Ilann skant sprengikúlum á bátaþvöguna, hitti suma, svo þeir sukku, þó fáa; en þá dundu svo frá skotvirkjum Prússa skot á honum, að hann laskaðist og varð að hverfa frá. En hinumegin sundsins voru Danir seinir til taks og lángt í burtu til að mæta hinum, meðan tími var. Síðan þegar bátarnir höfðu flutt yfirum, skutu Prússar út á sundið nokkrum brúarflekum með gufu fyrir, að menn segja, og þar á hestar og stórskotalið. Alsmegin við sundið er lángr oddi, sem licitir Arnkelsoddi, en bakvið gengr inn vogr, Ágústenborgarfjörðr, þar sem Ilrólfr Iíraki lá og var því svo seinn til taks. Á oddanum við Kjær var nú mótstaða af Dönum, þegar þeir höfðu ránkað við sér, en þeir raáttu þó láta sígast undan og hörfuðu suðrum og austr. £nn varg mótstaða við Elskeböl, en nú , buguðu Prússar fyrir þá og tóku mikinn liluta fáng- ínn. En yzt á Als er eyarkálfr Keknis og örmjótt eiði, sem tengir við land. J>ar höfðu Danir virki og þangað hélt megin herinn og út á eyna, 'en þángað höfðu þeír boðið skipum að koma. Frá miðdegi og allanóttina var nú verið að komahern- n'im á skip og því sem frclsað var og fluttist það jfir á Fjón. Danir mistu um 3000 mannaog þar af 2,500 fángnir, hér um bil 100 yflrmenn, 50 fángnir ósárir, og nálægt 20 sárir og fángnir. Valnum héldu Prússar og voru margir drepnir í valnum. Prússar mistu sára og dauða um 400. En þeir tóku alla Als og þar með Sönderborg með vopnabúnaðí, sem þar var og um 60 fallbýssur. J>að er einmæli að för þeirra væri glæfrafor og hættu för, að fara á fiskibátum undir vopn og skot- virki Dana og gegn herskipum, sem á vaðbergi voru. En þeir fóru með snarræði, en Danir þykja ekki hafa vakað vel ogverið seinir til taks að yfir- buga hina og taka þá, meðan þeir voru fáir. J>annig mistu Danir Als 3 dögum eptir að vopna- hléð var úti, og eyarsundin voru þeim nú ekki lengur vörn á móti landher Prússa. J>essi ósigr kom að þeim sama daginn og svo tíðindin frá Englandi. J>egar fundi var slitið, voru menn í efa, hvað England mundi gjöra. En þeir tóku skjótt ráð sitt; tveim dögum síðar komu ráðherrarnir fram í málstofunni með svo látandi úrskurð: að af þeim rökum, að Danir hefði valdið upptökum stríðsins, þó þeir síðan hefði reynt að bæta ráð sitt, að hin stórveldin, sem væri jafnheitbundin við Lun- dúnasamnínginn og við ríkisheild Danmerkr, vildi ekki skerast í leikinn, og í þriðja lagi af því Danir hefði neitað hinu síðasta miðlunarfrumvarpi Eng- lands, þá sögðust þeir hafa ráðið hennar hátign drotníngunni að hlutast ehki að svo vöxnu máli í stríðið milii J>jóðverja og Danmerkr. Nú risu lángar þíngræður. Torýmenn leituðu við að gjöra þetta mál að skör fóta sinna og steypa ráðaneyt- inu og stúngu upp á, að þíngið lýsti því yflr, að stjórnin hefði rýrt heiðr Englands með því að ógna J>]óðverjum en gefa Dönum vonir. En það sást á öllum lotum, að þeim var ekki meiri hugr á en hinum að hjálpa Danmörku eðr fara í alls- herjarstríð hennar vegna. Rússel sagðist aldrei hafa lofað að hjálpa Dönum með her, og Wood- house, sem hér var í vetr, sagði hið sama. End- irinn varð, að breytíngaratkvæði Iíinglakes í neðri málstofunni, svo hljóðandi, að þíngið vottaði drotn- íngu samþykki sitt, að hún hefði úrskurðað að hlutast ekki í stríð, hlaut 18 atkvæðamun (295 mót 313), ogvann því stjórnin sigr, í lávarðastof- unni þar á móti 9 atkvæða ósigr, en það var ekki metið í þessu máli. Ilérmeð voru fyrir Dönum öll sund þrotin. J>jóðverjar lýstu því yfir, að Jótland skyldi gjalda til sín alla skatta og embættismenn þar hlýða sínu boði og banni. J»eir fóru og á bátum norðryfir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.